Alþýðublaðið - 30.11.1973, Blaðsíða 6
AF JÓLABÓKAMARKAÐI
Smygl á íslandi og
strið i Kongó
Smyglið er tvlmæla-
laust þjóðariþróttin segir
i nýútkominni bók Torfa
Halldórssonar, Torfa á
Þorsteini EE, og ber
þessi forvitnilega bók
hans heitið Bjóstbirta og
Náungakærleikur. Torfi
er kunnur afla-spila-og
gleðimaður, og greinir
hann frá ýmsu til sjós og
lands, beggja vegna rétt-
visinnar.
Til dæmis segir hann
hispurslaust frá
smyglinu, og á lýsing
hans á þvi fyrirbrigði lik-
lega enga hliöstæðu hér.
Bók þessi er I rauninni
áframhald á bók hans
Klárir i bátana, sem út
kom i fyrra, og hlaut
góðar undirtektir. Torfi
segir frá kynnum sinum
við fjölda manns, og lýsir
þeim og sjálfum sér. tjt-
gefandi er örn og
örlygur, og sendi útgáfan
blaðinu bókina fyrir
skömmu ásamt þrem
öðrum nýútkomnum
bókum þaðan.
Útvarpsmaöurinn
Páll Heiðar Jónsson gerir
fleira en að tala i út-
varpið, þvi örn og
örlygur gefa nú út bókina
Lifið er dýrt, eftir Charles
Kearv og Carel
Birkby, i þýöingu
Páls Heiðars.
Þetta er skáldsaga,
spunnin um striðið i
Kongó, og gerist þvi á
framandi slóðum. Leigu-
flugmenn lenda þar i
hverskyns ævintýrum i
lofti og frumskógum,
allt vegna þess að miklir
peningar eru i boði.
Fagurt kvenfólk lifgar
einnig upp á lesturinn.
Svaðilför til Sikileyjar,
eftir Colin Forbes, er
þriðja bók eftir þann
höfund, sem út kemur á
islensku. Þýðandi er
Björn Jónsson. Bókin
gerist i siðari heimstyrj-
öldinni, og greinir frá
fámennum hópi manna,
sem falið er að fremja
skemmdarverk að baki
viglinu óvinanna. Stöðugt
i skotmáli hefur áður
komið hér út eftir sama
höfund, og notið vinsælda.
Þá gefa örn og örlygur
út I geimfari til Goð-
heima, eftir Erich Von
Danikens, og mun vafa-
laust mörgum þykja sú
bók forvitnileg, þar sem
hún er eftir sama höfund
og Voru guðirnir geim-
farar, en sú bók kom hér
útl fyrra og vakti athygli.
Daniken er sjálf-
menntaður fornleifa-
fræðingur, og hikar ekki
við að koma fram með
nýjar og byltingar-
kenndar kenningar um
uppruna mannsins á jörð-
inni.
Hann heldur t.d. fram,
að leitin að týnda
hlekknum, stigsins milli
manns og apa, sé óþörf,
þar sem það stig hafi
aldrei verið til. Há-
þroskaverur utan úr
geimnum, hafi borist
hingað með geimfari ein-
hvern timann i árdaga, og
hafi þær jafnvel verið
þroskaðri en nútima-
maðurinn. Lengi má telja
upp frumlegar og at-
hyglisverðar hugmyndir
hans, en þær er að finna
I bókinni —
Saltkeimur og
baslið
við stóru fréttina
I fremstu viglinu eftir
Sven Hazel, er ein af sex
bókum sem Ægisútgáfan
sendi blaðinu fyrir
skömmu. óþarft er
lengur aö kynna strlösrit-
höfundin
Sven Hazel, þar sem
nokkrar bækur hans hafa
þegar komið út á
Islensku, en frægust og
fyrst þeirra var Hersveit
hinna fordæmdu, sem á
slnum tima vakti mikið
umtal og hneykslun.
Þrátt fyrir það hefur Sven
ekki tálgað blýant sinn og
skrifar jafnhárbeitt og
hressilega og fyrr.
