Alþýðublaðið - 08.11.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.11.1973, Blaðsíða 6
Hann stóö í nepjunni á. Ringvágen og virti fyrir sér gat I götunni, segldúk og grindur, sem vegageröin hafði komið fyrir i kringum gatiö. Holan i götunni var gapandi tóm, en þaö varð hinsvegar ekki sagt um vinnuskúrinn á hjólum sem stóð þar álengdar. Rönn þekkti karlana fjóra, sem sátu þar inni meö nesti og kaffibrúsa, og sagði aö- eins: — Sælir strákar. — Hæ, komdu inn og láttu aftur á eftir þér. En hafi þaö veriö þú sem lést vaða kylfu i höfuðiö á hon- um syni minum á Barnhus- gatan i gærkvöldi, þá tala ég ekki við þig. — Nei, svaraði Rönn, það var ekki ég. Ég sat heima oe horfði á sjón- varpið. Konan er farin til Norrland. — Gott og vel, fáðu þér sæti. Viltu kaffi? — Já, þökk fyrir. — Eftir andartaks þögn: — Vildirðu annars nokkuð? — Já, þessi Schwerin, hann var vist fæddur i Ame riku, var hægt að heyra það á máli hans? — Uss, já, ég er nú hræddur um það. Og ef hann var fullur, þá talaði hann ekkert nema ensku. — begar hann var fullur, segirðu? — Já, eða illur. Og svo ef hann gleymdi sér. Rönn hélt aftur til Kungsholmen með leið fimmtiu og fjögur. Vagninn var rauöur og tveggja hæða. Leyland-Atlantean, ljósgulur að ofan meö grá- lökkuöu þaki. Hann var troðfullur af fólki, sem sat, stóð eða hékk meö böggla sina og pinkla. Haföi ekki Ek sagt að þessir vagnar tæku aðeins sætisfarþega, fór Rönn að hugsa upp úr miðju kafi alls annars, sem hann var að brjóta heilann um. A Kungsholmsgatan sat hann um stund við skrifborð sitt til aö koma skipulagi á hugsanirnar. Svo fór hann inn i næsta herbergi og sagði: — Segið mér, hvernig á að segja ,,Ég þekkti hann ekki” á ensku? — Didn-t recognize him, svaraði Kollberg án þess að lita upp úr skjölum sinum. — Ég vissi aö þetta var rétt hjá mér, sagði Rönn og fór út aftur. — Nú er hann lika geng- inn af göflunum, sagði Gunvald Larsson. — Nei, biddu við, sagði Martin Beck, — ég held að Einar hafi komist að ein- hverju. Hann stóð á fætur og fór inn til Rönns. En skrif- stofa hans var tóm. Hattur Rönns og frakki voru lika horfnir. Hálfri klukkustund siöar opnaði Rönn aftur dyrnar á vinnuskúrnum á Ringvág- en. Vinnufélagar Schwer- ins höfðu ekki hreyft sig um set frá þvi hann fór. Og hol- an i götunni hafði ekki heldur oröið fyrir sýnileg- um breytingum. —• Fjári gerðirðu mér bilt við, sagði einn þeirra. — Ég hélt þetta væri Ols- son. — Olsson? — Já, eöa Alsson, eins og Alf var vanur aö kalla hann. Rönn geröi ekki kunnan árangur sinn fyrr en morg- uninn eftir tveimur dögum fyrir jól. Martin Beck stöðvaði segulbandið og sagði: — bú átt við að þetta sé þýðing- irí: bú segir — Hver var það sem skaut? og hann svarar á ensku ,,Didn t recognize him”. — Já. — Og þá segir þú: Hvernig leit hann út? Og Schwerin svarar: ,,Sem Olsson’.’ — Já, og svo dó hann. — Afbragö, Einar, sagði Martin Beck. — Hver fjandinn er Ols- son? spuröi Gunvald Lars- son — Einskonar umsjónar- maður. Ekur á milli vinnu- staðanna og gætir að hvort karlarnir eru aö vinna. — En hvernig i fjáranum litur hann út? sagði Gun- vald Larsson. — Hann er hérna inni hjá mér, sagði Rönn hógvær. Martin Beck og Gunvald Larsson fóru inn og virtu Olsson fyrir sér. Gunvald lét sér nægja tiu sekúndur. Svo sagði hann: — Jæja já. Og með það fór hann. Ols- son starði hissa á eftir hon- um. Martin Beck gaf sér hálfa minútu i viöbót og honum tókst að segja: — Ég geri ráö fyrir að þú haf- ið oröiö þér úti um allar upplýsingar, Einar? — Já, þaö hef ég, sagði Rönn. — Jæja, við þökkum yð- ur fyrir, herra Olsson, sagöi Martin Beck og fór. Olsson virtist hvorki skilja upp né niður i þvi sem var að gerast. Er Martin Beck kom aft- ur frá hádegisveröi, sem ekki var annaö en mjólkur- glas, tvær brauðsneiöar og kaffibolli hvaö hann á- hrærði, fann hann blaö, sem Rönn hafði lagt inn til hans. bað bar hina hvers- dagslegu yfirskrift: Ols- son. Olsson er umsjónarmað- ur hjá vegagerðinni hér i borg og er 46 ára gamall. Hann er 183 cm á hæð og 77 kg að þyngd án fata. Hann hefur ljósskolleitt, liðað hár og grá augu. Likams- bygging dálitið hokin. And- litið grannholda og lang- leitt með skörpum drátt- um. nefið fremur stórt og dálitið bogið, stór munnur, þunnar varir, góðar tenn- ur. Skór númer 43. Hörundslitur fremur dökk- ur, sem að hans eigin sögn stafar af þvi hve hann er mikið undir beru lofti. bokkalega klæddur: Grá jakkaföt, hvit skyrta með bindi, svartir skór. Að störfum útivið er hann venjulega klæddur hnésiö- um regnfrakka, liprum, mjög viðum,gráum að lit. liann á tvo slika frakka og notar alltaf annan þeirra að vetrarlagi. A höfðinu hefur hann svartan leður- hatt með mjóum börðum. bykkir svartir skór með gúmmisólum mikið riffluð- um. begar rigning er eða snjókoma gengur hann venjulega i svörtum gúmmistigvélum með endurskinsmerkjum. Olsson hefur fjarveru- sönnun fyrir kvöldið 13. nóvember. A milli klukkan 22:00 og 24:00 var hann staddur i samkomusal á vegum bridge-klúbbs sem hann er i. Hann var að spila og nærvera hans er staðfest af skránni og vitnisburði þriggja annarra bridge spilara. Um Alfons (Alf) Schwer- in segir Olsson: Hann var viðkunnanlegur og þægi- legur i viðmóti, en latur og með afbrigðum drykkfelld- ur. — Heldurðu að Rönn hafi fært hann úr öllu og vegið hann? sagði Gunvald Lars- son. Martin Beck svaraði ekki. — Rökræn ályktun að tarna, hélt Gunvald Lars- son áfram, — hann var með hatt á höfði og sennilega skó á fótum og svo var hann aðeins i einum frakka i einu. Hvernig þykistu geta notað þetta? — Ég veit það ekki enn. bað er þó að minnsta kosti einskonar lýsing. — A Olsson, já. — Hvernig gengur ann- ars með Assarsson? — Ég talaði við Jacobs- son rétt áðan, sagði Gun- vald Larsson. — Sá er háll. — Hver þá, Jacobsson? — Já, hann lika, sagði Gunvald Larsson. — Hann er liklega æfur yfir þvi að hann gat ekki lagt hald á eiturlyfin sjálfur, en varð að láta okkur gera það fyrir sig. — Ekki okkur, heldur þig — Jæja, þá, en jafnvel Jacobsson verður að viður- kenna að Assarsson er einn stærsti laxinn, sem þeir hafa nokkurntima landað. beir hljóta aö hafa grætt of fjár, þessir náungar. — Og