Alþýðublaðið - 25.01.1974, Blaðsíða 7
ÉG VAR
AUGU
FBI gerði sitt besta til að
fá Valachi til að leysa frá
skjóðunni, en hann hafði
ekki talað fyrr en nú.
Hamfarir.
Hann hafði verið i Mafi-
unni i 30 ár, en aldrei þó
sem yfirmaður, samt voru
launin fyrir hann dauðan
eða lifandi 100.000,00 dali
dauðan eða lifandi — helst
dauðan. Hver einasti
glæpamaður hefði verið fús
til að myrða mann fyrir
slika upphæð. Valachi bCTiti
m.a. á Vito Geovese, sem
hafði myrt 33 fyrir Mafi-
una. Bæði Mafian og Cosa
Nostra voru i rúst.
Ýmis mál, sem lögreglan
hafði ekki leyst upplýstust
nú. Klaus Klauke sá Mafiu-
menn að morði og þekkti
þá. Hans var gætt dag og
nótt, en þó var hann myrtur
daginn fyrir réttarhöldin.
Tveir lögregluþjónar gættu
hans þá við glugga á fjórðu
hæð. Valachi benti á morð-
ingjann.
Mona Zeitsmann var
heimsk og hugrökk. Hún sá
Mafiumorðingja og kjaft-
aðifrá. Hún var myrt á leið
frá réttarsalnum. Valachi
benti á morðingjana.
ódauðleg?
Mafian er mesta glæpa-
fyrirtæki heims. Það er
stundum hægt að segja
skák en aldrei mát. Eld-
fjallið Etna blundar árum
saman gýs á ný eins og
Mafian. Mafian er ódauð-
leg.
Umberto veiktist 1968.
Allt var fyrir hann og konu
hans gert, þvi að Mafian
sér fyrir sinum. Kona Um-
bertos hefði aldrei þurft að
liða neyð þótt hann hefði
látist, en hann hresstist og i
ársbyrjun 1969 kom lagleg
15 ára stelpa að ræða við
konu hans. Hún var útsend-
ari Mafiunnar.
„Þeir vilja ná i mann
sem heitir Enriko Pizzoli”,
sagði stúlkan. „Þetta eru
þau nöfn sem hann hefur
notað i Bandarikjunum”.
Hún rétti mér lista með
þremur nöfnum á: Quirino
Pizzini, Carlo Arata og
Ottavio Bertini. Seinni hluti
skilaboðanna var munnleg-
ur.
„Pizzoli er hið rétta
nafn”, sagði stúlkan, „en
hann býr núna i Feneyjum
undir öðru nafni, sennilega
eitt af þessum þremur. Ar-
ið 1944 var hann handtekinn
i Chicago fyrir bankarán og
morð. Hann var einn af
fimm mönnum sem rændu
banka og drápu tvo verði.
Pizzoli kiaftaði um hina.
Joseph Valachi sagði
bandarisku alrikislög-
reglunni allt af létta um
Mafiuna.
Þeir voru handteknir og
enduðu i rafmagnsstólnum,
á meðan að Pizzoli fékk 20
ár. Hann slapp út fyrir sex
vikum og er nú staddur á
Italiu. Þeir vilja ná hon-
um”.
Umberto var helsti sér-
fræðingur Mafiunnar i þvi
að leita uppi fólk, en samt
sem áður er ástæða til að
vekja athygli á þvi að
stúlkan notaði aldrei orðið
Mafian. Hún talaði allan
timann um „Þá”.
Umberto sagði að sin á
milli töluðu meðlimir Mafi-
unnar aldrei um Mafiuna
heldur um Bræðralagið.
Hann ferðaðist til
Feneyja og leitaði fyrir sér
meðal þeirra manna sem
hann hélt að gætu aðstoðað
sig i leit sinni að Pizzoli.
