Alþýðublaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 1
Böndin berast að_______ Rússunum Miðvikudagur 28. nóv. 1973 Böndin berast nú að Rússum i sam- bandi við Kleifar- vatnsmálið — ó- væntan fund margra móttöku- tækja í Kleifarvatni frá því i haust. I svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn frá Ellert Schram, alþm., um hvað liði rannsókn málsins kom fram, að flest- öll tækin, sem fund- ust — bæði móttöku- tæki af fullkominni gerð og segulbands- upptökutæki — eru af rússneskri gerð og auk þess hefur ís- lensku rannsóknar- mönnunum tekist að rek ja feril eins tækis af vestur-evrópskri gerð, sem fannst á sama stað og rúss- nesku tækin í Kleifarvatni. Fram- leiðandi tækisins hefur gefið islensku rannsóknarnefnd- inni það upp, að tæki þetta hafi verið selt til Sovétríkjanna og svo skýtur því allt í einu upp hér. Það kom einnig fram í svari dóms- málaráðherra, að póstmálayf irvöld höfðu enga hug- mynd um, að tæki þessi voru í notkun hér á landi, en leyfi þeirra þarf til þess að f lytja slík tæki til landsins og nota þau. Einnig kom fram hjá forsætis- ráðherra, að með- ferð málsin væri ekki lokið — væri það nú til meðferðar i utanríkisráðneyt- inu. Forsætisráð- herra gat þess enn- fremur í svari sínu, aðgetum hefði verið leitt að þvi af ýms- um aðilum, að tæki þessi væru komin frá sendiráði ákveð- ins lands hér, en erf- itt væri um alla rannsókn á slíkum getsökum — m.a. vegna þess, að þær reglur gilda um sendiráðsstarf s- menn, að eigi má kalla þá fyrir rétt í því landi, þar sem þeir starfa. Tækin hér án vitundar yfirvalda FASTEIGNA- VIÐSKIPTI í LÁGMARKI Fasteignavið- skipti á höfuð- borgarsvæðinu eru nú i einhverri mestu lægð, sem i þeim hefur orðið um langt skeið. Vitað er um fast- eignasölur, sem hafa hætt starf- semi af þessum á- stæðum og aðrar sem hugleiða i fullri alvöru að hætta. Kunnur fast- eignasali hér í borginni sagði i viðtali við blaðið í gær, að það mætti telja góða viku, sem stæði undir kostnaði. Hefði þetta raunar verið svo um nokkurra vikna skeiö nú und- anfarið, og ekki væri sjáanlegt, að á þessu yrði breyt- ing á næstunni. Meöal annarra ástæðna, sem liggja til samdrátt- ar í fasteignavið- skiptum, er sú staðreynd, að bankarnir hafa mjög kippt að sér hendinni i lánveit- ingum til húsa- og ibúðakaupa, og láta f lesta bónleiða frá sér fara þessa dagana. Bankarnir lána ekki Vestmannaeyingar flytja inn heila íþróttamiðstöð Vestmannaeyingar eru nú að athuga möguleika á þvi að reisa innflutta iþróttamiðstöð á fyrir- huguöu iþróttasvæði við Hástein i Eyjum. Slikt mannvirki, sem yrði 100 metra langt, með iþrótta- sölum, sundlaug og fé- lagslegri aðstöðu, kostar hingað komið 70 milljón- ir, og er þá óreiknaður kostnaður við undirstöður og annað slikt. Stefán Kunólfsson, for- maður tBV, sagði i viðtali við Alþ.bl., að iþróttafor- ystan i Eyjum legði rika áherslu á, að iþróttaað- stöðu yröi komið upp sem allra fyrst i Eyjum, enda væri fyrirsjáanlegt að slikar framkvæmdir gætu dregisti það óendanlega, ef ekki yrði byrjað á þeim