Alþýðublaðið - 20.11.1973, Page 6

Alþýðublaðið - 20.11.1973, Page 6
Sjöwall og Wahlöö: OtUÐINN TEKIIB SÉRFAR 46 nægan grundvöll til aö taka hann fastan. — Nei.ekki fyrir strætis- vagnamoröin, sagöi Martin Beck, — þaö gæti orðið f glappaskot. En við gætum tekiö hann sem grunaðan um moröiö á Teresu Camaro. Við höfum lykil- vitni, sem hefur skipt um skoöun og aö auki margar nýjar staöreyndir. — Hvenær eigum við að láta til skarar skriða? — t fyrramálið. — Og hvar? — A skrifstofunni, um leiöog hann kemur þangað. Til aö halda konu hans og bömum utan við þetta, við vitum ekki nema hann veröi bandóöur. — Hvernig hefurðu hugsaö þór aö fara aö? — Eins litiö áberandi og unnt er, enga skothrið ne uppsprcngdar huröir. Kollberg hugsaöi sig dálitiö um áöur en hann bar fram siðustu spurninguna: — Og hverjir hefurðu hugsaö þór að fari? — fcg sjálfur og Mclander. Simastúlkan með litaða hárið lagði frá sér nagla- þjölina Jægar þeir Martin Beck og Melander gengu inn i afgreiðslusalinn. Skrifstofa Bý^-is Kors- berg var á sjöu../?s- hæð i stórhýsi við Kung/’oýsn rétt hjá Stureplan. Fy tækiö átti einnig fimmtu og sjöttu hæð i sama húsi. Klukkan varaðeins fimm minútur yfir niu. beim var Ijóst að Forsberg var ekki vanur að koma fyrr en um hálf-tiu. — En einkaritarinn hans fer að koma, sagði konan innanvið afgreiðsluborðið með marmaraplötunni. — Gerið svo vel að fá yður sæti, cf þér ætlið að biða. Innar i afgreiðslu- salnum, úr sjónmáli sima- stúlkunnar stóð borð með glerplötu og nokkrir hægindastólar i kringum það. Þeir hengdu upp hatta sina og frakka og fengu sér sæti. Það voru engin nafnskilti á hinum sex dyrum. Einar stóðu hálfopnar. Martin Beck stóð á fætur, gægöist fyrst inn um dyra- gættina og gekk siðan inn i herbergið. Melander tók upptóbak sitt, tróð i pípuna og kveikti á eldspýtu. Martin Beck kom aftur að vörmu spori og settist. Þeir sátu þegjandi og biðu. Hið eina, sem rauf þögnina var rödd sima- stúlkunnar og suðið i simanum þegar gefið var samband. Umferðin á götunum fyrir utan heyrðistaðeins sem veikur, fjarlægur niður. Martin Beck blaðaði i gömlu tölu- blaði af „Industria”. Melander hallaði sér makindalega afturábak i stólnum með pipuna uppi i sér, og lygndi aftur augunum. Tuttugu minútur yfir niu opnuðust ytri dyrnar og inn kom kona klædd loðkápu og háum leðurstigvélum. Hún hafði fy rirferöarm ikla axlatösku hangandi á vinstri handlegg. Hún kinkaöi kolli stuttaralega til símastúlk- unnar og gekk hrööum og ákveðnum skrefum aö hálfopnum dyrunum. A leið sinni leit hún kæruleysis- lega til mannanna i hægindastólunum og lokaði hurðinni á eftir sér með skelli. Tuttugu minútum á eftir henni kom Björn Forsberg. Hann var klæddur sömu lötum og daginn áöur og gekk hraðstigur og atorku- samur yfir gólfið i afgreiðslusalnum. Er hann-ætlaði að hengja frakka sinn upp, kom hann auga á þá Martin Beck og Melander. Hann nam staðar á miðri leiö, en aðeins brot úr sekúndu. Svo áttaði hann sig, hengdi frakkann á snaga og kom til þeirra. Martin Beck og Melander stóðu samtimis á fætur. Björn Forsberg lyfti brúnum og leit spyrjandi á þá. Hann ætlaði einmitt að fara að segja eitthvað, þegar Martin Beck rétti honum hendina og sagði: — Beck foringi frá rann- sóknarlögreglunni og þetta er Melander, fyrsti aðstoðarforingi. Við vildum gjarnan fá að tala við yður. Björn