Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 6
ii X's.rA •VÍ-VV W: V.yv^ >V/:fw Æ'iV s -.iTOc-: Vj:-V- :í|*t #1 J o s E P H I N A fr/’jv' fm ■ •• ■ ;■.- ’ ’i I GIFTINGARHUG Enn hefur þaö ekki verið gert opinbert, en taliöer aö einungis sé þaö timaspursmál hvenær hin 67 ára gamla Josephine Baker tilkynnir um fjóröa hjónaband sitt — i þetta sinn meö bandariska milljónamæringnum Robert Brady, sem er 22 árum yngri en hún sjálf. Þau hittust fyrir nokkrum mánuöum i Bandarikjunum, þar sem Josephine Baker var á söngferöalagi. Kvöld eitt, þegar hUn kom heim i ibUÖ sina á Waldorf Astoria Hóteli i Detroit fann hún þar blóm vönd með 100 rauðum rósum. Daginn eftir fór hún meö flugvél til New York og þar beiö enn stærri blómvöndur á hótelherberginu. Gjafarinn var Robert Brady. Hann segir: — Ég hef ávallt verið einlægur aðdáandi Josephine. Aldursmunur- inn skiptir engu máli. Ég veit, að hún á viö fjár- málaerfiöleika aö etja, en ég er einnig reiöubúinn til þess að sjá fyrir hinum 12 stjúpbörnum hennar. Ég vil gjarna vera þeim sem faðir og er ánægöur yfir þvi, aö Josephina skuli ekki hafa valiö mig vegna peninganna. Josephine Baker hefur enn ekkert sagt um samband sitt viö Robert Brady, sem var milljóna- mæringur á þvi aö selja bila. Frá þvi þau hittust hafa þau veriö saman svo til hvern einasta dag. 'jís w •AU'i If.V.v'; M ýí'-Z' pgl I tj*?;\ Wé M !0i Si ii:>v. isiijl M TILRÆOI Vlfi NIXOH i ÁR? Ein kunnasta völva Grikklands spáir, að á þessu ári verði gerð tilraun til að ráða Nixon Bandarikjaforseta af dögum. Forsetinn mun hverfa Ur embætti, og sambúð Bandarikjanna og Sovétrikjanna mun versna til muna. Alvar- legur ágreiningur mun risa meö Bandarikja- mönnum og banda- mönnum þeirra. Styrjöld brýst út að nýju i Austur- löndum nær. Það verður brúðkaup i ensku konungsfjölskyldunni á árinu. Spiroula Palamara er miðaldra Aþenukona. Hún spáir i spil og kaffi- korg. Hún hefur leyfi yfir- valdanna til að stunda iðju sína, og hún segist hafa hjálpað hundruðum manna, sem hafa leitað til hennar i vandræðum sinum. Hún segir mikil tiðindi af Bandarikjaforseta. Tilraun verður gerð til að ráða hann af dögum, áður en veturinn er úti. Hann á að særast alvarlega, en hann lifir árásina af. Arásarmaðurinn er dökkur yfirlitum. Hann er ekki Bandarikjamaður. Enn fremur er ljóst, segir Spiroula Palamara, að forsetinn verður að. segja af sér. Henni er ekki alveg ljóst, hvenær það verður, en ekki virðist henni forsetinn munu sitja að völdum út júnimánuð. Völvan les úr spilum sinum, að sambúð Bandarikjanna og banda- lagsrikja þeirra I Evrópu mun verða slæm. Þrjú voldugustu Evrópurikj- anna munu slita sam- bandi við Bandarikin. Bandarisk innanrikismál verða erfiðari en nokkru sinni fyrr. Sambúð Bandarikja- manna og Sovétmanna verður erfið, en þó ekki óbærileg, og styrjöld hefst að nýju fyrir botni Miðjarðarhafs. \i\\ rf, r0.;.'v! -'v L; 'i'iW iw. ‘vJJrVÍ Wii If '■■yté $1 101 ytgt FRÆGT FQLK OG FLEIRA 0 í Marseille eru aðalstöðvar //franska sambandsins" — eiturlyfjaheildsalanna/ sem selja á Bandaríkjamarkað — en um það fjallaði fram- haldssaga, er birtist í Al- þýðublaðinu nýlega. Þar eiga sér stað mikil átök milli glæpamannanna innbyrðis og nýlega fundust þar 17 lík fallinna í þeirri orr- ustu. En fíknílyf jadeild lögregl- unnar er líka með í leiknum. Hann var kallaður „Jói nautabani” og þrettán ára var hann 1,85 m og niutiu kiló. Stelp- unum fannst hann myndar- strákur, en lögreglan I Marseill- es áleit hann erkibófa. t þeirra augum var hann „Joseph Lom- ini fyrrverandi refsifangi”. 