Alþýðublaðið - 24.12.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Side 5
Aldrei sást nokkur maður koma um skarðið út á nesið, þvi enginn átti erindi þangað, og lengst- af huldi þoka þessa einu undankomuleið frá þess- ari veröld, sem ég hafði flækst inní vegna ein- hverrar hugsjónar, sem ég hafði fengið í bók. Ég ákvað að finna mér ein- hverja aðra hugsjón næst. Haustið kom, og ég fór. Ég axlaði pokann minn einn góðan veðurdag og hélt af stað í áttina þang- að sem ég hélt að skarðið væri, og eftir að hafa gengið spölkorn greiddist skyndilega úr þokunni, og skarðið blasti við mér. A þjóöveginum handan þess beið þorskbílst jórinn minn eftir mér — eins og hann hefði aldrei farið lengra, — og bauð mér far. I þetta sinn kostar það ekkert, vinur, sagði hann, og skyndilega fannst mér á svip hans, að þrátt fyrir allt gætu menn haft þorskinn að hugsjón. Líklega hafði hann bara verið að refsa mér fyrir það skepnan, hvað ég hafði um hann ó- virðuleg orð um vorið. um er ég kominn hingað þar sem ég er ekki metinn meira en nokkrir slægðir og hausaðir þorskar, hugsaði ég með mér þarna á hlaðinu með nærri tóma buddu og eng- an heimsmannsbrag. Það var einmitt hans vegna, — þorsksins — sem ég var hingað kominn. Ég las einhvers staðar í bók þá gultvægu setningu, sem hljóðar svo: „Lifið er saltfiskur", og eftir það var lifiðekki annað í mín- um augum en fiskur, — saltaður eða nýr, þorskur eða ýsa, eða jafnvel skata. Það skipti ekki máli. Og hingað var ég kominn með þeim ásetn- ingi að dýrka þessa göf- ugu skepnu, ég fyrirvarð mig fyrir að hafa hugsað illa um hana. Erindið var sem sagt að vinna i f iski, — beita fyrir fisk og kasta fyrir fisk. Sjálfstraustið kom aft- ur, og ég áræddi að knýja dyra. Það var kallað inni- fyrir, og ég tók það sem rið væri að bjóða mér j ganga í bæinn, og ég gekk í bæinn, beint inn í stórt eldhús þar sem öll fjölskyldan var saman- komin nýbúin að snæða kvöldmatinn. Og þvílik fjölskylda! Það var ó- mögulegt fyrir aðra en þá, sem höfðu fengið yfir átta i reikningi á ungl- ingaprófi, að kasta tölu á krakkana, sem þarna ýmist veltust um gólfið eða emjuðu einhvers staöar annars staðar — og ég hafði ekki einu sinni fengið sjö. Húsbóndinn lá endilangur á eldhúsgólf- inu innanum krakkaskar- ann og sá enga skynsam- lega ástæðu fyrir því að standa upp, en húsfreyj- an stóð við eldavélina, lít- il og feitlagin og gegn- sveitt af margra ára stöðu yfir vellandi fisk- pottunum. Mér var boðið sæti við eldhúsborðið, og hús- freyjan snarsneri sér frá eldavélinni með kaffi- könnu í hendinni og hellti kaffi í bolla, áður en ég gat gengið úr skugga um, hvort hann væri hreinn. Líklega var hann ekki meira en svo hreinn, en það var of seint að fárast um það. — Þú verður að gera þér að góðu að drekka kaffið svart hérna, sagði hún hvass- mælt. — Kýrin er ekki nema ein, og hún komin nær burði en það eru margir um lekann. Ég hafði ekki áður drukkið svart kaffi og setti til ör- yggis þrjár kúffullar skeiðar af sykri úti það og hrærði vel i. Varlega lyfti ég bollanum að munnin- um og fékk mér litinn sopa. Þetta var alls ekki eins vont og ég hafði ótt- ast, og eftir ótrúlega stutta stund var ég búinn með kaffið. Það stóðst iika á endum: húsfreyja beita var komin á síðasta krókinn urðu fingur minir varla hreyfðir sökum kulda; ég mundi varla orðið i hverju sú hugsjón