Forsberg heilsaði þeim báðum með handa- bandi -4- — Já, sagði hann, — það er velkomið. Gerið þið svo vel. Hann virtist i fullkomnu jafnvægi og hafnvel hress i bragði er hann hélt opnum dyrunum fyrir þá. Hann kinkaði kolli til einkaritara sins og sagði: — Góðan daginn, ungfrú Sköld. Ég hringi eftir yður eftir stundarkorn. Ég þarf aðeins að tala fáein orð við þessa herra fyrst. Hann gekk á undan þeim inn i skrifstofuna, sem var stór og björt og mjög glæsi- lega búin húsgögnum. A gófinu var þykkt gráblátt teppi. Stórt skrifborðið var fægt og gljáandi. Hægra megin við leðurklæddan skrifborðsstólinn stóð minna borð með tveimur venjulegum simaáhöldum. diktafóni og simatæki, sem auðsjáanlega var einkalina til forstjórans. 1 breiðri gluggakistunni stóðu fjórar ljósmyndir i tinrömmum — af eiginkonu Forsbergs og þremur börnum hans. A vegnuin milli glugganna hékk málverk, að öllum likindum af tengdaföður Forsbergs. Auk þess var i skrifstofunni vinskápur. fundarherbergi með til- heyrandi stólum og vatns- flösku og glösum á bakka, sófahorn, glerskápur með bókum og postulinsstyttum og peningaskápur, inn- byggður og litt áberandi. Allt þetta sáu æfð augu Martins Beck á meðan hann lét aftur hurðina á eftirsérog Björn Forsberg gekk ákveönum skrefum að skrifborði sinu. Björn Forsberg gekk kringum skrifborðið, studdi vinstri lófanum á borðplötuna, hallaði sér fram, dró út efstu skrif- borðsskúffuna hægra megin og stakk hendinni niður i hana. Þegar höndin kom aftur i Ijós hélt hún um skammbyssuskefti. Björn Forsberg studdist enn fram á vinstri hand- legg þegar hann bar skammbyssuna upp að munninum, stakk hlaupinu upp i sig eins langt og þaö komst, lokaði vörunum um blágljáandi stálið og hleypti af. Hann hafði ekki augun af Martin Beck og augnaráðið var nánast spottandi. Þetta gerðist allt svo hratt, að Martin Beck og Melander voru aðeins komnir hálfa leið frá dyrunum að skrifborðinu, þegar Forsberg hné niður á það. öryggislásinn hafði verið laus og gikkurinn spenntur og þeir heyrðu háan hvell þegar hamarinn skall niður. En kúlan, sem að réttu lagi hefði átt að þjóta út um hlaupið og sprengja meginhlutann af heila Björns Forsbergs út um hnakka hans, sat kyrr á slnum stað i skothylkinu. Skothylkið var i hægra buxnavasa Martins Beck ásamt hinum fimm, sem verið höfðu i byssunni. Martin Beck tók upp eitt skothylkið og las það sem letrað var á koparhlif hvellhettunnar: METALL- VERKEN 38 SPL. Skot- hylkið var sænskt en byssan amerisk — Smith & Wesson 38 special, fram- leidd i Springfield Massa- chusetts. Björn Forsberg lá og þrýsti andlitinu niður að gljáfægðri skrifborðs- plötunni. Allur likami hans skalf ofboðslega. Að nokkrum sekúndum liðnum rann hann niður á gólfið og tók að veina. — Það er liklega best að við köllumá sjúkrabil, sagði Melander. Enn á ný sat Rönn með segulbandstæki sitt við sjúkrabeð i eins manns stofu á Karolinska sjúkra- húsinu, en þó ekki á skurð- lækningadeildinni i þetta sinn. heldur taugadeild- inni, og sá sem hann hafði þar félagsskap af var ekki sá marghataði Ullholm heldur Gunvald Larsson. Björn Forsberg hafði fengið m argskonr meðhöndlun meðal annars róandi innspýtingu, og læknirinn sem umsjón hafði með sálrænni liðan hans, hafði þegar dvalið i einangrunarstofunni i margar klukkustundir. En það eina, sem virtist unnt að toga