hinn delinn — út- lendingurinn? — Sendimaður. Grikki. Gerpið var meö diplómata- vegabréf. Hann var reynd- ar sjálfur eiturlyfjaneyt- andi. Assarsson heldur að það hafi verið hann, sem brást, Segir að það sé lifs- hættulegt að treysta eitur- lyfjaneytendum. Hann er alveg niðurbrotinn. Liklega yfir þvi að hafa ekki komið sendimanninum fyrir kattarnef i tima. Gunvald Larsson þagði andartak áður en hann hélt áfram: — bessi Göransson i strætisvagninum var lika eiturlyfjaneytandi. Ef til vill.... Hann sagði ekki meira en hafði þó sagt nóg til að fá Martin Beck ærið um- hugsunarefni. Kollberg stritaði enn við ljstann sinn, en hann hafði litla löngun til að sýna hin- um hann. Hann skildi æ betur hvernig Stenström hlaut að hafa verið innan- brjósts á meðan hann var að reyna að grafa eitthvað upp i þessu máli. Eins og Martin Beck hafði lagt á- herslu á, var rannsóknin á Tereseu-málinu gallalaus. Einhver smásál hafði meira að segja bætt þvi við að málið væri leyst tækni- lega séð og öll meðferð þess gott dæmi um fullkomna rannsókn”. Útkoman úr þessu hlaut þvi að vera sú, að hér væri við hinn full- komna glæp að eiga. bað var ekkert áhlaupa- verk að semja lista yfir alla þá karlmenn sem haft höfðu samband við Teresu Canarao. bað var til dæmis furðulegt hversu margir þeir voru, sem á sextán ár- um höfðu annaðhvort dáið, flust til útlanda eða skipt um nafn. Nokkrir höfðu orðið ólæknandi geðveikir og drógu fram lifið á lokuð- um hælum, aðrir sálu i fangelsum, drykkju- mannahælum eða betrunarhúsum. Öfáir höfðu hreint og beint horf- iö, sem sjómenn, eða hvað þeir nú höfðu lagt fyrir sig. Sumir höfðu þegar fyrir mörgum árum flust til ann- arra landshluta og skapað þar sér og sinum betri kjör. Flesta þessara manna gat Kollberg afskrifað eftir lauslega athugun. A lista hans urðu eftir 29 nöfn, allt menn sem voru frjálsir ferða sinna og bjuggu enn- þá i Stokkhólmi eða i grennd við borgina. Enn hafði honum aðeins tekist að afla einföldustu upplýs- inga um þessa menn— ald- ur , atvinnu, heimilisfang og hjúskaparstétt . Hann hafði raðað þeim eftir staf- rófs>'öð á listann, sem leit þannig út: 1. Sven Ahlgren, 41, af- greiðslumaður. Stokkhólmi NO ókvæntur. 2. Karl Andersson, 63, ??? Stokkhólmi SV (Högalid drykk jumannahæli) ó- kvæntur. 3. Ingvar Bengtsson, 43, blaðamaður, Stokkhólmi Va, fráskiiinn. 4. Rune Bengtsson, 56, forstjóri Stocksund, kvænt- ur. 5. Jan Carlsson, 46, forn- sali, Upplands Vásby, ó- kvæntur. 6. Rune Carlsson, 32, verkfræðingur. Nacka , kvæntur. 7. Stig Ekberg, 83, fyrrv. byggingarverkamaður. Sokkhólmi SV (Rosenlunds elliheimili) ekkill. Nýtt fyrir neytandann ÓDÝRA BRAUÐ- IÐ A UNDAN HALDI Menn hafa veitt þvi athygli um alla Evrópu og Norður Ameriku, að þar dregur stööugt hlutfallslega úr almennri brauð- neyslu á sama tima og finni brauð- og kökusortir seljast stöðugt meir. Auknum efnum alþýðufólks hafa fylgt breytingar á matar- venjum og jafnvel þótt t.d. Norðurlandabúar séu enn mjög miklar brauðætur — m.a. vegna þess, að þeir nota mjög álegg ofan á brauð, sem þekkist mun minna við