Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 2
Holl fæða — hraustur líkami Megurð og matarvenjur — síðasti hluti MEGRUNARFÆÐI IV. Og þá er komið að lokum þátt- anna um MEGURÐ OG MAT- ARVENJUR. Að loknum inn- gangsorðum, þar sem gefin voru ýmis góð ráð i sambandi við megrun og mataræði fyrir þá, sem hvorki vilja verða offitu né hjartasjúkdómum að bráð, þá hófum við að birta matar- uppskriftir að megrunarfæöi — fyrst miðað við neyslu 1000 hita- eininga á dag, en siöan miðað við neyslu 1200 hitaeininga á dag, þ.e.a.s. öllu rýmri megrun- arkúr. i siðasta þætti, sem birtist i blaðinu fyrir viku, var rakinn helmingur uppskriftanna i 1.200- hitaeininga-á-dag-áætluninnni — þ.e.a.s. uppskriftir að morg- unverðar- og hádegisverðar- réttum auk miliimálUða. Nú ljúkum við áætluninni — og þar með skrifunum um MEGURÐ OG MATARVENJUR — með þvi að halda áfram þar, sem frá var horfið i siðustu viku, og tök- um fyrir aðalmáitið dagsins —kvöld- eða miðdegisverðinn. MIÐDEGISVEJIÐAR- RÉTTIR Aður en við byrjum á sjálfum réttunum, þá skulum við aðeins kikja á tvær salatsósur (marin- aði) — en gott er að eiga i fórum sinum nokkrar uppskriftir af sósum á grænmetissalöt, sem jafnan er þýðingarmikill þáttur i sérhverju megrunarfæði. Marinaði með oiíu: 1 dl sólblómaolia, 1 dl vatn, hálf- ur dl edik, 1 tsk. salt, eitt hvit- lauksrif, hálf tsk. salt, eitt hvit- lauksrif, hálf tsk. karrý, 1/4 tsk. pipar. Allt efnið er fyrst vegiö eða mælt nákvæmlega. Siðan er þvi blandað vel saman með þeyt- ara, hellt á flösku og geymt á köldum stað. Aður en sósan er notuð á að hrista vel upp i flöskunni. t 1/4 dl af sósunni eru 90 hitaeining- ar. Magurt marinaði: 3/4 dl vatn, 3 tsk. sinnep, 3 tsk. sitrónusafi, 1/2 tsk. hvitlauks- salt, örlitið af pipar. Efnið mælt nákvæml. og þvi svo blandað vel saman með þeytara. bar sem engin olia er i þessari salatsósu, þá má bæta við 1/4 dl skammt af henni t.d. 2 dl af und- anrennu eða hálfri appelslnu til þess að fá jafn margar hitaein- ingar (90) og úr 1/4 dl af fyrri sósunni. Soðinn fiskur með tómat Notið magran fisk, svo semeins og rauðsprettu, þorsk, ýsu o.s.frv. Uppskriftin miðast við 4. 1 hverjum skammti 310 hitaein- ingar. 600 gr soðinn fiskur, 400 gr tóm- atar, 40 gr sólblóma, 2 búnt persilla, 2 tsk. salt, 1/2 tsk. pip- ar, 400 gr kartöflur, ein sitrónu- sneið. Fiskurinn er þveginn og soð- inn i vatni, sem salt, piparkorn, lárberjablöð og sitrónusneiðin hafa veriö sett út i. Með fiskinum eru borðaðir steiktir tómatar. Tómatarnir eru skornir i sneiðar. Sólblóma brætt á pönnu og tómatsneiðarnar steiktar i 3 min. á hvorri hlið. Setjið smá- vegis af vatni út á pönnuna á meðan steikt er. Fiskurinn settur á fat ásamt soðnum kartöflum og steiktum tómötum. Skreytt með saxaðri persillu og salti og pipar stráð yfir. Fiskibuff með salati: Uppskrift fyrir 4. 1 hverjum skammti 320 hitaeiningar. 120 gr fiskfars, 4 msk. söxuð persilla, 20 gr sólblóma, 240 gr magur fiskur, 1 tsk karrý, 1 tsk salt, 4 tsk finkull (fennikel), 8 tsk. sitrónusafi, 240 gr grænar baunir, 200 gr kartöflur, 200 gr grænt salat, 1 dl salatsósa (marinaði). Saxaðri persillu hrært saman við fiskfarsið. Alpappir smurð- ur með sólbloma og fiskflak lagt þar á. Farsið er siðan lagt ofan á flakið og jafnað eftir þvi og hitt flakið siðan lagt ofan á. Fiskurinn siðan kryddaður og honum pakkað vel inn i ál- pappirinn, svo hvergi lofti út. Pakkinn er siðaii settur i 200 stiga heitan ofn og rétturinn steiktur i 20 min. Salatblöðin hreinsuð og lögð i skál. Skreytt með grænum baunum og niðursneiddum soðnum kartöflum. Salatsós- unni hellt yfir. Buff með lauk og ostbaunum. Uppskrift fyrir 4. í hverjum skammti 400 hitaeiningar. 