Alþýðublaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.11.1973, Blaðsíða 7
SÆMTTNDITR HFJGASON stvrimaðnr MINNING SÆMUNDUR HELGASQN STÝRIMAÐUR F. 5. júli 1949 D. 21. nóvember 1973 Að kvöldi miðvikudagsins 21. nóvember síðastliðinn var Sæ- mundur Helgason kallaður brott af hinum jarðneska heimi. Kallið kom fyrirvara- laust í miðri önn hins unga manns um borð í togaranum Þormóði goða, þar sem skipið var að veiðum í illviðri úti fyrir suðvesturhorni Islands. Mikill harmur er kveðinn að okkur öllum ástvinum hans og aðeins minningin um góðan dreng, kosti hans og göfug- lyndi, fær linað þann harm. En við vitum, að bak við alheims stríð og strönd hafa Sæmundi nú verið falin ný og æðri verkefni. Sæmundur var hjartahlýr drengur og einkenni hans var réttlætiskenndin. Hann átti að geyma dýrmæta mannkosti, sem við ástvinir hans þekktum vel og nutum í rikum mæli. Sæmundur gekk ekki á torg með tilfinningar sínar, en hann fór ekki dult með hug- sjónir sínar og skoðanir, enda félagslyndur ungur maður. Hann hafði mikinn og brennandi áhuga á mannlegu samfélagi, straumum þess og breytingum, og taldi strax mjög ungur, að jafnaðar- stefnan myndi best tryggja það réttlæti í þjóðfélags- málum, sem honum sjálfum var eðlislægt. Nokkru áður en Sæmundur hvarf okkur sjónum, hafði hann beðið mig að lesa yfir greinarstúf, sem hann var að hugsa um að leggja til æsku- lýðssíðu ungra jaf naðarmanna í Alþýðublaðinu. Sú grein verður ekki birt í heild úr þessu. En Sæmundur átelur mig örugglega ekki, þó að ég vitni hér til eins efnisþáttar hennar,sem lýsir einmitt svo vel hugsjónum hans. Þar segir svo meðal annars: ,,Við megum ekki láta gamalt sundurlyndi flokksforingja spilla því, að jafnaðarstefnan fái notið sin. íslenskt þjóðfélag væri talsvert öðruvísi í dag, ef allir jafnaðarmenn hefðu unnið saman í gegnum árin... Góðir jafnaðarmenn, hvar í flokki, sem þið nú eruð staddir: Kastið grímunni. Sameinumst og stöndum sterkan vörð um hag alþýðunnar. Hagur alþýðunn- ar er hagur allrar þjóðar- innar". Á þennan hátt og tæpitungu- laust lét Sæmundur skoðanir sínar í Ijós. Hugur Sæmundar var allt frá unga aldri tengdur sjónum og i æðum hans rann vafalaust sjómannsblóð afa hans, er báðir voru sjósóknarar. Leið hans lá í Stýrimannaskólann í Reykjavík og þar lauk hann prófi vorið 1971. Starfsævi hans var stutt, en samt lagði hann af mörkum skerf til velferðar okkar hinna. Blessuð sé minning míns kæra bróður og vinar. Helgi E.Helgason * ..flhugasamur um málefni stéttar sinnar og verkalvðshrevfingarinnar í heild og traustur liðsmaður Albvðuflokksins og iafnaðarstefnunnar” Kynni okkar Sæmundar Helgasonar hófust í Félagi ungra jaf naðarmanna í Reykjavík fyrir mörgum árum. Ásamt bræðrum sínum var hann einn af áhuga- sömustu félögum í samtökum ungra jaf naðarmanna og áttum við mikil og góð sam- skipti alla tíð bæði í Alþýðu- f lokknum og eftir að ég kom til starfa við Alþýðublaðið, en Sæmundur sendi okkur oft pistla og kom oft að máli við okkur á blaðinu til þess að skjóta að okkur ýmsum hug- myndum. Sæmundur Helgason var duglegur og starfsamur ungur maður, áhugasamur um mál- efni stéttar sinnar og verka- lýðshreyfingarinnar i heild og traustur liðsmaður Alþýðu- flokksins og jafnaðarstefn- unnar. Hann