annars staðar, svo sem eins og i Frakklandi — þá fer það nú stöðugt i vöxt, að þeir kaupi brauðsnúða, rúnnstykki og horn i staðinn fyrir hin venju- legu brauð, en snúðarnir og það brauð er finna — og dýrara — en gamla, góða franskbrauðið. bá eru frönsk rúnnstykki einnig komin mjög i móð i ná- grannalöndunum —enþaueru miklu lengri og nokkru breiðari, en okkar rúnnstykki, eins og þeir þekkja, sem ferðast hafa um Evrópu. bau rúnnstykki borða Frakkar yfirleitt ekki eins og við okkar — þ.e.a.s. þeir skera þau ekki i sundur, smyrja og setja á álegg, heldur borða þeir þau með svipuðum hætti og við borðum snúða með súpum: beir brjóta bita af rúnnstykkinu og borða þá ósmuröa annað hvort með heitum mat, eða meö osti, sem þeir þá snæöa með hnif og gaffli. Hvað eiga þeir að borða, sem hafa viðkvæman maga? Með hvernig mataræði er hægt að mæta til þeirra sem ekki eru of feitir, en hafa við- kvæman maga? Einnig slikt fólk verður aö borða fæöu, sem gerö er úr sem flestum og ólikustum fæðuteg- undum þannig, að mataræðið verði sem fjölbreyttast. bað er ekki hægt að gefa eitt ráð, sem öllum hentar — þvi það er svo misjafnt, hvað fólk, sem er með veikan maga, ekki þolir. Hver og einn verður þvi sjálfur að þreifa sig áfram og hann verður fljóturaðfinna.hvaöa mat hann þolir ekki. Hvað varðar mjólk og mjólkurmat, þá þola sumir sýröa mjólk og súrmjólk betur en nýmjólk. Flestir þola einnig magra osta betur en feita. Sá, sem hefur viðkvæman maga, verður einnig að borða bæði kjöt og fisk. Hreint kjöt og hreinn fiskur fara oftast betur i maga en vörur, sem unnar eru úr þessum fæöutegundum, svo sem eins og pylsur og fars. Soð- inn eða grillsteiktur matur er yfirleitt einnig betri í maga, en brasaður, hrár eða sýrður mat- ur, svo ekki sé þá talað um I reykta matinn. Að sjálfsögðu á sá, sem er veill i maga, að borða grænmeti og ávexti. Margir, sem hafa við- kvæman maga, þola best soðið grænmeti og ávexti og græn- meti, sem hafa ekki og grófa mötu (t.d. epli,banana,appelsin- ur, kartöflur og gulrætur). bá er einnig best að prófa sig bara áfram með það sjálfur, hvernig ávaxtadrykki hver og einn helst þolir — hvort safinn á að vera ferskur, niðursoðinn, sykraður eða ósykraður o.s.frv. Flestir þola betur ávaxtasafa blandaðan með vatni en óbland- aðan. Grófmalað brauð er hollara, en finmalað brauð — það er auð- ugra af næringarefnum, málm- söltum og vitaminum. En nú eru það ekki allir, sem þola gróf- malaða brauðið, þvi það finmal- aða fer oft betur i maga. En þótt þú sért einn af þeim, sem ekki þolir hollasta brauðið, þá ættir þú samt sem áður alls ekki að hætta þá bara að borða brauö vegna þess, að það fin- malaöa sé ekki nógu hollt. Melt- ingu þinni er nauðsynlegt að geta fengist við einhverjar kornvörur og þótt grófmalaða brauðið sé hollara en það fin- malaða, þá er þó hið siðar- nefnda betra en ekkert. SLETT STRAU- FRÍTT SÆNGUR- FATAEFNI VÆNTAN- LEGT Norskt fyrirtæki er hið fyrsta i heimi, sem senn riður á vaðið með framleiðslu á straufriu sængurfataefni, sem meðhöndl- að hefur verið i ammóniakbaði. bað er