Alþýðublaðið - 30.11.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
KERFIÐ ÚR SÉR GENGID
Allt frá þvi fyrst var farið að leggja á tekju-
skatta hefur tilgangurinn með slikri skattlagn-
ingu verið tviþættur. í fyrsta lagi eiga tekju-
skattarnir að sjálfsögðu að afla rikissjóði tekna.
En i öðru lagi eiga þeir að virka til tekjujöfnun-
ar i þjóðfélaginu. Þvi var tekjuskattsstiginn i
upphafi ákveðinn þannig, að þeir, sem lágar
tekjur höfðu áttu með öllu að sleppa við tekju-
skatt. Miðlungstekjumennirnir áttu að borga
hóflegan tekjuskatt. Hátekjumennirnir áttu að
borga háan tekjuskatt.
En hvernig er þessu varið nú? Er tekjuskatt-
urinn það tæki til tekjujöfnunar, sem honum var
ætlað að vera? Eins og allir launþegar vita, þá
er svarið neikvætt. Tekjuskatturinn er ekki
lengur tæki til tekjujöfnunar. Eftir siðustu
skattalagabreytingar rikisstjórnar Ólafs
Jóhannessonar er svo komið, að jafnvel lág-
tekjufólkið er farið að borga tekjuskatta eftir
sama skattstiga og hátekjumenn svo ekki sé þá
talað um fólkið, sem hefur miðlungstekjurnar.
En hefur fólk i rauninni gert sér fulla grein
fyrir þvi, hversu langt hefur verið gengið i ó-
jafnaðarátt með tekjusköttunum? Gylfi Þ.
Gislason nefndi nokkur dæmi þar um i fram-
söguræðu sinni með tillögum Alþýðuflokksþing-
manna um algera kerfisbreytingu i skattamál-
unum. Við skulum rifja þessi dæmi upp. Þau eru
einkar athyglisverð.
Samkvæmt þeim reglum, sem rikisstjórnin
hefur tilkynnt i f járlagafrumvarpi sinu að gilda
eigi við næstu skattlagningu, þá eru barnlaus
hjón komin i hæsta skattstiga hafi þau meiri
tekjur á yfirstandandi ári, en 454.300 krónur.
Séu tekjurnar hærri þurfa þau að borga 55,44%
af tekjuskattsskyldum tekjum sinum i opinber
gjöld — sama hundraðshluta og hjón, sem hafa
tifalt hærri tekjur. Og hver getur sagt, að hjón,
sem hafa tæpar 450 þús. kr. i tekjur á árinu 1973
séu i hópi hátekjufólks? Þetta eru ekki einu sinni
miðlungstekjur. Þetta eru lágtekjur.
En hversu miklar tekjur skyldu svo þessi hjón
mega hafa i ár svo þau lendi i hæsta skattstiga
ef þau eiga þrjú börn. Hafi þau meiri tekjur, en
592.900 krónur þurfa þau að borga 55,44% af
hverri krónu þar umfram. Og hvaða fimm
manna heimili er ofsælt af tæplega 600 þús.
króna tekjum i ár? Hvaða meining er i þvi að
leggja hæsta tekjuskatt á slikt fólk — sömu
skattprósentu og lögð er á viðbótartekjur fólks,
sem hefur sex milljónir á ári?
Svo til allir Islendingar — þar á meðal öryrkj-
ar og gamalmenni — þurfa samkvæmt núgild-
andi reglum að borga tekjuskatt. Lágtekjufólkið.
samkvæmt hæsta skala — sama skala og þeir
tekjumestu i landinu borga sina skatta eftir.
Launajafnaðaráhrif kerfisins eru þvi engin orð-
in. Það er óréttlátt og elur auk þess á hvers kyns
misrétti, undanbrögðum og löglegum og ólög-
legum skattsvikum.
Þess vegna er engin önnur lausn til en að
varpa þessu úr sér gengna kerfi fyrir róða og
skapa nýtt. Alþýðuflokkurinn einn stjórnmála-
flokka i landinu hefur djörfung til að segja þetta
og ákveðnar tillögur um, hvernig eigiað fram-
kvæma þetta. En til að fá breytinguna fram þarf
hann stuðning fólksins i landinu. Það á næsta
leikinn.
lalþýðul
SR reisi 2500 tonna
Jón Armann
Héöinsson,
alþm., hefur
flutt á alþingi
tillögu um, aö
Sildarverk-
smiðjur rikisins
reisi verk-
s m i ö j u i
Grindavik.
Tillagan hljóðar svo:
„Alþingi ályktar aö skora á
rikisstjórnina aö fela stjórn S.R.
að hef ja nú þegar undirbúning aö
þvi aö reisa verksmiðju i
Grindavík, er geti brætt únt 250«
tonn af loönu á sólarhring og
veröi tilbúin til vinnslu í árs-
byrjun 1975".