út úr sjúklingnum var: — Hversvegna fékk ég ekki að deyja? Þetta endurtók hann hvað eftir annað: — Hvers- vegna fékk ég ekki að deyja? — Já, það er von þú spyrjir, tautaði Gunvald Larsson og fékk hvasst augantillit frá lækninum. Ef ekki hefði verið fyrir þá yfirlýsingu læknanna, að fyrir hendi væri viss hætta á þvi að Forsberg kynni i raun og veru að deyja, hefðu þeir nefnilega alls ekki verið þarna staddir. En læknarnir höfðu bent á að hann hefði fengið óvenju sterkt lost, að hiartað væriveikburða og ihjartað væri veikburða og höfðu svo klykkt út með að ástandið væri almennt ekki sem verst, nema hvað nýtt hjartaáfall gæti þá og þetar bundið enda á lif hans. Rönn velti þvi fyrir 'sér hvað væri eiginlega átt við með almennu ástandi. — Hversvegna fékk ég ekki að deyja? endurtók Forsberg enn einu sinni. — Hversvegna fékk Teresa Camaro ekki að lifa? sagði Gunvald Larsson. — Vegna þess að það var ómögulegt. Ég varð að losna við hana. — Jæja, sagði Rönn, en hversvegna urðuð þér að losna við hana? — Ég átti ekki annars úrkosta. Hún hefði eyðilagt allt lifið fyrir mér. — Ojá, það er að minnsta kosti eyðilagt núna, sagði Gunvald Larsson. Læknir- inn leit aftur byrstur á hann. — Þér skiljið ekki neitt, sagði Forsberg. — Ég var búinn að skipa henni stranglega að láta ekki sjá sig oftar, ég lét hana meira að segja hafa peninga, enda þótt ég hefði varla efni á þvi, og samt. ... — Já, hvað ætluðuð þér að segja, spurði Rönn vin- gjarnlega. — Hún ofsótti mig. Þegar ég kom heim á kvöldin, lá hún i rúminu minu. Allsnakin. Hún vissi hvar ég var vanur að geyma varalykilinn minn og gat opnað fyrir sér sjálf. Og konan min...unnusta min gat komið á hverri stundu. Ég átti ekki um annað að velja. en að. .. — Já, en að hvað? — Ég bar hana niður i loðfeldageymslu. — Voruð þér ekki hrædd- ur um að eínhver kynni að finna hana þar? Fyrir áratug gat að lita nafn Johns Pro- fumo, hernaðarmála- ráðherra Hennar Há- tignar, Bretadrotning- ar, í ráðuneyti Mc Mill- ans, i feitletruðum fréttafyrirsögnum á út- siðum heimsblaðanna. Þarna var um að ræða ein- hverja þá ótrúlegustu frásögn af hneykslanlegu lauslæti eins af æðstu embættis- og trúnaðar- mönnum breska heimsveldis- ins. Reyndar þurfti ekki neinum að koma á óvart að slikir menn væru breyskir og mannlegir eins og aðrir; það furðulegasta var I sjálfu sér, þó að það væri yfirleitt ekki fram tekið, að maður i slikri stöðu og jafn hygginn, skyldi ekki velja sér samboðnari — og um leið þag- mælskari — ástmey en úr hópi vændiskvenna, jafnvel þótt hún væri rétt þokkalega vaxin og snoppufrið. Og þetta varð til þess, að hinn mikilsvirti hermálaráðherra Hennar Hátignar, sem allt benti til að ætti hina glæsilegustu framtið fyrir höndum, sakir gáfna og stjórnmálahæfileika, varð aö draga sig i hlé og hverfa, bæði úr bresku stjórn- málalifi og samkvæmislifi og reyndar úr öllu opinberu Hfi, sakir þess að upp komst hversu hneykslanlega hann tók niöur fyrir sig i ástmeyjavalinu. Eða réttara sagt — að upp um hann komst vegna þess. Sé unnt að lita svo á að John Profumo hafi átt samfélaginu einhverja skuld að gjalda fyrir þá óforsjálni sina, þá hefur hann svo sannarlega greitt hana með rentum og renturentum. Og þó að ekki verði sagt að hið nýja yfirstéttar-hneykslismál hafi veitt honum neina uppreisn æru, þá er eins og gráglettni