Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 20

Alþýðublaðið - 24.12.1973, Page 20
m Látið LETUR fjölrita fyrir yður Offset fjölritun er fullkomnasta fjölritun, sem völ er á. 2Ö GLEÐILEG JOL! LETUR Grettisgötu 2, simi 23857. Olíusamlag j_ A -ý- útvegsmanna Neskaupstað Óskar viðskiptavinum landsmönnum öllum sinum og gleðilegra jóla og farsældar ári. á komandi iNGOLFS CAFÉ Veizlusalur — Fundarsalur í nágrenni mið-borgarinnar. Pantið tímanlega húsnæði til starfsemi yðar. MÆLIÐ YKKUR MOT I INGÓLFS-CAFÉ Félög - Starfshdpar Leigjum sali til hverskonar félagsstarfsemi svo sem fundarhalda, veizluhalda, árshátíða o. fl. TRYGGIÐ YKKUR HÚSNÆÐI TIL STARFSEMI YKKAR TÍMANLEGA IÐNÓ Sími 12350 ________ ÞEGAR SPRAKK 1 siðasta mánuði voru liðin rétt 50 ár frá þvi norskir kommúnistar samkvæmt fyrirskipunum frá Moskvu klufu sig út úr norska Verkamanna- flokknum og stofnuðu Kommúnistaflokk Noregs — aðeins sjö árum áður, en svipaður atburður gerðist á Islandi, einnig samkvæmt fyrirmælum hins erlenda valds. Nánar til tekið var það hinn 2. nóvember árið 1923, sem aukaþing það var haldið i norska Verkamanna- flokknum, þar sem leiðir skiidu með kommúnistum og jafnaðarmönnum og minnihlutahópur kommúnista klauf sig út úr Verkamannaflokknum og hóf aðgerðir gegn jafnaðarmönnum bæði á hinum pólitiska vettvangi og i verkalýðsfélögunum. Og litlu munaði, að kommúnistar næðu meiri- hluta á aukaþingi flokk- sins, — miklum mun færri atkvæði tiltölulega skildu norska jafnaðarmenn og kommúnista en islenska jafnaðarmenn og kommúnista við svipaðar aðstæður árið 1930. 1 Noregi eins og á Islandi voru sósialistar — kommúnistar og jafnaðar- menn — i sömu flokks- • samtökum á frumbýlings- árum verkalýðshreyfing- anna i þessum löndum. Á fyrstu árunum eftir byltinguna var sú lina uppi höfð i Moskvu — sem þá og lengi siðan var óumdeild stjórnstöð kommúnista- flokka og hreyfinga út um allan heim — að kommún- istar og jafnaðarmenn ættu að starfa saman, enda þótt Lenin hefði eitt sinn sagt, að þessi sam- fylking ætti að styðja jafnaðarmenn eins og snaran styður hengdan mann. Þessi sam- fylkingarstefna hafði það i för með sér, að kommúnistar bæði i Noregi og á Islandi sem i öðrum löndum, þar sem samfyiking var við lýði, höfðu hljótt um sig i flokk- unum með jafnaðar- mönnum, þótt þeir rækju sellustarfsemi sina innan flokkanna meira eða minna á laun. En fljótlega eftir 1920 fór að bera á vaxandi ósam- lyndi milli kommúnist- anna annars vegar og jafnaðarmanna hins vegar. Aðalágreinings- efnið var afstaðan til Rússlands og Alþjóða- sambands kommúnista, sem margir sam- fylkingarflokkarnir voru annað hvort beinir eða óbeinir aðilar að. Vald- hafarnir i Kreml vildu öllu ráða um stefnu sósiölsku flokkanna utan Rússlands og fengust aldrei til þess að viðurkenna, að aðstæður i hinum einstöku löndum gætu verið mis- jafnar. Þannig gáfu þeir oft út pólitiskar fyrir- skipanir um starfsaðferðir og stefnumál sósialskra flokka um allan heim, sem e.t.v. gátu átt við i einu landi, en alls ekki i öðru. Slik var t.d. fyrirskipun sú, sem Alþjóðasambandið gaf út i júnimánuði árið 1923, um að sósialskir 0 Jólablað 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.