var vel gerður ungur maður með jákvæð lífs- viðhorf, umgengnisgóður, traustur og geðþekkur i sam- starfi og hugkvæmur. Sæmundur var sifellt að velta ýmsum félagslegum málef num fyrir sér og kom oft auga á aðra fleti á málunum en blöstu við öðrum og haf ði þá gaman af að greina öðrum f rá þeim niðurstöðum sinum. Varð ég þessa oft var í samskiptum mínum við Sæmund Helgason. Með Sæmundi Helgasyni er góður drengur genginn um aldur f ram og harmur kveðinn að öllum þeim, sem þekktu hann. Ég votta foreldrum Sæmundar, systkinum hans og öðrum ættmennum dýpstu samúð og veit, að þar tala ég fyrir hönd allra þeirra ungra og aldinna Alþýðuf lokks- manna, sem þekktu Sæmund Helgason og umgengust hann. Sighvatur Björgvinsson. í KVIK- MYNDA- HÚSUNUM Tilgangurinn helgar meö- aliö er eflaust motto italska kvikmyndagerðarmannsins Jacopetti, en hann hefur á- samt félaga sinum, Prosp- eri, gert myndina „Blessi þig, Tom frændi”, sem Laugarásbió sýnir. Þvi þegar að þvi kemur að sýna dýrslega meðhöndlun þræla, sem fluttir voru frá Afriku til baðmullarekra Bandarikjanna, þá leitar hann til eins mesta þræla- haldara heims, Duvaliers 0------------- „Papa Doc”, forseta Haiti, sem reyndar er nýlátinn. bar fær hann að láni þræla, limlesta og illa leikna, sem hann siðan notar i mynd sina, en aöaluppistaðan i myndinni eru senur, sem sýna hinar margvislegustu aðferðir við pyntingar á þrælum. Að visu er þessi mynd af- skaplega gölluð, illa upp- byggð og yfirdrifin, nálgast það að vera paródia. En það leynir sér ekki aö það er hrottaskapurinn, sem á að selja myndina, og það hjálp- ar þá eflaust að hafa tvo lög- regluþjóna við innganginn til aö lesa á passa kvikmynda- hússgesta. Eitt örlitið dæmi um hve höndunum hefur verið til myndarinnar kastað, og hve greinilega hún er ætluð sem skemmtiefni i Itölskum kvik- myndahúsum má nefna það atriði, þegar rikur, feitur og ógeðslegur plantekrueigandi er að gleypa i sig mat áöur en hann leggst með einhverri ambáttinni, þá er það góm- sætur italskur skelfiskréttur, sem honum er framborinn, sem liklega hefur ekki verið daglegt brauö i suðurrikjun- um i þá daga. Jacopetti sá, sem fram- leiðir þessa mynd, varð fyrst kunnur fyrir myndina Mondo Cane. Hann hlaut lof fyrir þá mynd fyrst i stað, en eftir aö hann hafði gert myndina Afrika Addio, þá voru bornar á hann sakir, sem hann hefur átt erfitt með að hrekja. Til dæmis það að hafa greitt hermönnum pening fyrir að lifláta fanga, sem þeir voru með. Jacopetti kom fram i it- alska sjónvarpinu og bar þetta af sér, sagöist aðeins hafa komiö þar aö með kvik- myndatökumenn sina, sem átti að fara að aflifa ungan fanga. Hið eina sem hann hafi gert hafi verið það aö borga hermönnunum pen- inga fyrir að drepa fangann hinu megin viö veginn, svo birtuskilyrði til kvikmynda- töku væru betri. Það er þvi ekki við öðru að búast af þessum manni, þeg- ar hann ætlar að gera mynd þar sem hann fordæmir þrælahald, en að hann leiti tii eins argasta þrælahaldara samtiöarinnar, og fái lánaða hjá honum þræla til að leika sér að. IÍ5”' & t',7. P á!’ V.