31. mars I fyrra lá hann liðið lik á gólfinu á skemmtistað all- ur sundurskotinn. Leðurjakka- piltarnir þrir, sem komu inn á „Tanangra” stóðu vel i sinu stykki. Þeir hleyptu aftur og aftur af uns enginn bærði á sér lengur. Þegar þeir fóru lágu fjórir i valnum. Yfirmaður fikniefnadeildar- innar i Marseilles, Marcel Mor- in þurfti ekki langt að leita til að vita, hverjir voru myrtir. Eig- andi „Tanangra”, gamall, fyrr- verandi bófi ungur maður, sem engu skipti og annar gestur. Morðingjarnir vildu aðeins ná i „Jóa nautabana” og lausnin lá I augum uppi. Fikniefni, sem þýða sama og dauði i Marseill- es. Lomini var bæði meglari, þjófur og smyglari. Hann fylgd- ist vel með breytingum á smyglvarningi, en þær verða ti- unda hvert ár — 1959 voru það sigarettur, 1960 gull og 1970 fikniefni. Nautabaninn skipti sér aldrei beintaffikniefnum, en hann var I þann veginn að verða einn af foringjunum. Það er auðvelt að græða meira á fikniefnasölu en að reka veitingahús og skemmtistaði og boðskapurinn hljóðar einfaldlega svona: Náðu þér I aura, þar sem auravonin er mest. Þeir, sem fylgja þess- um boðskap selja heróin og það kostar skildinginn. Enginn fiknilyfjasali þorir að neita glæpamanni á borð við Lomini, sem vill fá hluta ágóðans um leið og hann veifar skammbyss- unni. Lögreglumönnum I fikniefna- deildinni i Marseilles virtist lát Nautabanans rökrétt afleiðing af átökum þeim, sem hófust þar fyrir hálfu ári. Jói sat undir stýri á hvitum Peugot 504 og ók þrem félögum á fund. Þeir voru að „versla” með efni fyrir 1275 milljónir islenskra króna. Skyndilega hófst skothriðin og aðeins einn I bilnum komst lifs af — Lomini. Glæpaforingjarnir sýna enga miskunn og allir eru myrtir, sem myrða á. Lomini slapp vegna þess, að morðingj- arnir héldu, að hann væri sam- starfsmaður þeirra, en hefndin lét ekki biða lengi eftir sér. Fikniefndadeildin er samvalin Þrir gluggar, fjórir glerskáp- ar — það er skrifstofa Marcels Morins, yfirmanns fiknilyfja- deildarinnar. Hann ræður yfir 70manna starfsliði og þar af eru 50 undirforingjar á aldrinum frá 25 til 35 ára. 1972 var 20 veit- ingahúsum lokað vegna fikni- lyfjasölu, 471 voru handteknir og þar af 214 fyrir neyslu fikni- efna, en 122 voru handteknir fyrir fikniefnasölu. 