Það tók hann 24 tima að
finna mann sem hét Otta-
vio Bertini. Hann var ný-
kominn frá Bandarikjun-
um, og dulbúinn sem
starfsmaður frá útlend-
ingaeftirlitinu. Leitaði Um-
berto hann uppi undir þvi
yfirskyni að hann þyrfti að
aðgæta landvistarleyfi
hans. Umberto fannst
maðurinn nautheimskur.
Umberto sagði, að sér hefði
þótt maðurinn svo heimsk-
ur, að hann ætti það skilið
að deyja.
„fig verð vist að segja
þér allt af iétta”, sagði
hann. „Ég verð að tala við
einhvern. Ég heiti ekki
Bertini, heldur Pizzoli og er
hræddur við Mafiuna”.
„Þú þarft ekkert að ótt-
ast hér”, sagði Umberto.
„En ég þarf vist að hitta
þig út af landvistarheim-
ildinni á föstudaginn, ef
það hentar þér?”
Það hentaði vininum vel
og hann bauð Umberto
drykk.
Mafian er
fingralöng.
Aumingja heimski Pizz-
oli. Umberto og hann fengu
sér I glas og gengu út á ró-
legt strætið. Pizzoli tók
ekki eftir bilnum með
mönnunum tveim þegar
Umberto tók i hönd hans og
sagði: „Bacio le mani! (Ég
kyssi hönd þina!) Það er
hin fræga eða alræmda
kveðja Mafiunnar, og Um-
berto langaði til þess að
láta Pizzoli vita að skapa-
dægur hans væri upprunn-
ið. Umberto flýtti sér af
stað. Er hann kom að næsta
horni þá sneri hann sér og
leit við. Pizzoli stóð með
furðusvip vegna þess að
kveðja sú sem Umberto
haföi notað var aðeins not-
uð af Mafiunni.
Þá hlýtur að hafa runnið
upp fyrir honum að Um-
berto hafi lokkað hann i
gildru. Umberto sá hann
ekki hlaupa en hann las um
það i dagblööunum eftir á,
að Pizzoli reyndi að hlaupa
þegar bfllinn stefndi að
honum. Vélbyssukjafti var
stungið út um bilgluggann,
og Pizzoli dó i kúlnaregni,
25 árum eftir að hann sveik
félaga sina úr Mafiunni.
Viku siðar fór Umberto
til Palermo. Hann var
veikur og bað Mafiu-ráðið
um leyfi til þess að hætta
starfi sinu. Það samþykkti
það: „Akveddu dvalarstað
þinn og láttu okkur fá
heimilisfangið ef eitthvað
skyldi vera á seyði i borg
þeirri sem þú býrð. Alveg
laus verður þú ekki fyrr en
þú deyrð, en við látum þig
ekki gera neitt nema það sé
algjör nauðsyn”, voru
skilaboðin sem Umberto
fékk.
Umberto þakkar sjö-
manna-nefndinni, Hann tók
I hendur þeirra og sagði:
„Bacio le mani! ”
Árunum i Mafiunni var
lokið.... eða var þeim lokið i
raun og veru? Var hann
frjáls i raun og veru? Gat
hann nokkurn timann orðið
frjáls? Og hann vissi að
svarið var neikvætt.
Hann verður Mafiumað-
ur til dauðadags.
ENDIK.
3Umberto Aquilini, sem var
njósnari Mafiunnar i Róm,
sendi marga menn út i dauð-
ann. Fólk sem var dæmt tii dauða af
Mafiunni fyrir það að hafa brotið
þagnareiðinn, var leitað uppi af Um-
berto, sem visaði morðingjunum á
fórnariömbin.Samviskubit iþyngir hon-
um ekki, þvi að hann drakk boðorð
Mafiunnar með móðurmjólkinni. Nú
segir Umberto frá Mafiu-foringjunum
og lögieysi þeirra.
BANDARÍSKU BLÖÐIN AFHJÖPA NÝTT HNEYKSLISMÁL
S1ARFSMANNASTJÖRI
NIXONS NJÚSNADI
UNI ALLAR GJÖRÐIR
HENRYS KISSINGER
Alexander Haig — hershöfðingi.
