Alþýðublaðið - 07.12.1973, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.12.1973, Síða 5
Aiþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður w • • Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sfmi 86660. Blaðaprent hf. r FJARLOGIN KOMIN I STRAND FRÁ HLÞIHGI Skipulagsmál verði tekin fastari tökum Nú hlýtur að fara að koma að því, að f járlögin verði tekin til annarrar umræðu á alþingi. Fyrsta vika desembermánaðar er á enda runnin og mjög farið að styttast í það, að þingmenn fari í sitt jóla- leyfi. Það er því ekki langur tími til stefnu, ef rikisstjórnin ætlar að láta Ijúka afgreiðslu fjárlaga á tilsettum tíma. En það er nú orðið hægara um að tala fyrir hana en i að komast. i efnahags- og skattamálum hefur rikis- stjórnin ekki lengur þing- meirihluta i báðum deild- um og þurfi hún eitthvað að fingra skattalögin til með skattahækkanir fyr- ir augum, eins og hún hefur þegar lagt til að gert verði á fjárlaga- frumvarpi sinu, þá falla slikar tillögur á jöfnum atkvæðum í neðri deild alþingis. Hvorugur st jórnara ndstöðu f lokk- anna mun styðja ríkis- stjórnina við að fram- kvæma skattahækkanir. Bjarni Guðnason hefur lýst þvi yfir, að það ætli hann ekki heldur að gera. Og þar með er þingmeiri- hluti stjórnarinnar í neðri deild brostinn. Verði allt með eðlileg- um hætti, þá mun fjár- lagafrumvarpið væntan- lega verða tekið til ann- arrar umræðu á alþingi einhver tima í næstu viku. Þá hefur f járveitinga- nefnd lokið athugun sinni á f jallháum bunka af um- sóknum um nýjar og hækkaðar f járveitingar til ýmissa verkefna og þá verða hin einstöku ráðu- neyti einnig búin að koma á framfæri við nefndina fjölmörgum beiðnum um aukið fé úr rikissjóði, sem ekki voru teknar með i f járlagaf rumvarpið í fyrstu gerð þess. Eins og alltaf áður mun þvi hafa orðið við aðra fjárlaga- umræðuna mikil hækkun á útgjöldum ríkissjóðs frá þvi fjárlagafrum- varpið fyrst kom fram. Sú hækkun á útgjöldum mun sennilega skipta milljörðum króna. Og hvernig á að mæta þeim viðbótarútgjöldum? Þeirri tveggja söluskatts- stiga hækkun, sem ríkis- stjórnin lagðí til að gerð yrði i fyrstu gerð fjár- lagafrumvarpsins, var aðeins ætlað að mæta þeirri útgjaldaaukningu frá yfirstandandi ári, sem þar var ráðgerð. Svo koma ný útgjöld upp á hundruð milljóna þar til viðbótar. Hvernig á að kosta þau? Þeirri spurn- ingu verður ríkisstjórnin að svara og þeirri spurn- ingu getur ríkisstjórnin ekki svarað, þvi hún hef- ur ekki einu sinni þing- meirihluta fyrir þeirri skattahækkun, sem hún lagði til í haust. Ríksstjórnin er því í rauninni komin í strand með fjárlögin. Hún getur ekki afgreitt þau. Meiri- hluti hennar á alþingi er búinn að vera. Með skattapólitik sinni hefur hún sjálf sprengt sinn eigin þingmeirihluta og sama máli gegnir sjálf- sagt um þann meirihluta- stuðning þjóðárinnar, sem ríkisstjórnarflokk- arnir hlutu í siðustu þing- kosningum. öllum laun- þegum er löngu farið að ofbjóða stjórnleysi rikis- stjórnarinnar á efna- hagsmálunum, óðaverð- bólgan, sem leikur laus- um hala undir handar- jaðri hennar, og skattpin- ingin, sem er rökrétt af- leiðing óstjórnarinnar. Og hvaða menn vilja standa með ríkisstjórn- inni að enn frekari skattahækkunum? Hvaða menn vilja standa að þvi að kaupa þessari ráð- lausu rikisstjórn lengra lif með þvi að bæta enn við skattaklyf jarnar, sem eru að sliga launþegana i landinu? Ríkisstjórnar- flokkarnir vilja kaupa ráðherrastó la na því verði. En hvorki verka- lýðshreyfingin né þeir sönnu verkalýðssinnar i landinu, sem vilja láta hagsmuni þjóðarinnar hafa forgang, en ekki stólana í stjórnarráðinu. í fyrradag mælti Stefán Gunnlaugs- son, alþm., fyrir frumvarpi, er hann flytur á- samt 5 öðrum þingmönnum um breytingu á skipulagslögunum. Breytingin, sem þeir leggja