Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 15
læknir ráðleggur foreldrum varnir gegn kenjum barnanna.
erfitt að ákveða, hvor er sterkari
Þetta segir bandariski læknir-
inn Arthur Ilarry Chapman. 49
ára gamall. Nýjasta bókin hans
,,Börn eru betri sálfræðingar''
útskýrir fyrir foreldrum,
hvernig þau eiga réttilega að
bregðast við kenjum barnanna.
Formálin er auðskiljanlegur,
en i honum útskýrir Chapman
allt það, sem kemur hversdag-
lega fyrir hjá fjölskyldu og lýsir
„kenjum” þeim, sem barnið
notar á uppvaxtarárum sinum.
Einn eftirsóttasti barnaleik-
urinn er:
,,Nú skulum við sjá, hver er
sterkari.” Barnið öskrar og
öskrar og öskrar. Það vill alls
ekki fara aö hátta. Mamma vill
sitja inni hjá gestunum, en hún
fer loksins inn til að fá frið.
Barnið má vera áfram á fótum.
Slikir barnaleikir eru barninu i
hag og það skorar hvert markið
á fætur öðru. Sé þessum leik
haldiðáfram i breyttri mynd öll
uppvaxtarár. barnsins, verður
það að harðstjóra, sem rikir yfir
öðrum i ljölskyldunni. Látið
barnið öskra, unz það gefst upp.
Það tekur á taugarnar, en
barnið lærir að þekkja tak-
mörkin.
„Hægðatregða." Barnið vill
ekki borða gulræturnar sinar af
þvi það fær magaverk. Móðirin
gefur barninu eitthvað annað
,,þvi, að barnið veit oftast, hvað
þvi er fyrir beztu.” Leikurinn
heldur áfram — barnið fær sinu
framgengt og móðirin fær
sektarmeðvitund. Foreldar
hafa tilhneigingu til að
lita i eigin barm, þegar rætt er
um galla barna þeirra. („Hvað
gerði ég rangt? ") er sú „hægða-
tegða", sem er afleiðing af
þessum elskaða og áhrifamikla
leik. Barnið sveltur, ef það vill
ekki borða gulræturnar sinar.
Móðirin verður að standast
þessa raun, þvi að annars neitar
barnið að borða eplið sitt á
morgun og næsta dag vill það
ekki fara niður að tjörn, þó að
það hafi alltaf haft ángæju af
þvi áður. Börn finna fljótt,
hvenær þau geta skotið
skuldinni á foreldrana fyrir
framferði sitt.
„Ást og peningar " leikurinn.
Telpan vill fá brúðu. Mamma
segir: „nei, þú átt fimm,” en
barnið heldur eftirfarandi
fram: „Þá er ég hætt að elska
þig.” Mamma kaupir brúðuna. I
þessum leik er ástin gerð að
söluvöru og barnið finnur vel,
hvernig er hægt að komast af,
án þess að veita ást sér að
kostnaðarlausu. Kaldhæðnin i
þessum leik er sú, að ást barn-
anna minnkar i hlutfalli við til-
raunir foreldranna til að kaupa
hana. Dr. Chapman segir, að
það eigi ekki að kaupa brúðuna,
þvi að æ geti ást til ástar.
„Ógeðfelldi-leikurinn.” Barn,
sem er bæklað likamlega, t.d.
halt, þjáir fjölskyldu sina og
vini með bækluninni. Barnið
getur aldrei leikið fótbolta, og
þvi leika aðrir i fjölskyldunni
ekki heldur fótbolta af ein-
skærri meðaumkun. Ráði
barnið ekki við eitthvað verk-
efni veinar það og vælir: „Eg
get það ekki. Ég er haltur.” Það
er betra að fá barnið til að skilja
bæklun sina og ala það upp sam-
kvæmt henni og útskýra fram-
tiðarmöguleikana fyrir þvi. Dr.
Chapman vill, að börn alist upp
á heilbrigðan hátt, þó að þau séu
á einhvern hátt bækluð andlega
eða likamlega, og að þau skilji,
að hvorki loreldrar né börn eiga
að vera harðstjórar.
