Alþýðublaðið - 24.12.1973, Side 32
Ekki veit ég hvaðan sú hug-
mynd er fengin, aö jólin séu há-
tið barnanna, enda þykist ég
ekki vera barn lengur — þótt
mér sé það þvert um geð — og
eins það, að mér þykir sannað
að maður er ótrúlega fljótur að
gleyma eigin æsku. I minu til-
viki er það náttúrlega barn-
æska, en mér segir svo hugur,
að þetta sé svipað minnisleysi
og þegar „fullorðnir” gleyma
eigin ungiingsárum.
Samt man ég glöggt, að mér
þóttu jólin misjafnlega
skemmtileg, enda sjálf biðin
eftir þvi að klukkan yrði sex
mesti spenningurinn. Að þvi
loknu var ekki ýkja margt, sem
maður gat gert, annað en að eta
og drekka, leika sér að ein-
hverjum leikföngum, sem
manni höfðu áskotnast — og
gjarnan að metast um við félag-
ana — og móttaka kossa frá hin-
um og þessum frænkum og
meykerlingum vinveittum fjöl-
skyldunni. Kannski eru þetta
ekki minar persónulegu minn-
ingar, heldur einnig minningar
félaganna, sem málið hefur ver-
ið rætt við á undanförnum ár-
um, og þá gjarnan i góðlátleg-
um hæðnistón, enda samræmist
ekki áðurtalið alltaf háþróaðri
rokkmúsik og byltingarsinnuð-
um bókmenntum.
Jólabækurnar
Eitt var það samt, sem mér
brást aldrei um jólin, hvorki
fyrr né siðar. t>að voru bækurn-
ar. Ekkert jafnasl á við að geta
eytt kyrrlátum jólum viö lestur
góöra bóka og enn i dag þykja
mér fjandakornið engin jól
nema ég fái eins og eina bók fyr-
ir höfðingsskap og göguglyndi
ættingja eða vinar.
Æ v intýrasögurnar voru
skemmtilegastar. i?egar
myrkrið grúfði yl'ir öllu og frost-
ið var svo mikið, að það brSkaði
i sjálfu loftinu þegar maður
andaði utandyra, þá var dásam-
legt að kúra i hlýjunni inni við
(þetta fer að hljóma eins og i
sveit um aldamótin!) og svifa
með kóngum og drottningum,
körlum og kerlingum og krökk-
um þeirra öllum, ræksnum og
heljarmennum og ýmsum ævin-
týrastrákum i gegnum tima og
rúm. f>etla voru svo sannarlega
krakkar, sem gátu ýmislegt, er
aðrir gátu ekki. Tom Swift var
til dæmis einhver magnaðasti
visindamaður, sem enn heíur
ekki komist i Britannicu (Wern-
er Von Braun er ennþá hálf hall-
ærislegur i samanburði við
hann): „Ævintýrabækurnar”
vöktu mann nokkrum sinnum
alvarlega til umhugsunar um
hvort ekki væri heppilegast að
strjúka að heiman og leysa
sjálfur ýmis vandamál, sem
lögreglan stóð ráðþrota gagn-
vartj dagbók kattarins Klóa
varð þess valdandi að maður
fékk megnustu fyrilitningu á
manns eigin kattargreyi, sem
ekki gat skrifaö einn staf, hvað
þá að hann héldi spennandi dag-
bók, eins og Klói og svona mætti
lengi telja. En þegar ævintýra-
þráin var alveg að gera út af við
mann, þá hófst mikið og erfitt
starf við áramótabrennuna og
þar gerðist oft ýmislegt ævin-
týri Iikast. Um nætur stóðu
menn vakt við brennuna, svo
hrekkjusvinin úr næstu brennu-
svæði kæmu ekki og kveiktu i
öllu saman, og svo magnaðar
draugasögur voru sagðar við
brennurnar á siðkvöldum, að
þegar loks var borinn eldur að
hrúgunni, þá varð maður hissa
á að heyra ekki sársaukaöskur
hundrað drauga, norna og
galdrakarla, sem voru að stikna
i vit islogum — meira að segja
vættum i oliu.
