Alþýðublaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.12.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjómarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Simi 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. OLÍUKREPPAN OG ÍSLAND Það er undarlegt, hversu litla grein ráðamenn og almenningur á íslandi virðast gera sér fyrir áhrifum oliukreppunnar á daglegt lif manna i okkar landi. Svo virðist vera, sem menn séu næsta áhyggjulitlir um þessi mál og liti á oliu- kreppuna, sem eitthvað, er sé okkur næsta fjar- lægt og varði fyrst og fremst aðrar þjóðir. En þvi er aldeilis ekki að heilsa. Bein og óbein áhrif oliukreppunnar eiga eftir að bitna á okkur Is- lendingum með miklum þunga og við þurfum að gera sem allra fyrst ráðstafanir til þess að reyna að draga úr þessum áhrifum sem mest við megum. Það er nefnilega mesti misskilningur, að hér sé aðeins um að ræða skort á bensini og olium, sem bitni siður á okkur en öðrum vegna þess, að við eigum tryggð oliukaup frá Rússum. Jafnvel þótt sé samningur veiti okkur töluverða vörn nema oliuinnkaupin frá Rússlandi ekki nema u.þ.b. 80% þarfar okkar fyrir oliuvörur og þau 20%, sem eftir standa, er meira magn en svo, að við þurfum ekki að hafa af þvi áhyggjur. En oliukreppan kemur auk þess fram með mörgum öðrum hætti en t.d. i skorti á olium og bensini. Úr oliu eru nefnilega unnin fjölmörg gerviefni, sem orðin eru snar þáttur i daglegu lifi okkar. Þar má nefna nælon- og plastvörur til aðskiljanlegustu nota, gúmmi, gerviefni, sem höfð eru til iblöndunar i fataefni og vefnaðar- vöru og fjölmargt þvi likt. Búsáhöld okkar mörg hver, málningin, sem við notum, fötin, sem við göngum i ,farartækin, sem flytja okkur úr stað, heimilistæki okkar og flutningatæki, veiðarfær- in, sem fiskimenn okkar nota til þess að afla þjóðinni tekna — allar þessar vörur og fjöl- margar aðrar eru að meira eða minna leyti gerðar úr gerviefnum, sem að miklu leyti eru unnin úr oliu og afgangsefnum, sem myndast við oliuhreinsun. Og oliukreppan úti i heimi hef- ur bæði valdið skorti á þessum nauðsynlegu gerviefnum svo sem eins og næloni og öðru sliku efni til veiðarfæragerðar og mikilli verðhækkun á þeim og auðvitað hlýtur það að koma niður á okkur íslendingum sem öðrum. Það er t.d. langt i frá vist, að okkur takist að tryggja okkur kaup á veiðarfærum fyrir fiskiskipaflota okkar er- lendis — margt bendir raunar til þess, að svo verði ekki — og hvar stöndum við þá? Oliukreppan, sem færist i vöxt með degi hverjum, er þvi ekkert fjarlægt vandamál fyrir okkur íslendinga. Hún hefur ekki aðeins orku- skort i för með sér, heldur einnig skort á ýmsum bráðnauðsynlegum efnum, sem orðin eru snar þáttur i daglegu lifi okkar, mikilli verðhækkun á þeim og allmennri stór-verðhækkun á iðnaðar- vörum. Að þessu ættu menn á íslandi að hyggja. Brýna nauðsyn ber til þess, að við reynum eftir mætti að létta sem mest af okkur þeim vanda, sem oliukreppan hefur skapað m.a. með þvi að hefjast þegar handa um stórvirkjunarfram- kvæmdir á jarðhita og vatnsorku eins og þing- menn Alþýðuflokksins hafa lagt til svo dregið verði úr oliuþörfinni. En orkuskorturinn er ekki eina vandamálið. Fjölmörg önnur fylgja i kjöl- farið og við íslendingar ættum að gera okkur grein fyrir þeim i tæka tið. |alþýðu| 1] FRÁ ALÞINGI Sambvlisfólkið verði ekki látið líða fvrir skuldarana Þriöjudaginn 4. desember sl. fylgdi Eggert G. Þorsteinsson úr hlaöi i sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur um athugun á breytingu á fasteignamatslögum og lögum um sambýli i fjölbýlishúsum. Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni aö láta athuga um breytingu á fasteignamatslög- um og lögum um sambýli i fjöl- býlishúsum, er feli i sér eftirfar- andi breytingar frá gildandi lögum: 1) að unnt verði aö meta hverja ibúð sem sérstaka ein- ingu, en nafn hússins eða núm- er, ásamt lóöareiningu, ekki eitt látið ráða án tillits til þess, hve margar ibúðir eru byggðar á söniu lóð: 2 að tryggja, að i sambýlis- húsum verði ekki aðrar Ibúðir auglýstar til uppboðs eöa aðfar- ar vegna vangoldinna gjalda en þær, sem i skuld cru hverju sinni”. t framsögu með tillögunni sagði Eggert G. Þorsteinsson: „Tillaga sú til þingsályktun- ar, sem ég hef hér leyft mér að flytja, er ekki mikil að vöxtum, en snertir hins vegar við mjög flóknu vandamáli. Við hina öru framþróun i byggingu ibúðar- húsnæðis hér á landi sem ann- ars staðar hafa nánast i sama mæli aukist vandamál bæjar- og sveitarfélaga með útvegun byggingarlóða. Þessum vandá hafa bæjarfélög, a.m.k. á þétt- býlli stöðum, reynt að mæta með aukinni byggingu sambýl- is- og fjölbýlishúsa. Þetta breytta fyrirkomulag veldur svo aftur þvi, að margar ibúðir byggðar á sömu lóð við sama húsnúmer eða nafn, komast oft i allóþægilega samábyrgð um ýmsa hluti. Reglan allir fyrir einn og einn fyrir alla verður oft að gilda i sliku sambýli, svo sem með sameiginlegt viðhald slikra húsa_ utan húss og i sameigin- legum afnotum innanhúss. Það, sem þó hefur komið verst við fólk i þessum húsum, er sam- ábyrgðin um greiðslu opinberra gjalda af eignunum. Þess munu dæmi, að hjá öllum eigendum i 6-8 ibúða stigahúsi, sem hefur eitt götunúmer, hefur verið aug- lýst uppboð vegna ógreiddra fasteignagjalda af aðeins einni ibúð. Að vonum þykir mörgum illt að búa við slik lög eöa regl- ur, og af þeim ástæðum er til- lagan flutt um endurskoðun þeirra. t slikum tilfellum, sem tillag- an fjallar um, og um aöför að veði hefur verið að ræöa, þá mun gangur mála oft hafa verið sá, að meðeigendur þess, sem i skuld stendur, hafa innt greiðsl- una af hendi og siðan reynt að innheimta skuldina aftur hjá viðkomandi ibúðareiganda. All- TILLAGA EGGERTS UM AFNÁM GAGN- KVÆMRAR ÁBYRGÐAR IBÚÐAR- ElGENDA í BLOKKUM ir þessir vafningar og óþægindi bjóða þeirri hættu heim, að um óþarfa árekstra gæti veriö aö ræða. Persónulega hef ég reynt aö afla upplýsinga um, hver sé hin lagalega ástæða fyrir þess- ari framkvæmd og svörin, sem ég hef fengið, eru þau, að á- kvæði i fasteignamatslögum og i lögum um sambýli i fjölbýlis- húsum kveði á um, að fram- kvæmd laganna skuli vera þessi, sem ég hef áður lýst. Siðan ég flutti þessa þings- ályktunartillögu mina, en nú er liðinn alllangur timi siðan, þá hefur stjórn Húseigendafélags Reykjavikur sent Alþingi