Alþýðublaðið - 12.12.1973, Síða 11

Alþýðublaðið - 12.12.1973, Síða 11
■■■■■■■■■ íþróttir Myndin er frá leik Vestur- og Austur-Þjóðverja, og sýnir Peter Bucher skora fyrir Vestur-Þjóðverja, en tvo af bestu mönnum þeirra austan múrsins verjast, Rost og Lakenmacker. i gærkvöld mættum við Austur-Þjóðverjum, en við mætum Vestur-Þjóðverj- um i lokakeppni HM i feb—mars. ísland — A-Þýskaland Hörmungarúrslit 35:14 islenska landsliðið tapaði stórt fyrir þvi austur-þýska í gær- kvöldi í hraðmótinu I Rostock. Lokatölurnar 35:14, stórtap is- lenska liðsins. Staðan i hálfleik var 15:6. Þessi úrslit gefa visbend- ingu um, að staða okkar i handknattleiknum sé orðin heldur aum- leg. Svo virðist sem dómarar leiksins hafi leyft ýmislegt sem okkar mönnum kom á óvart, i það minnsta var Auðunn Óskarsson eini leikmaðurinn, sem virkilega baröist á hæl og hnakka, og var besti maður liðsins. Sóknin var þokkaleg, vörnin slök og markvarslan á núllpunkti, sögðu þeir okkur, fararstjórar Islenska liðsins. Mörk islands: Viðar3, Guðjón, Hörður, Axel og Sigurbergur tvö hver, Gunnsteinn, Gisli og Auðunn eitt mark hver. Orslit annarra leikja urðu þau, að Tékkar unnu Ungverja 18:16 og Rúmenar unnu b lið Austur-Þjóðverja 19:14. í kvöld leika islendingar gegn Tékk- um, og veröur skýrt frá úrslitum þess leiks i blaðinu á morgun SS Kínversku borötennissnillingarnir hafa að undan- förnu sýnt úti á landsbyggðinni við mikla hrifningu sem vænta mátti. í kvöld halda þeir sina siðustu sýn- ingu, er þeir taka þátt í opnu móti, ásamt islensku borðtennisfólki, i Laugardalshöllinni klukkan 20.30. Hafi einhver misst af snilli þeirra fram til þessa, er tækifærið i kvöld, þegar þeir keppa hver gegn öðrum i opnu móti. • Sá dýrasti i siöustu viku lét Norwich frá sér Graham Paddon til West Ham og fékk i staðinn Ted Macdougall. Þetta er i þriðja sinn á rétt rúmu ári sem MacDougall fer milli fé- laga, og er hann fyrstur breskra knattspyrnumanna til að ná 500 þúsund pundum samtals eöa 532 þúsund ná- kvæmlega. •Alsír áfram! Alsir hefur mjög svo óvænt tryggt sér sæti i úrslitakeppni HM i handknattleik. i úrslita- leik Afrikuriðilsins sigraði Alsir það liðjsem allir reikn- uðu með að kæmist i úrslitin, Túnis, og urðu lokatölurnar 14:9. Alsir verður með Júgóslöv- um, Ungverjum og Búlgörum frekar en Norðmönnum I riðli um HM. CQ C= co Miðvtkudagur 12. desember 1973. Þú kaupir ekki Völvo vegna útlitsins Volvo selst fyrst og fremst vegna traustra eiginleika, jafnt í byggingu sem í akstri. Enda tala sölutölur í Volvo verðflokki sínu máli: BÍLAR í VOLVO VERÐFLOKKI 1972 SELDIR : 1. VOLVO 140 381 2. TOYOTA CORONA 161 3. FORD MERCURY 124 4. SAAB 99 79 5. OPEL REKORD 68 6. CITROEN DS 66 7. CITROEN GS 57 8. PEUGEOT 504 505 52 9. TOYOTA CROWN 47 10. CHEVROLET NOVA 35 Volvo öryggi er meöal annars: Innbyggður öryggisbiti í öll- um huröum til varnar í hliðarárekstrum. Öryggispúði í miðju stýrinu. i árekstri gefur stýrisbúnaöurinn eftir á tveim stöðum, auk þess sem púðinn ver ökumanninn fyrir meiðslum. Stillanleg stólbök búin sérstökum öryggislokum, sem gefa eftir við mikinn þrýsting, t.d. ef ekið er aftan á bifreiðina. Hemlakerfi, löngu heims- þekkt sem eitt hið örugg- asta, sem til er. Þríhyrningsvirkni tvöfalda kerfisins í Volvo heldur 80% hemlunargetu, þó að annað kerfið bili skyndilega. Farþegarými, sem er hannað innan í niðsterka öryggisgrind, til verndar ökumanni og farþegum. SUÐURLANDSBRAUT 16. SÍMI 35200 Viö tökum notaða bíla upp í greiöslu á nýjum. Athugið lánakerfi Veltis h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.