Alþýðublaðið - 25.01.1974, Qupperneq 3
Jón Þ. efstur fyrir
síðustu umferðina
úrslit í9. umferð á skákþingi Reykjavíkur urðu þau
i meistaraf lokki, að Gunnar Gunnarsson vann Jóhann
Þ. Jónsson, Leifur Jósteinsson vann Andrés Fjeld-
sted, Júlíus Friðjónsson vann Björgvin Víglundsson,
Bragi Halldórsson vann Björn Halldórsson.
Skákir Jóns Þ. Þórs og Björns Jóhannessonar, og
Benónýs Benediktssonar og Ómars Jónssonar fóru í
bið.
Jón Þ. Þór er enn efstur með 6 1/2 vinning og eina
biðskák, en Leifur Jósteinsson og Bragi Halldórsson
eru næstir með 6 vinninga hvor.
10. umferðin vartef Id í gærkvöldi, og segjum við frá
úrslitum á morgun. I B-riðli meistaraf lokks er Helgi
Ólafsson efstur með 7 vinninga, og Gylfi AAagnússon
næstur með 6 vinninga og eina biðskák.
Herðum stöðugt drykkjuna
Dómarar vilja sérstakt Dómhús
Embættin nú dreifð um bæinn
„Við teljum ekki vansalaust,
að dómaraembætti borgarinnar
séu dreifð um allan bæ og á
meiri og minni flækingi i leigu-
húsnæði”, sagði Björn Þ. Guð-
mundsson, formaður Dómara-
félags Reykjavikur, i viðtali við
Alþýðublaðið. „Sérstakt Dóm-
hús, sem rúmaði starfsemi
þessara embætta myndi létta
borgurunum margvislega fyrir-
höfn, og yrði til mikils hagræðis
fyrir embættin og alla þá, sem
við þau hafa samskipti. Er og
augljóst, að mikill sparnaður
væri að þeirri tilhögun”, sagði
Björn.
Aður hefur verið vakið máls á
þessari nauðsyn fyrir forgöngu
Dómarafélagsins við dóms-
málaráðuneytið og Reykja-
vikurborg, en engar undirtektir
fengist.
Dómarafélag Reykjavikur
GRINDAVIK: ASTAHDID
ER TIMABUNDID
„Þaö er rétt að eins og málin standa, gengur meiri sjór inn i
Grindavikurhöfn en verið hefur”, sagði Helgi Jónsson, deildar-
tæknifræðingur hjá Vita- og hafnarmálastofnuninni, I viðtali við Al-
þýðublaðið. „Hins vegar er hér um að ræða timabundiö ástand með-
an framkvæmdir við stórfelldar hafnarbætur i Grindavik standa yf-
ir”.
Sagöi Helgi, að nú væri veriö að dýpka rennuna i innsiglingunni.
Hefði hún verið allt of grunn, og fyrir hefði komið, að báta hefði af
þeim sökum tekið niðri. Verið er aö undirbúa Iengingu á vestur-
brimgarðinum, og standa vonir til að þvi verki ljúki á 1—2 mánuð-
um. Við það þrengist hafnarmynnið aftur.
Þá er verið að byggja viðleguaðstöðu i austurhöfninni með um 450
metra kanti. Er þvi verki langt komið, og um 90% hans koma til
nota fyrir vertið.
„Kanturinn, sem óróinn er við, er löndunarpláss, sem ekki er ætl-
að sem viðlegupláss”, sagði Helgi. Gat þess, að hafnarnefnd og
hafnarstjórn Grindavlkur, sem og sérfræðinganefnd Alþjóöabank-
ans, heföi einróma samþykkt þær framkvæmdir, sem nú væri unnið
að.
Að lokum sagði Helgi, að nú væri verið að vinna að módeltilraun-
um við að byggja ytri brimvarnargarð, sem dregur enn frekar úr
sjógangi og ókyrrð I Grindavikurhöfn.
verður 10 ára i næsta mánuði.
Hefur það nú enn skorað á borg-
arstjóra og dómsmálaráöherra
að láta til skarar skriða I mál-
inu, og látið þess getið, að kær-
komnasta afmælisgjöfin til fé-
lagsins væri vilyrði um að Dóm-
húsi yrði ákveöin staðsetning
innan borgarskipulagsins.