Bækur Svens fá hvar-
vetna góða dóma erlendis
og sama er að segja hér,
og verður þessi bók engin
eftirbátur af erlendum
dómum að ráða.—•
Á brún hengiflugsins er
fimmta bók Morris L.
West, sem út kemur á
Islensku, og fjallar þessi
um ævintýranlegan feril
blaðamanns, sem er að
basla við að ná i stóru
fréttina sem á að verða
kóróna á lifsstarfinu.
West er orðinn kunnur
lesendum hér fyrir bækur
svo sem Málsvari
myrkrahöfðingjans, I
fótspor fiskimannsins, og
Babelsturninn, svo
eitthvað sé nefnt. Stór-
fréttin, sem blaðamaður-
inn er nú á eftir, er sann-
kölluð stórfrétt, enda er
um örlög heillar þjóðar að
ræöa, og þvi mörg ljón á
veginum.—
Enn ein bók i flokknum
Mennirnir i brúnni, er nú
komin út og kyrinir hún að
þessu sinni sex skipstjóra
á besta aldri. Þá Einar
Sigurðsson á Aðalbjörgu,
Gunnar Arason á Lofti
Baldvinssyni, Halldór
Brynjólfsson á Lómi,
Magnús Þórarinsson á
Bergþór, Marius
Héöinsson á Héðni, og
Tryggvi Gunnarsson á
Brettingi. Þetta er upp-
lögð bók fyrir þá sem
vilja kynnast sjó-
mönnum, og á bakhlið
bókarinnar segir að-
saltkeimur sé af hverri
slöu.
Afburðamenn og
örlagavaldar, heitir bók,
með æviþáttum tuttugu
mikilmenna sögunnar,
eða þeirra sem skópu
söguna. Þar er f jallað um
menn svo sem Konfúsius,
Sókrates, Múhameð,
Edison og fleiri.
Þetta er sigild sögubók,
og er hæfilegur
skammtur um hvert stór-
menni, sem gerir bókina
aðgengilegri fyrir hvern
sem er.
Draumar og Dulskyn,
er bók um dulrænt efni
sem Jósefina Njálsdóttir
hefur lifað, en hún er frá
Norðfirði á Ströndum.
Þorsteinn Matthiasson
tók saman og skráði.
Fremur litil og snotur
bók, en ef dæma má af
vinsældum dulræns les-
efnis hingaö til, verður
þessi bók ekki síður
vinsæl. Jósefina segir
m.a. frá mörgum merki-
legum draumum, sem
reynst hafa fyrirboðar
stórtiðinda. Þræðir
örlaganna, er nýjasta bók
Denise Robins, sem út
kemur á islensku, en
margar bækur hennar
hafa komið hér út áður.
Þetta er ástarsaga, eins
og flestar fyrri bækur
hennar, en á frummálinu
nefnist bókin Sweet
Cassandra. Bók þessi
hefur hlotið góða dóma
viöa erlendis, og þannig
stendur t.d. um þessa bók
I Evening News: Þú
verður ekki fyrir von-
brigðum, Denise Robins
vekur áhuga þinn strax á
fyrstu blaðsiðu,—
#Algerlega sjálfvirkur hnappagatasaumur. Talan er sett f fótinn og vélin
saumar sjálfvirkt rétta stærð af hnappagötum. # Þræðingarspor, allt frá
1/2 cm til 5 cm langt. # Sérstakur fótur fyrir köflótt efni. # Hraðastillir á
véiinni sjálfri. # Sjálfsmurð. # Sjálfvirk þræðing.
VERÐ 32.802,00
SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18 a, Domus, Lauga-
vegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS,
Ármúla 3 og kaupfélögin um iand allt.
Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar.
^ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFELAGA
SVéladeild
ARMULA 3 REYKJAVIK, SIMI 38900
kvennanna í kynjastríðinu
Hinn dýrlegi
móðurleikur.