strax. Skortur væri til- finnanlegur á iþrótta- mannvirkjum i Eyjum, völlum, iþróttahúsi og sundlaug. Sagði Stefán, að það hefði sýnt sig að hag- kvæmast væri að flytja inn slikt hús, annað hvort frá Noregi eða Dan- mörku. llúsið yrði 100 metra langt, og væri hægt aö skipta þvi. Þar veröa iþróttasalir, innisund- laug, búningsherbergi og aðstaða fyrir félagsstarf- semi. Há væri ætlunin að byggja útisundlaug. Búið er að teikna upp iþróttasvæðið við Há- stein, og þar verður rúm fyrir þessa nýju iþrótla- miðstöð. Sagði Stefán að mál iþróttamiðstöðvar- innar væru enn frekar óljós, t.d. hvaða tegund húss hentaði best, og hvernig kaupin yrðu fjár- mögnuð, en þau mál myndu skýrast á næst- unni. Lekinn varð vegna rangrar uppsetningar viðlagasióðshúsa frá einum framleiðanda Flest bendir til þess, að lekinn í viðlagasjóðshús- unum, sem við skýrðum f rá á dög- unum, se til kom- inn vegna rangra vinnubragða við uppsetningu þeirra. Lekinn kom fram i öllum hús- um i Grindavík og SKUTTOGARARNIR GERA ÞAÐ ALLS EKKI NÓGU GOTT Það kom fram hjá sjávarútvegsráð- herra í svari við fyrirspurn Jóns Ár- manns Héðinssonar á Alþingi í gær um afkomu nýju skut- togaranna, að eig- endur þeirra munu ekki geta staðið und- ir greiðslu afborg- ana og vaxta á þessu ári af lánum veitt- um til skipakaup- anna. Ástæðan er sú, að rekstur skipanna gengur ekki nægi- lega vel, og er raun- ar um talsvert tap að ræða á rekstrin- um í heild þótt af- koman sé misjöfn eftir skipum. Ráðherrann sagði m.a., að hvað varð- ar minni skuttogar- ana — þ.e. togara undir 500 brúttó- rúmlestum að stærð — myndi tapið á árs- grundvelli verða að meðaltali 15 til 18 m.kr á skip og eru þá afskriftir með- reiknaðar. Sé af- skriftum sleppt er tapið 3—6 m.kr. á skip. Aflaverðmæti hvers slíks skips mun hins vegar vera 50—65 m.kr. á ári. Engar slíkar tölu- legar upplýsingar eru til um afkomu- horfur nýju stóru skuttogaranna — m . a . v e g n a skammrar reynslu af útgerðinni, en Jón Ármann Héðinsson spáði þvi, að senni- lega væri tap á rekstri þeirra lika. Hvatti hann til þess að rikisstjórnin gerði eitthvað i mál- inu svo rekstur þess- ara nýju og stór- virku atvinnutækja myndi ekki stöðvast. Þorlákshöfn: sam- tals 82 húsum, sem eru öll frá sænska f yrirtækinu Oresjö Wallitt. Frá þessu fyrir- tæki eru nú að rísa 10 hús í Hvera- gerði til viðbótar, en alls rísa á veg- um Viðlagasjóðs 560 hús. Frjáls verslun Borgarráð samþykkti á fundi sinum i gær að samþykkja fyrir sitt leyti, að öll verslun i húsnæðinu að Arnar- bakka 2 i Breiðholti verði gefin frjáls. Borgarlögmaður hafði lagt það til við lóöar- hafa og samþykktu það allir nema einn, sem hefur verslunarleyfi fyrir „bókum, ritföng- um og öðru '. 1 reynd þýðir þetta að verslun Guðrúnar Loftsdóttur heldur áfram óbreyttri starfsemi og að hver lóðarhafi getur verslað með hvað sem er. Efri- Bær Sig. Söebechs get- ur og haldið áfram, en Sigurður sagöist I gær- kvöldi engar ákvarðan- ir hafa tekið um annan rekstur i húsnæði sinu þar. lan

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.