Alþýðublaðið - 25.01.1974, Page 5

Alþýðublaðið - 25.01.1974, Page 5
útgefandi: Alþýöubiaðsútgáfan hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Freysteinn Jóhannsson. Stjórnmálaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, sími: 86666. Afgreiðsla: Hverfis- götu 8-10, sími: 14900. Auglýsingar, Hverfisgötu 8-10, sími 86660. Blaðaprent hf. NÝRRAR FORYSTU ER ÞÖRF Formælendur stjórnarflokk- anna eru menn, sem virðast lifa innilokaðir f sinni eigin drauma- vcröld. Þeir halda þvi hiklaust fram, að verðbólga sú, sem ver- ið hefur á tslandi, sé að mestu leyti til komin vegna erlendra verðhækkana þótt þeir hafi und- ir höndum skýrslur hlutlausra sérfræðinga Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, þar sem sagt er, að óðaverðbólgan á tslandi sé að mestu leyti af innlendum rótum runnin. Þeir halda þvi fram, að islenskir launþegar hafi aldrei haft það betra en nú, þótt allur almenningur viti, að aldrei hef- ur verið erfiðara að fá heimilis- peningana til þess að endast en einmitt á valdaskeiði rikis- stjórnar ólafs Jóhannessonar. Þeir halda þvf fram, að atvinnu- vegir landsmanna hafi aldrei staðiö traustari fótum en nú — þótt ástandið sé þannig, að minnstu hafi munað að útgerðin stöðvaðist um sl. áramót vegna reksturserfiðleika og iðnaður- inn eigi svo erfitt uppdráttar, að við mörgum iðnaðarfyrirtækj- um landsmanna blasi algert hrun. Gott dæmi um ástandið I at- vinnumálum landsmanna er af- koma skuttogaranna nýju, sem svo miklar vonir voru bundnar við. Þrátt fyrir sæmilegasta al'la hjá þessum skipum og a 11- hátt afurðaverð mun afkoma skipanna vera slik, að tapið á rekstri þeirra mun að meðaltali nema einni milljón króna á mánuði. Sjálfur Lúðvlk Jóseps- son, sjávarútvegsráðherra, hef- ur viðurkennt það á Alþingi, að skuttogararnir nýju geti ekki staðið skil á vöxtum og afborg- unum lána, sem tekin voru til smiðanna, og svo segja þessir menn, að atvinnulif lands- manna standi traustum fótum! Sannleikurinn er auðvitað sá, að erfiðleikarnir, sem núver- andi rikisstjórn hefur skapað þjóðarbúinu með stjórnleysi hennar á efnahagsmálunum, eru svo miklir, að þeir virðast næstum þvi óley sanlegir. A.m.k. er það vist, að þeir ráða- menn þjóðarinnar, sem drýgst- an hlut hafa átt i að skapa þessa erfiðleika með óstjórn og fyrir- hyggjuleysi, eru ekki færir um að veita hið minnsta viðnám, hvað þá að þeir geti greitt eitt- hvað úr vandanum. Til þess þarf nýja og dugmikla forystu fyrir þjóðarbúinu — forystu, sem núverandi stjórnarflokkar hafa sýntog sannað að þeir geta ekki i té látið. SAMTÖK HERSTOÐVAANDSTÆÐINGA HALDA FUND I HASKOLABIOI A SUNNUDAGINN UM HERMALID: BURTU MEÐ HERINN A sunnudaginn kemur kl. 14.30 gangast Samtök her- stöðvaandstæðinga fyrir al- mennum fundi i Háskólabió um herstöðvamálið. A fundinum verða flutt sjö stutt ávörp, sungnir baráttusöngvar og farið með gamanmál. SUJ hvetur alla jafnaðarmenn og aðra her- stöðvaandstæðinga til að fjöl- menna á fundinn og taka kröftuglega Undir kröfuna um brottför alls bandarfsks herliðs af islandi. Á næstu dögum kemur j ljós hvort islenska rikisstjórnin stendur við það fyrirheit sitt að koma bandariska hernum úr landi. Viðræður utanrikisráðu neytisins við Bandarikjamenn hafa dregist úr hömlu og eru herstöðvaandstæðingar að von- um orðnir langþreyttir á að- geröaleysi rikisstjórnarinnar i þessu máli. Hviki stjórnin frá þessu loforði sinu eru það tvi- mælalaust bein svik við þá kjós- endur, sem veittu henni meiri- hluta í siðustu kosningum — og hún hlýtur þá að hröklast frá völdum, rúin trausti, þvi einn af hornsteinum stjórnarsam- starfsins er loforðið um brottför hersins á kjörtimabilinu. „Varið” land Nú á siðustu dögum hefur ver- ið hleypt af stokkunum undir- skriftasöfnun meðal almenn- ings