Alþýðublaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 10
SSSl. Stúdentar í óstuði i Ármann mun berjast á toppnum íslandsmeistararnir komu á óvart með góðum ieik ■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■-------------------------------------- ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•-■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■^■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i KR mátti þola tap gegn ÍR-ingum ÍR— KR 85:82 (39:39) Þetta var mjög haröur leikur og eins og úrslitin gefa til kynna, afar jafn. tR geröi fyrstu körfuna, en Gunnar Gunnarsson besti maður KR i leiknum jafn- ar strax. Siðan er ÍR t.d. yfir 5:4 en KR skorar siðan nokkur stig og nær mest 5 st. forskoti 16:11 IR-ingar saxa á forskotið og jafna 20:20, þá skorar KR eina körfu en 1R tvær og staðan er 24:22 1R i vil. Þá bæta þeir við forskot sitt og ná 5 stiga forystu 33:28, en KR hefur náð að jafna fyrir hlé 39:39. 1 upphafi seinni hálfleiks skiptast liðin á um tveggja stiga forystu þangað til staðan er 47:47. Þá kemur lélegur kafli hjá KR, og 1R kemst yfir og sá- ust þá tölur eins og 57:51, 63:57 og 66:61 fyrir 1R, en KR tekst að minnka muninn i aðeins 1 stig 70:69 fyrir 1R. Af næstu 10 stigum leiksins áttu IR-ingar 6, þannig að stað- an var orðin 76:73. KR skorar næstu körfu þannig að aðeins munaði einu stigi á liðunum, stuttu siðar var 1R einnig með eins stigs forskot 81:80. 1R leik- maður hittir úr einu vitaskoti, og stuttu siðar hitta ÍR-ingar einnig úr öðru vitaskotinu, svo að staðan var orðin 83:80 fyrir 1R. Siðustu minútuna gerðu bæði leikmenn og dómarar sig seka um mistök, Kolbeinn Kristinsson 1R og Hjörtur Hans- son KR gerðu sina körfuna hvor i lokin, þannig að 1R bar sigur úr býtum 85:82. Leikmenn beggja liða voru mjög taugaóstyrkir i leiknum, sérstaklega gerði Kolbeinn Pálsson sig sekan um mörg mistök, hann átti nú sinn léleg- asta leik i manna minnum. Þá var vitahittni liðanna heldur slök. IR-ingar börðust vel i leiknum og virtust fyrirfram staðráðnir i að sigra leikinn. Bestir að þessu sinni voru þeir Agnar Friðriks- son sem hitti vel, sama hvaðan af vellinum hann skaut, og Kristinn Jörundsson sem hitti þó óvenju illa úr vitaskotum. Kolbeinn Kristinsson var frekar litið með vegna þess að hann var kominn með 4 villur strax i fyrri hálfleik, en hann gerði margt laglegt þá stund sem hans naut við. Það verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir þaö aö aðeins munaði 3 stigum á liðunum i lokin, þá átti KR nú sinn léleg- asta leik i mjög langan tima. Allir leikmenn liðsins léku undir getu nema Gunnar Gunnarsson sem átti nú sinn besta leik með KR siðan hann kom aftur i liðið eftir tveggja ára leik með Borg- nesingum. Þá var Bjarni Jó- hannesson með ágæta skotnýt- ingu utan af velli, Kristinn fyr- irliði, Hilmar og Hjörtur voru með daufasta móti, og Kolbeinn mjög mistækur. Þrátt fyrir tapið stendur KR best að vigi i deildinni, en Valur, 1R og Ármann eiga öll mögu- leika ennþá. Þá má geta þess að Guttormur Ólafsson einn besti maður KR i vetur, var ekki með og veikti bað liðið mikið. Lið KR er mun jafnara að getu, og ef litið er á heildina þá hefur liðið betri einstaklingum á' að skipa, leikmenn eins og Kol- beinn, Kristinn, Gunnar, Gutt- ormur og Hjörtur eru allir þrautreyndir landsliðsmenn, og það hlýtur að koma aö þeim leik að þessir leikmenn ná vel sam- an. Þá eru i liðinu ungir mjög efnilegir leikmenn ein^og Birg- ir Guðbjörnsson, Bjarni Jó- hannesson og Hilmar Victors- son sem allir hafa leikið með landsliðinu. 