erindi um álit sitt i þessum efnum, og vil ég með leyfi hæstv. forseta mega lesa það upp. Það er ekki það, langt mál: „Stjórn Húseigendafélags Reykjavikur vill hér með láta i ljós stuðning við framkomna þingsályktunartillögu Eggerts G. Þorsteinssonar alþm. um at- hugun á breytingu á fasteigna- matslögum og lögum um sam- býli i fjölbýlishúsum. Svo sem oft hefur áður komið fram, m.a. i ályktun aðalfundar Húseig- endafélags Reykjavikur frá 1971, verður að telja, að inn- heimtufyrirkomulag fasteigna- gjalda i fjölbýlishúsum sé mjög ósanngjarnt. Rikjandi fyrir- komulag er á þann veg að hætta að auglýsa til uppboðs eignir skuldlausra skilamanna vegna vanskila og óreiðu annars ibúðareiganda i sama húsi. Stjórn Húseigandafélags Reykjavikur hefur itrekað rætt þetta mál og gert ályktanir um það. Sbr. ályktanir aðalfundar Húseigendafélagsins frá 1971 svohljóðandi: „Aðalfundur Húseigendafé- lags Reykjavikur telur, að sér- greina eigi fasteignamat i hvern húshluta, sem þinglýstur er sér- eigandi að og sé þá gjaldstofn til skattaálagningar en ekki húseignin öll ósundurgreind svo sem nú er. Gjaldheimtan i Reykjavik gefur þá út fast- eignaseðla i samræmi við þá skiptingu. Stjórn Húseigendafé- lags lætur i ljós ánægju yfir þvi, að málið skuli nú loks hafa verið tekið upp hjá hinu virðulega Al- þingi og væntir þess, að þings- ályktunartillagan verði sam- þykkt, svo að fljótlega megi vænta þeirra breytinga á lögum um sameign i fjölbýlishúsum og lögum um fasteignamatið, sem i þingsályktunartillögunni grein- ir”. Þetta er erindi Húseigendafé- lagsins til Alþingis vegna þess- arar þingsályktunartillögu. Til viðbótar þessu vildi ég segja aðeins örfá orð. Það er einnig aö fróðustu manna yfir- sýn ekki talið útilokað að breyta þurfi fleiri lagabálkum en hér hafa verið nefndir, og það er ástæðan til þess, að málið er flutt i formi þingsályktunartil- lögu. Ég tel, að það sé litt fram- bærilegt að gera snöggsoðna breytingu á þessum tveimur veigamiklu lagabálkum, án þess að fram hafi farið á þvi vandleg athugun allra þeirra, sem gerst til þekkja”. Að lokinni framsöguræðú Eggerts var tillögunni siðan vis- að til allsherjarnefndar samein- aðs þings. SKRIFSTOFUSTÚLKA Alþýðuflokkurinn óskar að ráða skrifstofu- stúlku. Góð vélritunarkunnátta er áskilin, en auk þess þurfa umsækjendur að geta unnið sjálfstætt að talsverðu leyti. Launakjör sam- kvæmt samkomulagi. Nánari upplýsingar veitir Sighvatur Björg- vinsson i síma 1-50-20 fyrir hádegi næstu daga. Alþýðuf lokkurinn FLOKKSSTARFIÐ KJARAMALIN Launþegaráð Alþýðuflokksfélags Reykjavík- ur minnir á fundinn um kjara- og samningamál i Ingólfscafé kl. 20.30 i kvöid. Frummælendur verða Karl Steinar Guðnason og Þórunn Valdimarsdóttir. Launþegaráðsfólk fjölmennið! Stjórnin VIÐTALSTÍMAR í R.VÍK Alþýðuf lokksfélag Reykjavíkur minnir á við- tölin við framámenn Alþýðuflokksins á hverj- um laugardegi frá kl. 11—12 f.h. Næsta laugardag verður til viðtals INGVAR ÁSMUNDSSON, varaborgarfulltrúi í Reykja- vík. Viðtölin eru á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10, simi 1-50-20. Miðvikudagur 12. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.