Auga fyrir auga —
þá gladdist barns-
hjartaö
En þessar bækur áttu það all-
ar sammerkt, að skúrkarnir
fengu makleg málagjöld og þá
gladdist blessað barnshjartað. 1
ævintýrunum, sem voru lesin
fyrir mann áður en maður gat
sjálfur, i dagblöðunum, sem
maður fór að stauta sig fram úr,
i skólabókunum, sem sögðu
fjálglega frá hvernig helstu
hetjurnar og manns eigin fyrir-
myndir sneiddu hausana hver af
AHjartnæm og hugljúf
jólahugvekja eftir
Úmar Valdimarsson.
öðrum — ef ekki var búið að
slita hausinn af þeim áður — og I
reifurunum, sem maður las i
heilsufræðitimum i skóla. Alltaf
fengu skálkarnir sitt, enda ekki
nema rétt mátulegt á þá. bann-
ig var manni kennt allt frá upp-
hafi, að rétt væri að gjalda auga
með auga — helst tvö fyrir eitt
— og þess vegna skildi maður
ekkert hvað Jesúbarnið átti við
þegar maður lærði i skóla að
maður ætti ekki einungis að
þegja yíir einu kjaftshöggi, sem
manni væri veitt, heldur og að
panta annað og vera auðmjúk-
ur. t sambandi viö þetta dettur
mér i hug atvik, sem átti sér
stað i sumarbúðum KFUM i
Vatnaskógi fyrir tiu eða tólf ár-
um.
Maður var þar uppfullur af
fallegum sögum og kristilegum
kærleikssiðaboðskap (hér vil ég
nota tækifærið og skora á alla
stráka að fara i Vatnaskóg, þvi
þar gerast raunveruleg ævin-
týr), þótt ég viðurkenni, að ein-
hverju sinni tókum við okkur
nokkrir saman og bundum
markmanninn á næsta borði úti
skógi og tróðum ánamöðkum
upp i hann. Fyrir bragðið unn-
um við fótboltakeppni á milli
borðanna, enda leikurinn til
þess gerður. Svo var það öðru
sinni, að mér lenti eitthvað
saman við þann, sem var i koj-
unni fyrir ofan mig — gott ef
hann var ekki að skyrpa i skóinn
minn, sem stóð fyrir neðan koj-
urnar. Eftir að við höfðum gelt
hvor framan i annan góða
stund, ég kallaði hann Óla Hauk
páfagauk og hann mig Öma
grjónapung, þá sló hann mig i
andlitið. Mér kom það nokkuð á
óvart en hugsaði mig nægilega
lengi um til þess, að ég mundi
eftir sögunni um kinnhestinn á
báðar. begar ég teygði fram
álkuna i annað sinn og bauð
honum að slá aftur, þá rak hann
upp mikinn hlátur og orgaði: —
Hahaha! A að fara að reyna
eitthvað úr Bibliunni, ha?
Strákarnir i kringum okkur
tóku allir afstöðu með honum,
enda var þessi tilraun min i
hæsta máta óvenjuleg, og ég fór
að sofa, gnistandi tönnum, og
pissaði undir af ergelsi.
Að vera kóngur og
eiga sinn pyntingarklefa
Ekki man ég til þess að Óli
Haukur páfagaukur hafi hlotið
sina hegningu fyrir þetta, enda
liklega ekki ástæða til. Hitt við-
urkenni ég, að á meðan ég var
að sofna i niðurlægingu minni,
þá hugsaði ég ekki beinlinis hlý-
lega til hans. Mér komu meira
að segja i hug ýmis brögð, sem
ég gæti beitt hann og voru ekki
öíl kristileg. bá fóru ævintýrin
afturað renna i gegnum hugann
og um nóttina dreymdi mig að
ég væri ógurlegur kóngur, sem
ætti hundrað pyntingaklefa og
gerði ekkert annað en að kvelja
Óla Hauk páfagauk.
Pyntingaklefahugmyndina
hafði ég að sjálfsögðu beint úr
ævintýrunum. Ótaldir eru þeir
kóngar og furstar, sem voru
með slika klefa i kjallaranum,
og fengu þar fram hinar furðu-
legustu játningar, auk þess sem
þeir skemmtu sér ágætlega við
iðjuna. bess utan héldu þeir
með þessum hætti lýðnum i
skefjum: menn voru hengdir á
almannafæri og settir i gapa-
stokka öðrum til viðvörunar.