400gr magurt, meyrt nautakjöt, 20 gr sólblóma, 200 gr laukur (heilir, smair laukar, ef til eru), 400 gr grænar baunir, smáklipa af sólblóma, 200 gr rifinn ostur, 1 múskathnot, salt, pipar. Buffkökur búnar til úr kjötinu og þær barðar léttilega. Steiktar á pönnu upp úr sólblómanum. Gætið þess, að steikja buffið ekki of lengi hvoru megin og að setja svolitið vatn á pönnuna á meðan verið er að steikja. Einn- ig má þurrsteikja eða grill- steikja buffið. Við það sparast35 hitaeiningar. Laukarnir hreinsaðir og soðn- ir i léttsöltuðu vatni ásamt grænu baununum (séu þær keyptar ósoðnar). Þvi næst eru báunirnar settar i eldfast fat, rifnum osti hellt yfir og þær sið- en hitaðar i 200 st. heitum ofni uns osturinn hefur náð að bráðna vel. Þá er rétturinn til- búinn — nema hvað gjarna má setja rifna múskathnot saman við baunirnar ef vill. Parisarbuff og hvitkálssalat: Uppskrift fyrir 4. í hverjum skammti 475 hitaeiningar. 400 gr magurt nautakjöt, hakk- að einu sinni, 2 tsk. salt, 40 gr rasp, 4 eggjahvitur, 120 gr sax- aður iaukur, 120 gr smáttskorn- ar rauðrófur, 4 msk. safi af rauðrófum, 40 gr sólblóma, 400 gr hvitkál, 1 dl salatsósa (marinaði). Hakkið blandað varlega með salti, raspi og eggjahvitu. Að þvi búnu er söxuðum lauknum og smáttskornum rauðbeðunum snúið mjög varlega saman við blönduna. Þvi næst eru búnar til buffkökur, sem fyrst eru brún- aðar á pönnu en siðan er vatn sett á pönnuna (gjarna litað með sósulit), lok yfir hana og buffkökurnar fullsteiktar þann- ig i ca. 4 min. Hvitkálshausinn skorinn i ör- þunnar sneiðar, sem aftur eru saxaðar smærra. Salatsósunni hellt yfir kálið og þvi leyft að standa u.þ.b. i 15 min. á köldum stað áður en maturinn er fram- reiddur. Hakkabuff með lauk og blómkáli. Uppskrift fyrir 4. í hverjum skammti 485 hitaein. 500 gr magurt nautakjöt, hausinn niður I örþunnar sneiðar áður en kálið er saxað. hakkað einu sinni, 20 gr sól- blóma, 400 gr laukur, 2 dl vatn litað með soyu, 800 gr blómkál, 200 gr salat, 1 dl salatsósa. Sólblóma sett á pönnu og hit- að. Buffkökur búnar til úr hakk- inu, þær brúnaðar á pönnunni undir loki, eftir að smavegis vatn hefur verið sett á pönnuna. Laukurinn saxaður smátt og steiktur á pönnunni með buff- inu. Kryddað með salti og pipar. Með buffinu er borðað soðið blómkál og salat, t.d. gulrotar- salat, með salatsósu. Lundir mcðeplum og sveskjum. Uppskrift fyrir 4. t hverjum skammti 400 hitaein. 500 gr lundir (nauta eða jafnvel folalda), 20 gr sóiblóma, 400 gr epli, 80 gr sveskjur, 2 dl vatn, 2 tsk salt, 200 gr hrasalat. Lundirnar eru hreinsaðar — fita og sinar f jarlægt — og brún- aðar i potti i sólblóma. Þá er vatnið sett i pottinn auk niður- sneiddra epla og sveskjaj sem áður hafa veriö bleyttar upp. Saltað úti. Steikingu lýkur eftir 20 mín. Kjötið borið fram með soðinu ásamt eplum og sveskjum (soð- iö notað sem sósa og þá má gjarna bragðbæta hana eitthvað — en þó alls ekki með hveiti) og hrásalat borið með. Pottsteik með baunum og salati. Uppskrift fyrir 4. I hverjum skammti 340 hitaeiningar. Pottsteikin: 500 gr magurt kálfakjöt, hakkað einu sinni, 20 gr sólblóma, 100 gr laukur I stórum sneiðum, 500 gr af niður- sneiddum sveppum, 60 gr tómatpuré, 2dl vatn, 2 tsk. salt, 2 tsk. estragon, 1/2 tsk. pipar. Berist með pottsteikinni: 100 gr soðnar grænar baunir, 1 salat- höfuð, 1 dl salatsósa. Sólblóma er brætt i potti, kjöt, laukur og sveppir brúnað þar i. Vatnið sett I pottinn ásamt öðr- um efnum i uppskriftinni, lok sett á og látið malla við vægan hita i 15 min. Salatblöð, grænar baunir og salatsósa borið með. Farsrönd með grænmeti. Uppskrift fyrir 4. 