Alþýðublaðið - 19.10.1973, Síða 7

Alþýðublaðið - 19.10.1973, Síða 7
það ekki? spurði Martin Beck. — Vitanlega vil ég það ekki, en ég geri þaö samt. — Nú i kvöld. — Ég verö að fara á tvo staði fyrst. A Vástberga og svo heim. Hringdu til Asu og segðu aö ég komi um hálfátta leytið. Klukkustund síðar opn- aði Kollberg forstofudyrn- ar • heima hjá sér i Palandergatan. Klukkan var aðeins fimm, en úti var orðið dimmt fyrir löngu. Kona hans var klædd eld- gömlum siðbuxum og köflóttri flúnelsskyrtu og var að mála eldhússtólana. Skyrtan var af honum sjálfum og hún haföi orðið að brjóta upp ermarnar og binda hana um mittið. Hún var með málningarklessur á höndunum, handleggjun- um og fótunum og meira að segja á enninu. — Komdu þér úr þessu, sagði hann. Hún hætti með pensilinn á lofti og horfði á hann með spurnarsvip. — Liggur svona mikið á? sagði hún dálitið ertnisleg. - Já. Brosmildur svipurinn hvarf af andliti hennar. — Verðurðu aö fara strax? — Já, það er yfirheyrsla. Hún kinkaði kolli, stakk penslinum i málningardós- ina og þurrkaði af höndum sér. — Það er Asa aftur, sagði hann, — Þaö veröur á allan hátt erfitt viður- eignar. — Og þú verður að fá ó- næmisaðgerð fyrst, eða hvað? - Já. — Ég ábyrgist ekki málningarklessurnar, sagði hún og hneppti frá sér skyrtunni að framan. Fyrir utan hús eitt i Klubbacken i Hagersten stóð maður í fannkófinu og rýndi i bréfmiöa, sem hann hélt á i hendinni. Miðinn var orðinn votur og skriftin á honum farin að leysast upp og það var örðugt að ráða i textann við daufa skimuna frá götuljós- kerunum. Hann virtist þó hafa ratað á rétt heimilis- fang. Hann hristi sig likt og blautur hundur og gekk upp útidyratröppurnar. Hann stappaði vel af fótum sér, hringdi dyrabjöllunni, hristi snjólagið af hattinum sinum og stóð með hann i hendinni á meðan hann beið þess aö eitthvað gerðist. Dyrnar cpnuðust litið eitt. Miðaldrakona gægðist varlega útum dyragættina. Hún var með eldhússvuntu og hendur hennar voru at- aðar i hveiti. - Það er lögreglan, sagði hann ógreinilega .Svo ræskti hann sig og sagði skýrari rómi: - Nordin að- stoðarforingi frá rann- sóknarlögreglunni. Konan horfði á hann óró- leg á svip. - Hafið þér nokkur skilr... ég á við, hafið þér ekki.... byrjaöi hún. Hann andvarpaði þungan, færði hattinn yfir i vinstri hendi og tók að hneppa frá sér vetrar- frakka og jakka. Hann dró upp veski sitt og sýndi henni nafnskirteinið. Konan fylgdist með hreyfingum hans ótta- blandin á svip, eins og hún væri viö þvi búin aö hann tæki fram sprengju eða vélbyssu eða eitthvað þaðanaf verra. Hann rétti skirteinið aö henni og hún rýndi á það nærsýnum augum útum dyragættina, sem ekki hafði breikkað neitt að ráði. — Ég hélt að lögreglu- menn bæru á sér einhvers- konar skilti, sagði hún var- lega og hikandi. - Já, frú, ég hef það lika, sagði hann i uppgjafartón. Hann hafði skiltið i rass- vasanum og braut heilann um hvernig hann ætti að ná þvi án þess að leggja frá sér hattinn eða setja hann á höfuðiö aftur. - Ja, þetta dugir kannski eins vel, sagði konan án sannfæringar. Þarna stendur Sundswall, eruö þér kominn alla leiö frá Norrland til þess eins aö tala við mig? - Ég á ýmis önnur erindi hingað til Stokk- hólms lika. - Já, afsakið, en þér skiljið.....ég á við. .. - Já, hvað er það, sem þér eigið við, frú? - Ég á við, að maður fer aldrei of gætilega nú á dögum. Það er aldrei að vita.... Nordin stóð og velti þvi fyrir sér hvað hann ætti að gera af hattinum. Snjónum kyngdi niður á gljáandi skalla hans og bráðnaði þar. Hann gat ekki með góöu móti staðið þarna meö hattinn i annarri hendinni og nafnskirteinið i hinni, þvi hann gat þurft að skrifa eitthvað niður. Brota- minnst væri auðvitað að láta hann á höfuðið, en hann vildi siöur hegða sér ókurteislega. Að leggja hann frá sér á tröppurnar væri hlægilegt. Ef til vill ætti hann að spyrja, hvort hann mætti ekki koma innfyrir. En þá yrði konan til neydd að taka ákvörðun. Hún yrði að svara