Alþýðublaðið - 15.11.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.11.1973, Blaðsíða 1
BSHKBiSKSSHBHinHHBBBSZSflBHBSBSBnBBKSaSSSflBUHBaii I Þaö er ekki á hverjum degi, sem ljósmyndar- inn okkar fær mynd af sér i blaðinu, — en i dag gerum við undantekn- ingu þar sem hann sýndi þá hreysti að láta dæla úr sér hálfum litra af blóði i gær, þegar Al- þýðublaðið heimsótti Blóðbankann i tilefni af 20 ára afmæli hans. t BAK Fimmtudagur 15. nóv. 1973 m4 ^1; |alþýðu inRmni Blaðið sem þorir Hættir söngnámi vegna veikinda Sigriður E. Magnús- dóttir, sem af ýmsum kunnáttumönnum hefur verið talin ein efnileg- asta söngkonan okkar, og hefur undanfarin ár verið við söngnám i Vinarborg, kemur til landsins i dag. Hún hef- ur hætt námi um stundarsakir vegna veikinda og eru horfur á, að þau veikindi tefji eitthvað að hún geti tek- ið lokapróf, sem var fyrirhugað i vor. Kærður fyrir að menga fiskihöfnina N ú h e f u r Hafnarstjórn i Reykjavik i fyrsta skipti kært bát fyrir að hafa kast- að oliu i höfnina, en það atvikaðist þann 15. október sl. Þann dag sást mikil olia i fiski- höfninni, og var hún rakin til báts, sem þar lá. Hafði hann lensað sjó- blandaðri oliu i höfnina i talsverð- um mæli. Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri, sagði i viðtali við blaðið i gær, að verið væri að stórherða allt aðhald með þessu, enda kæmi alltof oft fyrir að skip og bátar hentu oliu i höfnina. Þrátt fyr- ^ ir tilmæli og ábendingar sagði Gunnar, að á- standið batnaði sáralitið, og svo virtist sem beinar fjársektir væru þá eina leiðin til að draga úr þessari mengun. Sovéski sendiherrann___________ tók beiöni islensku____________. ríkisstjórnarinnar vel en í Moskvu vildu menn ekki leyfa Davíð Ashkenazy að fara til sonar síns á íslandi ..lslensk stjórnvöld reyndu fyrir cinu og hálfu ári að hafa milligöngu um að faðir Vladimir Ashkenasy, Davið, fengi að koma i heimsókn til ts- lands, og leituöum við að- stoðar rússneska scndi- herrans hcr, sem tók málinu vel, en allt kom fyrir ekki.” sagði Hinar Agústsson utanrikisráð- herra, i viðtali við hlaðið i gær, vcgna nýjustu synj- unarsovéskra yfirvalda á fararleyfi fyrir Davið að heimsækja son sinn og fjölskyldu hans hér um jólin. „Við munum að sjálf- sögðu reyna þetta aftur, ef þess verður óskað, cn engu vil ég spá um árang- ur, þar sem við höfum ekki góða reynslu i þessu máli,” sagði Einar að lokum.” ★ Gengur Lúðvík af Fiskvinnslu- skólanum dauðum? Sjávarútvegsráöherra hefur það nú i hendi sér, hvort Fiskvinnsluskólinn I Reykjavik hættir störf- um eða ekki. Eins og kunnugt er hafa nemend- ur fyrsta og annars bekkjar skólans hætt námi þar sökum óánægju meö, að þriggja vikna námskeið hjá Fiskmati rikisins veitir sömu rétt- indi og þeir fá eftir þriggja ára nám. Skólanefnd Fisk- vinnsluskólans og fulltrú- ar nemenda héldu fund um málið siðdegis i gær, og sagöi Sigurður V. Har- aldsson skólastjóri, að hann og skólanefndin væru á sama máli og nemendur um, að þetta sé ekki rétt fyrirkomulag. Nemendur sögðu eftir fundinn, að þeir muni ekki hefja nám að nýju fyrr en sanngjörn lausn finnist á málinu. Að áliti þeirra er um annað tveggja að ræða, að nám- skeiðin verði stöðvuð eða nemendur þeirra fái að- eins timabundin réttindi. Lúðvik hefur þegar fengið málið i hendur, og á meðan hann igrundar hvað gera skal stunda nemendurnir fyrr- verandi störf i frystihús- um landsins. Næst er að auðvelda strætó Laugaveginn — I heild tel ég tilraun- ina með Austurstræti hafa gefið mjög góða raun og ég tel hana hafa gefið góða visbendingu um, hvernig haga má þessu i framtiðinni, sagði Birgir Isleifur Gunnars- son, borgarstjóri, i viðtali við fréttamann Alþýðu- blaðsins i gærkvöldi. Endanleg ákvörðun um Austurstræti verður tekin á fundi borgarstjórnar kl. 17 i dag,en nú fyrir hádeg- ið, kl. 11, fjallar borgar- ráð um málið. Birgir Is- leifur taldi öruggt, að um talsverðan ágreining yrði að ræða, en liklegast er, að eystri hluti Austur- strætis, þ.e. að Pósthús- stræti, verði ætlaður gangandi eingöngu á- fram, en bilaumferð leyfð á milli Pósthússtrætis og Aðalstrætis, eins og Alþ.bl. skýrði frá i gær. — Að vori sjáum við svo til um framhaldið, sagði borgahstjóri, — en auð- vitað þarf að gera ýmsar breytingar á götunni, svo sem yfirborðslagfæring- ar. Þær framkvæmdir hefjast væntanlega eftir áramótin. Borgarstjóri sagði einnig könnun hafa leitt i ljós, að viðskipti hefðu dregist eitthvað saman i vestari hluta götunnar og hefði það að sjálfsögðu sitt að segja við af- greiðslu málsins. — Næsta skref tel ég vera, sagði borgarstjóri að lok- um — að greiða fyrir um- ferð strætisvagna um Laugaveg, til dæmis með þvi að takmarka lang- timastæði þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.