örlag- anna hafi þar óbeinlinis unnaö honum nokkurrar hefndar. Og nú, eins og þá, voru það hátt- settir menn innan bresku rikis- stjórnarinnar, sem uppvisir uröu að sömu óforsjálninni, sömu heimskunni. Sagan endurtekur sig Maður nokkur, sem helgar sig velferðarmálum ibúanna i fátækrahverfunum i austur- hverfum Lundúnaborgar, hefur sérstaka afstöðu til siðasta kyn- ferðishneykslisins innan bresku stjórnarinnar, þar sem aðal- persónurnar nefnast Lambton og Jelicoe, báðir lávarðar að nafnbót. Hann hefur sjálfur kynnst þessu öllu af eigin raun. Afhjúpanir dagblaðanna, of- stækið og vandlætinguna og móðursýkina, hinar vandlega sömdu afneitanir, þvinæst hinar opinberu játningar, hvislandi slúðurskjóðurnar, kjamsandi og nagandi... John Profumo þekkir það allt saman. Sem hermálaráöherra Henn- ar Hátignar i ráðuneyti MacMillans, hafði hann verið trúr og heiðarlegur vinnuþjark- ur, mikilsvirtur af samráðherr- um sinum og starfsmönnum ráðuneytanna. Og svo féll skriðan... Eftir að samband Profumos ráðherra við Kristinu Keeler varð aðalumræðuefni heims- blaðanna undir stórletruöum fyrirsögnum, varð ráðherrann, sem þannig hafði flekkað mann- orð sitt — að almenningsáliti, skulum við segja — að hverfa úr opinberu lifi, Ifkt og þegar steini er varpað I tjörn, og sér ekki eft- ir nema hringgára, sem eyðast og hverfa eftir andartak, og flöturinn verður sléttur aftur. Nú eru tiu ár liðin siðan þessir atburðir gerðust, og yfirborð Eiginkona Profumos, fyrrverandi leikkona og kvikmynaa- stjarna, Valerie Hobson. Hún kom fyrst opinberlega fram, eftir að maöur hennar varö aö biöjast lausnar, þegar hún opnaöi orlofsheimili fyrir andlega vanþroskaöa unglinga í Kent, ekki alls fyrir löngu. Um þúsund manna hópur fagnaöi henni mjög innilega, og hún komst svo aö oröi: — Ég kveiö þvi, aö þaö mundi taka mjög á mig, en þegar til kom reyndist þaö mér hin mesta ánægja. Hin á sinum tima heimskunna Christine Keeler, en samband Johns Profumos viö hana, varö til þess aö hann varö aö hverfa, ekki einungis úr embætti heldur og opinberu lifi. Mandy Rice-Davies, myndin tekin daginn eftir réttarhöldin i máli Stephens Wards, en þar var um aö ræöa siöferöis- hneyksli, sem olli þvi aö breska heimsveldiö riöaöi á grunni og náöi hámarki i sjálfsmoröi Stephens Wards. Fólk stóö i löngum biörööum úti fyrir, þar sem þaö gat fengiö keypt út- drætti úr réttarhöldunum. Árqtuq síðar: HVAÐ VARÐ EIGINLEGA UM JOHN PROFUMO? tjarnarinnar ætti þvi aö vera oröið spegilslétt aftur. Og hvað starfar svo John Profumo i dag? Hann lifir kyrrlátu og i- burðarlausu lifi, ásamt eigin- konu sinni Valerie Hobson, við rólega götu i Lundúnum, þar sem flest húsanna eru i georgi- önskum stil. Bæði Profumo og eiginkona hans, sem áður var kunn leik- kona, hafa komist til mikils um of i kynni við nafnlaus bréf, full af klámi og svivirðingum eða upphringingar frá fólki, sem ekki segir heldur til nafns sins, en lætur i ljósi reiði sinaogfyrir- litningu á þeim manni, er gerö- ist til þess að brjóta óskráðar siðareglur samfélagsins. Þessi bréf og upphringingar skjóta óneitanlega skökku við allan þann fjölda kvenna og karla, er mest bar á i sam- kvæmislifinu, eða i kvikmynda- og leiklistarlifinu i þann tið, er stöðugt heimsótti þau Profumo- hjónin, áður en hneykslismálið gerði nafn ráðherrans að al- þjóðlegu