annað- hvort játandi eða neitandi og ef honum skjátlaðist ekki þvi meira, gæti orðiö biö á þvi. Nordin var frá þeim hluta Sviþjóðar, þar sem ekkert þykir eðlilegra en að bjóða ókunnugu fólki beint inn i eldhús, bjóða þvi kaffi og láta það setjast við ofn- inn. Þetta fannst honum góöur og þægilegur siður, en ef til vill varð honum ekki við komið i stór- borgum. Hann herti sig upp og sagði: - Þegar þér hringduð til okkar nefnduö þér eitthvað um mann og bifreiðaverkstæði, var það ekki? - Ó, mér þykir hræðilega leitt, ef ég hef gert ónæöi.... - Siður en svo, við erum yður þakklátir fyrir að hringja. Hún sneri sér við og horfði inn i Ibúöina, en lokaði dyrunum nær alveg um leið. Að likindum var jólabaksturinn i húfi. - Stórhrifnir, tautaði Nordin i barm sér, - frá okkur numdir, já, við eigum ekki til orð. Konan lauk aftur upp dyrunum og sagði: Afsakið, ég heyrði ekki - Já, það var bifreiða- verkstæðið, sem þér minn- tust á.... - Það er þarna fyrir handan. Hann fylgdi eftir augna- ráði hennar og sagði: - Ég sé ekkert bifreiðaverk- stæði. - En það sést vel ofan frá annarri hæð, sagði konan. - Og maðurinn, sem þér nefnduð? - Já, hann virtist svo skrýtinn. Og nú hef ég ekki séð hann i einar tvær vikur. Þetta var litill, dökkur náungi. - Fylgist þér oft með þvi, sem gerist I bifreiðaverk- stæðinu? - Ja-a, það sést nú svo vel þangað úr svefnherberginu minu.... sagði hún og roðnaði við. Hvaða vitleysu hef ég nú gert, hugsaði Nordin með sér. - Það er útlendingur sem á það. Og þaö morar allt i furðulegu fólki þarna, svo það er ekki að undra þó þó maður vildi gjarnan vita... Ógerningur var að segja um hvort hún greip fram i fyrir sjálfri sér eða hélt áfram að tala svo lágt, að hann gat ekki greint orðin. - Hvað var það þá, sem var svo einkennilegt við þennan litla dökkleita ná- unga? - Ja-a... hann hló. - Hló hann segið þér? - Já, svo hræðiiega hátt. - Vitið þér hvort nokkur er á bifreiðaverkstæðinu núna? - Það var ljós þar fyrir skömmu þegar ég var uppi á lofti og gáöi að þvi. Nordin andvarpaði og setti á sig hattinn. - Jæja, ég ætla að fara þangað og athuga þetta, sagði hann. - Þakka yður fyrir, frú. - En...ætlið þér ekki að koma innfyrir? - Nei, þakka yður fyrir. Hún opnaði dyrnar fá- einum þumlungum betur, horfði tómlega á hann og sagði hálf slóttuglega: - Eru nokkur verðlaun? - Fyrir hvað þá? - Nei.... ég veit ekki. Verið þér sælar. Nordin þrammaði af stað i þá átt, sem hún hafði gefið upp. Honum leið eins og einhver heföi lagt vota, heita bakstra á höfuö hans. Konan hafði flýtt sér að loka hurðinni, og var nú sennilega komin á gægjur við svefnherbergis- gluggann á efri hæöinni. Bifreiðaverkstæðiö var i húsi sem stóð eitt sér, með pappaskifum á veggjunum og bárujárn á þakinu. Þar var I mesta lagi rúm fyrir tvær bifreiðar. Yfir tvö- földum dyrunum logaði á ljóskeri. Nordin opnaði aðra hurðina og gekk inn. Inni var einn bill. Það var grænn Skoda Octavia árgerð 1959. Værihann ekki of mikið ekinn væri ef til vill hægt að fá fjögur hundruð krónur fyrir hann, hugsaði Nordin, sem með árunum hafði þurft að fást við allmörg skuggaleg bif- reiðamál. Billinn stóð á tjakki og vélarhlifin var spennt upp. Maður lá á bakinu nndir bilnum, grafkyrr. Það eina, sem sást af honum voru tveir fótleggir, klæddir bláum nankinsbuxum. Dauður, hugsaði Nordin. Með isnál i hjartastað. Svo bægði hann frá sér minn- ingunum um Sundswall og heimili sitt i Hjoggböle, gekk nær Skódanum og ýtti varlega við manninum með hægri fæti. Maöurinn kipptist til eins og af rafmagnshöggi, velti sér á magann og skreið út undan bilnum á höndum og fótum. Hann reis upp með snúrulampann i hægri hendi og starði gapandi á hinn óþekkta gest. - Lögreglan, sagði Nordin. - Ég hef mina pappira i lagi, svaraði maðurinn að bragði. - Það efast ég ekki um, sagði Nordin. Verkstæðiseigandinn var á fertugsaldri, grann- vaxinn og hafði brún augu, dokkt liðað hár og velhirt vangaskegg. - Ertu Itali? spurði Nordin, sem