Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.01.1974, Blaðsíða 11
Byrjaður með hvað? Byrjaður að spara! Spara fyrir hverju? Spariláni, auðvitað! Landsbankinn gefur allar upplýsingar um reglubundinn sparnað og sparilán. Lesið bæklinginn um Varði 12 víti leik! i einum Besti handknattleiksmarkvöröur heimsins er án nokkurs vafa Júgóslavinn Abas Arslanagic. t siöustu Heimsmeistarakeppni varð hann heimsfrægur vegna frábærrar frammistöðu sinnar, einkum i leik gegn Dönum, er hann varöi alls sex vitaköst, og sá til þess að Danir- töpuðu úrslitaleiknum um þriðja sætið með stór- kostlegum mun og mikilli skömm. Arsianagic hefur nú nýiega bætt þetta met sitt svo um munar, þvi i deildarleik i Júgósiaviu fyrir skömmu, varði hann alls 12 vltaköst! Með slikan markvörð I sinum röðum eru lið ekki á fiæðiskeri stödd, enda hefur félag hans, Borac Banja Luka, verið i fremstu röð. Hér sjáum við þennan mesta „vitabana” handknattleiksins verja I landsleik gegn Vestur-Þjóðverjum um helgina, en hann varði þrjú af fjórum vitum, sem Þjóðverjarnir fengu. Arslanagic kom hingað til lands með landsliði Júgóslaviu 1971, og muna ef- laust margir eftir þessum stóra og stæðilega markverði. Lands- liðsmenn okkar gleymdu honum ekki svo fljótt! Iliiiii Skjaldarglima Skjaldarglima Ármanns 1974 fer fram 10 febrúar n.k. Þátttökutilkynningar berist Glimudeild Armanns, pósthólf 104 Reykjavik, i siðasta lagi 3. febrúar 1974. Formaðurinn sigraði! Knattspyrnumót skólanna Ráðgert er að hefja knatt- spyrnumót framhaldsskól- anna upp úr miðjum febrúar. Þeir skólar, sem huga á þátt- töku I mótinu, eru beðnir að senda þátttökutilkynningar til Knattspyrnusambands ís- lands, pósthólf 1011, fyrir 5. febrúar. Tilkynning frá K.S.t. Glimunámskeið Ungmennafélagið Vikverji gengst fyrir glimunámskeiði fyrir byrjendur 13 til 20 ára og hefst það miðvikudaginn 30. janúar n.k. I Iþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar Lindargötu 7 — minni salnum. Kennt verð- ur á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum kl. 7—8 siðd. Á glimuæfingum Vikverja er lögð áhersla á alhliða likamsþjálfun: fimi, mýkt og snarræði. Ungmennafélagar utan Reykjavikur eru velkomnir á glimuæfingar félagsins. Komið og lærið holla og þjóðlega iþrótt. (Frá Vlkverja) íþróttablaðið Iþróttablaðið er fyrir nokkru komið út, 64 blaðsiður að stærð. Blaðið er hið vand- aöasta að allri gerð og fjöl- breytt að efni. Verð þess er 95 krónur eintakið. Blaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Tiunda Bikarglima Vikverja — afmælismót — var háð i tþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar sunnudaginn 27. janúar 1974. Mótið var sett af Kjartani Bergmann Guðjónssyni og var hann einnig glimustjóri. A und- an glimukeppninni fór fram bragðasýning og nokkrar sýn- ingarglimur en auk þess sýndu 12 drengir glimu, en keppendur i Bikarglimunni voru 10, svo segja má, að þátttakendur I þessu afmælismóti hafi verið 22. Margir eldri glimukappar voru viðstaddir á þessu af- mælisglimumóti, sem þótti tak- ast ágætlega. Keppt var um bikar, sem Búnaðarbanki íslands hafði gef- ið I tilefni 10 ára afmælis félags- ins. Verðlaun afhenti Friðjón Þórðarson, alþingismaður, sem er i bankaráði Búnaðarbank- ans. Að verðlaunaafhendingu lokinni flutti Skúli Þorleifsson, glimukappi ávarp og árnaði glimumönnum og islensku glimunni heilla á komandi ár- um. Guðmundur Guðmundsson form. GLl sleit mótinu. Dómnefnd skipuðu þessir: Yf- irdómari Lárus Lárusson og meðstjórnendur Hafstein Þor- valdsson og Kristmundur Guð- mundsson. Glimuúrslit urðu þau, að Sig- urður Jónsson varð bikarhafi 1 fjórða skipti I röð. Annars varð úrslitaröðin þessi: 1. Sigurður Jónsson 8 1/2 v. 2. Pétur Yngvason 7 1/2 v. 3. Hjálmur Sigurðsson 6 v. 4. Þorsteinn Sigurjónsson 6 v. 5—6. Gunnar R. Ingvarsson 5 v. 5—6. Kristján Andrésson 5 v. 7. Halldór Konráðsson 3 v. 8. öskar Valdimarsson 2 v. 9—10. Eirikur Þorsteinss.l v. 9—10. Þóroddur Helgason 1 v. UMF Vikverji var stofnað 9. okt.1964. Fyrsti formaður var Halldór Þorsteinsson, siðan tók Valdimar óskarsson við for- mennsku, en nú er Sigurður Jónsson glimukappi formaður félagsins. Sigurður Jónsson, formaður Vikverja, bar sigur úr býtum i afmælisglimu félagsins. Miðvikudagur 30. ianúar 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.