|3 g it-.t m :-rí: i. t'íTj r;1 ÍmJ í\v, Jrt ój.i jíí? ÍU| m i;v líi :fl> íÍI] &Í w.. 1 !f: *5í: ív. Í8i év: ;tv iéij rlí? Ttíi | j*<t iS! i: v.t I 7i,- I 1 $1 'LT tí;i £r iýt= I ,U! rí;í ?i|! itfi f I 1 Éír ss tiii 4 tlf: &\ $ Ég er ekki á móti þvi að gild ingu fóstureyðingarlöggjafar sé breytt. bess er ekki að vænta, að lögin frá árunum 1935 og 1938 samfæmist breyttum þjóð- félagslegum aððstæðum tslend- inga nú. Hins vegar hef ég haldið þvi fram, að nauðsynlegt sé að gera nákvæmari kannanir á framkvæmd núgildandi lög- gjafar og áhrifum þeim, sem hún kann að hafa við eftirrann- sókn meðal þeirra kvenna, sem synjað hefur verið um fóstur- eyðingu til þess að unnt sé að leggja raunhæft mat á þörfina fyrir frjálslegri fóstureyðingar- löggjöf. Ég leyfi mér t.d. að benda á það, til þess eins, að lesendur fái einhverja hug- mynd um hugsanlega þörf umfram það, sem núgildandi lög heimila rannsókn á tiðni ólöglegra fóstureyðinga og þessar margræddu utanferðir islenzkra kvenna i siiku skyni. Þaö hlýtur að vera unnt að framkvæmda þessar kannanir hér ekki siður en á hinum Norðurlöndunum. Telur þú, að réttur konunnar sé nægilega tryggöur i núgild- andi löggjöf? Til þess, að ég gæti svarað slikri spurningu afdráttarlaust, yrðum við að hafa það á hreinu, hver óumdeilanlegur réttur konunnar er i þessu efni. Um það er deilt bæði meðal kvenna og karla. Það er þvi réttara að spyrja, hvort sá rettur, sem lögin hafa veitt konunni og framkvæmd þeirra, sé sann- gjarn og réttlátur. Lögin frá 1935 heimila fóstureyðingu vegna sjúkdóms, en taka má til- lit til félagslegra ástæðna. Þau voru talin ein frjálslyndasta fóstureyðingarlöggjöf i Evrópu, enda byggð á tveggja lækna vöttorði, sem skapar visst aðgerð á að framkvæma hafi verið gengið jafnvel lengra til aukins frjálsræðis, en lögin hafa gert ráð fyrir, einkum siðustu árin. Ég hef ekki orðið þess var, að konunni væri synjað um fóstureyðingu, ef hún hefði einhverja frambærilega ástæðu. Það lýsir miklum ókunnugleika á núverandi aðstæðum, þegar sagt er, að konan sé réttindalaus i þessum efnum, en ég tel að það væri skynsamlegra að setja viss ákvæði tii að tryggja aukið sam- ræmi i framkvæmd þessara laga og tryggja þar með konunni öruggari réttarstöðu. Við þau sjúkrahús, sem slika aðgerð á að framkvæma verður að vera starfandi nefnd, sem skipuö sé kvensjúkdóma- lækni, geðlækni, félagsráðgjafa og konu, sem skipuð er af kven- réttindasamtökum. Þessi nefnd á að taka sameiginlega ákvörðun um öll fóstur- eyðingarerindi. 1 lögunum frá árinu 1938 er fjallað um fóstur- eyðingar vegna hugsanlegra erfðagalla og vanana og þar tel ég, að réttur konunnar sé ekki nægilega vel tryggður. Nefnd þriggja manna tekur ákvörðun um umsókn konu og læknis. Þaö hefur aldrei reynst heppilegt, að sá aðili, sem aldrei sér konuna taki ákvörðun um aðgerðina.- Ég vil undirstrika, að það skiptir meginmáli, að réttur konunnar sé tryggður. bað er hún, sem tekur á sig áhættuna — hvort, sem ákvörðunin er fóstureyðing eða meðgöngutimi og barnsfæðing. — Ertu samt ekki andvigur fóstureyðingarfrumvarpinu? Ég tel, að fóstueyðingarlög- gjöf hljóti alltaf að vera fóstur- eyðingum hindrandi, annars þjónaði hún engum tilgangi. Ég er samþykkur þeim köflum þessara tillagna, sem ætla má að verki til fækkunar á fóstur- eyðingum og á ég þar sérstak- lega við kaflann um ráðgjöf og fræðslu Um kynlif og barneignir, en ég er algjörlega andvigur þvi að fóstureyðing sé