„Konum er innprentað að það
sé dýrlegt að vera móðir. Að
hjónabandið verði farsælla með
börnum. Eiginkonur halda, að
mönnunum þeirra leiðistþærog
að börnin tengi þau traustari
böndum. Hugsanlega er rétta
ástæðan sú, að einu verurnar,
sem þær hafa löglegan rétt til að
ráða yfir, eru einmitt börnin.”
hættu að láta i té likami sina og
vinnu, myndu yfirráð karl-
manna hrynja i rúst innan viku.
En karlmönnunum hefur tekist
jálfunin vel.”
Þegar við vorum að fara
spurði ég ungfrú Meade, sem
var i hrifandi blússu, hvernig
hún vildi að ég færi með hana:
Hún svaraði:
„Ekki sem konu. Heldur eins
og karlmann. Eg vil vera með-
höndluð eins og
manneskja....”
Sem er eiginlega skaði, þvi
mér geðjaðist vel að
henni......
Þessi mynd var tekin á Concorde-torgi i Paris.
Hún er af nokkrum þekktustu fyrirsætum
Parisarborgar, sem sýna hér tiskuklæðnað
hausts og vetrar.
Hernaðarleyndarmál
Hitti fallega konu í
gær. Hún kveikti í síga-
rettunni minni og
heimtaði að fá að borga
fyrir sjússana.
Eini gallinn var, að
konan, sem var banda-
rísk, heitir Marion
Meade og segist vera
Rauðsokka, var í síð-
buxum og talaði ekki um
annað en „ Kvennahjal".
(Bitching)
Það er nafnið á bók hennar,
sem er nýbúið að gefa út i Bret-
landi eftir að hafa verið met-
sölubók i Bandarikjunum.
Að þvi er mér skilst, finnst
ungfrú Meade siðmenning okk-
ar hafa neytt miklum tak-
mörkunum upp á konuna, dæmt
hana til að vera annars flokks
borgari og hindrað frjálsleg
samskipti kynjanna. Þess
vegna verði hún að leika leiki
við karlmenn, og geti aðeins
sýnt raunverulegar tilfinningar,
þegar hún er með öðrum kon-
um.
Skilgreining hennar á kvenn-
hjali er þessi:
„Það er það, sem konur segja
við aðrar konur, þegar menn
eru hvergi nærri.
Mér hefur oft komið til hugar,
að ef karlmenn gætu aðeins
hlerað tal kvenna, myndu þeir
rjúka út til að sækja um per-
sónuleikaflutning.”
Og leikir þeirra eru ekki
fyndnir, heldur alvarleg
hernaðartækni i „kynjapólitik,
sem er hvorki meira né minna
en lifsnauðsynleg til að verða
ekki undir."
þannig úr grasi. Þær verða
alltaf að þóknast kærustum sin-
um, eiginmönnum, vinum og
húsbændum”.
Brosleikurinn
„Kona verður alltaf að brosa.
Það kennir móðir hennar henni
strax i bernsku. Jafnvel þó hún
ségróflega móðguðmá hún ekki
missa brosið. Þess vegna halda
karlmenn alltaf að við séum svo
hamingjusamar.”
Nöldurleikurinn
„Það er nokkuð, sem bæði
karlar og konur leika, en er að-
eins tileinkað konum. Nöldrið á
að fjalla um smámuni, en i raun
og veru lýsir það viðbjóði kon-
unnar á þvi að vera einkaþjónn
mannsins sins, þurfa að stjana
við hann eins og smábarn og þvo
nærfötin hans.”
Þegiðu-og-krosslegðu-
fæturna-leikurinn.
,,Frá þvi að litil telpa stigur
fyrstu skrefin er móðir hennar
alltaf að siða hana til og segja
henni hvernig hún á að hafa
fæturna. „Dama” hefur þá
krosslagða. Og konur mega ekki
hafa sjálfstæða skoðun — þær
eiga að hlusta. Röddin á að vera
mjúk og athugasemdirnar stutt-
ar. Hin fullkomna kona er mál-
laus.”
Jómfrúarleikurinn.