Norsk Tekstilinstitutt ásamt Sentralinstituttet for Industriel Forskning, sem fund- ið hafa upp hina nýju aðferð við að gera efni straufri. Aöferðin byggir á þeirri einföldu vitn- eskju, að sellulósaefnið i bóm- ullarþráðum sængurfataefnis þenst út eftir aö hafa um skamma stund v.erið gegnvætt i ammóniaki. bá eykst þvermál bómullarþráðanna, en efnið dregst saman þvi þræðirnir styttast. Eftir meðhöndlunina verður efnið léttara og auðveld- ara til meðhöndlunar og getur yfir höfuö varla krumpast. beg- ar meðhöndluninni er lokið er ammóniakið alveg fjarlægt úr efninu með upphitun, en eigin- leikar þess haldast óbreyttir. Við rannsóknir hefur komið i ljós að efnið krumpast e.d. alls ekkert við þvott, en sum strau- friu sængurfataefnin vildu gera það nokkuð. bá hefur efnið eftir þessa meðhöndlun ekki heldur hið hrjúfa yfirborð, sem er á mörgu straufriu sængurfata- efni. bvert á móti er það alveg slétt, mjúkt og voðfellt. bá tek- ur þaö einnig mun betur við lit- um' og kemiskri meðferð, en eldri straufri efni. býðingarmesti ávinningurinn er þó senpilega sá, að efnið verður mjög sterkt við þessa meðhöndlun. Samkvæmt eldri aðferöum missti bómullarefni 30-40% af endingu sinni við að vera gert straufritt, en slikt ger- ist ekki með nýju aðferðinni. bvert á móti verðu efnið sterkara eftir hana en áður. Ungur millionamæringur endurfundinn — iafn rikur og fvrr HEFUR STOFNAÐ ÓKEYPIS - FLUGFÉLAG V Geta peningarnir — heilmikiö af þeim — gert mann virkilega frjálsan! Svarið, jafnvel miðað við himinhátt verðlag vorra daga, litur út fyrir að vera já. Til dæmis Kenneth Moss. britugur að aldri. Féll i menntaskóla. Aður eitt af kaup- hallarsjeniunum i Wall Street. Nú alþjóðlegur flakkari. Dvelur meðal hippa. Siöhærður fri- þenkjari. Og milljónamæringur. Kenneth Moss hafði grætt 1,5 milljón dollara i Wall Street þegar hann var 26 ára, og þá hætti hann skyndilega öllu — bæði kauphallarbraskinu og öðru. Nú, eftir fjögur ár á flakkinu, hefur hann skotið upp kollinum aftur, nokkuð breyttur en ennþá flugrikur, ungur maður. Nú býr hann berfættur i leiguhúsi á Malibu-ströndinni og eyðir meiri tima, en hann myndi vanalega kæra sig um, við tvo hvita sima, sem alltaf eru hringjandi. Hann umber simana — svona nokkurn veginn. Moss þarf á þeim að halda i sambandi við nýtt fyrirtæki sitt — Freelandia Inc. — en það fyrirtæki rekur einnar flugvélar ókeypis- „flug- félag” handa fólki, sem ekki getur (eða kærir sig um ) borgað fargjöld með hinum flugfé- lögunum. Freelandia á ekki að græða peninga. bvi hefur fyrirtækiö fengið skirteini frá bandarisku flugmálayfirvöldunum sem ferðaklúbbur, og fyrsta flug- ferðin á vegum félagsins var farin 21. sept. sl. frá Honululu. Einhvern tima i framtiðinni (þannig hljóðar áætlunin) á Moss svo að fá aftur til baka þá 1,5 milljón dala, sem hann lánaði (án timatakmörkunar og vaxta) til þessa nýja fyrirtækis. Sérhver ágóði, sem verða kann á fyrirtækinu umfram hina 1- ánuöu 1,5 milljón, á umsvifa- laust að renna til viðurkenndrar góðgerðarstarfsemi, svo sem eins og til endurhæfingar