var fólgin, sem rak mig hingað. Dagarnir tóku uppúr þessu að iíða hjá í til- breytingarleysi, þorsk sá ég aldrei; ég týndi fljót- lega tölunni á linustömp- unum, sem ég hafði hringað línuna ofani, hverja á eftir annarri en fengið aftur i sömu stömpum alla flækta, og það tók stundum jafn- langan tíma eða lengri að greiða úr þeim og stokka þær upp og að beita þær aftur. Á hverri nóttu risu þeir húsbóndinn og einn sonur hans og þriðji maðurinn, sem eitthvað var vist skyldur húsfreyju, enda ákaflega likur henni hvað snerti vöxt og svita, úr rekkjum sínum, og á hverjum morgni komu þeirað landi á einni þess- ara þriggja trilla, sem ég hafði séð við komuna á nesið, — að sjálfsögðu var það sú Ijótasta — með ekkert meöferðis annað en stampana með kol- flæktum línum, — að minnsta kosti i sumum þeirra. Með aflann fóru þeir fyrst á land i þorp- inu, og liklegast var þaö þorskf lutningabilstjórinn vinur minn, sem tók hann á vörubílspallinn sinn og flutti hann í frystihúsið. var búin að hita upp fisk- inn og færði hann á fat, sem hún skákaði á borðið. Samblandi af þessari gömlu svitalykt og undar- legri fisklykt, sem líka virtist gömul, sló fyrir vit mér; þvilíka fisklykt hafði ég aldrei fundið fyrr og hafði ekki búist við slíkri lykt á stað þar sem ffskur var færður á land á hverjum degi. Þetta voru fyrstu kynni min af þvi, sem mér hafði vitrast um vetur- inn, að væri lifið sjálft og kveikt í brjósti mér hug- sjón. Þá hugsjón að fórna lifinu i þágu þess að draga björg í þjóðarbúið á þeim mesta útúrboru- rassi, sem fyrirfyndist á landinu. Það var líka lykt í beitningaskúrnum, en þó mun fjölbreyttafi en yfir fiskpottunum hjá hús- freyjunni. Saltlykt, tjöru- lykt, fúkkalykt og svo þessi undarlega gamla fisklykt, sem átti upptök sin úti i horni í stóru ker- aldi. Það var fullt af ein- hverjum ókennilegum vökva þar sem ofaní lágu nokkrir fiskar, sem muna máttu fífil sinn fegri, og fannst mér þar illa farið með góðan fisk. Lífið sjálft byrjaði. Húsbóndinn vísaði mér að borði þar sem yfir hékk lina í stokk, en á boröinu tréstampur, og ofaní hann átti linan að fara með síldarbita á hverjum krók. Eftir að hafa horft á húsbóndann beita nokkra króka tók ég við, og við hvern krók, sem ég lagði snyrtilega ofani balann með síldarbita kræktan uppá sá ég fyrir mér feit- an og spriklandi þorsk á leið innyfir borðstokkinn, og ég vonaði fyrir hönd þessara fallegu skepna, að þeirra biði sæmilegri örlög en að lenda í pottun- um hér i þessum hunds- rassi. Ekki stóðum við tveir lengi einir þarna í beitn- ingaskúrnum. Krakka- skarinn kom von bráðar veltandi innúr dyrunum og tóku sum þessara barna til við að velta sér uppúr gólfinu, sem var raunar ekki skíturgra en eldhúsgólfið heima hjá þeim. önnur tóku til við að beita, og þrátt fyrir ungan aldur þeirra sá ég ekki betur en þeim færist verkið vel úr hendi. Um það bil sem kuldinn í freðinni beitunni fór að segja til sin á fingrum minum svo mér fannst, að á hverri stundu ætlaði krókurinn að stingast i gegnum einhvern þeirra, luku þessi skitugu og illa lyktandi börn við að beita ofani stampa sina og byrjuðu á öðrum. Mér fannst hinsvegar, að lin- an væri óendanleg, og langt yrði þangað til þorskur kæmi á hana. Að lokum sá ég þó fyrir end- ann á henni, og þegar HEFND ÞORSKSINS EÐA... Jólablað 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.