I greinargerð, sem tillögunni
fylgir, kemur m.a. fram, aö
skapa þarf hinni nýju höfn, sem
verið er að byggja i Grindavik,
aukna tekjumöguleika og sé mjög
vel til þess fallið að fela S.R. að
reisa bræðslu i plássinu auk þess
sem það muni geta orðið til þess
að styrkja verulega fjárhagslega
stöðu S.R.
Greinargerðin hljóðar svo i
heild sinni:
„Hér við land hófust loðnu-
veiðar fyrst að nokkru ráði árið
1965, og öfluðust þá um 50 þús.
tonn. Arið eftir verður mikil
aukning, og veiðast þá um 125
þús. tonn. En næstu tvö árin er
aflinn heldur minni eða rétt innan
við 100 þús. tonn. Siðan verður
mikil breyting og aflast frá
170—190 þús. tonn á árunum
1969—71. Fleiri skip taka þátt i
veiðunum en áður og aukin þekk-
ing og auknar rannsóknir á göng-
um loðnunnar stuðla að þessari
þróun. Geysileg aukning varð svo
i afianum árið 1972, en þá
veiddust 277 þús. tonn, og á s.l.
vertið veiddust 440 þús. tonn. Þá
tóku um 90skip þátt i veiðunum,
og þótti mörgum það mikil þátt-
taka. En nú er fyrirsjáanlegt, að
allt að þvi 120skip munu taka þátt
i veiðunum. Þessi aukning skipa i
loðnuveiðum mun kalla á betra
skipulag og aukna móttöku við
löndun en áður hefur verið. A s.l.
vertið var stofnað til Loðnu-
flutningasjóðs, sem þegar
sannaði gildi sitt, og mun
ákveðið, að hann starfi áfram.
Hins vegar er það ljóst, að
aukning i veiðiflota um 30 skip er
svo mikil, að mæta verður af-
kastagetu flotans með þvi aö
reisa nýjar verksmiðjur sem
allra fyrst. Vitað er einnig, að
margir hafa hug á þvi að kaupa
enn ný og stór veiðiskip, og fari
svo, að þau verði keypt, er af-
kastageta þeirra svo mikil, aö
þau munu ein sér gera meira en
að afla fyrir verksmiðju með 2500
tonna sólarhrings vinnslu. Það er
þvú augljóst mál, aö brýna nauð-
syn ber til að hefja nú þegar
undirbúning að nýrri stórri verk-
smiðju á vegum Sildarverk-
smiðja rikisins. S.R. eiga frá fyrri
tima mikið af tækjum, sem ekki
eru nýtt, og hlýtur að teljast
timabært að taka þessi tæki I not-
kun, þegar verkefni eru fyrir
hendi, og það sem fyrst.
í málefnasamningi rikis-
stjórnarinnar segir svo á bls. 5, i
kaflanum um atvinnulif: ,.AÖ
gera sérstakt átak til að endur
bæta frystihúsareksturinn og
taka löggjöf og rekstur Sildar-
ki Æn r \m/ a k i A
NÆR C )RKAN?
Benedik hefur lagl t Gröndal fram á al-
þingi s fyrirspur nrknmál vohljóðandi n um raf- Snæfellinga:
„Hvenæ r er þess að
< < ? » 2-S — OJ m ' 2 oj in O Snæfellsnes lt við Anda-
kils- og Lí eða aðra indsvirkjantr r umbætur
verði i ra Snæfellinc forkumálum ja?".
verksmiðja rikisins til endur-
skoðunar.”
Með hliðsjón af þessu og svo
augljósri þörf til að bjarga aukn-
um afla er þessu máli hreyft hér á
þingi. Þessu til viðbótar kemur
svo, að nú innan tiðar verður
höfnin i Grindavik gjörbreytt og
getur tekið við öllum skipum.
Heildarfjármagn i þessar fram-
kvæmdir verður nokkuð yfir 600
milljónir, og er augljóst, að höfn-
in mun þurfa á öllum möguleik-
um til tekjuöflunar að halda.
Þótt Loðnuflutningasjóður
starfi með ágætum, má ekki
gleyma þvi, að það kostar tugi
milljóna i oliueyðslu að sigla með
loðnu noröur fyrir, og hækkandi
verð á oliunni veldur mönnum
áhyggjum. Þótt ný verksmiðja
verði reist i Grindavik mun hún
samt sem áður ekki gera meira
en að mæta hluta af þeirri
aukningu, sem vænta má. Það er
skoðun flutningsmanns, að ekki
verði langt i það, að S.R. verði
einnig að reisa aðra verksmiðju
og staðsetja hana i Þorlákshöfn,
þegar höfnin þar er orðin betri en
nú er.
Rekstur rikisverksmiðjanna
hefur gengið erfiðlega undanfarin
ár, og mundi verksmiðja í
Grindavik bæta hér verulega úr.