50 þeirra ráku alþjóðleg viðskipti. Fikniefnasalarnir hafa hafið baráttu gegn ungu bófunum og fikniefnadeild Morins. Morin er 42ja ára og doktor i heimspeki. Allir starfsmenn hans eru samvaldir. Hann krefst þess, að þeir séu ungir, kraftmiklir og óþreytandi. Að þeir geti komið heim á hverju kvöldi i mánuð með óupplýst mál i huga, að þeir vinni 14 til 15 klukkustundir daglega og átta um helgar án yfirvinnulauna, að þeir geti tekið ósigrinum. ,;Mót- stöðumennirnir fylgjast vel með okkur. Við megum ekki leika James Bond, við verðum að láta sem minnst á okkur bera”. Allir starfsmennirnir eru hversdags- legir Frakkar að sjá. Þeir eru rétt eins og fólk er flest. Tuttugu og fimm af starfs- mönnum Morins stiga aldrei fæti sinum inn á lögreglustöð- ina. Þeir hittast I litilli Ibúð úti i bæ og bilarnir eru ómerktir. Stundum eru þeir m.a.s. skráðir i öðru sveitarfélagi og aldrei ber neitt á sendi- og móttökustöðv- unum. Lögregluþjónninn, sem situr undir stýri getur bæði sent boð og tekið við þeim án þess að á þvi beri. Stundum er notast við leigubila, en þessum fimm- tiu mönnum er skipt I sex til sjö manna hópa. Hver flokkur á að sjá um ákveðið verk hverju / sinni, fylgjast með grunuðum manni eða veitingahúsi, sem illt orð fer af og enginn nema Morin veit að hverju hver flokkur vinnur. — Við viljum koma I veg fyrir fikniefnasölu hér, en við hugs- um lika um alþjóðlega markað- inn. Við eltum yfirleitt ekki þá, sem neyta lyfjanna, nema við teljum að þeir geti visað okkur á fikniefnasalana, en þá notum við sem vitni. Þegar þannig ber undir handtökum við þá i hópum til að fá upplýsingar, segir Mor- in. — Fiknilyfjaneytendur og sölumenn hittast oftast á veit- ingahúsum. Það skilur einhver eftir sigarettupakka og annar hirðir hann hálfri minútu siðar. Smásalarnir nota oftast vélhjól og allt gengur með eldingar- hraða. Þú hittir fiknilyfjasal- ann, hann tekur við pöntuninni og þeir semja um mótsstaðinn. Klukkustund siðar er skipst á peningum og fikniefni. Þessir fundir eiga sér alltaf stað i eldri hluta borgarinnar, þvi að þar eru mestar likur á að fikniefna- salinn geti komist undan lög- reglunni. Hann getur skotist milli bilanna og litlar likur eru á þvi, að lögreglan geti elt hann uppi. Það væri auðveldara fyrir fótgangandi mann að ná honum. Fyrir skömmu handtókum við einn smásalann. Ég get ekki nafngreint hann, þvi að við er- um bundnir þagnarheiti. Við fundum hjá honum 45 kiló af mjólkursykri, en það efni er notað til að blanda heróin með. Hann viðurkenndi að hafa selt 15 klló af sviknu heróini eða um það bil 1500 skammta á 120 franska franka hvern. Þessir smásalar stórgræða. Við náðum i hann vegna almenns eftirlits, sem við höfum. Það er erfitt að finna rannsóknarstofurnar Það er erfitt að finna rann- sóknastofur, sem framleiða fikniefni. Peningaupphæðirnar, sem I veði eru, eru svo gifurleg- ar, að enginn smábófi, hvorki bandariskur né franskur, þorir að kjafta frá. Það eru aðeins fimm eða sex, sem vita um hverja rannsóknarstofu og eng- an þeirra langar til að segja, hvar hún er staðsett. 1 Bandarikjunum fær sak- borningur oft vægari dóm fyrir að segja frá öllu, sem hann veit, en þannig er það ekki i Frakk- landi. Sá, sem kjaftar frá fær fyrir ferðina, þegar hann losnar úr fangelsi. Það er engin mis- kunn hjá Magnúsi I þvi tilfelli! — Við vonum stundum, að einn bófaflokkurinn vilji hefna sin á öðrum, en það kemur afar sjaldan fyrir, þegar um stórbófa er að ræða. Glæpamennirnir vilja gera málin upp sin á milli án afskipta lögreglunnar. Við getum aðeins treyst á vinnu og aftur vinnu, á úthaldið og