1 hverjum skammti 340 hitaeiningar. Farsið: 500 gr magurt kálfakjöt, 2 tsk. salt, 4 eggjahvitur, 60 gr rifinn laukur, aftur 60 gr rifinn laukur, smávegis sólblóma tilþess að smyrja formið að inn- an með. Borið með: 200 gr grænar baunir, 400 gr laukur. Kjötið er hakkað einu sinni og búið til fars með þvi að hræra saman kjötinu, eggjahvitunum, lauk og salti. Farsið sett i smurt álform og soðið i vatnsbaði i 20 min. Munið að leggja álpappir yfir formið svo það sé sæmilega þétt. Með farsinu er borðað soðið grænmeti — t.d. grænar baunir og laukur hvort tveggja soðið vel i léttsöltu vatni. Kjúklingur i káli. Uppskrift fyrir 4. I hverjum skammti 360 hitaeiningar. 2 litlir kjúklingar (hvor ca. 800 gr), 8 dl kjúklingasoð, 800 gr hvitkál eða toppkál, 20 gr sól- blóma, 200 gr kartöflur, 2 tsk salt. Kjúklingarnir eru fyrst soðnir i léttsöltu vatni, sem niður- sneiddur laukur hefur verið settur út i. Þegar kjúklingarnir eru soðnir er þeim leyft að kólna og kjötið siðan skilið frá beinum. Munið að geyma soðið. Soðið má gjarna bragðbæta með karrý og salti og e.t.v. jafna það með maizenamjöli. Kálið finbrytjað. Sólblóma hitað i potti og kálið brúnað. Soðið (8 dl) sett i pottinn ásamt hráum kartöflum, sem hafa verið afhýddar og skornar i sneiðar. Allt er þetta svo soðið i 20 min. við vægan hita. Siðustu 5 min. er kjúklingakjötið sett út i pottinn. Kryddað eftir þörfum. Steikt Iifur ásamt fylltum tómötum. Uppskrift fyrir 4. 1 hverjum skammti 360 hitaeiningar. 500 gr niðursneidd lifur, 40 gr sólblóma, 400 gr tómatar, 250 gr sveppir, 40 gr rasp, 20 gr sól- blóma, 1 búnt persilla, söxuð, 1 hvitlauksrif, salt og pipar. Fitan brúnuð á pönnunni og lifrarsneiðarnar snöggsteiktar þar. „Lok” skorið ofan af tómöt- unum, tekið innan úr þeim og „innmaturinn” settur i pott. Þar er hann soðinn i 5 min. ásamt niðursneiddum sveppum, sólblóma og þvi öðru, sem fram er tekið i uppskriftinni. Að þvi búnu er blandan aftur sett inn i tómathulstrin, þeir eru settir i eldfast fat og hitaðir i 200 stiga heitum ofni i ca. 15 min. Einnig má búa þennan rétt til á grillplötu og er hann þá tilbú- inn á nokkrum minútum. Tóm- atarnir með maukinu i og lifrin eru þá grillsteikt um leið. Við það sparast 75 hitaeiningar. Næst: FÆÐA OG FRJÓSEMI Þá látum við lokið skrifum okkar um megurð og mataræði, sem enst hefur okkur talsvert lengi, enda hér um að ræða mál, sem flestir þurfa að hafa áhyggjur af einhvern tima á ævinni — jafnvel oft. 1 næstu vikum byrjum við svo á nýjum kafla og fjallar hann um það, sem ófriskar konur þurfa einkum að huga að varð- andi mataræði sitt svo með- gangan skaði ekki annað hvort likama þeirra, eða barnsins — nema hvort tveggja sé. Agætt er lika að matbúa steikta Iifur og fyllta tómata i grillofni. Matreiðslan tekur þá aðeins örfáar minútur og auk þess sparast 75 hitaeiningar. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. Skipholt 29 — Sími 2440« ©~ 1 fS^BLÓMAHÚSIÐ simi 83070 j&tpy Skipholti 37 Opid til kl. 21.30. Einnig laugardaga oq sunnudaga. r (Iro^) I ÞAÐ B0RGAR SIG ÍAÐVERZLA ÍKR0N Dúnn í ClffiflBAE /ími 84400 Miðvikudagur 30. ianúar 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.