eitur- lyfjasjúklinga, að þvi Moss segir sjálfur. En hvað ber Moss sjálfur úr býtum á þessu? „Ekkert”, segir hann. „Ekki nokkurn skapaðan hlut i peningum”. En hver er þá ástæðan fyrir þvi, að maður, sem á nóga peninga til þess aö lifa lifinu eins og best hann vill, skuli hætta stórum hluta þessara fjármuna án nokkrar vissu um, hvort hann fái nokkurn tima eyri aftur til baka? Til þess að fá svariö við þeirri spurningu verðum við að hverfa aftur um sex ár til þeirra tima, þegar hlutabréfamarkaðurinn blómstraði hvað mest i sögu Bandarikjanna og 24ra ára gamall miðstéttardrengur hafði fallið i annaö skipti i undir- búningsnámi við háskólann i Syrakúsu. En þessi ungi maður hafði numið talsvert um hlutabréfa- markaðinn — og ákvað að njóta góðs af honum. Eftir að hafa raétt við Lee Vogel, forstjóra vixlarafirmans Vogel-Lorbel Inc„ þá hóf Moss störf sem ólaunaður vixlari, sem aöeins tók prósentur af þeim viðskipt- um, sem vel gengu fyrir við- skiptavinum hans. Og ekki leið á löngu áöur en Moss, sem hóf störf með 1.500 dollurum, sem faöir hans hafði lánaö honum, var kominn i „innsta hring þeirra viröu- íegustu i kauphallarviöskipt- unum”, eins og fyrrverandi atvinnuveitandi hans, Lee Vogel segir. „Ef þú ert mjög snjall”, sagöi Moss, „þá getur þú grætt peninga með undraverðum hraða. Ef þú kannt ekki fagið, þá geturðu oröiö þurrkaður út — bókstaflega talað — á einni nóttu.” Auk þess aö annast viðskipti fyrir atvinnuveitenda sinn fór Moss fljótlega að vinna fyrir sjálfan sig. Um það leyti, sem Moss yfir- gaf Wali Street, þá bjó hann i 850-dollara-á-mánuði-leiguibúð á Park Avenue, hafði nýlega keypt sér 1967 árgerð af Rolis-Royce sem „kveðjugjöf” og lét sér ekki brenna fyrir brjósti að eyöa 200 dollurum eöa meiru i einn kvöldverð með kunningjunum. „betta er geöbilaö liferni”, sagöi hann nýlega, þar sem hann sat með krosslagða fætur á gólfinu á kofa sinum á Malibu strönd. „Ég varð mannleg fjárgróða- vél — i simanum á öllum stundum dags og nætur að gera viðskipti við menn, sem ég þekkti aðeins á röddunum.” „begar þú ert orðinn milljónamæringur, þá kostar enginn hlutur neitt lengur vegna þess, að hversu miklu sem þú eyðir i einhvern ákveöinn hlut — bil, skemmtikvöld i borginni o.s.frv. — þá hefur það engin áhrif á þig, þvi þú tekur ekki einu sinni eftir þvi.” „bað sem mér geöjaðist ekki að, var að komast að raun um, að þarna var ég oröinn 26 ára gamall, hafði alist upp i and- rúmslofti miðstéttarfjölskyldu, haföi hafist af sjáfum mér upp til þeirra lifshátta, sem hástéltunum fylgir — en hafði ekki minnstu hugmynd um lifið annars staðar." Moss lagði peningana sina á banka, hélt aöeins eftir nógu fyrir ferðakostnaöi og til þess aö geta dregiö fram lifið — og „hvarf”. Hann fór til Spánar. Um hriö bjó hann i 500 ára gömlu hlöðnu húsi á eyjunni Ibiza þar sem hann i stað simanna fann fólk sem honum geðjaðist að — fólk, sem var hvert ööru ólikt. Frá Ibiza fór hann til Sviss, þar sem hann flæktist um. Morgun einn var hann svo á Genfer-flugvelli með segldúks- sekk um öxl og hafði i huga að halda „eitthvað