stund- um á heppnina, segir Morin. Það var heppni að ná i Christ- ian Simonpieri og Jó Fabiano, sem ráku leynilega rannsóknar- stofu. Þeir framleiddu svona 100 til 120 kiló af hreinu heróini i hvert skipti, sem þeir voru ,,i vinnunni”. Jó Fabiano þóttist vera heið- virður fisksali I Sainte-Margue, en orð lék á þvi, að hann hefði stundum heróin á boðstólum. Hann var rólegur og virðulegur borgari og lét aldrei sjá sig á veitingahúsum, sem illt orð fór af, en þó hafði hann alltaf verið vel kynntur I undirheimunum. Hann hitti Simonpieri, sem var atvinnulaus pipulagningamaður og hafði aldrei komist i kast við lögregluna. Fikniefnadeildin á- kvað að fylgjast með honum. 29. mars 1973 sá lögreglan Fabiano fara inn i vörubil, sem Christian Simonpieri. Vörubill- inn ók gætilega krókaleiðir allt aö Villa Clotilde I Beaumont- hverfinu. Húsið var afskekkt, girðingin há og garðurinn stór eða sem sagt fyrirmyndar stað- ur fyrir ljósfælna menn. Lög- regluþjónninn sá þá bera tunnur og vélar á vörubilinn. Svo var lagt aftur af stað, ekið gætilega og krókaleiðir sem fyrr. Það var numið staðar við f jögurra hæða stórhýsi og vörurnar fluttar inn I það. Nú átti fikniefnadeildin aðeins um tvennt að velja: Handtaka glæpamennina tvo eða biða á- tekta og hafa upp á mönnum, sem útveguðu hráefnið til vinnslu á heróini, sem seinna átti að senda til Bandarikjanna. Morin kaus þann kost að taka Simonpieri og Fabiano fasta. Simonpieri hafði tekið Villa Clothilde á leigu þrem árum áð- ur og þar breytti hann morfini I heróin. Glæsileg veiði 3. april var enn eitt fikniefna- málið. Þá réðst fikniefnadeildin I fyrsta skipti inn i hús og hand- tók 14. Það kostaði sex vikna vinnu dag sem nótt. Roch og Marie Lovichi höfðu alltaf efni á að kaupa sér heróin. Lögreglan fylgdist með ibúð þeirra og sá, að mjög mikið var um manna- ferðir. Margir fikniefnaneyt- endur fengu auðsýnilega fikni- efnin þar. Lovichi var járn- brautarstarfsmaður og það var þvi eðlilegt, að hann byði sam- starfsmönnum sinum heim, en óeðlilegt, að þeir skryppu seinna til Frais-Vallon. Þeir fluttu fikniefni milli manna. Lögreglan hafði Lovichi grun- aðan og fylgdist með komu Rog- ers Settembre, Christians og Francois Trani. Það fundust 900 gr. af hreinu .heróini heima hjá þeim. Góð veiði! Lovichi-hjónin urðu sönn að þeirri sök, að hafa selt 10 kiló af útþynntu heróini á 120 franska franka hver 5 grömm. Það er þvi skiljanlegt, ef járn- brautarstarfsmenn i Marseilles aka I lúxusbilum... „Morin er hroðalegur”, tauta menn á veitingahúsunum. „Við verðum að vera skarpari en löggan...” En foringi fikniefnadeildar- innar i Marseilles hvilir ekki á lárviðarsveignum. „Andstæðingurinn er sifellt á verði”, segir hann. — Hann grunar alltaf hið versta... Viö erum þolinmóðir og þrautgóðir og við vinnum alltaf sigur. Hann bendir á gulnað merki, sem hangir bak við dyrnar og á stendur: „Hvað er best fyrir Marseilles?” — Ég skelli, þegar mér finnst mér starfið ofvaxið. Ég les það, sem á spjaldinu stendur og mér vex kjarkur... Miðvikudagur 30. janúar 1974. Miðvikudagur 30. janúar 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.