Alþýðublaðið - 29.12.1973, Page 3

Alþýðublaðið - 29.12.1973, Page 3
enjur kafli 4 En þegar við erum á megrunarkúr GETUK VEKIÐ. að við fáum ekki nægilega mikið að þessum efnum. Einkum og sér i lagi ef kúrinn er mjög strangur og mataræði einhliða. Jafnvel algengt megrunar- fæði getur valdið eggjahvitu- eínaskorti. Og likaminn þarfnast kolvetna. k>au eru einasta brennsluefni heilans og það brennslueíni, sem vöðvarn- ir langhelst vilja. Og birgðirnar af þessum eln- um i likamanum eru litlar. Þeg- ar likaminn hefur notað þær birgðir upp fer hann sjálfur að búa til sin kolvetnissambönd — úr eggjahvitu lifrarinnar. Þá léttist likaminn mjög, en missir einni| mikið magn af eggjahvituefnum. Og farðu þá varlega. Besta ráðið er: Megraðu þig hægt og rólega. Ef þú lætur þér ekki rólegheitin nægja en vilt fara á hraðlara kúr, þá skaltu leita ráða hjá lækni þinum. Næst: Hitaeiningar, kol- vetni og eggjahvituefni i fæöunni. HÉR LÝKUR SVO AL- MENNU LESMÁLI í ÞÁT T U N U M U M MEGURO OG MATAR- VENJUR. í NÆSTA KAFLA, SEM BIRTIST EFTIR VIKU, SEGJUM VID SVO FRÁ MAGNI HITAEININGA,KOL- VETNIS OG EGGJA- HVITUEFNA I AL- GENGUSTU FÆÐU- TEGUNDUM OG I ÞAR- NÆSTA KAFLA KOMA SVO UPPSKRIFTIRNAR AÐ MEGRUNARFÆÐ- INU. Mikiö magn er af sykri í hverri flösku af gosdrykk 3000 MANNS Á EITT BALL! ÍSUD HÖFN í EYJUM Dansiball aldarinnar verður haldið í Laugardalshöllinni á gamlárskvöld, þegar stúdentar Ht halda þar áttadagsgleði sína. Þar verða hvorkifleiri né færri en 3000 manns og fara ekki sögur af öðrum eins dansleik hérlendis. Það þykir til heyra gamlárs- kvöldi að skála og stúdentar sjá til að það verði öllum gestum kleift með 30 metra löngum bar — auk tveggja minni. Hljómsveitin Brimkló leikur fyrir dansi siðasta klukkutima þessa árs og fjóra fyrstu þess næsta. Auk þess kem- ur hljómsveitin Dögg fram. Það má segja, að náttúruöflin hafi haldið sin jól i Vestmanna- eyjum, þó ekki með eldi og brennisteini, heldur þvert á móti með is og snjó. Það gerðist nefnilega rétt fyrir jólin, að innsta hluta Eriðarhafnar lagði i fyrsta sinn frá þvi frostavegur- inn 1918. Það er þó ekki svo að skilja, að frostið hafi verið svona óskaplega mikið, heldur var ástæðan sú, að höfnin i Vest- mannaeyjum er orðin besta höfn i heimi eftir að nýja hraun- ið lauk við að laga innsigling- una. Arangurinn af þessu starfi hraunsins er sá, að alda kemst ekki lengur inn á höfnina, svo þarersjóralltaf sléttur og kyrr, árið 1918. en þetta olli þvi að mun minna Myndina tók Guðmundur frost þarf til, að hana leggi en Sigfússon fyrir Alþýðublaðið. HORNIÐ GÖNGUGÖTU- SKRIÐJÖKULL ' „Austurstrætisdóttir” hringdi I Hornið: „Nú er svo komið, að sá hluti Austurstrætis, sem kallast göngugata er eins og ófær skrið- jökull yfirferðar. Þegar komið er á þann hluta Austurstrætis, sem nú er opinn fyrir bilaum- ferð er allt annað uppi á ten- ingnum. Gatan er auö og greið eins og á sumardegi. Bilaum- ferðin hefur séð um það. Það er gott og blessað að kalla stuttan kafla Austurstrætis göngugötu, en ekki ber það vott um skilning á þessu heiti, þegar hann er gangandi vegfarendum likari hættulegri fjallgöngu