til, er á þá lund, að framlög rikissjóðs til framkvæmda skipulagsmála verði hækkað frá þvi, sem nú er — upp i helming skipulagsgjalda ibúa sveitarfélaganna fyrir liðið ár. Er frumvarpið flutt að beiðni stjórnar Sambands isl. sveitarfé- laga. I ræðu sinni sagöi Stefán Gunn- laugsson m.a. á þessa leið: „Yfirstjórn skipulagsmála á skipulagsskyldum stöðum er i höndum skipulagsstjórnar rikis- ins. Sú stofnun hefur á aö skipa sjö manna föstu starfsliöi, sem hefur með höndum gerð skipulags og endurskoðun á um það bil 100 stööum. Það liggur i augum uppi, að þetta fámenna starfslið er ger- samlega yfirhlaðið störfum. Skipulagsstjórn rikisins hefur margsinnis lýst sig fylgjandi þvi, aö sveitarfélögin fái að hafa meiri veg og vanda af skipulagningu en verið hefur. Ýmis sveitarfélög hafa óskað eftir að fá slika heim- ild og hún verið veitt i nokkrum tilvikum. 1 þessu sambandi má geta þess, að Reykjavikurborg hefur farið með sin skipulagsmál sjálf og að mestu leyti á eigin kostnað, en i náinni samvinnu við skipulagsstjórn og áður við skipu- lagsnefnd rikisins. Það virðist æskilegt og eðlilegt i alla staði, að að þvi verði stefnt, að fleiri aðilar en til þessa verði virkir aðilar i skipulagsstarfinu. A ég þar við sveitarfélögin, aö þau geti annast þessi mál hvert fyrir sig, eftir þvi sem þau sjálf kjósa og hafa aðstööu til, en þó aö sjálfsögðu i samvinnu og sam- starfi við skipulagsstjórn rikisins. Þá er einnig hægt að hugsa sér, aö heppilegt gæti verið að lands- hlutasamtök sveitarfélaga tækju að sér með timanum skipulags- störf, en bent hefur verið á, að mikla nauðsyn beri til þess að skapa tæknimenntuðum mönnum starfsskilyrði úti um land”. Þetta frumvarp, sem hér er til umræðu, miöar að þvi, að unnt verði að taka skipulagsmál sveit- arfélaga fastari og ákveðnari tök- um, með þvi að auka fjármagn til þeirra hluta, en það er nauðsyn- legt, ef þessi mál eiga að geta komist I það horf, að viðunandi geti talist. Það ber brýna nauðsyn til þess, að rikisvaldið sinni skipulagsmálum meir en verið hefur og veiti framvegis nokkurt fé til þeirra. Þá á rikisvaldið að gjalda þá skuld,sem segja má, að stofnast hafi vegna þess, að það hefur áratugum saman tekið til almennra þarfa sinna fé, sem beinlinis var ætlað til skipulags- mála. Ég vil vekja sérstaka athygli á þvi, að augu manna eru I vaxandi mæli að opnast fyrir knýjandi nauðsyn þess, að skipulagsmál- unum verði meira sinnt en hingað til, og að sveitarfélögin sjálf hafi meiri itök um þau efni en verið hefur til þessa. Frumvarp okkar gerir ráð fyrir, að sú leið verði farin til lausnar vandamálum sveitarfé- laga i skipulagsmálum, að þvi er varðar fjáröflun i þvi skyni, að auk skipulagsgjaldsins sem er 3% af brunabótaverði nýbygginga, og renni óskipt til þeirra mála, greiði rikissjóður árlega til fram- kvæmda skipulagsmála eigi lægri fjárhæð en nemur helmingi skipulagsgjalda liðins árs. Þessi leið virðist eðlileg eins og málum er háttað”. ÞEIR FENGU SER- STÖK BOÐ UAA AÐ MÆTA OG TALA. HVAÐ VILJA ÞEIR GERA? GYLFI Þ. GISLASON SKÝRIR FRÁ ÞVÍ SEM ALÞÝÐUFLOKKSMENN HAFA LAGT TIL AÐ GERA EIGI ALMENN LAUN VERÐI SKATTFRJÁLS MEDALFJOLSKYLDAN MEÐ MILLJÓN SKATTFRJÁLSA - EN EYÐSLANSKATTLÖGÐ í STAÐINN ÞETTA ER KJARNINN ( TILLÖGUM ALÞÝÐUFLOKKSINSUM ALGERA KERFISBREYTINGU í SKATTAMÁLUM EN HVAD VILJA HINIR STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR GERA? ÞAU SVÖR VILJUM VIÐ FÁ FRAM Á ALMENNUM BORGARAFUNDI UM ÓÐAVERÐ- BÓLGU OG SKATTAMÁL, SEM HALDINN VERÐUR í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU N.K. SUNNUDAG KL. 2 OG HVAÐ VILT ÞÚSJALFUR. EINNIG ÞIN VIÐHORF GETA KOMIÐ FRAM, ÞVÍ FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. ALÞYÐUFLOKKURINN Föstudagur 7. desember 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.