Hann neitar öllum ákæruatriðun-
um.
Hinn núverandi starfsmanna-
stjóri i Hvita húsinu, Alexander
Haig, hershöfðingi, lék aðalhlut-
verkið i síðasta stjórnmála-
hneykslinu i Bandarikjunum,
njósnunum, sem reknar voru
gegn Henry Kissinger, segir
stærsta sjónvarpsstöð Banda-
rikjanna, ABC.
Rannsóknin. sem framkvæmd
var af hinum svokallaða
„pjátursmiðahóp” Hvita hússins,
á að hafa leitt i ljós, að háttsettir
liðsforingjar ráku njósnir gegn
núverandi utanrikisráðherra
Bandarikjanna árið 1971, þegar
hann sem ráðgjafi Nixons hafði
fullt i fangi með að reyna að leiða
Vietnam-striðið til lykta með
friðarsamningum. Astæðan til
njósnanna að sögn fréttamanna
ABC var sú, að hinir háttsettu
liðsforingjar töldu, að Kissinger
leyndi herstjórnina mikilvægum
upplýsingum, sem leyniþjónustan
hefði komist yfir.
ABC-fréttamennirnir hafa
'upplýst, að ákveðinn maður i
þjóðaröryggisráði Banda-
rikjanna hafi bent á Alexander
Haig, hershöfðingja, sem aðal-
manninn á bak við njósnirnar. A
þessum tima var Kissinger for-
maður ráðsins og Haig varafor-
maður þess.
í fréttaútsendingu neitaði Haig
þvi harðlega, að hann hefði lekið
upplýsingum, sem bárust þjóðar-
öryggisráðinu, yfir til varnar-
málaráðuney tisins.
ABC minnti þá á, að Haig hafi
verið mjög á öndverðum meiði
við Kissinger um viðræðutækn-
ina, sem beita ætti Le Duc Tho,
samningamann Hanoistjórnar-
innar i Paris.
Stjórnmálaréttaritarar spá þvi,
að ný „Watergate-barátta” sé nú
i uppsiglingu hjá bandariskum
fjölmiðlum þar sem leitað verði
að öllum þeim einstaklingum,
sem ábygð beri á hinu nýja
pólitiska hneyksli, njósnum her-
stjórnarinnar um sjálfan hinn nú-
verandi utanrikisráðherra
Bandarikjanna.
Þannig hefur stórblaðið „New
York Times” sagt nú alveg
nýlega, að fyrir þvi séu sannanir
að ákveðinn hópur af háttsettum
liðsforingjum i Bandarikjaher
hafi safnað leynilegum
upplýsingum frá öðrum banda-
riskum stofnunum, sem þeir hafi
siðan komið á framfæri við
varnarmálaráðuneytið.
Frá forsetabústaðnum I San
Clemente i Kaliforniu, þar sem
Nixon hélt sig um það leyti, sem
byrjað var að ympra á þessu nýja
hneykslismáli i blöðunum, voru
sendar út mjög varlega orðaðar
fréttatilkynningar. Þar segir
m.a. á þá leið, að við lok ársins
1971 hafi uppgötvast, að lágt
settur embættismaður sem hafði
aðgang að leynilegum skýrslum
vegna starfs sins, hafi sent mjög
leynilegar upplýsingar til utanað-
komandi afls.
Ekkert er sagt um, hvað af
manninum varð, eh upplýsingar
herma, að honum hafi verið sagt
upp störfum á stundinni eftir að
„pjátursmiðahópurinn” hafi
komið upp um hann. í frétta-
tilkynningunni frá Hvita húsinu
er ekki minnst einu orði á
„lekann” frá þjóðaröryggis-
ráðinu yfir til varnarmálaráðu-
neytisins.
