Alþýðublaðið - 08.11.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.11.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rít- stjórnar/ Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. GRÓFASTA MISRÉTTI Nú fer senn að liða að þvi, að tillögur þing- manna Alþýðuflokksins um gjörbyltingu islenska skattakerfisins verði teknar til umræðu á Alþingi. Tillögur þessar fela það m.a. I sér, að með öllu verði hætt að leggja tekjuskatta á launatekjur almenns launafólks, en þetta merkir, að meðalstór f jölskylda gæti haft allt að 1 m.kr. tekjur á yfirstandandi ári án þess að þurfa að borga af þeim skatt. í staðinn sæki rikissjóður skatttekjur sinar með tvennum hætti. í fyrsta lagi með þvi að leggja áfram tekjuskatt á hátekjur. í öðru lagi með þvi að skattleggja EYÐSLUNA, en með þvi móti má m.a. ná til þess fólks, sem vegna framtalssvika er meira eða minna skattfrjálst i dag, en eyðir á við margar almennar launþegafjölskyldur. En af hverju vill Alþýðuflokkurinn innleiða alveg nýtt skattkerfi i þessum anda? Af hverju vill hann ekki láta nægja að lappa upp á það kerfi, sem nú er notað og lengi hefur verið? Ástæðan er m.a. sú, að Alþýðuflokkurinn telur það kerfi i skattamálunum, sem nú rikir, fyrir löngu hafa gengið sér til húðar. Það er i fyrsta lagi allt of flókið. í öðru lagi býður það upp á allt of mikið misferli og mismunun fólks. f þriðja lagi virkar það sem hemill á vinnuvilja fólks. Og i fjórða lagi er tekjuskatturinn ekki lengur það tæki til tekjujöfnunar, sem hann átti að vera. Tekjuskattbyrðin er orðin svo þung, að jafnvel lágtekjurnar eru strax komnar upp i hæsta skattstiga. Maður, sem hefur 500 þús. kr. i tekjur er látinn borga jafn háa skattprósentu og sá, sem hefur 5 milljónir i tekjur. Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt. Þvi ber að leggja þetta óréttláta kerfi niður. I sjónvarpsþætti um störf Alþingis, sem fluttur var s.l. laugardag, var haft viðtal við Gylfa Þ. Gislason um hinar nýju skattamála- tillögur Alþýðuflokksins. Þar komu fram mjög athyglisverðar upplýsingar um órettlæti núver- andi skattakerfis, sem varpa skýru ljósi á það, hversu fjarri lagi það er, að tekjuskatturinn virki lengur sem tekjujöfnunartæki. Miðað við tekjur yfirstandandi árs og þá skattvisitölu, sem lagt er til i fjárlagafrumvarpi rikisstjórnarinnar að viðhöfð verði við næstu álagningu opinberra gjalda — þ.e.a.s. miðað við þær álagningarreglur, sem nota á á næsta ári — þá mega barnlaus hjón ekki hafa meiri tekjur árið 1973, en 454 þús. kr. til þess að komast i hæsta skattstiga — sama skattstiga og hjón með tifalt meiri tekjur eru látin borga tekjuskatta sina eftir. Þá þurfa hjónin með 454 þús. kr. tekj- urnar sem sé að borga 44% af umframtekjum sinum i tekjuskatt og 11% heildartekna sinna i útsvar, eða samtals 55% tekna sinna i beina skatta. Og hjón með þrjú börn á framfæri eru komin upp i hæstu álagningu — 55% af tekjum — hafi þau miri tekjur á yfirstandandi ári, en 593 þús. kr. Auðvitað hljóta allir að sjá, að þetta nær ekki nokkurri átt. Hvaða meining er i þvi, að lág- tekjufólk, eins og hér um ræðir, þurfi að sæta sömu prósentuálagningu og mesta hátekjufólkið á Islandi? Þetta er ekki tekjujöfnun. Þetta er grófasta misrétti. Þvi þarf að afnema þetta óréttláta kerfi og setja nýtt. alþýðu mum EITTHVAÐ BROGAD VIÐ JAROAMAT LAXÁRDALSMANNA 60 MILUÖNA JÖRD SELD A 150 ÞÚS. t fyrirspurnartima i sam- einu&u Alþingi i fyrradag s&urði Bragi Sigurjónsson land- búnaöarráöherra, Halldór E. Sigur&sson, um sölu jarðarinnar Birningsstaöa i Laxárdal. Þegar Bragi Sigurjónsson fylgdi fyrirspurn sinni úr hlaði kom m.a. fram hjá honum, að sala jaföar þessarar — sem var rikisjörð — hefur aldrei verið borin undir Alþingi eins og oftast er gert, þegar rikisjarðir eru seldar. Bragi sagði, að jörð þessi, Birningsstaðir, væri fremst jarða i dalnum og ein þeirra, sem hefðu farið undir vatn aö miklu leyti, ef af hinni umdeildu Laxárvirkjun heföi orðið — og myndi fara undir vatn, ef af slikri virkjun myndi verða i framtiðinni. Bragi minnti á, að á sinum tima, á meöan deilan var hvað áköfust um Laxárvirkjun, hefðu and- stæðingar virkjunarinnar metið hverja jörð i Laxárdal að meðaltali á 60 milljónir króna. Mér leikur hugur á að vita, sagði Bragi, hvaða verð var svo sett á jörð þessa, þegar