heimiluð að ósk.sbr. 9. gr. 1. Með þvi ákvæði er verið að lögleiða frjálsar fóstureyðingar og konan stað- festir vilja sinn með til þess gerðu eyðublaði (sbr. 12:1) Hafi konan gengið með barni skemur en tólf vikur jafngildir plagg „FÚSTIIREYÐIHG NEYDARIÍRRÆÐI Guðmundur Jóhannesson er einn þeirra fáu íslensku kvensjúkdómalækna, sem er fús til að segja álit sitt á fóstureyðíngarlöggjöfinni, sem nú liggur fyrir Alþingi. Hann telur sig ekki vera á móti löglegum fóstureyðingum, en vill, að allt sé gert til að koma í veg fyrir, að þeirra sé þörf, því að fóstureyðing er alltaf neyðarúrræði. sænskri doktorsritgerð um fóstureyðingar eftir Per Arén er skýrt frá l42konum, sem annað hvort var synjað um fóstur- eyðingu eða fengnar til að hætta við hana. 89 af hundraði þessara kvenna töldu við könnun lækna, að bessi ákvörðun hefði verið rétt. Það voru þvi aðeins ellefu af hundraði, sem töldu aðgerðina hafa verið skynsam- legri. Guði er nú svo fyrir að bakka, að konan er þannig gerð, að við meðgöngu barns og fæðingu þess kviknar hjá móðurinni slik hvöt, að móður- umhyggjan fylgir venjulega af- kvæminu til æviloka. Ég veit um þó nokkrar konur, sem synjað hefur verið um fóstureyðingu, en telja sig þó i ævarandi þakkarskuld við lækninn, sem lét ekki að ósk þeirra um aðgerð. — Hvað vilt þú gera til að minnka þörfina fyrir fóstur- eyðingar? Aukna kynferðisfræðslu, aukna vitneskju um getnaðar- varnir og kynningu á öllu sliku áður en unglingum er sleppt úr skóla. Ég vil aukna aðstoð á allan hátt við barnshafandi konur og rýmkun á vönunarlög- gjöfinni. Ég vil einnig, að hlut- verk þeirrar konu, sem vill ganga með barn sitt sé hafið til vegs og virðingar i þjóðfélaginu. Það er konan, sem þarf að annast barnið. Það er lika aug- ljóst ranglæti eins og hér tiðkast, að sængurkonan þurfi að greiða allan sjúkrahús- kostnað, en konan, sem fær lramkvæmda fóstureyðingu fær allt ókeypis. <ij) Í 1 i.í: 71?: I I M i •á'ti í\.:i I 15 1;L II.-: -vm þetta á hendur þeirra eða þeim stofnunum, sem heilbrigðisyfir- völd hafa löggilt, að hún fái aðgerðina framkvæmda og konan hlýtur þvi að fá vilja sinum framgengt, þótt viðkomandi læknar eða aðrir, sem um mál hennar hafa fjallað, sjái enga frambærilega ástæðu fyrir fóstureyðingu. Það er ótrúlegt, að læknar taki þá áhættu að neita um aðgerð, þvi að komi eitthvað fyrir i með- göngu, við fæðingu eða van- sköpun á barninu, eiga þeir siðar yfir sér málssókn. Ég hef þá reynslu bæði hérlendis og erlendis, að nauðsyn beri til að kynna áhættu þá, sem fylgir slikri aðgerð og auka þá hjálp, sem konunni gæti staðið til boða. Löggjöf, sem þessi hlýtur að móta almenningsálitið og án efa verður innan skamms litið á fóstureyðingu sem eðlilega lausn á ótimabærri þungun. Það er barnaskapur að gera ekki ráð fyrir þvi, að þetta leiði til aukins kæruleysis i notkun getnaðar- varna. 