hugtaki. Aðskildir heimar Starf það, sem Profumo, fyrr- verandi ráðherra Hennar Há- tignar, hefur nú með höndum, verður naumast skýrt fyrir þeim islenskum lesendum sem ekki þekkja að ráði til þeirrar stéttarskiptingar, sem enn er rikjandi i bresku þjóðfélagi, — og má eflaust segja að bættur sé skaðinn þótt þeir þekki ekki mikið til þeirra hluta. Þrátt fyr- ir allt ,,frjálslyndi”, sem bresk- ir guma nú af, jafnrétti og hvað- eina, þá er stéttamunur þar enn svo afmarkaður, og svo mikið djúp staðfest á milli þeirra lægstu i þjóðfélaginu, „úrkasts- ins”, ef svo mætti kalla þá ó- gæfusömu, sem þar lenda, að þar má kalla tvo með öllu að- skilda heima. En einmitt þessi gifurlegi stéttamunur hefur fætt af sér, að okkar áliti, harla und- arlegt fyrirbæri og er svo frá- munalega breskt að engu tali tekur. Æðri stéttirnar hafa sum- sé komið á fót ákaflega virðu- legum stofnunum, sem bera að aukinni „velferð” þessa útskúf- aða fólks. Þessar stofnanir veita æðristéttarfólki ýmist tækifæri til að vinna sérinn geislabaug, meö þvi að sýna þessum stofn- unum áhuga og jafnvel inna af hendi „velferðarstörf” á vegum þeirra, eða — ef þvi æðristéttar- fólki hefur orðið eitthvað á i messunni, sem ekki verður þaggað niður, að friðþægja fyrir það brot sitt á sama hátt. En geislabauginn hljóta þeir hinir sömu þó aldrei, þvi breskt há- stéttarfólk er langminnugt á þær syndir, sem dagblöðin hafa fengið á milli tannanna! John Profumo, fyrrverandi ráðherra Hennar Hátignar, þekkti sitt heimafólk. Hann valdi sér þá friðþægingarleið, sem æðri stéttirnar virða og við- urkenna. Hann tók strax að starfa að velferð hinna útskúf- uðu og stétilausu i fátækrahvef- um Lundúnaborgar á vegum einnar slikrar virðulegrar stofnunar, sem hefur aðalstöðv- ar sinar að Toynbee Hall. Sú stofnun er meira að segja svo virðuleg, að það þykir vænlegt fyrir menn með próf frá Oxford og Kambryggju, að starfa um skeið við stofnunina, þar eð það auki likurnar á þvi að þeir hljóti virðuleg embætti, enda er stofn- unin næstum hundrað ára göm- ul. Þaðan heldur John Profumo i fangelsisheimsóknir sinar, og til þess að gera friðþægingu sina sem einlægasta, ekur hann allt- af i strætisvagni. Hann er nú einn af skipuðum forráðamönn- um stofnunarinnar, og vinnur henni af viðlika dugnaði og hyggni, og hann vann Hennar Hátign áður. Hann gerði sér greinilega ljóst hvað hans eigin stétt taldi að honum bæri að gera, ef hann mætti gera sér vonir um að hún tæki hann nokkurntima i sátt aftur, og friðþægingu hans gilda. Hann skar á öll sín tengsl við það fólk, svo að skugginn af afbroti hans gagnvart þeirri stétt, félli ekki á neinn hátt á það. Sagt er að hann hafi raunar þreifað fyrir sér um það fyrir um fimm árum, hvort friðþæg- ingartiminn mundi orðinn nógu langur, en hafi þá veriö látinn vita það, svo ekki yrði um villst, að svo væri ekki. Hann lengdi hann þá enn um fimm ár, og nú fyrst eru likur á að þetta sé eitt- hvað að breytast. Þvi hefur að minnsta kosti heyrst fleygt, að visst stórfyrirtæki i miðborginni vilji ef til vill hagnýta sér hina ótviræðu skipulagshæfileika hans á sviði fjámála og við- skipta. Og sá orörómur var að öllum likindum fyrsta sátta- merkið. Bresk viðbrögð á báða bóga En Profumo kann sig. Eitt af þessum virðulegu fyrirtækjum, Roger Braban, mjög kunn aug- lýsingaskrifstofa I Lundúnum, sem