Alþýðublaðið - 15.11.1973, Blaðsíða 3
SJÖSTJARNAN
KAUPIR SKUT-
TOGARA FRÁ
NOREGI
1 norska bla&inu Fiskaren segir
a& Norðmenn hafi selt enn einn
skuttogara til Islands. Það er
i%ir
verðinu
t forsiðufrétt i blaðinu i gær,
undir fyrirsögninni „Þarf
hitaveita Reykjavikur að
svikja nágrannabyggðina?”
slæddist inn sú meinlega villa i
orðum sem höfð eru eftir Birgi
tsleifi Gunnarssyni, borgar-
stjóra, að hitaveitukostnaður
sé38% ódýrari en olia til húsa-
hitunar. Það rétta i málinu er,
— og það sem borgarstjóri
sagði i viðtali við fréttamann
Alþýðublaðsins, — að hita-
veitukostnaður er 38% af oliu-
verði.
I Sjöstjarnan i Keflavik sem hefur
fest kaup á togaranum, og mun
| hann bera nafnið Dagstjarnan.
Togarinn er af minni gerðinni, 298
tonn samkvæmt nýju mælinga-
reglunum.
Togarinn hét áður Afjordssund.
Hann fór þó aldrei á veiðar undir
þvi nafni, þvi útgerðin seldi hann
til tslands fljótlega eftir að hún
tók við honum. Ýmsir aðilar i
norskum útvegi eru óánægðir
með sifelldar togarasölur til ts-
lands, og vilja að rikisvaldið gripi
i taumana.
Þess má geta, að i umræddu
eintaki Fiskarans eru margar
auglýsingar sem upplýsa lesend-
ur að Dagstjarnan sé búin hinu og
þessu tækinu.
Biómiðar hafa hækkað úr 120
krónum i 130 krónur. Er þetta
8,3% hækkun, sem verðlags-
nefnd heimilaði á fundi sinum i
gær. Kvikmyndahúseigendur
höfðu farið fram á 20 krónu
Reykjavík kaupir
land úr Kópavogi
Borgarsjóður hefur samið
við eigendur Fifuhvamms-
lands i Kópavogi um kaup á
33,7 hektara landspildu úr
eign þeirra. A þessu svæöi
munu risa 308 verkamannai-
búðir, sem þegar er byrjað að
vinna að.
Að sögn Más Gunnarssonar
skrifstofustjóra borgarinnar,
var samningurinn á þá lund að
borgin greiddi fyrir landið á
matsverði. Þeir Halldór Þor-
björnsson og Ólafur Sigurðs-
son hafa verið fengnir til að
meta landið. Úrskurði þeirra
má skjóta til yfirmats. Mats-.
niðurstöðu er varla að vænta
fyrr en á næsta ári, en verðið
mun eflaust skipta tugum
milljóna.
Þá var i samningnum á-
kvæði um að borgin gæti hald-
ið áfram þeim framkvæmdum
sem þegar eru hafnar i land-
inu.
hækkun á miðum. Hækkunin
kemur til vegna verðhækkana
erlendis frá, og vegna annarra
hækkana.
Þá heimilaði verðlagsnefnd i
gær tl% hækkun á fargjöldum
sérleyfisbifreiða.
NÚ KOSTAR MEIRA í BIO
HORNIfl
Of mikill hraði
Mosfellssveitarbúi hringdi:
,,Ég sé mig knúinn til að hringja
vegna slyss sem varð hér i Mos-
fellsveitinni fyrir vokkru, þegar
læknirinn okkar slasaðist alvar-
lega. Ég tel fullkomna ástæðu til
að endurskoða hraðatakmörkin
á þessum vegi, þvi það verður
stöðugt þéttbýlla i nágrenninu.
Hraðinn er allt of mikill. Ef ég
fengi að ráða, yrði hámarks-
hraðinn 45 kilómetrar”.
upplýsingar varðandi frétt
blaðsins þess efnis að Eimskip
sendi út tóm skip til að sækja
bfla til Bandarikjanna. Sagði
Sigurlaugur, að nú væri ljóst, að
einhverjar vörur verða sendar
Komdu. þMÍ £ -(Vamfíeri
M\o HORÍfrMD • ftW ^ (ploteto
Eitthvað af
vörum í
skipunum
Sigurlaugur Þorkelsson blaða-
fulltrúi Eimskips, hafði sam-
band við blaðið með viðbótar
með Fjallfossi og Tungufossi,
sem fara til Bandarikjanna i
aukaferðir eftir bilum, og að
sjálfsögðu fer Goðafoss, sém er
i reglulegum Bandarikjasigl-
ingum, út með venjulegan farm,
sem að þessu sinni var frysti-
farmur fyrir SH.