,,t»að er engin ástæða
til þess, að þú segir:
,,Hcili þér, foringi,”
þegar ég bið þig um að
þvo þér um eyrun.”
OPNI GLUGGINN
,,Þá veistu alls ekki nokkurn
skapaðan hlut um frænku
mina?” hélt hin sjálfstrausta
unga dama áfram.
„Aðeins nafn hennar og
heimilisfang,” viðurkenndi sá,
sem var i heimsókn. Hann var
að veita þvi fyrir sér hvort frk.
Sappleton væri gift eða ekkja.
Það var eitthvað visst við her-
bergið, sem benti til, að það
væri hibýli karlmanna.
„Hennar mikla óhamingja
skeði fyrir nákvæmlega þremur
árum siðan,” sagði barnið;
„það mun vera frá þeim tima,
sem systir þin var hérna.”
„Hennar óhamingja?” spurði
Framton; einhvern veginn
virtjst óhamingja ekki eiga
heima á þessum rólega stað.
„Það getur skeð að þú undrist
þaö, hversvegna við höfum
þennan glugga galopinn á eftir-
miðdegi i oktober,” sagöi
frænkan, og átti þá við stóran
franskan glugga, sem opnaðist
út á grasflötina.
„Það er ansi hlýtt, þó kominn
sé þessi árstimi,” sagði
Framton; „en er nokkurt sam-
band milli þessa glugga og
óhappaverksins?” ,
„Það eru þrjú ár liðin i dag,
siðan eiginmaður hennar og
tveir bræður fóru út um þennan
glugga til veiða. Þeir komu
aldrei til baka. Á leiðinni yfir
mýrina til uppáhaldsskotstaðar
sins fyrir snipuveiðar, féllu þeir
allir ofan i ótraust fen. Það hafði
verið hræðilega votviðrasamt
sumar, skilurðu, og staðir, sem
venjulega voru öruggir yfir-
ferðar, brugðust skyndilega, án
þess að nokkuð sérstakt benti til
þess. Lik þeirra fundust aldrei.
Það var hið hræðilega við þetta
allt saman.” Núna missti rödd
barnsins sjáfstrausts svip sinn,
og varð titrandi mannleg.
„Veslings frænka heldur alltaf,
að þeir muni koma til baka, einn
góðan veðurdag, þeir ásamt
liðla loðhundinum, sem fórst
með þeim, og ganga inn um
gluggann, eins og þeir voru
vanir. Þessvegna er glugginn
hafður opinn á hverju kvöldi,
þangað til rökkrið er skollið á.
Veslings kæra frænka, hún
hefur oft sagt mér frá þvi,
hvernig þeir voru útbúnjr,
þegar þeir fóru út, maöur
hennarmeð regnhelda frakkann
á handleggnum, og Ronnie,
yngsti bróðir hennar, syngjandi
„Bertie, hversvegna ert þú
bundinn?”, eins og hann gjörði
alltaf til þess að striöa henni,
vegna þess að hún sagði, að það
færi i taugarnar á sér. Veistu
hvað, stundum, á kyrrlátum og
hljóðláturn kvöldum eins og til
dæmis núna, þá gripur mig
næstum hrollkennd tilfinning
um aö þeir muni allir koma
gangandi inn um þennan
glugga — ”
Hún hætti að tala, eins og
gripi hana hrollur. Það friðaði
Framton, þegar frænka þaut inn
i herbergið uppfull af
afsökunum um að vera seint á
ferðinni.
„Ég vona aö Vera hafi haft
ofan af fyrir þér?” sagöi hún.
„Hún hefur verið mjög
skemmtileg,” sagði Framton.
Ég vona að þér falli ekki illa,
að glugginn sé opinn,” sagði frk.
