Alþýðublaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 2
HÁRKOLLU VERDUR KONAN AÐ VELJA FYRIR SIG SJALF
EN ÞAR ER ÞÚRF
FYLLSTU AÐGATAR
Hárkollur eru orðnar meðal
þess, sem enginn kvenmaður
vill vera án. Og það er meira en
skiljanlegt, þegar athuguð er sú
fyrirhöfn, sem þær þurfa á sig
að leggja til þess að vera finar
um hárið — vel að merkja þurfi
þær ávallt að eiga við sitt eigið
hár. Þá er þúsund sinnum hand-
hægara að eiga „kolluna” til-
búna heima — auk þess sem
kollugreiðslan endist oft mun
betur, en greiðsla hins eðlilega
konuhárs.
Flestar konur þurfa helst að
eiga tvær kollur — aðra- með
stuttu hári en hina með siðu.
Um stuttu hárkollurnar er
ekkert sérstakt að segja. En
þær með siða hárinu geta verið
varasamar. Sumar þeirra eru
nefnilega þannig, að algerlega
útilokað er að setja i þær rúllur
eða túpera þær. Hvað sem gert
er verður hárið — sem raunar er
nú oftast úr næloni og öðrum
gerviefnum — rennislétt. Slikar
hárkollur eru alls ekki gallaðar.
Svona er þeim ætlað að vera af
hálfu framleiðendanna. Hárið á
að vera slétt i þeim og ótúperað
og þvi ætti hver sú kona, sem
hyggst fá sér hárkoilu með siðu
hári, að ganga vandlega úr
skugga um það, áður en kaupin
eru gerð, hvort kollan sé af
þeirri tegund, sem ávallt verður
slétt, eða hvort setja megi
„hárið” upp og túpera það. Það
eru nefnilega ekki allar konur,
sem vilja ganga með slegið sitt
hár — enda fer það sumum
þeirra illa. Og fyrir eina slika
væri það harla ömurlegt að upp-
götva, að nýja og fallega kollan
með siða hárinu, sem hún var að
kaupa, er einmitt þannig af
„guði” gerð, að alls ekki er hægt
að setja hana upp eða túpera.
Annars skalt þú — ef þú ert að
festa þér kaup i hárkollu —
ekkert vera hrædd við gervi-
efnin. Kollur úr náttúrlegu hári
(sem raunar er mun oftar dýra-
hár, en manna, hvað sem aug-
lýsingarnar segja) eru i fyrsta
lagi miklu dýrari en hinar og i
öðru lagi ekki eins sterkar og
endingargóðar — þótt vist séu
þær kannski fallegri.. einkum
nýjar. En gervihárkollurnar eru
lika oft listilega vel gerðar,
þannig að næstum ómögulegt er
að sjá, að þar sé ekki allt
Stereo-heyrnartæki eru orðin
mjög vinsæl nú upp á siðkastið.
En hér sem annars staðar þarf
neytandinn á leiðbeiningum að
halda og á áhugamaðurinn alls
ekki að velja þau fyrstu
heyrnartæki, sem hann rekur
augun i.
Þegar heyrnartækin eru
valin, þarf að velja þau eftir
sömu meginreglum, og þegar
maður velur sér stereohátalara.
Eini munurinn er sá, að
heyrnartækin eru ekki við það
miðuö að fylla heilt herbergi af
hljómum.
Við framleiðslu heyrnartækja
er byggt á tveimur megin-lög-
málum — annars vegar hinu
dynamiska og hins vegar hinu
elektróstatiska. Og sannast
hefur, að heyrnartæki, sem
byggð eru skv. elektróstatiska-
kerfinu, eru til muna betri, en
hin, sem byggð eru skv. þvi
dynamiska, sem aftur á móti
eru rrLun ódýrari.
Einnig er hægt að flokka
heyrnartækin i tvo aðra flokka
— eftir þvi, hvort þau eru
„opin” eða „lokið”. „Opnu”
gerðirnar gefa yfirleitt betri
hljómburð, en ókosturinn við
þær er sá, að slik heyrnartæki
einangra eyrað ekki fyrir utan-
aðkomandi hljóðum. Þvi verður
að vera hljótt i herberginu, sem
sá er i, er hlýðir á hljómlist með
„opnu” heyrnartæki.
Einnig er nauðsynlegt að
reyna heyrnartækið á höfðinu
áður en keypt er. Það má t.d.
ekki vera of þungt og það verður
að falla vel að eyrunum.
Einkum þetta siðasttalda ræður
miklu um hljómgæðin.
Heyrnartæki eru annað hvort
tengd við hátalaratenginguna á
magnaranum eða ! sérstakan
tengil á honum, sem aðeins er
ætlaður heyrnartækjum. Sá
tengill er oft framan á
magnaranum, þannig að auð-
velt er að komast að honum. Séu
tveir tenglar á magnaranum —
annar fyrir heyrnartæki, en
hinn fyrir hátalara, ætti
magnarinn að vera þannig
byggður, að þegar heyrnar-
tækin eru sett i samband þá fari
hátalararnir sjálfkrafa úr sam-
bandi. Enn betra er þó ef
magnarinn er útbúinn með
takka, þar sem slökkva má eða
kveikja á hátölurunum án þess
að þurfa að taka þá úr sam-
bandi.