Þá er einnig rétt að geta þess,
að StS-skipið Skaftafell, sem
væntanlega mun taka fimmta
bilafarminn fyrir Eimskip
bráðlega, siglir út með vörur
fyrir StS.
NÝJAR PLÖTUR
| JOHN LENNON — MIND GAMES.
| GREGG ALLMAN — LAID BACK.
$ DAVID BOWIE — PINUPS.
5 RINGO STARR — RINGO
FLEETWOOD
TO ME.
CREEDENCE
LIVE.
MAC
MYSTERY
CLEARWATER
J RORY CALLAGER — TATTOO
BLACK OAK ARKANSAS
ON THE HOG
HIGH
JESSE COLIN YOUNG — A SONG
FOR JULIE
AMAZING BLONDEL — BLONDEL
JOHN PRINE— SWEET REVENCE
MIKE OLDFIELD — TUBALAR
BELLS
BACK DOOR — 8th STREET NITES.
Hljómplötudeild FACO sími 13008
öllum þeim, sem glöddu mig með heim-
sóknum, kveðjum, gjöfum, sýndu mér
hlýhug og heiðruðu mig á margan annan
hátt á áttræðisafmæli minu 12. október
s.l., sendi ég hjartanlegustu kveðjur og
þakkir.
Páll í sólfsson
Akranes- Prjónanamskeiö
Alafoss h.f. heldur prjónanámskeið á
Akranesiþ. 19. nóv. 1973. Allar upplýsing-
ar hjá Hannyrðaverslun Margrétar Sigur-
jónsdóttur, simi 2076.
ALAFOSS h.f.
Styrkir til íslenskra vísindamanna til
námsdvalar og rannsóknastarta í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tjáö islenskum stjórn-
völdum, að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa islensk-
um visindamönnum til námsdvalar og rannsóknastarfa i
Sambandslýðveldinu Þýskalandi um allt að þriggja mán-
aða skeið á árinu 1974. Styrkirnir nema 1.000 mörkum á
mánuði hið lægsta, auk þess sem til greina kemur, að
greiddur verði ferðakostnaður að nokkru.
Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 1. febrúar
n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. nóveinber 1973.
Styrkir til að sækja þýskunámskeið í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðið i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum
stjórnvöldum, að boðnir séu fram nokkrir styrkir handa
islenskum stúdentum til að sækja tveggja mánaða þýsku-
námskeiö i Sambandslýðveldinu Þýskalandi á vegum
Goethe-stofnunarinnar á timabilinu júni-október 1974.
Styrkirnir taka til dvalarkostnaðar og kennslugjalda, auk
600marka ferðastyrks. Umsækjendur skulu vera á aldrin-
um 19-32 ára og hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskóla-
námi. Þeir skulu hafa til að bera góða undirstöðukunnáttu
i þýskri tungu.
Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 10. desem-
ber n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntainálaráðuneytið,
12. nóvember 1973.
Styrkir til háskólanáms í
Sambandslýðveldinu Þýskalandi
Þýska sendiráðiö i Reykjavik hefur tilkynnt islenskum
stjórnvöldum, að boðnir séu fram þrir styrkir handa is-
lenskum námsmönnum til háskólanáms i Sambandslýö-
veTdinu Þýskalandi háskólaárið 1974-75. Styrkirnir nema
570 þýskum mörkum á mánuði hið lægsta, auk 400 marka
greiðslu við upphaf styrktimabils og 100 marka á náms-
misseri til bókakaupa, en auk þess eru styrkþegar undan-
þegnir skólagjöldum og fá ferðakostnað greiddan að
nokkru. Styrktimabilið er 10 mánuðir frá 1. október 1974
að telja, en framlenging kemur til greina að fullnægðum
ákveðnum skilyröum.
Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 32 ára. Þeir skulu
hafa lokið a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
Umsóknir, ásamt tilskildum fylgigögnum, skulu hafa bor-
ist menntamálaráöuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik,
fyrir 10. desember n.k. — Sérstök umsóknareyöublöð fást i
ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
12. nóvcmber 1973.
Fimmtudagur 15. nóvember 1973.
o