Alþýðublaðið - 24.12.1973, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Qupperneq 7
VIÐ BORÐUM FYRIR 80 MILLJ. Á AÐFANGADAGSKVÖLDIÐ, 400 KRÓNUR Á MANN r Jolamaturinn hefur alltaf verið stórt atriði i jólahaldinu og er það enn. Áður fyrr, þegar þjóðin átti við þrenging- ar og skort að búa, voru jólin víða eini tíminn, sem menn höfðu nóg að bíta og brenna og lúrðu þá margir á afgöngum jólamatarins fram yfir þrettándann og nörtuðu i hann úr öskum sínum af og til. Þetta er sem betur fer breytt, nú hafa flestir nóg af öllu, en samt sem áður er jólamaturinn enn mikið atriði í jóla- haldinu. Nú er hann lát- inn leika sitt hlutverk með auknum íburði frá hversdagsleikanum, og ennfremur er víðast haldið i eitthvað af þeim gömlu föstu regium, sem giltu um mataræði helstu jóladagana, og skapar það tilbreytingu. Fyrrihluta þessarar aldar, og ef til vill eina til tvær aldir aftur í tim- ann, giltu mjög fastar reglur um tilhögun jóla- matarins, og þá var aðalhátíðarmáltíðin á jóladagskvöld, en ekki á aðfangadagskvöld, eins og nú tiðkast. Þó náðu venjurnar aftur á að- fangadaginn og var þá venja að hafa nýtt kjöt og kjötsúpu á borðum. Var gjarnan slátrað kind nokkru fyrir jól til þessarar máltiðar. Jóladagurinn var mesti veislu-og hátíðis- dagurinn. Þá var gjarn- an þykkur grjónagraut- ur með rúsinum í há- degismat, ásamt brauði og áleggi svo sem rúllu- pylsu og lundabagga. Um miðjan daginn var einnig eittthvað til há- tíðabrigða. T.d. drukk- ið heitt súkkulaði með meðlæti, og um kvöldið var svo aðalhátiðarrétt- urinn, hangikjötið. Síðan voru ekki neinar fastar venjur um mataræði á milli jóla og nýárs, nema hvað mikið var þá gjarnan borðað af flatkökum og laufa- brauði, flatkökur þá einkum sunnanlands og laufabrauð norðan- lands. Á gamlaárskvöld var vaninn að borða kjöt- súpu eins og á aðfanga- dagskvöld, og á nýárs- dag var matseðillinn svipaður og á jóladag, grjónagrautur í há- degismat og hangikjöt i kvöldmat. Ur því fóru matarvenjurnar svo að færast í venjulegra horf. Þegar tók að líða f ram á þessa öld og fjöl- breytni i matvöru jókst, og þá um leið f jölbreytni í matargerð, tóku hinir gömlu siðir að riðlast og ýmsar nýjungar að skjóta upp kollinum. Tók þá sérstaklega að bera á steiktu kjöti, sem aðal hátlðarmat, venju- lega kindakjöti. Hvers- kyns steikingaraðferðir og meðlæti komu fram i dagsljósið og var þessi fæða nær allsstaðar vin- sælasta hátíðarmáltíðin fyrir svo sem hálfum öðrum áratug, og hélt reyndar lengur velli. En hver er þá vinsæl- asti jólamaturinn í ár og hvað er orðið um hina hefðbundnu jólarétti eins og hangikjötið? Nokkrir reyndir mat- vörukaupmenn, sem m.a. senda jólamat út um allan heim til Islend- inga þar, urðu góðfús- lega fyrir svörum. Þeir sögðu að matar- æði haf i mjög breyst hér á undanförnum árum, matarmennt væri að aukast, og þá um leið fjölbreytni í matargerð. i upphafi siðasta ára- tugs hafi t.d. læri, hryggur eða hangikjöt verið nær einu hátiðar- réttirnir. Síðan hafi svinakjötið náð miklum vinsældum á kostnað kindakjötsins, en nú virtist fuglakjötið hinsvegar vinsælast, einkum rjúpan, en gæs- ir, endur og kalkúnar nytu einnig mikilla vin- sælda. Þó sögðu þeir að alltaf væri jöfn og örugg sala i hangikjöti fyrir jólin, og vitist það því eini hefð- bundni rétturinn, sem fólk heldur i. Síðustu ár er það einkum kinda- kjötið sem minna selst en ella fyrir jólin, enda er það algengari há- tíðarmatur allt árið en t.d fugla- og svinakjöt. Algengasta meðlætið er rauðkál, grænar baunir, gulrætur og stöðugt fleiri tegundir af sósum, en notkun krydds hef ur færst mjög í aukana síðustu árin samfara aukinni kunn- áttu í matargerð. Vinsælustu eftirrétt- ina töldu þeir vera hverskyns is, ávaxta- rétti auk búðinga, gjarn- an heimatilbúna og kælda. Hinsvegar sögð- ust þeir vita til þess að fjöldi fólks hefði enn grjónagraut a.m.k. einu sinni yfir jólin, gjarnan með rúsínum, en nú til tilbreytingar sem áður var föst venja. Einnig mun fólk ekki lengur raða ákveðnum réttum niður á vissa daga, einsog áður var, nema að það væri að fólkið borðaði jóla- hangikjötið enn á jóla- dag, ekki endilega sem mestu máltíð dagsins. Þar með munu reglurn- ar upptaldar. Hvað kostar svo ein jólamáltið fyrir meðal- fjölskyldu, ef við nefn- um meðalf jölskyldu hjón og þrjú börn? Ef litið er á f uglakjöt, sem nú er vinsælast, kostar nægilegt magn fyrir þennan hóp um 1.500 krónur, rjúpur heldur dýrari. Þá kemur nauðsynlegt meðlæti og ef til vill gos- drykkir fyrir nálægt 500 krónur, eftirréttir fyrir þrjú til fimm hundruð krónur. Þannig kostar góð jólamáltið fyrir fimm manna fjölskyldu ná- lægt tvö þúsund krónum. Hægt er að gera góða og fuliboðlega jólamáltíð fyrir talsvert lægra verð, einnig fyrir mun meira, en samkvæmt á- liti kaupmanna mun þetta liklega vera eitt- hvað það algengasta núna. Samkvæmt þessu borðar hvert einasta mannsbarn á landinu fyrir um 400 krónur á aðfangadagskvöld, og þar sem islendingar eru yfir 200 þúsund talsins, borða þeir fyrir um 80 milljónir króna þetta eina kvöld. □ EFTIR GISSUR SIGURÐSSON Jólablað 1973 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.