1 dag eru á tslandi rösk- lega fjörutiu þúsund konur á ladrinum 15-44 ára, en sam- kvæmt nokkuð öruggri athugun notuðu um 60 af hundraði getnaðarvarnir að staðaldri s.l. tvö ár, eða um tuttugu og fjögur þúsund. Við fengjum á næsta ári tólf hundruð ó- timabærar þunganir ef notkun getnaðarvarna minnkaði um 5 af hundraði sem afleiðing af samþykkt fóstureyðinarfrum- varpsins. Ég tel liklegt, að hluti, af þessum konum myndu, þegar á hólminn er komið ganga með stitt barn, en við skulum gera dæmið einfaldara og reikna með þvi, að helmingurinn gengi með, en hinn sækti um fóstureyðingu. Þetta er að visu hrein ágizkun, en þó er hugmyndin ekki jafn- fráleit og sumum kann að virðast. f 41. og 42. tölublaði sænska læknablaðsins voru greinar eftir Elisabet Sjövall þar, sem hún sýnir uppgjör um tiðni fóstureyðinga, fósturláta og fæðinga i Gautaborg. Hún kemst að þeirri niðurstöðu, að hið mikla frjálsræði i fóstur- eyðingum hafi leitt til greini- lega minnkandi notkunar á getnaðarvörnum. Ég tel, að það sé algjört ábyrgðarleysi hjá heilbrigðisyfirvöldum, að þau reikni ekki með þeim mögu- leika, að hið sama kunni að gerast hér. — Er þá konan sjálf ekki best til þess fallin að taka ákvörðun um fóstureyðingu? — Jú, rétt er það, enda er það vilji konunnar, sem mestu ræður um ákvörðunina. Hingað til hef ég ekki kynnst þvi, að læknar hafi tilhneigingu til að setjast i dómarasæti og neyða konuna til eins né neins. Min reynsla er sú, að það sé oftast erfiöast að vita, hvað það er, sem konan vill raunverulega. Ösk hennar um fóstureyðingu er ekki sjaldan komin frá eigin- manni, foreldrum eða barns- föður. Ytri aðstæöur, sem hægt hefði ef til vill verið að ráða bót á hafa oft á tiðum neytt konuna til fóstureyðingar, þótt hún óski þess innst inni að ganga með og ala sitt barn. Mér finnst rétt að geta þess hér, að töluverður hluti islenskra kvenna litur á fóstureyðingu sem óréttmætan verknað. Við eftirrannsókn fóstureyðingar- nefndar kom i ljós, að 27% þeirra kvenna, sem fram- kvæmd var á fóstureyðing árin 1966-1967 fengu eftirsjá og þjáðust af sjálfsásökun og þar af voru 9% taldar alvarlega þjáðar. Það er á stundum nauð- syn fyrir lækni að taka ákvörðun um framkvæmd aðgerðar, ef konan er haldin alvarlegum sjúkdómi, en haldin verulegri sektarkennd. Og það þó að slik aðgerð sé á móti vilja konunnar. Hvorki konan, sem óskar eftir fóstureyðingu né læknirinn geta séð inn i framtiðina og spáð um þá ákvörðun, sem báðum verði til heilla. Konan telur sig vita, hvað henni komi best, en lækn- irinn þekkir af langri reynslu áhættuna og eftirköst aðgerðarinnar og þá óham- ingju, sem þau skapa hjá sumum konum. Læknirinn má ekki starblina á augnabliks- vandræði. Hann verðurað lita á málið frá viðtækari sjónarhól og þvi hlýtur það að vera óskyn- samlegt af konunni, að hún vilji ekki notfæra sér sérþekkingu hans og reynslu við svo afdrifa- rika ákvörðun. — Er ekki hætta á, að barnið liði, ef konunni er synjaö um fóstureyðingu? Þvi hefur verið haldið fram, að barnið haldi áfram að vera óvelkomið og þá sé hætta á and- legri og jafnvel likamlegri mis- þyrmingu sbr. greinargerð fóstureyðingarnefndar. 1 ■7^7r*ji-''t'lÉ.-i;;.jíj'■;:5 :'iö.';: .r, j,-iMlXá-wr.'LLrrvit'rrio.rr'r.-rrr;:.'--;;, :-u- tt.-.-m i -r /.'l.'-li j-\,\—-VT-.i-vJ.i- • ,L> „ JALLATTE S.E. 30 Saint Nippolyle I)u roat r rancc Telex 49020 JalÍattc Shipf I SUPER labeur Nýkomnir franskir öryggisskór með stáltáhettu, sérstaklega góðir til gönguferða. Stærðir 41 til 48 — Sendum gegn póstkröfu. DYNJANDI S.F. Skeifan 3 h, Rvík. Sími 82670 Miðvikudagur 28. nóvember 1973. Miðvikudagur 28. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.