„Meydómur var verðmæt
eign, sem konur gátu beitt til að
geta gert sem bestan hjóna-
bandssamning. Þó hún sæti uppi
með mann, sem var kynferðis-
lega eins og álfur út úr hól, þá
voru reikningarnir alla vega
borgaðir.
Nú á dögum skiptir konan á
meydómnum fyrir eins og einn
hamborgara, en hún hefur ekki
verið alin upp til að hafa til-
viljunarkennt kynlif eins og
maðurinn.”
Undirgefin
Ungfrú Meade lét einnig i té
stutt yfirlit yfir kvennaleiki, til
að upplýsa og leiðbeina forhert-
um karlpeningnum:
Bara-að-létta-undir-
með-þér-leikurinn.
„Eiginmaður fellir sig ekki
við konu, sem vinnur úti. Ekki
sist ef hún vinnur sér inn meiri
pening en hann. En hvort sem
hún þénar 500 pund eða 5.000
pund er vinna það eina, sem
getur frelsað hana. Það getur
hún ekki viðurkennt, svo hún
verður að segjast vera að vinna
„bara til að létta undir með
heimilinu.”
Að-þykjast-heimsk-
leikurinn.
„Flestir karlmenn eru skit-
hræddir við gáfaðar konur. Þvi
verður konan að fela greind
sina, þrátt fyrir það að konur
eru, ef á heildina er litið,
greindari en karlmenn.
Kona gæti haft doktorsgráðu,
og þó að maðurinn hennar
grobbi kannski af henni, þá
ætlast hann til þess að hún haldi
sig heima með svuntu á magan-
um.”
Ungfrú Meade er sjálf 39 ára
gömul, fráskilin og á fimm ára
gamla dóttur. Hún ræddi við
fjölda kvenna, áður en húnskr-
ifaði bók sína. Konurnar, sem
hún talaði við, voru úr öllum
stéttum og á öllum aldri.
„Ég reyndi að eyðileggja
þjóðsöguna um, að konur séu
ekkert beiskar út i karlmenn.
En kvennahjal er grafalvarleg
tjáning á þvi, að þær gera sér
grein fyrir þvi, að karlmaðurinn
er óvinur þeirra.”
Hrífandi
„Ef konur um viða veröld
Engin verðlaun
en Diana Ross
stóð sig vel
Söngkonan kunna, Diana
Ross, sem hóf feril sinn I trfóinu
The Supremes, leikur nú titil-
hlutverkiö I kvikmyndinni uiri
bluessöngkonuna heimsfrægu,
Billie Holiday — Lady sings the
Biues —. i kvikmyndinni syngur
tun alla sÖmu söngva og út hafa
komið á breiösklfu meö sama
titli.
Kvikmyndin var sýnd á k'vik-
myndahátiöinni i Cannes I sum-
ar, en þar kom Diana Ross fram
meðhætti.sem minnti á dýrðar-
daga kvikmyndastjarnanna hér
fyrr á timum. Hún kom til sýn-
ingarsalarins iklædd kjól með
sniði eins og tiökaöist á dögum
Biliie Holiday og hún haföi
meira að segja krækt sér I bil
frá sama tima. Kvikmynda-
dómendurnir urðu ekkert sér-
lega hrifnir af tiltækinu —
a.m.k. fengu Diana Ross og
kvikmynd hennar engin verð-
laun. En Diana fékk þó svo
mörg hrósyrði fyrir leik sinn i
myndinni, að það kom öllum á
óvænt. Þetta er jú I fyrsta sinn,
sem hún lék I kvikmynd.
t rauninni er þaö Diana Ross,
sem heldur myndinni uppi Að
sögn er söguþráðurinn sætsúpu-
þunn og væmin dýrkun og fölsun
á raunverulegri ævi Billie Holi-
day. Þvi hefur myndin fengið
misjafnar viötökur.
En Diana Ross hefur samt
fulla ástæðu til þess að vera
ánægö. Hún er ekki aðeins mikil
söngkona, heldur einnig mikil
leikkona.
