Alþýðublaðið - 30.11.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.11.1973, Blaðsíða 11
Svlar voru haröir i vörninni, á þvi fengu þeir GIsli og Björgvin aö kenna, eins og myndin sýnir. AB—myndir: Friöþjófur. Seinni leikurinn gegn Svíum Loks markvarsla — en samt... Hroöaleg mistök Islensku varnarinnar kostuöu jafntefii i landsleiknum við Svia i gær- kvöld. Staðan var 12:12, og Svi- ar sóttu á lokasekúndunum. Sending misheppnaðist og knötturinn var á leið út af vell- inum. islensku ieikmennirnir hlupu allir til og ætluðu aö varpa inn. En viti menn, „gamla kempan” Lenart Eriksson kom ailt i einu á fljúgandi ferö, náöi knettinum áöur en hann fór út- af, brunaði framhjá staöri vörn landans I horninu vinstra megin og skoraði óverjandi framhjá Ólafi Benediktssyni. Sviar höföu unnið, 13:12, og cnn máttum við naga handabökin yfir þvl aö hafa tapaö fyrir lélegu sænsku landsliöi. Það hefði svo sannar- lega verið gaman hefði Ólafur varið skot Eriksson i lokin, það hefði orðið kórónan á frábæra markvörslu hans allan leikinn út i gegn. Hann var sannarlega maður dagsins, og er mér til efs að islenskur hafi i annan tíma varið svo vel I landsleik. Ef eitthvað var, þá haföi sænska liðinu farið aftur frá þvi það var hér i fyrri viku. Það Dðnsku draumasængumar Terylene-fylling. Falla ekki saman. Hindra ekki útgufun. Þola vélaþvott. Taka ekki raka. Margir litir og mynstur. Sængurverð kr. 2875 — 4500 — 5800 — 6000. Koddar verð kr. 1570. Ungbarnasængur kr. 1850. Ungbarnakoddar kr. 610. SÆNGURVERAEFNI í FJÖLBREYTTU ÚRVALI: Opið til kl. 10 Vörumarkaðurinnhf. ÁRMÚLA 1A, SIMI 8 6112, REYKJAVÍK. 86113 sem bjargaði Sviunum hrein- lega var afturkoma Lennarts Erikssons i liðið. Hann var i al- gjörum sérflokki, ásamt mark- verðinum Lars Karlsson. Hann byggði upp spil Svianna og skor- aði flest mörk þeirra, á sinn ró- lega og lúmska hátt. Hann hefur lika reynslu sem fáir aðrir gátu státað sig af, 110 landsleiki. Reynslan kom honum að gagni þegar hann lék á islensku vörn- ina i lokin. Já það er vissulega sárgræti- legt að þurfa að tapa fyrir Svi- unum nú, og óheppni okkar ein- stök að i bæði skiptin skyldi vanta tvo okkar bestu menn, Geir Hallsteinsson og Ólaf Jóns- son. Með þá i liðinu, hefðum við unnið leikinn með fimm marka mun. Eins og i fyrri leiknum var landslið okkar ekki sannfær- andi. Ólafur markvörður var þar i sérflokki, var i markinu allan timann og varði 19 skot, þar af 11 linuskot, 7 langskot og eitt vitakast. Þetta er stórkost- Iegur árangur. Þá átti Gisli Blöndal nokkuð gott „come back”, og Viðar var allt annar maður frá fyrri leiknum. Axel skaut mikið, en nýting hans var ekki góö. Agúst Svavarsson var sama og ekkert notaður. Linu- mennirnir brugðust, einkum þeir Gunnsteinn og Björgvin. Má Gunnsteinn fara að vara sig, landsliðssætið fer að verða valt ef hann tekur sig ekki á. Hörður Sigmarsson var litið áberandi, sömuleiðis Auðunn, sem virtist meiddur. Sigurbergur var drjúgur i vörn, og Vilberg kom þokkalega út úr sinum fyrsta leik. t heild var vörnin þokka- leg, enda ekki dónalegt að hafa mann eins og Ólaf að baki sér. Mörk tslands: Axel 5 (2 viti), Viðar 4, Gisli 3. Hjá Svium var Lennart Eriks- son i sérflokki útileikmannanna með sex mörk. Þá var Larsson markvörður mjög góður, og Bo Andersson (nr. 3) vakti athygli fyrir góða boltameðferð. Ann- ars er lið Svianna i heild greini- lega það slakasta sem þeir hafa teflt fram lengi. t heiid gekk leikurinn þannig fyrir sig, að tsland komst i 4:0, enda frammistaða Svianna þannig fyrstu minúturnar slik, að helst hefði mátt halda að þeir hefðu drukkið allar bjórbirgðir USA. Þeirra fyrsta mark kom ekki fyrr en á 14. min. En þvi miður tókst ekki að nýta þessa góðu byrjun. t hálfleik var stað- an 7:6, en Sviar höfðu yfirleitt frumkvæðið i s.h. Og hvilik von- brigði að ná ekki einu sinni jafn- tefli. Dómarar voru frá Vestur- Þýskalandi, og dæmdu þeir yfirleitt mjög vel. Hefðu dómar- ar okkar ýmislegt mátt af þeim læra, frekar en dönsku klaufun- um, sem voru hér um daginn. SS Gunnsteinn stekkur inn I horninu, en skot hans var variö I þetta sinn. Iþróttir AAALFOT Aldrei fallegri efni en nú Úrvals klæðskerar Einnig LAGERFÖT llltinta KJÖRGARÐI Föstudagur 30. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.