Stærsta tryggingasvindl
Norðurlöndum
SJÓNIN ER SÖGUNNI RÍKARI
MggkMr
ÞpÖbátídamefndar 1914
Mglegir minjagripir. VerÖmœt gjöf.
r
a
Rétt eftir s.l. áramót má segja,
að sprengja hafi sprungið i mál-
efnum tryggingafélaga i Sviþjóð.
Sven nokkur Stenheim, sem var
einn af 600 útibússtjórum hins
stóra tryggingafélags Trygg-
Hansa, var handtekinn og ákærð-
ur fyrir að hafa svikið fjóra við-
skiptavini um 10—15 milljón
sænskar krónur á 10 árum.
Sven Stenheim tókst að fá fjóra
af auðugustu viðskiptavinum
fyrirtækisins til þess að leggja
þetta fé fram. Aðalsaksóknarinn I
málinu hefur viðurkennt, að upp-
hæðin sé sú, sem nefnd er. Sænsk
blöð hafa hins vegar giskað á, að
svindlið nemi margfalt hærri
upphæð — þ e.a.s. 400 millj. kr. —
en sllk æruatriði hafa ekki borist
yfirvöldunum. Annað mál er það,
að við rannsóknina hefur komið i
ljós, að málið hleður i sifellu utan
á sig.
Svindlið var raunar fram-
kvæmt' með þeim hætti, að Sven
Stenheim notaði tryggingaumboð
sitt til þess að reka eigin banka-
stofnun. Til þess að laða að sér
efnaða viðskiptavini, þá gaf
Steinheim þeim heilmikla afslætti
af eigin umboðsþóknun. Þessu
hélt hann i gangi með þvi að taka
á móti stórum innlánum gegn
himinháum vöxtum og peningana
notaði hann svo ýmist til okur-
lánastarfsemi eða til þess að geta
gert upp við aðalumboð Trygg-
Hansa vegna þeirra viðskipta-
vina, sem fengu tryggingarnar
keyptar undir sannvirði. Og fólk
vildi gjarna láta Sven hafa
peninga i „innlánsdeildina”. Það
hélt nefnilega, að trygginga-
félagið stæði á bak við banka-
afhjúpað
starfsemina. Og vaxtakjörin voru
ekki slök. Sten bauð allt að 11%
vöxtum á mánuði, eð a u.þ.b.
150% vexti á ári. Fyrir viðskipta-
vinina var þetta auðvitað
hreinasta gullnáma. Þekktur
auðmaður, sem lagði fram mill-
jón, gat einum mánuði seinna
kvittað fyrir vöxtum upp á 110
þús. kr.
En svo kom að þvi, að kúnnarn-
ir þurftu að skerða innlánin sjálf -
fá eitthvað til baka af þeim
peningum, sem þeir upphaflega
lögðu inn. Og þá komu þeir að
tómum kofanum hjá Stenheim.
Þar sem allt bókhald þessa
„einkabanka” Stenheims hafði
verið unnið á skrifstofu
tryggingaumboðsins og öll bréf
„bankans” rituð á bréfsefni
Trygg-Hansa, sneru viðskipta-
mennirnir óánægðu, sem vildu nú
fá innlán sin aftur til baka, sér til
aðalskrifstofu tryggingafyrir-
tækisins,Nep þar komu menn auð-
vitað af fjÖUum. Og svo komst
svindlið upp.
Stenheim" fékk tilkynningu frá
aðalskrifstofunni um, að hann
yrði kærður fyrir lögreglunni.
En hann varð sjálfur á undan og
gaf sig fram við yfirvöldin.
Hvernig getur slik starfsemi
þrifist undir hatti eins öflugasta
tryggingafyrirtækis á Norður-
löndum án þess að nokkur verði
þess var? Er okkur ekki ávallt
sagt, að fá fyrirtæki hafi bók
haldsmál sin i betra lagi, en ein-
mitt tryggingafélögin, þvi ágóða-
hlutur þeirra sé svo rýr umfram
áhættuna? Þannig spyrja Sviar
nú og forstjórum Trygg-Hansa
vefst tunga um tönn.
