Alþýðublaðið - 25.01.1974, Page 1

Alþýðublaðið - 25.01.1974, Page 1
Svavar Kristjánsson, veitingamaður, hefur sótt um lóð fyrir veit- ingahús i Reykjavík. t viðtali við Alþýðublaðið kvaðst Svavar hafa hug á að reisa hér 1. flokks veitingahús, og þá helst i hinum svokallaða nýja miðbæ við Kringlumýr- arbraut. Um árabil hefur Svavar rekið veitinga- húsið Hábæ. Sagði Svavar, að með synjun á framlengdu vinveitingaleyfi þar, væri öllum rekstrar- grundvelli kippt undan Hábæ. Föstudagur 25. jan. 1974 ^TársT ALÞYÐUBLADIÐ BIRTIR HIN BÖNNUDU UMMÆLI BJÖRNS TH „Afkáraskapur til skemmtunar Flatneskjan til skilnings og listrænt menningarleysi börn- um öruggast til uppdráttar 71 —- Ég er aðeins að gegna minum skyldu- störfum. Ég er ábyrgur gagnvart útvarpsráði fyrir þvi efni, sem flutt er i sjónvarpi, og hlýt því að taka ákvörðun um, hvað er flutt i sjónvarp og hvað ekki. A þessa leið voru um- mæli Jóns Þórarinssonar, dagskrárstjóra lista- og skemmtideildar sjón- varpsins, þegar frétta- maður blaðsins sneri sér til hans til að leita upplýs- inga og álits Jóns um „deilu” þá, er virðist hafa r'N GISLI ..BAUKAR I 160. SINN 11 ,,Fló á skinni” Leikfé- lags Reykjavikur verður sýnd i 160. skiptið i Iðnó i kvöld. Ekkert leikrit hef- ur áður verið sýnt jafn oft hérlendis, en „Hart i bak” er i öðru sæti með „aðeins” 156 sýningar. En „Flóin” á eftir að ná lengra þvi á allar sýning- ar hefur verið uppselt Gisli Halldórsson leikur tvö aðalhlutverkin i leikn- um við fádæma hrifningu leikhúsgesta, en er frétta- maður blaðsins sneri sér til hans i gær vegna þessa sýningamets, sagði Gísli aðeins: — Ég bara bauka þarna á sviðinu og ef ein- hver hefur gaman af þvi, þá er mér það nóg. Ég hef ekki talað við blöð i 20 ár og vil ekki heldur gera það núna. „Heldur dauður þorskur í lestinni en lifandi háseti í lúkarnum” Sjá baksíðu ^ sprottið upp á milli hans og Björns Th. Björnsson- ar og Ólafs Hauks Simonarsonar varðandi efni i lista- og menningar- þættinum „Vöku”. Báðir hafa þeir Björn og Ólafur Haukur ásakað Jón fyrir „ritskoðun”. -o-o-o- Eins og kunnugt er sagði Björn af sér umsjón þáttarins þegar Jón lét fella úr Vöku ummæli hans um jóladagatal Sjónvarpsins og Um- ferðarráðs. Björn skaut máli sinu bréflega til út- varpsráðs, sem lýsti yfir fullum stuðningi við að- gerðir Jóns með eftirfar- andi ályktun: „Útvarpsráð lýsir sig samþykkt þeirri ráðstöf- un Jóns Þórarinssonar að nema burt úr „Vöku” 29. fyrra mánaðar gagnrýni Björns Th. Björnssonar á jóladagatali Umferðar- ráðs og sjónvarpsins, ekki vegna efnislegrar gagnrýni heldur vegna orðfæris. Utvarpsráð get- ur ekki fallist á, að menn- ingargagnrýni „Vöku” sé þröngur stakkur skorinn þótt slikt orðfæri sé ekki notað”. Þessi ályktun útvarps- ráðs var samþykkt ein- róma. Fréttamaður blaðsins sneri sér siðan til Björns Th. Björnssonar og fékk hann til að lesa ummælin umdeildu. Fara þau hér á eftir — og er rétt að geta þess, að þau áttu að koma á eftir umsögn Ólafs Kvaran um þjóðsagna- hefti Helgafells: „Þótt áhöid geti verið um, hvaða aldursflokki þjóðsagnahefti Helgafells séu ætiuð, fer siikt vist ekki milii mála um jóla- almanak Umferðarráðs og sjónvarpsins, sem sent var þúsundum barna um ailt land á aidrinum 4—8 ára. Þetta dæmaiausa piagg lýsir betur en flest annað þeim yfirgangi smekkleysunnar, sem is- lensk börn eru beitt, hvort heldur er með slikri furðusendingu eða með forheimskuðum skripa- myndum sjónvarpsins i barnatimum, eða þeim biómyndum, sem kallað- ar eru barnasýningar. Aðilar þeir, sem að sliku standa, virðast hafa það sameiginiega álit á börn- um, að afkáraskapurinn sé þeim helst tii skemmt- unar, flatneskjan best til skilnings og listrænt menningarleysi þeim ör- uggast til uppdráttar. Börn kunna að mcta góða teikningu, þau eru býsna glögg á það, sem er vand- að og fallega gert. Þvi er það grætilegt, að opinber- ir aðiiar skuli finna sig knúða til að senda þcim slika andlega sjálfsmynd sina og það að sýnist I al- gjöru tilgangsleysi. (Þetta átti að