Sappleton, fjörlega- „Maðurinn
minn og bræður minir koma
.beint heim af veiðunum, og þeir
koma alltaf þessa leið. Þeir eru
búnir að vera að veiða snipur i
mýrinni i dag, svo þeir eiga
liklega eftir að skita laglega út
teppin min. Þannig eruð þið
karlmennirnir, ekki satt?”
Hún lét dæluna ganga, fjör-
lega, um skotveiöar, og fágæti
fugla, og útlitið fyrir andaveiöar
um veturinn. Fyrir Framton
var þetta allt saman hræðilegt.
Hann reyndi með örvæntingu,
en aðeins að hluta með árangri,
að snúa umræðuefninu inn á
minna hryllilegt svið; hann var
sér meðvitandi, að gestgjafi
hans veitti honum aðeins mjög
litla eftirtekt, og að augu hennar
reikuöu stöðugt framhjá
honum að opna glugganumog að
grasfletinum, sem láað baki
honum. Það var sannarlega
óheppileg tilviljun, að hann
skyldi hafa komið i heimsókn á
þessari hörmulegu árstið.
„Læknunum kemur saman
um, að fyrirskipa mér algjöra
hvild, og aö forðast andlega
áreynslu, og sérhvað það, sem
reynir á likamann,” útskýrði
Framton, sem lifði i þeirri
fremur útbreiddu villu, að
algjörlega ókunnugt fólk, og
annað fólk, sem það kynnist i
fljótheitum, sé vitlaust i að vita
um sjúkleika og veikleika hvers
annars, orsakir þeirra og
lækningu. „I sambandi við
mataræði, eru þeir ekki algjör-
lega sammála,” hélt hann
áfram.
„Nei?” sagði frk. Sappleton,
með röddu, sem aðeins faldi
geispa, og það á siöasta augna-
bliki. Þá birti skyndilega yfir
henni, og hún veitti einhverju
athygli — en ekki þvi sem
Framton var að segja.
„Loksins koma þeir! hrópaði
hún. „Alveg á réttum tima i
teið, og lita þeir ekki út, eins og
þeir séu skitugir upp l'yrir
haus?”
Framton fékk ósköp litinn
titring i sig, og snéri sér að
frænkunni með augnatilliti, sem
leit út eins og hann væri að veita
henni samúðarfullan skilning.
Barnið starði út um opinn
gluggann, með ruglkenndum
hryllingi i augnaráðinu. Með
kuldahrolli og nafnlausum ótta,
snéri Framton sér við i sæti
sinu, og leit i sömu áttina.
Þrjár verur voru að ganga
yfir grasflötinn aðglugganum, i
vaxandi rökkrinu; þeir báru
allir byssur um axlir sér, og
einn þeirra var til viðbótar með
hvitan jakka, sem hékk yfir
axlir hans. Þreyttur brúnn loð-
hundur, fylgdi fast á hæla þeim.
Þeir nálguðust húsið, hávaða-
laust, og þá talaði ung hás rödd
út úr myrkrinu: „Ég sagði,
Bertie, hversvegna ertu
bundinn?”
„M jög svo óvenjulegur maöur
þessi hr. Nuttel,” sagði frk.
Sappleton, „gat ekkert talað um
annað en veikindi sin, og fór svo
i burtu i snarheitum án þess að
kveðja eða afsaka sig, þegar þið
komuð. Maður skyldi halda, að
hann hafi séð draug.”
„Ég hugsa að það hafi veriö
loðhundurinn,” sagði frænkan
rólega; hann sagði mér,að sér
fyndist hundar hræðilegir. Hann
var einu sinni eltur uppi i
kirkjugarði, einhversstaðar á
bökkum Ganges af hópi pari-
hunda, og varð að eyöa nóttunni
i nýgrafinni gröf, með skepn-
urnar urrandi með tennurnar út
úr sér og froðufellandi rétt fyrir
ofan sig. Nóg til þess að gera út
af við hvern einasta mann.”
Rómantik með stuttu ivafi,
var hennar sérgrein.
Smásaga eftir SAKI (H. H. Munroe). Þýdd af Baldri Kristjánssyni
©
Jolablaö 1973