Geysilegur hagnaður varð hjá öll-
um verksmiðjum á s.l. loðnuver-
tið, og hlýtur að vera eðlilegt, að
Sildarverksmiðjur rikisins
endurbæti rekstur sinn svo sem
einkaaðilar gera nú hver sem bet-
ur getur. Eftir þvi, sem bráða
birgðauppgjör hjá S.R. sýnir,
varð um 50 millj. kr.
nettó-hagnaður hjá þeim á loðnu-
vertiðinni. Þessu fjármagni þarf
að verja til endurbóta og betri
greiðslustöðu S.R. En áfram þarí
að halda halda og byggja einnig
upp fyrir framtiðina, og vegna
loðnuveiöama hniga öil rök að
þvi, að stór og nýtiskuleg verk-
smiðja verði reist i Grindávik.
Þvi er þessi þingsályktunartil-
laga flutt.”
GRIHDAVÍKURHÖFN
SKAPAÐIR AUKNIR
TEKJUMOÍGULEIKAR
OLIA
VIÐ
ÍSLAND
ER HAG-
NÝTING
Á PRJÓN-
UNUM
SPYR
STEFÁN
— Oliukreppan i heiminum
hlýtur að vera okkur Is-
lendingum sem öðrum mikið
áhyggjuefni. Við þurfum þvi
ekkert siður en aðrir að hug-
leiða vandlega, hvernig leysa
megi þann vanda, sem við ér
að etja i oliuöflunarmálum. 1
þvi sambandi vil ég sérstak-
lega benda á grein, sem birtist
i hinu viðkunna timariti „The
Economist" nýlega, en þar
segir m.a., að ef vel verði
haldið á málum sé hugsanlegt,
að þjóðir Vestur-Evrópu geti
verið orðnar sjálfum sér nóg-
ar með oliu þegar árið 1980 þar
sem ýmislegt bendi til þess, að
talsverða oliu sé að finna i
jarðlögum á hafsbotns-
svæðum undan ströndum
Evrópu. Tilgreinir timaritið
sérstaklega ákveðin viðáttu-
mikil haisbotnssvæði i þessu
sambandi og ná þau allt til
stranda Islands.
Þannig fórust Stefáni Gunn
laugssyni m.a. orð á alþingi i
lyrradag, er hann mælti fyrir
fyrirspurn sinni til orku-
málaráðherra um, hvað aö-
hafsl hefði verið lil oliuleitar
undan ströndum Islands,
hverjar niðurstöður hefðu orð-
ið og hvað ráðgert hefði verið
um framhaldandi rannsóknir
og leitanir.
Eins og áður hefur komið
fram i Alþýðublaðinu svaraði
orkumálaráðherra m.a. á þá
lund, að i ljósi tveggja nein-
kvæðra oliurannsókna við ts-
land hefði það komið mönnum
á óvart, er sovéskir visinda-
menn lundu þykk setlög djúpt
undan Langancsi, sem þeir
teldu að innihéldu jarðgas og
e.t.v. oliu. Upplýsti ráðherra,
að skýrsla frá Sovétmönnum
um rannsóknirnar væri vænt-
anleg og að islenska rikis-
stjórnin heföi leitað samráðs
við Norðmenn um írekari
meðferð málsins.
FLOKKSSTARFIÐ
1 1
i i;
VIÐTALSTÍMAR
Alþýðuf lokksfélag Alþýðuf lokksfélag
Reykjavíkur auglýsir Hafnarf jarðar auglýsir
viðtalstíma þingmanna viðtalstíma með bæjar-
AlþýðufloKksins á fulltrúum Alþýðu-
f lokksskrifstof unum við flokksins í Alþýðuhúsinu
Hverfisgötu — sími við Strandgötu n.k.
15020 — n.k. laugardag kl. 11—12 f.h. laugardag kl. 11—12 f.h.
Til viðtals verður Til viðtals verða
GYLFI Þ. GíSLASON, HÖRÐUR ZÓPHANIAS-
formaður Alþýðu- SON og KJARTAN JÓ-
f lokksins. HANNSSON.
BASAR I REYKJAVÍK
Kvenfélag Alþýðuflokksins I Reykjavík minnir á basar fé-
lagsins, sem haídinn veröur 6. des. nk.
Tekið verður á móti gjöfum á skrifstofu Alþýðuflokksins,
Hverfisgötu 8-10, dagana 4-6 des. nk. frá kl. 9 árdegis til kl. 5
siðdegis.
SÖLUBÖRN ÓSKAST
Sölubörn óskast til þess að selja miða i Jólagjafahapp-
drættinu. Miðarnir verða afhentir á skrifstofu Alþýðu-
flokksins, 2. hæð I Alþýðuhúsinu, n.k. laugardag og sunnu-
dag frá kl. 1-4 e.h.
Góð sölulaun og SÖLUVERÐLAUN.
Föstudagur 30. nóvember 1973.