ekki þekkti aðra á hreimnum en Finna. - Svisslendingur. Frá þýska hluta Sviss. Graubunden. - Það heyrist varla á máli þinu. Ég hef búið hér i sex ár. Hvert er erindi yðar? - Við erum að reyna að ná sambandi við kunningja þinn. - Hver er það? - Við vitum ekki hvað hann heitir. Nordin horfði rannsakandi á manninn i nankinsfötunum og sagði: - Hann er eilitið lægri en þú en þreknari. Dökkhærður og brúneygður. Fremur sið hærður. Um það bil þrjátiu og fimm ára. Hinn hristi höfuðið. - Ég á engan kunningja, sem þessi lýsing á við. Um- gengst ekki marga. - En ég hef heyrt að margir komi hér i verk- stæðið. - Það eru menn sem koma með bila sina. Þeir vilja aö ég geri við þá, ef eitthvað er að. Hann þagnaði til að hugsa sig um og hélt siðan Greinargóð óstarsaga kvikmyndaleikara í aðeins fjórum myndum AU MacGraw ber begldan hatt, er í snjáð um bol og trosnuðum segldúks-stuttbrókum. . . og með Steve McQueen. ROBERT EVANS býr á 50 herbergja setri, er glæsilega klæddur og hefur 16 þjóna. En ekki Ali MacGraw, sem áður var eiginkona hans. . . Hin raunsanna ástasaga, sem tók merkilegustu breytingum,er rakin hér Robert Evans einn af stórlöxunum i Hollywood, er einn að ráfa um 50 her- bergja glæsiibuð sina þessa dagana, þar sem hann virðir fyrir sér risastóra sundlaugina, málverk Picassos og önnur listaverk i hverju svefnherbergi, sem ekki verða metin til fjár og ævaforna skrautmuni og líkneskjur — og þarna hefur hann 16 þjóna og 32 sima, en ....ekkert af þessu reyndist nóg til þess að honum héldist á eiginkonunni, hinni 32 ára Ali MacGraw. í rauninni telja vinir hans, að það hafi verið þessi hneigð hans til að verða sér úti um allan hinn gifurlega munað og iburð, sem ein- kennir llfið i Hollywood — og hve fús hann var til að vinna allan sólarhringinn i þvi skyni að geta fullnægt þeirrihneigð sinni, sem varð til þess að valda eiginkonu hans sárustu vonbrigðum, er bundu hryggilegan endi á ástir þeirra I einkalif- inu. Lifa kyrrlátu lífi. Ali MacGraw lagði leið sina til Jamaicu með Steve McQueen, og virtist harðánægð með að ganga á slitnum tennisskóm og trosnuðum stutt- brókum úr segldúk — sem sagt, i algerri and- stæðu við allt það, sem hún hafði átt við að búa i fjögurra ára hjónabandi sinu við Evans. Á meðan sumir af leikurunum i kvikmyndinni Papillonnutu hins ljúfa lifs i hótelunum á Jama- ica, lifðu þau Ali MacGraw og Steve McQueen kynlifstáknin i kvikmyntiinni, kyrrlátu lifi — sá- ust jafnvel leiöast um skóginn og tina blóm. Þegar kvikmyndatökunni var lokið, settust þau að i kyrrlátri borg, Cheyenne i Wyoming, þar sem þau horfðu á kúrekaiþróttir. Loks fannst þeim þar valinn staður til að ganga i hjónaband, og létu þvi gefa sig þar saman viö- hafnarlaust undir baðmullartré i almennings- garði. Þetta áberandi látleysi þeirra i tilhugalifinu og um hveitibrauðsdagana vekur enn meiri at- hygli á einmanaleik Evans I öllum sinum mun- aði. Geymir bangsann. Evans hefur sagt vinum sinum að hann muni aldrei kvænast aftur. Og þegar hann er ekki við störf sin sem aðalframkvæmdastjóri Para- mount kvikmyndahringsins — sem hann er oft- ast nær — heldur hann sig heima á setrinu, ein- mana i sambúðinni við minningarnar. Myndirnar af Ali hanga þar enn á veggjum og enn hefur Evans ekki tekið þá rögg á sig að fleygja bangsanum, sem situr á skrifborðinu hans og er gjöf frá konunni hans fyrrverandi. Á meðan sambúð þeirra stóð, lét hann svo um mælt: ,,Hún er fyrsta konan sem ég hef orðið ástfanginn af, og ég hélt að það mundi aldrei koma fyrir mig.... „Hvort sem ást okkar varir aðeins andartak eða alla ævi, er hún þess viröi.... Og nú, þegar Ali MacGraw einbeitir sér að þvi að vera móðir þriggja barna, Terri og Chad Mc- Queen, 14 og 12 ára, og sonarins Joshua, sem hún eignaðist með Evans — þá fær Evans að sanna, ið ástin getur reynst býsna undarleg á stundum. ms v-.y 0 Föstudagur 19. október 1973 Föstudagur 19. október 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.