Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 3
I snjónum í Hlíðarfjalli STAL MILLJON OG FÉKK SJð MANAÐA FANGELSI Ný stjórn Flualeiáa I siðasta Lögbirtingablaði segir frá aðalfundi i hluta- félaginu Flugleiðum h/f, Hafnarhreppi Gullbringu- sýslu, sem haldinn var i haust. Þar voru eftirtaldir kosnir i stjórn, Marinó Jóhannsson flugumsjónarmaður . Rvik, formaður, og meðstjórnendur Valdis Garðarsdóttir og Asmundur Halldórsson, bæði úr Rvik. Eins og blaðið hefur áður skýrt frá, var félagið Flug- leiðir h/f stofnað á Kefla- vikurflugvelli fyrir röskum áratug, og hefur nafnið haldist i firmaskrám, þrátt fyrir að starfssemi félagsins hafi að mestu legið niðri siðari ár. Fyrir nokkru hlaut starfs- maður tollgæslunnar á Keflavikurflugvelli sjö mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm i Sakadómi Reykjavikur fyrir að hafa dregið sér tolltekjur i nafni tollgæslunnar. Upphæðin, sem maðurinn dró sér, er um ein milljón króna, og gerði hann það á nokkrum árum. Rikisendur- skoðunin kom upp um mis- ferli mannsins, og ákærði saksóknari rikisins hann i haust. Þess má geta, að menn geta hlotið allt að 50% þyngri dóma fyrir fjárdrátt, ef þeir framkvæma hann i opinberu starfi, eins og maðurinn gerði. — Ekki er ljóst hvort dómi þessum verður áfrýjað til Hæstaréttar. Enginn vafi leikur á því, að Ijótasta farartæki á landinu hefur fallið í hlut Akureyringa. Það er snjótroðari, sem þeir voru að reyna í Hlíðar- fjalli um helgina. Blaðamenn Alþýðu- blaðsins, sem staddir voru á Akureyri, voru hátt í þrjá tíma að jafna sig eftir áfallið við að sjá þetta furðutæki (myndin að neðan). Neðri myndin hér vinstra megin sýnir tvo þeirra hraustleikapilta, sem trylla um öll f jöll þar fyrir norðan á vélsleðum sínum — sem fyrir nokkru voru gerðir út- lægirfrá Akureyri. Hefur meira að segja komið til eltingarleiks lögreglu og vélsleðamanna. Neðsta myndin, sú stóra, skýrir sig sjálf en auðvitað duga engar myndir til að lýsa stemri- ingunni í Hlíðarf jalli. l\ wú f ] 11 \ 4B Hikí samninpm um lax- veiðiieyfi Laxveiðileyf in lækka ekki í verði á sumri komanda. Þrátt fyrir stöðugt hækkandi verð á veiðileyfum í íslenskum laxveiðiám, hefur framboð til þessa naumast nægt til að mæta eftirspurn. Enda þótt ekki sé enn sýnt að þetta tafl snúist við, okkur í óhag gagnvart útlendingum, er þó af flestum talið, að sala þeirra gangi misjafn- lega, og ekki eins greið- lega og undanfarin ár. Kemur þar margt til. Vitað er, að flestar bestu veiðiár landsins hafa fyrir komandi lax- veiðitímabil, verið seldar fyrir hærra gjald en nokkru sinni fyrr í sögunni. Þá er og vitað, að kanadisku veiðiárnar hafa verið að batna undanfarin ár og að Bandaríkjamenn hafa þær mjög til saman- burðar vjð þær íslensku að gæðum, en veiðileyfi eru þar ódýrari en hér, og ferðalög þangað mun auðveldari og kostnaðarminni. Þá er talið, að óvissan á mörgum viðskipta- sviðum heimsverslunar, þar með talið við- kvæmur kauphallar- og gjaldeyrismarkaður, gefi minna svigrúm til ferðalaga og fjarvista en íslandsferðir út- heimta. Nokkurt hik í samningum um veiði- leyf i á þó ekki aðeins við um erlenda viðskipta- vini. Má þar til nefna íslenskar bankastofn- anir, sem nú tvístíga fram yfir venjulegan ákvörðunartí ma i þessum efnum, hvað sem veldur. ...og inn- lendar banka- stofnanir hika líka HORNIÐ ÁFRAM MED SMJORID „Lesandi” hringdi i Hornið vildi koma á framfæri „þakk- læti til Alþýðublaðsins vegna miskunnarlausra skrifa undan- farið um úthlutun atvinnuleyfa til atvinnubifreiðastjóra og fleira því starfi viðkomandi.” „Að minu áliti er hlutverk blaðanna m.a. að gagnrýna opinbera aðila og veita þeim að- hald, og ég hvet ykkur blaða- menn til þess að láta það ekkert á ykkur fá þótt einstaka emb- ættismenn taki slika gagnrýni illa upp og taki hana sem per- sónulegar árásir á sig”, sagði hann. „Haldið þið áfram skrif- um sem þessum um atvinnu- leyfin, — að sjálfsögðu með þvi skilyrði, að allar heimildir séu öruggar, og heimildarmenn reiðubúnir að gangast við upp- lýsingum sinum og standa við þær, ef til opinberrar rannsókn- ar kemur, eins og Alþýðublað- inu hefur verið hótað i þessu máli. Uppljóstrun blaðamanna við Washington Post á „Watergate- hneykslinu” svonefnda var sið- ferðilegt og fréttalegt afrek þeirra, og eiga islenskir blaða- menn að taka þá sér til fyrir- myndar, Raunar virðist Al- þýðublaðið vera eina islenska dagblaðið, sem nú hefur þor til að stinga á meinsemdum I þjóð- félaginu án þess að hugsa um það, hvort það er krati, kommi, ihaldsmaður eða framsóknar- maður, sem fyrir stungunni verður. Blaðamenn Alþýðu- blaðsins, haldið áfram að grafa upp ykkar „votergeitmál”.” DAGLEG ÁÞJÁN ÞÚSUNDANNA „Strætófarþegi” hringdi i Hornið: „Leiðakerfi Strætisvagna Reykjavikur hefur verið dagleg áþján þúsunda borgarbúa um langt skeið. Mig langar til að spyrja forstöðumenn þeirrar ágætu stofnunar, hvort engin von sé á þvi, að það verði ræki- lega endurskoðað. Ég ferðast með strætisvögnum til og frá vinnu og mér er vel kunnugt um mjög almenna skoðun á leiðar- kerfinu, en hún er sú, að það þurfi mikilla endurbóta við. Ég er farin að vorkenna bilstjórun- um, sem virðast þeir einu, sem farþegarnir hafa aðgang að með kvartanir og ábendingar. Vitan. geta þeir ekkert að þessu gert heldur verða þeir að þjarka þessar vitlausu leiðir myrkr- anna á milli, og má mikið vera, ef þeir halda almennt heilsu, andlegri og likamlegri. Undan- tekningarlitið eru þetta úrvals- menn, duglegir og tillitssamir við farþega. Það litur út fyrir að leiðarkerfið sé ákveðið af mönn- um, sem aldrei hafa i strætis- vagn komið, og væri fróðlegt að vita, hvort svo er. 1 guðs bænum endurskoðið leiðakerfið.” Miðvikudagur 30. janúar 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.