rikið seldi hana nú nýverið, svo hægt sé að bera það verð saman við hugmyndir þeirra manna, sem andvigir voru virkjunarfram- kvæmdunum, um matsverð jarða i Laxardal. Einni g minnti Bragi á, að verulega þyrfti að borga jarðar- eigendum talsverðar fjárhæðir fyrir vegalagnir um lönd þeirra og mætti áætla, að bætur fyrir slikt næmu á að giska 500 þús. kr. ef rikið þyrfti að leggja veg um langa leið yfir landareign einstaklings. — Einhvern tima kemur að þvi, að vegur verður lagður eftir endilöngum Laxárdal, þótt ekki væri til annars, en að almenn- ingur á tslandi gæti virt fyrir sér minnismerki andlegrar kreppu og heimsku á tslandi, sagði Bragi, og sá vegur hlýtur að liggja yfir endiiangt Birningsstaðaland. Væri þvi relt að hafa i huga væntanlegar skaðabótagreiðslur rikisins til landareigandans fyrir lands- spjöll vegna vegalagningar- innar og bera þá fjárhæð saman við þá upphæð, sem landeig- andinn hefði fengið jörð sina keypta á. hafi verið seld ábúenda hennar um sl. áramót fyrir röskar 150 þúsund kr., og hafi verðið verið ákveðið með hliðsjón af fast- eignamati jarðarinnar að frá- dregnum þeim framkvæmdum, sem ábúandi hafi sjálfur unnið á jörðinni.Jarðasalan hafi farið fram skv. heimild i lögum um óöalsjarðir, rikið héldi for- kaupsrétti að jörðinni og i sölunni væri ekki innifalið afsal á námuréttindum og réttindum til nýtingu jarðhita, nema þá til heimilisþarfa ábúandans. Að fengnum þessum svörum ráðherra tók Bragi Sigur- jónsson aftur til máls. Benti hann á, aö maður sd, sem nú hefði fengið Birningsstaði keypta sem óðalsjörð væri 73 ára að aldri og bæði ókvæntur og barnlaus. 1 sambandi við kaupverð jarðarinnar — 150 þúsund kr. — upplýsti Bragi, að skömmu eftir að salan hafi átt sér stað hafi hinn nýi eigandi jarðarinnar fengið lán úr veðdeild Búnaðarbanka tslands út á jörðina.og hafi það lán numið röskum 200 þús. kr. — eða talsverl hærri fjárhæð, en jörðin var seld á. Halldór E. Sigurðsson, land- búnaðarráðherra, svaraði fyrir- spurn Braga Sigurjónssonar og sagði, að jörðin Birningsstaðir — Hinn nýi óðalseigandi hefur þvi fengið þarna nokkuð skotsilfur i vasann, sagði Bragi. VARNARMÁLIN í NÆSTU VIKU Nú er nokkuð um liðið frá þvi þingmenn Alþýðuflokksins lögðu fram á Alþingi tillögur sinar um nýskipan öryggismála tslands, en þær tillögur voru fyrst fluttar á þingi i fyrra, en urðu þar ekki út- ræddar. Fyrirhugað var að taka málið fyrir á fundi sameinaðs Alþingis s.l. þriðjudag, en af þvi gat ekki orðið. Liklega verður málið hins vegar á dagskrá i næstu viku og er ekki að efa, aö um það verða miklar og athyglis- verðar umræður, þar sem m.a. er talið, að tillögurnar gangi mjög i þá átt, sem utanrikisráðherra gæti fyrir sitt leyti samþykkt. ÞJOÐNYTING LANDSINS ENNÁ DAGSKRÁNNI Þingmenn Alþýðuflokksins hafa nú enn einu sinni flutt tillögu sina um eignarráð á landinu, gögnum þess og gæðum á Alþingi, en þá tillögu hafa þeir flutt á þrem undanförnum þingum en hún eigi náð afgreiðslu. Eins og jafnan áöur er Bragi Sigur- jónsson fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en auk hans standa allir þingmenn Alþýðuflokkísins að flutningi hennar. Tillaga þessi — sem án efa er róttækasta þjóðnýtingartillaga, sem fram hefur komið um margra ára skeið — hefur vakið mikla athygli og umtal meðal almennings um allt land. Hún á miklu fylgi að fagna meðal almennings, sem gerir sér grein fyrir þvi, að senn er hver siðastur fyrir islensku þjóðina að tryggja sér óskoraða eign á þvi landi, sem hún byggir og koma i veg fyrir gróðabrask fjársterkra einstak- linga með jarðir og jarðagæði. Nánar verður frá tillögunni sagt i Alþýðublaðinu á næstunni. FLOKKSSTARFIÐ UMRÆÐUFUNDUR SAMBANDS UNGRA JAFNAÐAR MANNA MEÐ ÞINGMÖNNUM ALÞÝÐUFLOKKSINS Kyrsti umræðufundur vetrar- ins með þingmönnum Alþýðu- flokksins, verður haldinn að IIÓTEL ESJU, i kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.30. Formaður Alþýðuflokksins, Gylfi Þ. Gislason, mætir á fundinum. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. SUJ Albvðuflokkskonur í Revkiavík: KYNNINGARFUNDUR í kvöld, fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30, efnir Kvenfélag Alþýðuflokksins i Reykjavik til fundar i félagsheimili prentara að Hverfisgötu 21. Fimmtudagur 8. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.