„Pabbi, komdu út á grasblett
að berjast við vindmyllur, eins
og þú geröir fyrir gestina í
gærkvöldi”.
„Viðvörun” er liklega mottó
margra þeirra barnabóka og
sagnahöfunda, sem veita skúrk-
unum makleg málagjöld fyrir
afglöp sin og þorparahátt.
Glæpir borga sig aldrei og svo
framvegis. Heyri maður til al-
múgans er það rétt. Teljist
maður aftur á móti til yfirstétt-
ar eða valdhafa, þá eru allar
likur á að glæpir borgi sig rif-
lega.
Aö vera réttu megin
banig virðist nú allt útlit fyrir
að maður einn vestur i Amer-
iku, sem svikið hefur þjóðina
þar og dregið á asnaeyrunum
árum saman fái að sitja i æðsta
embætti þess lands það sem eft-
ir er af „kjörtimabili” hans,
jafnvei eftir að hann er uppvis
að svivirðilegum glæpum. Á
sama t irna eru þegnar hans, 16
og 17 ára gamlir, dæmdir i allt
aö 10 ára fangelsi fyrir að hafa
reykt einhversstaðar daunillat;
sigarettur, sem valda svima og
blóðhlaupnum augum. Astæðan
fyrir fangelsisdómum þeirra
þarf þó ekki endilega að vera sú,
að þau hafi reykt þessar siga-
rettur, þvi reykingarnar eru
náttúrlega ekki nema hluti af á-
kveðinni pólitik. Til þeirrar póli
tikur heyrir og að mótmæla þvi,
að stjórn iandsins lætur óátalið
að afturhaldssamir hershöfð-
ingjar, sem eiga sinar fyrir-
myndir i pyntingarklefakóng-
unum, hrifsi til sin völd og
myrði réttkjörna þjóðhöfðingja
i öðrum löndum, löndum, sem
eiga að heita i bandalagi við
stóra landið. Við slikan og þvi-
likan skratta, sem þann að
þessu sé mótmælt, er náttúrlega
ekki hægt að una.
bvi siöur er hægt að una við
það, að hér uppi á lslandi sé allt
i einu farið að lesa barnasögu i
útvarp, þar sem veist er að
valdhöfum þessa þjóðfélags og
annarra. bað mega litil börn á
Islandi ekki heyra um, enda er
allt slikt bölvuð lygi og blóð-
rauður og bullandi bolsévismi.
En hvað var það, sem gerðist i
Chile i kringum miðjan septem-
ber? Og hvað hefur verið að
gerast þar allar götur siðan?
Hvað gerðist i Grikklandi,
bandalagsriki okkar, undir lok
siöasta mánaðar? Hvað hefur
verið að gerast þar undanfarin
sex ár eða svo? Hvað eru bræð-
ur okkarog vinir, Portúgalir, að
gera suður i Afriku?
Pabbi segir,
pabbí segir...
Blessuð litlu börnin á tslandi
mega ekki heyra frásögur af þvi
á einföldu og auðskildu máii i
þeirri morgunstund, sem þeim
sjálfum er ætlað, en þau mega
hinsvegar vaka frameftir á
kvöldin og sjá kvikmyndir af þvi
sama i fréttatimum sjónvarps-
ins.
bessir litlu englar, sem sendir
eru i þrjúbió á sunnudögum til
að sjá Roy Rogers skjóta glæp-
ona og Tarzan rista niður krókó-
dila, mega ekki heyra bráð-
fyndna sögu um að fóstrurnar á
barnaheimilinu séu sofandi eitt-
hvað fram eftir á morgnana,
eftir að hafa spilað fatapóker
alla nóttina. bau mega hinsveg-
ar sjá pabba og mömmu veltast
um heima hjá sér húrrandi full
helgi eftir helgi. bau mega ekki
heyra i morgunstund barnanna,
að ekki séu allir fullorönir vit-
lausir, heldur bara þeir, sem
hafa völdin og þau mega heldur
ekki heyra i sömu sögu, aö vald-
hafar séu lygarar. bar á móti er
allt i lagi þótt pabbi og mamma
segi við fréttunum á kvöldin,
þegar leiðtogar þessa lands og
annarra koma fram með boð-
skap handa þjóðinni: — And-
skotans lygi er þetta. Ekkert er
að marka þessa pólitikusa. bað
er alveg sama hver er i stjórn,
þeir ljúga allir jafn mikið.
betta er pólitik, segja sjálf-
skipaðar mæður barna þessa
lands, börnin okkar hafa ekkert
við að gera aö heyra þetta. bau
kynnast þessu nógu snemma.