kenna börn-' um að nota umferðar- merki, endurskinsmerki i umferðinni.) Það vill til, að mörg hafa iagt þennan undarlega jólaglaðning til hliðar með hreinu ógeði. Svo kastar það auðvitað tólfunum, þcgar reynt er að tengja þetta nafnlausa plagg Jóhannesi heitnum skáldi úr Kötlum, en á bakhlið segir, að mynd- irnar séu byggðar á kvæði lians „Einu sinni á jóla- nótt”, þótt hvorugt sé, að myndum þessum beri saman við kvæðið eða að það sé sjálft þar nokkurs staðar prentað”. — Með þessu sýndi ég, sagði Björn, — almanakið I heild og tók út einstakar myndir. Þetta var partur af þætti, sem ég var með, en þegar ég frétti af þess- um klippingum, reyndar ekki fyrr en samdægurs, þá fór ég fram á, að allt mitt efni yrði tekið út úr „Vöku”, sem ég og átti fullan höfundarrétt á, en var synjað af Jóni Þórarinssyni. Björn sagði afgreiðslu útvarpsráðs ekki hafa komið sér á óvart, til þess væri hann búinn að sitja of lengi i ráðinu sjálfur. — Ég veit hvað það þýðir að setja opinberlega ofan I við dagskrárstjóra, sagði Björn, — það þýðir van- traust og viðkomandi get- ur þar með ekki annað en sagt af sér. -0-0-0- Ólafur Haukur Símonarson hefur i blaða- viðtölum að undanförnu haldið þvi fram, að hann hafi hætt yfirumsjón með „Vöku” vegna ritskoðun- ar” og ofríkis Jóns Þórarinssonar. Þegar fréttamaður sneri sér til Jóns og bar ummæli Ólafs Hauks undir hann, þá svaraði Jón: „Ég kannast ekki við að ágreiningur um efni „Vöku” hafi verið orsök þess, að hann vék frá yfirumsjón þáttarins. Ólafur Haukur var ráðinn i tilraunaskyni til ára- móta og þegar leið að þvi, að þeim tima væri lokið, þá sagði hann starfinu af sér”. ISLENDINGAR A HASSMÖRKUÐUNUAA A þriöja hundrað í fíknilyfjamálum 741 á enn óaf- greiddar skatta- kærur frá 1973 Rikisskattanefnd hefur nú til meðferðar 746 skattakærur vegna á- lagningar 1973 sem þang- að hefur verið skotið eftir úrskurð skattstjóra, og hafa fimm kærur verið afgreiddar. Þeir 741, sem ekki hafa fengið úrskurð nefndarinnar mega búast við að þurfa að biða eftir þeim allt fram i júni, en rikisskattanefnd hefur allt að sex mánuðum til að kveða upp úrskurð sinn. Að sögn Guðmundar Skaftasonar, formanns nefndarinnar, komu 150 kæruríseptember, en 596 i október, nóvember og desember. „Við erum i sannleika sagt rétt að byrja á þvi að fara yfir kærur vegna á- lagningar 1973”, sagði Guðmundur Skaftason i samtali við Alþýðublaðið i gær, en siðan skrifstofa núverandi rikisskatta- nefndar var ojrnuð 18. janúar 1973 og til 18. jan. 1974 voru afgreidd 1357 mál vegna álagningar 1971 og 1972”. Skattþegni sem sendir rikisskattanefnd kæru, er heimilt að krefjast þess, að hann eða umboðsmað- ur hans með skriflegu umboði fái að flytja mál sitt fyrir nefndinni. Nú er sannað, að nokkrir Islendingar hafa ferðast til Nepal, Marocco og Afganistan og gert þar kaup á hassi, en gifurlegt magn af hassi er ræktað i þes.sum löndum. Asgeir Friðjónsson rannsóknardómari, sagði i viðtali við blaðið i gær, að við yfirheyrsl- ur hér heima hefðu ekki komið fram sannanir fyrir þvi, að þcssir aðil- ar hafi smyglað efninu inn til íslands, eða til annarra landa. Alþjóðalög- reglan staðfesti, að ts- lendingarnir hefðu keypt þarna hass, en ekki hversu mikið. Á næstunni mun f íknilyf jadómstóll- inn senda saksókn- ara ríkisins mál á þriðja hundrað is- lendinga, sem bendlaðir hafa verið við sölu, neyslu eða dreifingu fíknilyfja á síðasta ári. Ásgeir Friðjóns- son rannsóknar- dómari sagði í við- tali við blaðið í gær, að sekt manna í hópnum væri mjög mismunandi og kynni svo að fara að saksóknari heimil- aði dómssátt í mál- um margra. Að sögn Ásgeirs virðist minna vera um fíknilyf í umferð nú en t.d. í fyrra- sumar og haust, og kynni það að standa i sambandi við, til hversu margra náð- ist í fyrrahaust, Hins vegar hefur ekki verið. unnt að senda saksóknara málsgögn fyrr en nú, þar sem margir eru flæktir í fleira en eitt mál og því mikil vinna að meta brot hvers einstak- lings.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.