En alla vega viðurkenna þeir,
að álit fyrirtækisins hafi beðið
mikinn hnekki, þótt þeir haldi þvi
staðfastlega fram, að fyrirtækið
hafi verið allsendis óvitandi um
allt svindlið.
LIF OG HEILSA
Líkaminn er flókinn og
enginn verkf ræðingur gæti
t.d. gert byggingu hand-
leggsins betur, en skapar-
inn. Það er annað um
tennurnar, sem sífellt eru
að skemmast.
Mannlegt auga er í sér-
flokki, því að Ijósmynda-
vélar, sem eru margfalt
stærri geta ekki framkall-
að myndir né liti eins og
augað gerir, hvort sem er í
myrkri eða sólskini. Augað
er stórkostlegt og afskap-
lega létt á voginni.
Augað hefur allskonar
varnir eins og tárin, sem
þvo brott ryk og smyrja
augnalokin. Augnahárin,
sem sjá fyrir skordýrum
og flugum og sjálfkrafa
samdrætti augasteinsins,
ef Ijósiðer of skært. Ennis-
beinin verja augað gegn
höggum, en samt er ekkert
öruggt. Það er hægt að fá
brunablett á sjáaldrið, ef
menn horfa of lengi á eld,
sólinaeða snjó, meðan þeir
eru á skíðum. Vindurinn
getur einnig haft slæm
áhrif á sjónina og augn-
vöðvarnir þreytast, ef þú
lest of lengi í litilli birtu
eða bíl. Svo verða nri^nn
rauðeygðir af of litlum
svefni. Þúsundir manna
þjást af fjarsýni, nærsýni
eða öðrum álíka kvillum.
Við þessu er að vísu ekkert
að gera, en sumir læknar
telja þó, að það sé verra að
nota gleraugu en ekki.
Sjónin er eitthvað það
dýrmætasta, sem við eig-
um. Blindur maður þarf að
sætta sig við80% skerðingu
á hæfileikum mannsins.
Það er heimskulegt að líta
ekki alvarlega á augnsjúk-
dóma eða skerta sjón og þá
ekki eingöngu vegna þess,
að sjónin gæti farið versn-
andi, heldur og vegna þess,
að slíkt getur verið hættu-
legt fyrir bíleiganda. Aug-
un eru ekki jafnfljót að að-
lagast myrkri og áður. Ell-
in hefur einnig sín áhrif,
því að firmtugur maður
þarf fimm sinnum meiri
birtu til að sjá við eins Ijós-
lega og áður, ef þú ert
fimmtugur eða tiu ára.
Það er ef til vill ástæðan
fyrir því, að birtan virðist
daufari, og sjónin verri
með aldrinum. Leitið til
læknis, ef ykkur virðist
sjónin dofna, því að það er
allt í lagi með sjónina, ef
litið er eftir henni.
Verðlaunaveggskildir Sigrúnar Guðjónsdóttur.
Framleiðandi: Bing & Grandahl. Efni: Postulín. Stærð: 18 cm
þvermál: Smásöluverð: kr. 7.205.— serían.
Veggskildir með teikningum eftir Einar Hákonarson, sem hlutu
sérstaka viðurkenningu í samkeppni Þjóðhátíðarnefndar.
Framleiðandi: Gler og postulín sf. Efni: Postulín
og Ramingviður. Stærð: 16 X 16. Smásöluverð: kr. 2.640.— serían.
Þessir fallegu veggskildir til minningar um
11 aida afmæli Islandsbyggðar eru eingöngu seldir sem sería.
Kjörgripir, sem aukast aá gildi d komandi árum.
Heildsöludreifing:
Samband íslenzkra samvinnufélaga, Búsáhaldadeild, Reykjavík.
O. Johnson & Kaaber, Sætúni 8, Reykjavík.
O
Föstudagur 25. janúar 1974.
Föstudagur 25. janúar 1974
o