Æskan erfir landiö
Enskumælandi þjóðireiga sér
ágætan málshátt: Charity
begins at home. öll erum við
sammála um að þessi heimur
fljóti hálf- eða steinsofandi að
feigðarósi og um það er engum
að kenna nema okkur sjálfum.
Við, sem þegar höfum drukkið i
okkur alla fordómana, gerum
sennilega litið i að breyta á-
standinu héðan. af. Aftur á móti
eru meiri likur til að börnin okk-
ar geri það, ef þeim er nægilega
snemma gerð grein fyrir
ástandinu, eins og það raun-
verulega er. bað væru ekki
fimm eða' sex stelpur, sem eru
ennþá i skyldunámi i litlu plássi
útá landi, óléttar núna, ef þeim
hefði verið sagt hvernig börnin
verða til. bað má hinsvegar
ekki: — bau læra þetta vist
nógu snemma samt.
Hysterian i kringum þessa
litlu barnasögu hefur verið fár-
ánleg og öllum til stórskammar.
Hámarki virðist mér þessi
móðursýki þó hafa náð, þegar
spyrill sjónvarpsins hellti sér
froðufellandi yfir Olgu Guð-
rúnu, sem fór alveg úr sam-
bandi við það og gat ekki svarað
fyrir sig á nokkurn hátt. Sú hug-
.mynd, að hér sé fyrst og fremst
ufn persónulegar árásir á Olgu
Guðrúnu að ræða, er ekki viðs-
fjarri manni. Og allt er þetta
vegna þess, að hún leyfði sér i
sumar að segja börnum af ein-
hverju öðru en „hvernig var að
vera i sveit um aldamótin”, eins
og bröstur Haraldsson skrifaði
svo skemmtilega i bjóðviljann.
•Um hvernig konur
hrutu í sveitinni
Ég tók mig til einn daginn og
hlustaði á Olgu Guðrúnu lesa
„Börnin taka völdin” um morg-
uninn og svo heyrði ég Gisla
Halldórsson lesa „Mamma skil-
ur allt” undir kvöld. bað var þá
kafli um hrotur i kerlingum,
sem sváfu allt i kringum sögu-
hetjuna. tslensk börn eru i yfir-
gnæfandi meirihluta kaupstað-
ar- og borgarbörn. Hvurn fjand-
ann vita þau um farskóla? Ekk-
ert barnaheimili? Ekkert bió á
sunnudögum? Enginn raun-
veruleiki? Ansans vesen.
Nei, kæru bræður og systur. I
gömlu sögunum var engin póli-
tik, og þær sögur skulu börnin
okkar fá að heyra. Til dæmis
Hans og Grétu, þar sem tvö litil
börn settu gamla konu inn i
bakarofn og steiktu hana. Til
dæmis Mjallhvit, þar sem stjúp-
an var iátin dansa á glóandi
grjóti þar til hún drapst. Til
dæmis óteljandi sögur af vond-
um kóngum og dusiimennum,
sem voru tjargaðir, fiðraöir og
loks settir i gaddatunnur, sem
voru dregnar af villtum hestum
um stræti og torg. Til dæmis
hetjusögur af Agli Skallagrims-
syni, sem drap mann fjögurra
ára (þá er ólikt skárra að loka
fóstrurnar inni). Til fiaemis aðra
sögu um Egil, hetjuna miklu:
Var hann ekki 11 ára gamall,
þegar hann i ölæði plokkaði aug-
að úr manni og gubbaði yfir
hann á eftir? Eða var það mað-
urinn, sjálfsagt einhver hetjan,
sem gubbaði yfir hann?
Hvort kemur okkur meira við
ástandið i Chile, Grikklandi,
Bandarikjunum og Portúgal eða
hrotur i nokkrum kerlingum i
afdalabæ um aldamót? Hvers
vegna höldum við hátið? Gleði-
ieg jól. Sof vel — ver saddur.
—ó.vald