Haustklæðnaður á
Concorde-torgi
Smástelpuleikurinn:
„A meðan telpur eru mjög
ungar, er þeim kennt að vera
„litlar elskur”. Þær verða að
vera þægar og auðsveipar við
pabba sinn. Sumar konum vaxa
# HLUTVERKASKIPTI
Eín ég sit
#g sauma
Einu sinni áttu þessi orS rétt á sér. En ekki lengur.
Þú ert ekki ein með nýju SINGER saumavélina við
höndina, SINGER 760, fullkomnari en nokkru sinni
fyrr.
KVENNAHJAL
Enginflögnuð húð
Það er einkennilegt,
hvað islenskar konur
sjá alltaf eftir pening-
um i snyrtivörur. Og
þar á ég við húð-
næringu, andlitsvötn,
andlitsbakstra og
rakakrem.
Það er meira gaman
að kaupa krukku af
undirlagskremi eða
dýra púðurdós, en það
er aðeins peninga-
eyðsla ef húðin er ekki
slétt og hrein.
Engar snyrtivörur
hylja vanrækta húð, og
ef það þarf að lagfæra
þina fyrir jólin, þá
skaltu byrja strax.
Fýrst þarf að gera
sér grein fyrir tegund
húðarinnar, svo hægt
sé að vinna skipulega
að fegrun.
Viðkvæm.
Viðkvæm húð er með litlu vatns
og fitumagni. Hún virðist við-
kvæm og fingerð, með allt aö
þvi ósýnilegum svitaholum. Slik
húð flagnar auðveldlega.
Snyrtivörur fyrir þessa húð
verða að vera hreinar og mega
ekki valda neinu ofnæmi. T.d.
eins og þær, sem eru gerðar
eftir sænsku formúlunni frá
Max Factor eða frá Clinique og
Almay.
Eötileg húð, sem hættir til að
verða þurr, er lika finkorna.
Hún hefur tilhneigingu til að
verða snemma hrukkótt og er
allt að þvi gljáalaus. Notið
snyrtivörur frá Yardley, Rubin-
stein eða Princess Calizine og
vínandalaust andlitsvatn.
Mjög þurr húð þarf sérstaka
umhirðu. Hún verður gjarna
hrukkótt og flekkótt, og virðist
gjarna mislit.
Notið mikið rakakrem á dag-
inn og feita, vitaminbætta húð-
næringu á nóttinni. Hreinsið
með Extra Dry Moisturising
Cleanser frá Revlon eða Milk
and Honey Cleanser frá Cyclax.
Eðlileg húð með feitum svæð-
um (haka, enni,hliðar nefsins)
hefur grófar svitaholur og er
stundum þurr á kinnbeinunum.
Meðhöndlið feitu svæöin sér-
staklega með þar til gerðum
snyrtivörum (reynið „Skin
Balance” frá Helena Rubin-
stein). A ytri þurru svæðin
skulið þið nota snyrtivörur fyrir
þurra húð.
Mjög feit húðfær gjarna bólur
og filapensla, og er oft, þó ein-
kennilegt megi virðast, þurr á
yfirþorðinu.
Krem og hósjónir frá Rubin
stein, Innoxa, Cyclax og Arden
eru sérstaklega gerð til að
draga úr fitunni og meðhöndla
þau vandamál, sem hún hefur i
för með sér.
Eðlilega húðþarf að hreinsa,
bera á andlitsvatn og nærandi
krem til að hún haldist þannig.
Biba, Mary Quant, Vichy og öll
hin merkin, hafa mikið úrval af
snyrtivörum fyrir þessa tegund
húðar.
John Milton sagði einu sinni:
„Fegurðin er gull náttúrunnar,
og að henni má ekki sitja einn.”
Og allt sem til þarf er u.þ.b. 10
minútur kvölds og morgna með
réttum snyrtivörum til að sjá
hvað Milton hafði rétt fyrir sér.
□ Það tekur aðeins 20 mín á dagað halda óskertri fegurð á veturna
□ EFTIR PAUL DACRE
0
Föstudagur 30. nóvember 1973.
Föstudagur 30. nóvember 1973.