meðal annars annast kynn- ingarstörf fyrir ferðaskrifstofu i Gibraltar, svissneskt vátrygg- ingafélag og siðast en ekki sist Framhald á bls. 4 Þrátt fyrir þyrrkingslegt og á stundum stórlætiskennt viðmót eru breskir yfirstéttarmenn breskir eins og aðrir þegar ýturvaxnar og bliðlátar þokkagyðjur eru annars vegar. Það hneykslismál af því taginu, sem hvað mesta athygli vakti fyrir á þessu ári, átti sér hliðstæðu fyrir áratug - Profumomálið, svonefnda, 1963 - og er ekki ómerkilegt að minnast þess, vegna þess að sá sem þá veittist að Profumo af hvað heilagastri vandlætingu, var enginn annar en Lambton lávarður . . . Gott dæmi um hve örlögin geta á stundum verið ótuktarleg í garð sumra manna.. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN ríkisins Æ&mm EINÐAGINN 1. FEBRÚAR 1974 FYRIR LANSUMSÓKNIR VEGNA ÍBÚÐA I SMÍÐUM Húsnæðismálastofnunin vekur athygli aðila á neðangreindum atriðum: IEinstaklingar er hyggjast hefja byggingu ibúöa eða festa ■ kaup á nýjum ibúöum (ibúðum i smiöum) á næsta ári, 1974, og vilja koma til greina við veitingu lánsloforða á þvi ári, skulu senda lánsumsóknir sinar meö tilgreindum veöstaöog tilskildum gögnum og vottorðum til stofnunar- innar fyrir 1. febrúar 1974. 2Framkvæmdaaöilar i byggingariöuaðinum er hyggjast . sækja um framkvæmdalán til ibúöa, sem þeir hyggjast byggja á næsta ári, 1974, skulu gera það meö sérstakri umsókn, er verður að'berast stofnuninni fyrir 1. febrúar 1974, enda hafi þeir ekki áöur sótt um slikt lán til sömu ibúöa. 3Sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og fyrirtæki, er . hyggjast sækja um lán til byggingar leiguibúða á næsta ári i kaupstöðum, kauptúnum og á öörum skipulags- bundnum stöðum, skv. 1. nr. 30/1970, skulu gera þaö fyrir 1. febrúar 1974. 4Sveitarstjórnir, er hyggjast sækja um lán til nýsmiöi . ibúða á næsta ári (leiguibúöa eða söluibúða) i staö heilsu- spillandi húsnæðis, er lagt veröur’ niður, skulu senda stofnuninni þar aö lútandi lánsumsóknir sinar fyrir 1. feb- rúar 1974, ásamt tilskildum gögnum sbr. rlg. nr. 202/1970, VI. kafli. 5Þeir sem nú eiga óafgreiddar lánsumsóknir hjá stofnun- . inni, þurfa ekki að endurnýja þær. 6Umsóknir um ofangreind lán, er berast eftir 31. janúar . 1974, verða ekki teknar til meöferöar viö veitingu lánslof- oröa á næsta ári. Reykjavik, 15. nóvember 1973. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RlKISINS LAUGAVEGI77, SlMI 22453 (Jf Stúlka óskast Byggingarfulltrúi Reykjavikurborgar, Skúlatúni 2, óskar að ráða strax stúlku vana vélritun. Laun skv. kjarasamningi Reykjavikurborgar. Umsóknir sendist til by ggingarf ulltrúa. Shakespeare-þýðingar Helga Halfdanarsonar Nv endurskoðuð útgáfa er nú komin út af II. b’indi og eru Jsví öll bjndi aftur fáanleg: I. Draumur á Jónsmessunótt Rómeó ogjúlía Sem yöur þóknast II. Júlíus Sesar Ofviöriö Hinrik fjóröi, fyrra leikritiö III. Hinrik fjóröi, síðara leikritið Makbeö Þrettándakvöld IV. Allt í misgripum Anton og Kleópatra Vindsórkonurnar kátu V. Hamlet Danaprins Lér konungur Athugið að allt safnið er nú á mjög hagstæðu verði eða kr. 2.880 bundið í shirting og kr. 3.650 bundið í skinn (að viðbættum söluskatti). Heimskringla-Mál og menning Laugavegi 18, Reykjavík. Pósthólf 392 0 Þriðjudagur 20. nóvember 1973. Þriðjudagur 20. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.