austur á bóginn". A brottfarartöflu fyrir ofan höfuð hans var skráð brott- för til Bombay og þangað fór hann. „Ég býst við, að það hafi verið i Indlandi, sem ég fór fyrst að breytast”, segir Moss nú. „Flest fólk þar á ekkert, bókstaflega ekki neitt.” „En þú getur gengiö um götur þar að næturþeli og séð handa- lausan mann sitja brosandi i skuggunum. barna fór ég senni- lega fyrst að sjá hinar mann- legu hliðar lifsins. Kallaðu það hvað, sem þú vilt.” „begar ég fór frá Ameriku, þá fann ég öðru visi lifsháttu — lifsháttu, sem ég hafði ekki hug- mynd um aö væru til.” 1 New York, þá hlýddi fyrrum atvinnuveitandi hans á áætlanir Moss um stofnun ókeypis-flug- félagsins Freelandia. Vogel hafði ekkert heyrt frá Moss siðan 1969. „Jamm”, sagði Wall Street kaupahéðininn. „Moss var ávallt brot af uppreisnarmanni. bú veist síöa háriö og allt þaö....” „En ég hef aöeins áhyggjur af einu i sambandi viö þetta. Ekki-ágóða áætluninni. Slikt og þvilikt er ekkert likt þeim Moss, sem ég þekkti”. „Sennilega skil ég ekki allar forsendur hans. Ég á viö, hvað ætlar hann sér aö bera úr býtum?” fólki er hættara við slysum en giftu r Hverjum þeim, er býr i hefð- bundnu hjónabandi allt sitt lif, er hættast við slysum meðan hann er ungur. A hinn bóginn hverfur slysahættan nær alveg er hann lýkur störfum á efri ár- um. bá er það aftur á móti eiginkonan. sem er á hættu- svæðinu. bað er ekki aðeins ald- ur og kynferði, sem hefur áhrif á slysatölurnar. bað hefur sitt að segja ef karlmaður kvæntur eða ókvæntur. Sannreynt er, að ókvæntum mönnum er hættara viðslysum en kvæntum. Og gift- um konum er t.d. hættara við slysum en körlum, á efri árum. Giftar konur, er stunda atvinnu utan heimilisins — og geta þvi átt von á að verða fyrir slysum, bæði á vinnustað og á heimilinu — er hættara við slysum en hin- um ógiftu kynsystrum þeirra, þær siðarnefndu eru nefnilega ekki jafn önnum kafnar á heim- ilinu. bessar staðhæfingar koma framigrein eftir Knud Knudsen, félagsfræöing, er nýlega birti grein um þetta mál i timaritinu „Timarit um þjóðfélagsrann- sóknir” i Osló. Aldur felur gjarnan i sér lik- amlega og andlega afturför. Afleiðingar aukins aldurs á hvern og einn hlýtur að vera i nánu sambandi við möguieika hans við annað fólk, aðstoð þegar á bjátar o.s.frv. Augljóst er, hverja kosti hjónabandið hefur, m.a. vegna þess, að hjón sinna verkefnunum i samein- ingu. bau veita hvoru öðru aðstoð þegar erfiöleikarnir birt- ast. Og samkvæmt athugunum Knudsens á hjónabandið rikan þátt i að milda „elliáfallið”, þ.e. þegar árin færast yfir. Aldursmunur. A yngri árum sr karlmanninum hættast við slysum. bi veldur atvinna hans, honum er hættara við vinnuslysum en húsmóður- inni, sem er heima. begar árin færast yfir breytist þetta hins vegar. Karlmaðurinn lætur af störfum, slysahættan minnkar þar af leiðandi til muna. A elli- árum dregur með öðrum orðum mjög úr gildi kynferðisins að þessu leyti, meðan gildi þess eykst hins vegar stórlega, hver hjúskaparstaðan er. Ókvæntur karlmaður verður áfram að annast öll sin heimilisstörf og býr þess