Alþýðublaðið - 24.12.1973, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Qupperneq 3
brugðið til beggja vona) er kaupfélag, og að lok- um stakk ég höfðinu inn í byggingu eina, sem var merkt þannig stórum stöfum. Ég kallaði til tveggja stúlkna, sem sátu uppi á búðarborði í mak- indum, og spurði hvort ekki væri hægt að finna einhvern i þessum f jand- ans bæ, sem kynni að flytja annað en þorsk. Þeim hefur víst þótt spurningin eitthvað und- arleg, þvi þær litu fyrst á mig en síðan hvor á aðra og brostu vandræðalega. — Nú hef ég móðgað þær, hugsaði ég með mér. Lik- lega eiga þær menn, sem einmitt kunna ekki að flytja annað en þorsk, og auk þess má mjög senni- lega ekki bölva þorskin- um á svona stöðum, fremur en kúnni i sveit- inni. Og það kom éinmitt í Ijós, að eiginmenn þeirra beggja óku þorski á vöru- bílum, en annar þeirra hafði aukavinnu af þvi að skjóta fólki um ná- grannasveitirnar, þegar stund gafst frá þorsk- flutningunum. En þorsk- urinn hafði forgang eins og alltaf, svo ég varð að bíða fram að kvöldmat eftir þessari ferð. Á slaginu sjö tók fólkið að streyma úr frystihús- inu, og á svipstundu varð þorpsgatan full af fólki, — kvenfólki á öllum aldri í sloppum, sem einu sinni voru hvitir, og með ein- hverskonar húfur ofaná hárgreiðslunni. Hvort- tveggja upphaflega ætlað Strandferðaskipið var farið, og ég stóð einn á hafskipabryggjunni, ó- lánlega vaxinn unglingur kominn beint úr höfuð- borginni. Ég var eini far- þeginn, sem fór i land á þessum stað, og á því var ég ekkert hissa — mér fannst einhvern veginn, að þangað hefðu menn ekkert annað að sækja en þorsk, sem raunar er ekkert athugavert, hafi menn eitthvað við slika skepnu að gera. Þeir sem voru mér samferða á strandferða- skipinu höfðu greinilega ekkert að gera við þorsk, en á þessum stað er hann álitinn mun merkilegri skepna en aðvifandi ungl- ingur með eina ferða- tösku. Slíka gripi er ekki hægt að selja til útlanda fyrir stóran pening, og það lá við, að ég óskaði mér þess að vera orðinn þorskur. Þá hefði ég að minnsta kosti vakið ein- hverja athygli í plássinu, en þetta þorp var eins og önnur fiskiþorp að því leyti, að utan dyra sást ekki sála nema i grennd við frystihúsið, og þeir sem þar eru hugsa ekki um annaðen þessa marg- nefndu skepnu. Eftir mikið rölt um þorpsgötuna ákvað ég að yfírvinna minnimáttar- kenndina gagnvart þess- um Ijóta fiski og reyna að ná beinu sambandi við fólk. Ég sá það af hyggjuviti minu, að eini fasti punkturinn í tilveru sem þessari (fyrir utan þorskinn, sem þó getur EFTIR ; ÞORGRIM GESTSSON HEFND ÞORSKSINS EÐA ILLÞEFJANDI HUGSJÚN til, að þorskurinn ó- hreinkaðist ekki í með- förum. Karlmennirnir örkuðu sér á báti i niður- brettum klofstígvélunum og fæstir með höfuðfat. Einhversstaðar inn á milli fólksins kom stór vörubill, og hann stoppaði fyrir framan kaupfélag- ið. Siorið rann af pallin- um og blandaðist rykinu á götunni, svo úr varð drulla, sem er í einna mestum metum i islensk- um sjávarplássum, næst á eftir slorinu hreinu og ómenguðu. útúr bílnum snaraðist stór maður, þéttur á velli. Hann hvarf inn í kaupfé- lagið en kom út aftur von bráðar og benti mér að koma. Ég settist uppí vörubílinn ásamt bilstjór- anum og konu hans, og hann ók að húsi dálítið uppi i fjallshliðinni. Þar stóð mikill fólksbíll af gamalli gerð, eða drossia á máli heimamanna, og hann sagði mér að setjast inn. Ég ætlaði að nefna, hvert ferðinni væri heitið, en um leið og ég lét fall- ast ofan í dúnmjúkt sætið gaus upp rykmökkur óg- urlegur, og orðin köfnuðu á miöri leið, en að mér setti mikinn hnerra. Ég gat þó stunið þvi upp, eft- ir að bilstjórinn hafði sett bílinn i gang og horft góða stund á mig í spurn. Billinn þaut af stað með miklum látum, og ég fann þaö á öllu, að bílstjórinn bjóst við næturvinnu i þorskakstrinum. Ekki minnkuðu lætin, nema siður væri, og ég hafði nóg aö gera með að halda mér og horfði með nokk- urri skelfingu á sjóinn þjóta framhjá, stundum alveg fast við veginn en stundum langt fyrir neð- an — svo lokaði ég augun- um. Eftir svosem stundarfjórðung komum viö í lítið gil, og þegar út- úr því var komið blasti fyrirheitna landið við sjónum: Lágt nes og hér- umbil á þvi miðju þrír bæir, hver um sig umluk- inn vesældarlegum tún- skækli; niðri við sjóinn röð hrörlegra kofa, skammt frá þeim enn hrörlegri fiskhjallur, en í fjörunni þrir trillubátar og einn sýnu Ijótastur. Nesið sjálft virtist ákaflega lauslega tengt við aðra hluta landsins þar sem það skagaöi ein- hvern veginn á ská úti fjörðinn, og að baki nes- inu reis alveg ótrúlega hátt og bratt fjall, svo bratt, að ógerningur var fyrir ókunnuga að í- mynda sér, að nokkuð væri fyrir ofan það, og því síður að baki þess. Á þennan stað skilaði þorskf lutningabilstjórinn mér, nánar tiltekið fyrir framan það eina af hús- unum, sem virtist úr ein- hverskonar steinsteypu. og fannst mér það iofa góðu. Ég setti upp heims- mannssvip þarna i aftur- sætinu þess fullviss, að á þessum úrborurassi, sem raunar lék meira en lítill vafi á, aö tilheyrði um- heiminum, hlyti mér að verða vel tekið, heims- manninum úr höfuð- staðnum. Ég spurði hvað túrinn kostaði. Þorsk- f lutningabilstjórinn nefndi svimandi háa tölu, svo háa, að heimsmanns- svipurinn gufaði einhver veginn upp, og ekki bætti úr skák, að hann nefndi þessa tölu einsog hann væri að setja upp verð fyrir að f lytja þorsk, sem hann umhugsunarlaust sturtar ofani þró. Ég taldi fram fjöldann allan af blaum seðlum, sem þorskf lutningabilstjórinn tók viö og stakk í rassvas- ann með yfirlætissvip eins og það væri á mörk- unum, að hann legði sig niður viö að taka við seðl- um með svona simpium lit. Síðan ók hann af stað með brauki og bramli, en ég stóð eftir með töskuna mina og mikla eftirsjá i svipnum, þvi bláu seðlun- um hafði fækkað ó- hugnanlega i buddunni minni. Hversvegna i fjandan- Jólablað 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.