Alþýðublaðið - 15.11.1973, Qupperneq 12
í dag og næsta sól-
arhring spáir Veður-
stofan vestan kalda
og björtu veðri.
Útlit er þvi fyrir
bjart og fagurt veður
næsta sólarhringinn.
Einnig hljóðaði
spáin upp á 5 stiga
frost eða meira.
KRILIÐ
£fr/X/n/DDn<rS
sx/rt
INNLÁNSVIÐSKIPTj LEIÐ KOPAVOGS APÓTEK
Æ\TIL LÁNSVIÐSKIPTA Opiö öli kvöld til kl. 7
œBÚNAÐARBANKi Laugardaga til kl. 2
ISLANDS Sunnudaga milli kl. 1 og 3
SENDIBIL A SfÖÐlN Hf
28 þúsund lítrar af blóði
,,Þetta er verst í fyrsta
skipti, — mér leiö alveg
bölvanlega allan daginn
eftir aö ég gaf blóð
fyrst", sagði pentari í
Guten berg, sem sat á-
samt nokkrum starfsfé-
lögum sínum á kaff istofu
Blóðbankans í gær og
hámaði í sig rjómatertu
eftir að hafa gef ið blóð í
fjórða sinn. ,,En síðan
finnur maður ekkert
fyrir þessu, líður jafnvel
betur á eftir", sagði
hann.
Ekki fá þeir félagar
rjómatertu í hvert sinn
sem þeir gefa blóð, en
dagurinn í gær var alveg
sérstakur, — þá vóru liðin
20 ár síðan Blóðbankinn
tók til starfa, og í tilefni
dagsins voru bakaðar
stórár af mælistertur
handa blóðgjöfum dags-
ins, starfsfólki bankans,
og einnig var nokkrum af
bestu viðskiptavinum
hans boðið í tertuna.
Þeirra á meðal má nefna
Jón Snorra Þorleifsson,
formann Trésmiðafélags
Reykjavíkur, en þarna
voru einnig þeir Bjarki
Elíasson og Óskar Óla-
son, yf irlögregluþjónar.
Þeim var boðið bæði sem
tíðum gestum í bankan-
um og sem fulltrúum eins
þeirra hópa, sem best
hefur reynst í sambandi
við blóðgjafir, — lögregl-
unnar. ,,Lögreglan er
alltaf boðin og búin að
koma hingað og gefa
blóð, hvenær sólarhrings
sem er", sagði Ólafur
Jensson, forstöðumaður
Blóðbankans við blaða-
mann Alþýðublaðsins í
gær.
,,Hvað hafa margir
gefið blóð frá upphafi?"
spyrjum við Ólaf.
,,Á þessum 20 árum eru
blóðgjafirnar orðnar
69—70 þúsund eða 28 þús!
lítrar af blóði", sagði
Ólafur, ,,en það þýðir, að
um 20 manns koma að
meðaltali á hverjum degi.
Fjöldinn er samt nokkuð
breytilegur, stundum er
þetta miklu minna, en fer
allt upp i 80—90 í skorpun-
um".
Fyrstu tveir blóðgjaf-
arnir eru frá Stykkis-
hólmi, þeir Hans Hansson
og Þorkell Ólafsson, en
þeir sem oftast hafa gef-
ið blóð eru Björgvin
Magnússon, skólastjóri á
Jaðri og Stefán Jónsson,
— báðir hafa þeir gefið
blóð yfir fimmtíu sinn-
um. Það þýðir, að þeir
hafa gefið 20 lítra af
blóði, þ.e. f jórum sinnum
það magn, sem i líkam-
anum er. Auk þess eru
margir, sem hafa gefið
blóó yfir 25 sinnum.
Ýmsir af þeim, sem
Blóðbankinn hefur á skrá
hjá sér og koma oftast til
að gefa blóð, eru í sjald-
gæfum blóðflokkum, og
þarf þá iðulega að leita til
þeirra um blóðgjafir. Sá
sem komið hefur lengst
að til að gefa blóð í þann-
ig tilfellum er maður
nokkur á Selfossi. Hann
kom nokkrum sinnum að
austan til þess að gefa
blóð þungt höldnum sjúk-
lingi, sem einnig var í
þessum sjaldgæfa blóð-
f lokki.
Á meðan blaðamaður
var að spjalla við Ólaf og
aðra úr starfsliði bank-
ans hvarf Ijósmyndari
blaðsins af sjónarsviðinu,
en þegar að var farið að
gá lá hann uppílof t á bekk
í blóðtökuherberginu, og
blóðið var tekið að leka í
stríðum straumum úr
hægri handlegg hans í lít-
inn plastpoka. Þá var
skipt um hlutverk hið
snarasta og blaðamaður
greip til myndavélarinn-
ar og myndaði þennan
merka atburð. Á meðan
Ijósmyndarinn horfði á
hjartablóð sitt renna um
plastpípuna sagði hann
með stolt í röddu, að hann
væri methafi dagsins á-
samt prentara út Gutem-
berg, — þeir reyndust
báðir hafa 112% blóð.
PIMM « förnum vegi
HEFURÐU GEFIÐ BLÓÐ?
Þorsteinn Hannesson, söngvari:
Nei, ég hef aldrei gefið blóð, en
það er vegna þess, að þeir i
blóðbankanum vilja ekki blóðið
mitt af sérstökum ástæðum.
Hinsvegar hef ég fengið blóð.
Sveinn Magnússon, gerir ekkert
eins og er: Ég hef gefið blóð
tvisvar sinnum, — og fór fyrst
efir auglýsingu frá Blóðbankan-
um að mig minnir.
Þorgcir Baldursson, afgreiðslu-
maður i ATVR: Nei, ég hef
aldrei gefið blóð, — hef aldrei
haft mig út i það. Vitið þið hvort
það er vont?
Þóroddur Oddsson, mennta-
skólakennari: Ég hef nú aldrei
gefið blóð, — ég veit eiginlega
ekki hvers vegna.
Knútur Jónsson, tæknifræðing-
ur: Ég hef gefið blóö svona 10-15
sinnum á tveimur til þremur ár-
um. Mér finnst það þegnskylda
hvers manns að gefa blóð á
meðan maður er heilbrigður.
nmnHffigrasajBEaei