en göngu- ferð um steinlagðar gangstéttir og malbikað aðalstræti borgar- innar. í okkar misviðrasama landi verðum i bæjum og borg- um að taka meira tillit til gang- andi fólks en gert er, og alveg sérstaklega á þeim stutta vegarspotta landsins, sem ber nafnið göngugata. Með allri virðingu fyrir fjáröflunarstarfi liknajfélaga, verður að átelja þann umferðartálma, sem happdrættisbilar þeirra valda á þessum sama stutta vegar- spotta. Ef Austurstrætið á að heita göngugata að einhverju leyti eða öllu, verður það þá HUGSUMTÍL FUGLANNA einnig að vera fært gangandi fólki. Þetta verður að tryggja með eftirliti gatnamáladeildar borgarinnar, þegar tiðarfarið krefst þess, og siðast en ekki sist: Burt með alla bila af einu „göngugötu” Islands”. Að kút- veltast á gangstéttum „Göngumóður” hringdi aftur i Horniðog hélt áfram að tala um hálkuna á gangstéttum borgar- innar. 1 þetta skipti átti hann leið i hús öryrkjabandalagsins að Hátúni 10 og þar lá við, að hann axlabryti sig, þegar hann kútveltist fyrir framan anddyr- ið. „Hvernig er ætlast til, að lamað og fatlað fólk komist að og frá húsinu, þegar fullfriskt fólk á fullt i fangi með það?” spurði „Göngumóöur”. Vildi hann beina þeirri eindregnu ósk til forráðamanna bandalagsins eða hússins, að þeir setji hið fyrsta salt eða annað á gang- stiga við húsið til að koma i veg fyrir, a þar verði óhöpp. „Nóg er samt á fatlað fólk lagt þótt ekki sé verið aö stofna þvi i stór- hættu að nauösynjalaust”, sagöi „Göngumóður” að lokum. Ingólfs-Café Gömludansarnír í kvöld kl. 9 Hljómsveit Rúts Ilannessonar Söngvari: Grétar Guðmundsson. Aðgöngumiðasalan frá kl. 7 — Simi 12826. Ingólfs-Café BINGO á sunnudag kl. 3 Aðalvinningur eftir vali. 11 umferðir spilaöar. Áttadagsgleði stúdenta i Laugardalshöll á gamlárskvöld 31. des. 1973 kl. 23—04. Hljómsveitin Brimkló. Ódýrar veitingar. Miðasala alla daga kl. 14—17 i anddyri Há- skólans. Kaupið miða timanlega, i fyrra seldust þeir upp. Miðaverð kr. 600.00 i forsölu, en kr. 800.00 við innganginn. SHÍ. Hildegard Þórhallsson hafði samband við Hornið: „Þegar maður byrjar aö gefa fuglum á annað borð, ætti ekki að hætta þvf, þótt mildara veður komi dag og dag. Fuglar hafa mjög hröð efnaskipti og til þess að þeir deyi hungurdauða, þarf oft ekki nema örfáar klukku- stundir. Þegar fuglar hafa vanist þvi að fá gefinn mat á ákveðnum stað, eru þeir oft ekki nógu fljót- ir að finna sér nýjan stað, þar sem þeir geta satt hungur sitt. Þegar byrjar að vora, ætti að minnka fóðurgjöfina smátt og smátt en ekki að snögghætta gjöfinni. Þess vil ég geta, að starar borða alls ekki korn, en gott er að gefa þeim alls konar matarlei far, einkum kjötsag og feitt kjöt. Hugsiö til fuglanna með mat- gjöfum. Þaökostar ekki mikið.” Við óskum útgerðarmönnum, sjómönnum, starfsfólki i fisk- vinnslustöðvum og öllum, sem að fisköflun og fiskverkun vinna gæfuriks nýs árs og þökkum þeim, sem með okkur hafa starfað ánægjulega samvinnu á liðnu ári. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Sjavarafurðadeild Laugardagur 29. desember 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.