Bréf D.ómarafélagsins um
þetta gamla baráttumál var
lagt fram á siðastafundi borgar-
ráðs Reykjavlkur. Hvarvetna
þar sem dómsvaldið er einn af
meginþáttum rikisvaldsins,
skipa dómhús virðulegan sess I
hverri borg, bæði hvað varðar
reisn og staðsetningu. Ekki væri
það vonum fyrr, að þetta mál
yrði nú leyst á viðeigandi hátt
hér i höfuðborginni.
Áfengi var selt hér á landi fyrir rúmar 2056 milljón-
ir á síðasta ári. Er þetta 37,7% söluaukning frá árinu
1972, en þá var selt áfengi fyrir rúmar 1493 milljónir.
Áfengisneyslan á mann árið 1973, miðað við 100% á-
fengi, var2,88 lítrar. Nam aukning áfengisneyslunnar
0,07 Iftrum, eða tæpum 2,5%. útsöluverð áfengis
hækkaði nokkuð á árinu.
Áfengissalan var þannig árin 1973 og 1972:
Heildsala útsölustaöa:
Reykjavik
Akureyri
Isafjörður
Siglufjörður
Seyðisfj.
Keflavik
Vestm.eyjar
1973 172
1.597.386.490,- kr. 1.124.683.
203.456.935,- kr. 146.492.
65.278.350.- kr.
32.403.790,- kr.
55.391.870,- kr.
100.817.860,- kr.
2.056.425,- kr.
46.766.
22.684
36.525
68.972
47.733
056,-
420,-
250,-
010,-
580,-
895,-
455,-
Kr. 2.056.791.720,- kr. 1.493.857.666,-
Áfengisneysla á mann, miðað við 100% áfengi, er þessi á siðustu
árum:
Arið 1965 2,07 1
Arið 1966 2,32 1
Arið 1967 2,38 1
Árið 1968 2,11 1
Árið 1969 2,17 1
Þesar tölur eru
ATVR.
Arið 1970 2,50 1
Arið 1971 2,70 1
Arið 1972 2,81 1
Árið 1973 2,88 1
unnar af Áfengisvarnarráði, eftir skýrslum
Áfram með kynfræðsluna..
„Anægður lesandi” hefur sent
Horninu eftirfarandi bréf:
„1 blaðinu 19. janúar birtist i
Horninu bréf frá reiðum les-
anda, þar sem hann fordæmir
skrif ykkar um getnaðarvarnir,
og kallar þau skrif jafnvel klám.
Þessi lesandi má greinilega
ekki við miklu. Þessi grein var
að minu áliti látlaus, en fræð-
andi, og ætti hver einast heilvita
maður að taka svona skrifum
sem sjálfsögðum hlut.
Blaðið á hrós skilið fyrir allar
slikar greinabirtingar, ogættu
skólar að taka sér þetta til fyrir-
myndar. Þar fæst ekki önnur
fræðsla en um blómin og þau
nota ekki getnaðarvarnir.
Og svo i leiðinni til Freysteins
og Sighvatar. Afram með þátt-
inn „Að tjaldabaki”! Svcleiðir
þættir eiga vel heima i lýðræðis-
sinnuðu blaði, sem þessu, og
hljóta að vera öllum vel þegn-
ar”.
„Anægður lesandi”
Þjóðhátíð
Forsetinn
fsr skildi
Matthias Johannessen, for-
inaður Þjóðhátiðarnefndar
1974, ávarpar forsetahjónin i
siödegisboði, sem forseti Is-
lands bauð nefndinni i að
Bessastöðum á dögunum.
Færöi nefndin forsetahjónun-
um að gjöf veggskildi sina, og
gat formaður hennar þess I á-
varpi sinu, að forseti lslands,
herra Kristján Eldjárn, hefði
vcitt ýmiss konar stuðning við
undirbúning þjóðhátiðarinnar
og sá stuðningur væri nefnd-
inni mikiis virði.
iSÉ
... og líka
Tjaldabakið
Frændi hringdi:
„Ég vil endilega aö þið haldið
áfram með greinaflokkinn „Að
tjaldabaki”. Eftir aöéghef lesið
greinarnar sjálfur, þá hef ég
verið vanur að fara með blaðið
til kunningja og ættingja og
leyfa þeim að lesa. Yfirleitt fæ
ég ekki blaðið mitt aftur.
Þá vil ég lika hvetja til fleiri
jafn góðra greina um kyn-
fræðslu. Þær mega gjarnan
koma i staðinn fyrir allt þetta
megrunarkjaftæði”.
Liggur þér eitthvað
á hjarta?
Hringdu þá í
HORNID Sími 86666
Föstudagur 25. janúar 1974.
o