vegna við þá slysahættu, sem þvi er samfara. Norskar hagtölur fyrir tima- bilið 1961-1969 sýna, að meðan á starfsaldrinum stendur er karl- mönnum hættara við slysum en konum — burt séð frá þvi, hvort konan stundar vinnu eða ekki. Félagsfræðingurinn skýrir þetta m.a. með þvi, að visa til hlutverkaskiptingar kynjanna. Karlmenn eru oft i hættusamari og erfiðari störfum en konur. En eftir þvi, sem munurinn minnk- ar — og konur og karlar taka að bera álika þungar byrðar bæði i atvinnulífinu og á heimili — mun það likast til leiða ti! þess, að „jafnræði” skapast, að þvi er slysahættuna varðar. Gift eða ógift. Ógiftu fólki er hættara en giftu við slysum meðan starfsaldur- inn varir, hvort sem kynferðið er. Söm er raunin þegar aldurinn færist yfir. En á efri árum er konunni hættara við slysum, burt séð frá hjúskapar- stöðu hennar. Fullorðnar giftar konur hafa þó lægri slysatölu en ókvæntir karlar á efri árum. Eldra fólki, er daglega umgengst aðrar manneskjur, er ekki jafn hætt við slysum og jafnöldrum þeirra, er búa einangraðir. betta þýðir, að ógiftu öldruðu fólki, er býr á elliheimilum eða með fjölskyld- um, er ekki jafn hætt við slysum og ógiftum jafnöldrum þeirra, er búa einir. Telur sálfræðing- urinn þetta að visu vera full- yrðingu, sem eftir sé að ganga úr skugga um hvort muni stand- ast. Hann setur einnig fram aðra fullyröingu, sem hann vonast til að verði rædd: Konum sem á yngri árum hafa unnið i dæmigerðri starfsgrein karla, er ekki jafn hætt við slysum og jafngömlum kynsystrum þeirra, er hafa unnið i dæmigerðum starfsgreinum kvenna. Astæðan fyrir þessu er sú, að hinar fyrrnefndu hafa öðlast meiri þjálfun og reynslu i að fást við „hættulegar” aðstæður. Fólki, sem misst hefur maka sina, er hættara við slysum i elli sinni en þeim, sem aldrei hafa veriö giftir. Giftar konur, sem stunda atvinnu utan heimilisins eru i meiri hættu fyrirslysum en húsmæður, sem ekki gera það, vegna þess, aö á herðum hinna fyrrnefndu hvilir bæði þungi starfs og heimilis. Giftar konur, sem vinna utan heimilisins eru I meiri hættu en ógiftar konur, er atvinnu stunda, þar sem eiginkonan hefur þunga heimilisins á sinum herðum. Sá, er býr við minnsta slysahættu á efri árum, er karlmaðurinn, sem býr i hefö- bundnu hjónabandi. Hann veitir ekki umtalsveröa hjálp við heimilisstörfin og þvi eru minni likur til að hann verði fyrir slysum á vinnustað. 1 fjöl- skyldu, þar sem hjónin bæði annast heimilisstörfin, er karlinum hættara við slysum. begar slysatölur hafa veriö metnar til þessa hefur veriö á tvenns konar grundvelli: félagsfræðilegum og kynferðis- iiffræðilegum. Könnun félags- fræðingsins hefur sýnt, að kynferði og aldur nægja ekki til þess að skýra til fulls hverjar séu slysalikur ákveðinnar manneskju. Hjúskaparstaðan skiptir lika máli. Margt bendir þvi til þess, að hinn félags- fræðilegi grundvöllur hafi mesta þýðingu. Hver sá, sem eiga vitl góða elli, ætti að búa í góðu hefðbundnu hjónabandi allt sitt líf © Fimmtudagur 8. nóvember 1973. Fimmtudagur 8. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.