1 liði 1R bera þeir Agnar og Kristinn mjög af, en Kolbeinn Kristinsson kemur næstur.þeim, þá hefur Jón Jörundsson verið að sækja sig i siðustu leikjum, og er hann efnilegasti leikmað- ur 1R i dag. Leikurinn var spennandi eins og alltaf er þessi iið mætast. Það var mjög hart barist og ekki færri en 3 fengu 5 villur, það voru þeir Birgir og Hilmar hjá KR og Sigurður Gislason 1R, auk þess voru þeir Agnar Frið- riksson og Kolbeinn Kristinsson báðir komnir með 4 villur, og sömuleiðis Bjarni hjá KR, svo eitthvað hefur gengiö á. Stigin: 1R: Agnar 28, Kristinn 23, Kolbeinn 12 og Sigurður 8. KR: Gunnar Gunnarsson 20, Kolbeinn 15, Bjarni og Kristinn 10 hvor, Birgir 9 og Hjörtur 8. Vitaskot: 1R: 29:15 og KR: 11:4. t)k Ármann-IS 95:78(42:34) Búist var við miklum bar- áttuleik milli þeirra liða sem hafa sigrað Islandsmeistara 1R i vetur, jú baráttuna vant- aði svosem ekki en leikurinn var laus við allan spenning, til þess voru yfirburðir Ármenn- inga of miklir. Armann byrjaði vel og komst i 6:0, en 1S gerir næstu 4 stig, 6:4 fyrir Ármann, svo sá- ust tölur eins og 30:22 og 38:26 fyrir Ármann i fyrri hálfleik. 1 hálfleik var Ármann 8 stig- um yfir, en þeir bæta við það forskot i siðari hálfleik, og stundum munaði 16—19 stig- um i liðunum. Birgir Guðbjörnsson KR og Kristinn Jörundsson 1R berjast um knöttinn. Ármenningar börðust vei, en voru þó full grófir á köflum, alls fengu stúdentar 35 vita- skotsem er óvenju mikið i ein- um leik. Þeir Hallgrimur Gunnars- son og Simon Ólafsson voru bestir i liði Ármanns i leikn- um, en Haraldur og Jón Björgvinsson áttu báðir góða kafla, þá stóð Jón Sigurðsson að vanda fyrir sinu. Hjá Stúdentaliðinu var að- eins einn leikmaður sem eitt- hvað gerði af viti i leiknum, það var Steinn fyrirliði Sveinsson, en hann fékk 5 vill- ur i leiknum. Þá var Guðjón með þolanlegan leik, en aðrir léku langt undir venjulegri getu, sérstaklega þó Ingi Stefánsson sem var siskjót- andi með hörmulegum árangri. Þá hitti Bjarni Gunnar nú fyrir ofjarl sinn, þar sem Simon Ólafsson var. Stigahæstir: Ármann: Simon 18, Hallgrimur 16, Jón Sig. 16, Haraldur 14 og Jón Björgvins- son 12. 1S: Steinn Sveinsson 23 og Guðjón 10, aðrir minna. Vitaskot: Árm: 8:7. 1S. 35:18. Staðan Skipting komin á 1. deild Segja mó að skipting sé komin ó 1. deild i körfuboltanum. 1R, KR, Valur og Ármann berjast um sigur, en UMFN, 1S, HSK og UMFS blanda sér vart i þá baráttu: ÍR 862 737:639 12 Valur 8 6 2 706:639 12 KR 6 5 1 513:448 10 Árm. 7 5 2 589:547 10 UMFN 7 3 4 534:547 6 Stúdent 6 2 4 470:517 4 HSK 6 1 5 438:478 2 UMFS 8 0 8 496:683 0 Stigahæstir: st. leikir Þórir Magnúss. Vai 200 8 Kristinn Jör. 1R 184 8 Gunnar Þorv. UMFN 163 7 Kolbeinn Kristinss. 1R 155 8 Kolb.Pálss. KR 144 6 Bragi Jónss. UMFS 144 8 Miðvikudagur 27. febrúar 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.