„ekta”. Og svo er styrkleikinn
miklu meiri.
Allar hárkollur verður að
sjálfsögðu að máta, áður en þær
eru keyptar og best er að velja
sér lit, sem er ekki allt of ólikur
hinum eðlilega háralit konunnar
sjálfrar. Það er ekki vegna
þiess, að ella kynni að sjást i
„náttúrlega” hárið undir koll-
unni og litamismunurinn kæmi
upp um kellu. Slikt er mjög
fátitt. Astæðan er sú, að manns
eigin háralitur á yfirleitt best
við manns eigið yfirbragð —
m.a. lit og áferð húðarinnar —
og mjög ólikur litur hárkollu
kynni að gera útkomuna af
samstarfi náttúrunnar og tækn-
innar aldeilis hörmulega.
Ending hárkollu er að sjálf-
sögðu komin undir gæðum
hennar og meðferð. Góð hár-
kolla heldur sér i mörg ár, ef
rétt er með hana farið, en
minnist þess, að hárkollur á að
þvo i köldu vatni og hita má
aldrei hleypa að þeim. Gætið
þess einnig, að ekki á að þvo
hárkóllurnar mjög oft. Jafnvel
þótt kolla sé notuð að jafnaði,
þarf ekki að þvo hana nema einu
HEYRNARTÆKI
EDA HATALARI?
Ýmsar tæknilegar
upplýsingar fylgja heyrnar-
tækjum alveg á sama hátt og
hátölurum. Þeir, sem vel heima
eru i hljómburðartækni, geta
notað sér þessar upplýsingar að
gagni við val á heyrnartækjum,
en allur almenningur verður
fyrst og fremst að treysta á sitt
eigið tóneyra. Athugið þó vel, að
heyrnartækið verður að vera af
sama gæðaflokki og magnarinn.
Mikilvægasti kostur heyrnar-
tækjanna er svo að sjálfsögðu
sá, að með þeim er hægt að
hlusta á hljómlist hversu
háværa sem er ánþess að ónáða
fjölskylduna eða nágrannana.
Einmitt þess vegna aukast
sifellt vinsældir heyrnartækj-
anna — hjá öllum aðilum.
Hafnarfjarðar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
Skipholt 29 — Sími 244fifi
BLÓMAHÚSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opid til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
Sérhver kona ætti að eiga tvær hárkollur — eina með siðu hári og
aðra með stuttu.
sinni i mánuði. Fitan, sem
myndast á hársverðinum og
gerir það að verkum, að manns
eigið hár verður svo fljótt
óhreint, kemst aldrei i snertingu
hárkollu að nokkru ráði og þess
vegna er alveg nóg að bursta
hana bara vel, en þvo hana ekki
nema svo sem einu sinni i
mánuði sé hún oft notuð — mun
sjaldnar sé hún aðeins notuð við
sérstök tækifæri.
MÁTULEGIR SKÖR
HANDA BARNINU
Það er talsvert vandamál
fyrir marga foreldra að velja
rétta skóstærð fyrir litil börn
sin. Of stórir skór veita fætinum
litinn stuðning og geta bæði sært
fótinn og stuðlað að þvi, að hann
aflagist. Um hvað of litlir skór
geta gert við barnsfót þarf ekki
að fjölyrða. Allir foreldrar vita
það.
En vandinn er sá, að litlu
börnin finna oft ekki sjálf,
hvaða skór eru við hæfi og
hverjir ekki. Þá verður for-
eldrið að koma til skjalanna og
giska.
En það er ekki endilega
nauðsynlegt að vera með neinar
getsakir. Einföld lausn er til á
málinu.
Láttu barn þitt standa báðum
fótum á þykku pappaspjaldi.
Dragðu siðan með blýanti
nákvæma stærð fótanna á
spjaldið. Næst þegar þú ferð til
skókaupmannsins, skaltu svo
hafa spjöldin með þér og máta
þau inn i þá skó, sem þú hyggst
kaupa. Spjöldin verða að vera
rúm i skónum — lengd þeirra að
innan t.d. verður að vera 1,5-2
cm. meiri en á spjaldinu, þvi
gera verður ráð fyrir sokkum og
þvi, að barnið geti átt skóna
eitthvað þótt fóturinn stækki
smávegis.
Sé um að ræða skó til vetrar-
brúks, þegar barnið er i þykkum
ullarsokkum verður munurinn
auðvitað að vera meiri.
Einföld lausn
erfiðu vandamáli
1
lalþýðuj
mfiimi
Okkur
vantar
Sendisveina
Alþýðublaðið óskar eftir að ráða sendi-
sveina á ritstjórn og i afgreiðslu til sendi-
ferða bæði fyrir og eftir hádegi. Hálfs dags
ráðningar koma vel til greina. Sendisvein
arnir þurfa að hafa hjól.
Nánari upplýsingar veittar i sima 14900
og 86666.
Alþýðublaðið
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA f KRON
DÚÍIA
í GtflEflBflE
/íffli 64ROO
o
Föstudagur 25. janúar T974.