i þvi skyni að óska eftir áframhaldandi hersetu. Heldur eru það lágkúruleg vinnubrögð og engum til sóma að fagna 1100 ára afmæli Islandsbyggðar með frómum óskum um ævarandi hersetu erlendssfcó^»eldis á is- lenskri grund. Hefur þó verið unnið að söfnuninni af miklum fitonskrafti; flokksvél ihaldsins i Reykjavik sett i fullan gang og ekkert til sparað, hvorki fjár- magn né vafasamar baráttuað- ferðir, svo ekki sé meira sagt. Móðursýki Morgun- blaðsins Tilburðir þeirra „landvarn- ar”manna og skrif ihaldsblað- anna undanfarið — með Mogg- ann I fararbroddi að venju hljóta hins vegar að vera herstöðvar- andstæðingum nokkurt fagnað- arefni, þó það sé ekki kátlegt að sjá á hvaða stigi málflutningur þeirra er, siðlaus og barnaleg- ur. Þessi málflutningur sýnir nefnilega að ihaldsöflin i land- inu telja á þvi verulegar likur, að stjórnin standi við málefna- samninginn — öðruvisi verður brambolt þeirra og móðursýkis- leg skrif ekki skýrð. Það hefur glögglega komið i ljós, að enn telja hernámssinnar gömlu Rússagrýluna vænlegasta mál- stað sinum til framdráttar; enn er reynt að höfða til kaldastriðs- áróöursins; enn er hrópað: Rússarnir koma! Rússarnir koma!!!! Ályktun þingflokks Alþýðuflokksins Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur nú lýst yfir stuðningi við markmið þeirra „landvarnar”- manna og áframhaldandi her- setu I landinu. Skýtur þar óneit- anlega skökku viðj þetta er I al- gjöru ósamræmi við stefnu- mörkun siðasta flokksþings og er auðvitað i algjörri andstöðu viö sjónarmið ungra jafnaðar- manna og annarra vinstri manna i flokknum. Auk þess má benda á, að þar sem Mogginn hefur úthrópað tillögur þing- flokksins i hermálinu sem hinar heimskulegustu, þá er óneitan- lega hlálegt, að sjá þennan sama þingflokk hnýta sig nokkrum vikum siðar aftan i Moggaliðið. Vinstri menn i Al- þýðuflokknum eru orðnir lang- þreyttir á ihaldsþjónkun foryst- unnar og þeir draga sina lær- dóma af þessum viðbrögðum þingflokksins. Fundurinn á sunnudag- inn Eins og fyrr segir hefst fundur herstöðvaandstæðinga á sunnu- daginn kl. 14.30 i Háskólabió. Ávörp flytja á fundinum: Helgi Sæmundsson, Andrés Frá Sambandi ungra jafnaðarmanna Umsjónarmaður: Ólafur Þ. Harðarson Kristjánsson, Pétur Tyrfings- son, Thor Vilhjálmsson, Stein- unn Finnbogadóttir, Inga Birna Jónsdóttir, og Magnús Kjart- ansson. Einnig verður ijóðalest- ur og gamanmál á dagskrá. Kynnir verður Jón Múli Árna- son. Mikils er um vert að sem flestir vinstri menn láti sjá sig á þessum fundi og sameinist um kröfu dagsins: Herinn burt — á kjörtímabilinu! ☆ FLOKKSSTARFIÐ VIÐTALSTIMAR Alþýðuflokksfélag Reykjavikur minnir á viðtalstima forystumanna flokksins i Reykjavik á hverjum laugardegi kl. 11-12, f.h. á flokksskrifstofunum. N.k. laugardag verður BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON, borgarfulltrúi til viðtals. Siminn i viðtalsherberginu er 1-50-20. FELAGSSTARF FUJ. VARNARMÁL ÍSLANDS OG HERSTÖÐVARMÁLIÐ Almennur fundur um varnarmál íslands og herstöðina i Keflavik verður haldinn á Hótel Esju þriðjudaginn 29. janúar n.k. kl. 20.30. Nánar auglýst siðar. F.U.J. IAlþýðuflokksfélag Reykjavíkur auglýsirl KYNNISFERÐ UM SÖGU- SLÓÐIR REYKJAVÍKUR NÆSTKOMANDI SUNNUDAG KLUKKAN 13,45 Alþýðuflokksfélag Reykjavikur hefur ákveðið að efna til reglubund- inna kynnisferða um SÖGUSLÓÐIR REYKJAVIKUR,- Fyrsta ferðin verður farin frá Arnarhóli n.k. sunnudag kl. 13,45. Ekið verður i tæpar tvær klst. um gömlu Reykjavik og merkisstaðir skoðað- ir. Fararstjóri: JÓN I. BJARNASON, ritstjóri. Tekið verður á móti miðapöntunum á skrifstofu Alþýðuflokksins i Alþýðuhúsinu, simi 1-50-20, i dag og á morgun frá kl. 5-7 og á laugar- daginn frá kl. 10-12 f.h. Föstudagur 25. janúar 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.