Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 16

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 16
Bragi Sigurðsson heimsækir Árna Elfar, listamann Hús Klettafjallaskáldsins Kristjánsson, gitar, Gunnar Egilsson, klarinett, og svo ég á pianóinu.” ,,Ég held aö við höfum fengiö jass- bakteriuna i sama faraldri, Steini Steingrims, Öli Gaukur og ég”. Enginn vinur Arna og þessara manna gleymir konsertunum á Baldursgötu 9, sem var i senn heimili , afdrep, og konsertsalur allra vina Arna Elfars um árabil. Alltaf, þegar þangaö var komið, lágu á flyglinum nýjar túss- myndir og pennateikningar, sem Arni haföi gert,þannig, að þarna var lika eins konar „galleri”. Arni Elfar hefur teiknað frá barnæsku, og i annriki æsku- áranna gaf hann sér tima til að njóta handleiðslu Þorvaldar Skúlasonar og Kurts Zier i myndlist. Þegar ég heimsótti Arna þar, sem hann býr með sinni konu, Kristjönu Magnúsdóttur, kom Benedikt Elfar til dyra. Hann er yngsta barn þeirra hjóna. Hin eru Zanný Kristrún og auðvitað Elisabet Þórunn. Sonur Arna frá fyrra hjónabandi er Arni Þór. „Mér hefur aldrei dottið i hug að komponera”, sagði.Arni. „Það er búiö að gera svo mikið af fallegum lögum, að ég get engu bætt við það”. Hins vegar hefur Arni útsett mikið, pg sann- leikurinn er sá, að heilmikið af lögum eru gerð af fólki, sem ekki kann að spila á hljóðfæri. Talsvert af lögunum, sem bárust i samkeppnina i trimm-prógramminu eru rauluð inn á segulband. „Uppáhaldsmúsikantar minir eru Art Tatum, Fats Waller og Teddy Wilson, auðvitað allt pianóleikarar”, segir Arni, sem hefur leikið á básúnu i sinfóniuhljómsveit Islands frá þvi 1956. Þar leikur Björn H. fyrstu básúnu. „Nú er ég hættur að leika dansmúsik” segir Arni, „en þú trúir ekki, hvaða útrás bið Björn og fleiri fáum i þvi að leika i þessu nýja „bandi”, sem varð til i sambandi við trimmið. „Wilma Reading er stórkostleg. Hún er eins og söngkonur gerast bestar”, segir Arni. Allir vinir Arna eiga myndir eftir hann, en fæstir hafa gert sér nokkra grein fyrir þvi, hvaða alvörumáL myndlistin er fyrir þennan óbjarganlega og óborgandi músikant. „Sjór, öl og ástir”, eftir Asa i Bæ, er fyrsta bókin, sem Arni myndskreytti. Það var i fyrra. Nú hefur hann myndskreytt „Rauða myrkur” eftir Hannes Pétursson, og „Slett úr ídaufunum”, eftir Flosa Ólafsson. Eftir að ég las ágæta kritik eftir Valtý Pétursson um franskan málara, sem hélt fyrir skömmu sýningu á „mono- prent”-verkum, skilst mér, að ég sé eini Islendingurinn, sem fæst við þessa myndgerð.” „Jú, mig langar til að halda sýningu, hvenær, sem það verður”, segir Arni. Heimili þeirra Kristjönu og Arna er vaðandi i list, og má mikið vera, ef eitthvað af börnum þeirra hleypur ekki eitthvað i sam- bandi við þessa áráttu, sem liggur i blóðinu. Og þá kæmi ekki á óvart, þótt einhverjum náskyldum þætti það ótimabært úthlaup. En listin heldur áfram að gera þær kröfur, sem ekki verður á móti staðið, — sem betur fer. Arni Elfar hljóp frá menntaskólanámi og fór að spila jass. Móðir Arna var Elisabet Þórunn Kilfar Kristjánsdóttir, Dúa. Hún var undirleikari hjá Stefáni Guðmundssyni, sem siðar kallaði sig Stefano lslandi, er hann hóf söngferil sinn á Sauðárkróki. Hún var mikill pianóleikari, dóttir Kristjáns Gislasonar, kaupmanns. Faðir Arna var Benedikt Elfar söngvari. Hann hljóp frá þvi að verða vigður til prests og fór til Berlinar, þar sem hann stundaöi söng — og tónlistarnám. Hann var af sömu generarsjón og Pétur Jónsson, óperusöngvari, Eggert Stefánsson, Finar Markan og fleiri. Arni var ekki gamall, þegar hann h þá „stemma” saman, Einar Hjaltesteð og föður sinn. Al. •íringum sveininn unga var vaðandi tónlist — klassisk. „Þegar faðir minn kom heim frá söngnámi, fór hann að smiða leikföng. Hann keypti á þau málningu i Málaranum. Þá var inn- heimtumaður þar Ellert Sölvason, Lolli i Val. Hann þurfti að koma svo oft til föður mins i þessu starfi, að hann varð heimilis- vinur. Auðvitað var pianó heima. Stundum greip Lolli i hljóð- færið, og það var þá, sem ég heyrði i fyrsta skipti á ævinni þetta „swing” sem þá var að koma hingað frá Bandarikjunum. Það var Lolli, sem kveikti i mér”, segir Arni. • „Eftir þetta slys hætti ég i Menntaskólanum og fór að spiia hjá Birni R- Einarssyni , sem þá var jasskóngur á tslandi. I hljóm- sveitinni voru þeir Guðmundur bróðir Björns, trommur, Axel Lúövik Jósefsson Þl) TRÚIR EKKI HVAÐA ÚTRÁS MÁ FA í SVINGINN □

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.