Alþýðublaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 1
EYJAR: HELMINGUR HEIM AFTUR Vestmannaeyingur nr. 2500 var skráður á bæjarskrifstofunum i Vestmannaeyjum i gærmorgun. Það var Guðjón Guðmundsson bryti, sem reyndar er Reykvikingur, sem ætl- ar að setjast að i Eyj- um. Fyrir gos voru ibúar Vestmannaeyja rétt lið- lega 5000 talsins, svo segja má, að um helmingur Eyjamanna hafi snúið heim aftur. 49. tbl. Fimmtudagur 28. febr. 1974 ss! ár9. HVAÐ VERÐUR UM BÍLATRYGGINGARNAR? NÝTT ÁR ék Á MORGUN T 3 Verkfall: En bak við byrgða glugga, læstar dyr og lokuð skiptiborð var unnið og verkfallsbrjótarnir fá... Hvalur 8 fær ekki guðanafn Annar þeirra tveggja hvalbáta sem Land- helgisgæslan fékk Ji siðasta hausti, fer sina fyrstu ferð á föstudag- inn. Landhelgisgæslan mun hafa bátinn i þjónustu sinni i þrjá mánuði, eða til mánaðamótanna mai- júni. Þótti ekki taka þvi að gefa honum nýtt nafn (þe. goðanafn) fyrir þennan stutta tima, og munbáturinn þvi áfram kallast Hvalur 8. Það hefur tekið mun lengri tima að gera bát- inn kláran en gert var ráð fyrir i upphafi Hvalur 9 hóf fljótlega gæslustörf enda hafði hann áður verið við gæslustörf og þvi fullbú- inn nauðsynlegum tækj- um. wm JíERDLAUMlM 1 NÚ Á AÐ SÆKJA TIL TRYGGINGAEFTIRLITS Þessa dagana eru öll þau félög, sem reka vátryggingastarfsemi, að sækja um starfsleyfi til Tryggingaeftirlitsins, sem var stofnað með sér- stökum lögum um siðustu áramót. Að þvi er Magnús Kjartansson, tryggingaráðherra, sagði við Alþýðublaðið i gær, er hlutverk Tryggingaeft- irlitsins, auk þess að veita starfsleyfi, m.a. að samræma opinbera rekstrarreikninga, þannig að öil tryggingafélögin byggi þá á sama reiknings- lega grunni. Einnig er hlutverk Tryggingaeftir- litsins að vega og meta umsóknir tryggingafélag- anna um hækkun á iðgjöldum. Að þvi er Erlendur Lárusson, forstöðumaður Tryggngaeftirlitsins, sagði við Alþýðublaðið i gær, hefur stofnunin frest til 1. september nk. til að afgreiða umsóknir félaganna um starfsleyfi. Meðal þeirra skilyrða, sem þarf að uppfylla til að mega reka vátryggingastarfsemi, eru skilyrði um hlutafé og skilyrði um áhættufé. DAG 1 dag er útborgunar- dagur og hyggst hópur at- vinnurekenda ,,verð- launa” enn stærri hóp verkfallsbrjóta i Verslun- armannafélagi Reykja- vikur fyrir að hafa svikist undan merkjum VR og unnið i verkfallinu, með þvi að greiða verkfalls- brjótunum full laun fyrir það sem þeir unnu i verk- fallinu, ýmist beðnir eða óbeðnir. Blaðið hefur óyggjandi sannanir fyrir, að nokkrir atvinnurekendur hyggj- ast gera þetta i dag, og rökstuddar heimildir fyr- ir hóp annarra. VR fólk vinnur á um 1400 vinnu- stöðum á Reykjavikur- svæðinu, og eru meðlimir á sjötta þúsund. t Dagsbrún er á fjórða þúsund manns á Reykja- vikursvæðinu, og eru nær ótölulegir þeir vinnustað- ir, sem þeir vinna á. Dagsbrún var mun skem- ur i verkfalli en VR vegna frestunar verkfalls frá boðuðum verkfallsdegi. Guðmundur J. Guð- mundssn varaformaður Dagsbrúnar sagði i við- tali við blaðið i gær, að þrátt fyrir talsverða verkfallsvörslu hafi ekki orðið vart verkfallsbrota. Sagði hann að Dags- brún hafi svo oft orðið að standa ein og sterk i verk- föllum, til að ná fram kröfum sinum, að með- limir hennar væru það stéttvisir, að hending væri að einhver skærist undan merkjum. Hann gat þess einnig að atvinnurekendur hefðu á undanförnum árum reynt að flytja starfsmenn sina úr Dagsbrún yfir i önnur Myndin sú arna gæti allt eins verið tekin i skógi einhvers staðar i Þýskalandi en heim- urinn er litill: hún er tekin við gróðrastöð Alaska neðan við Landspitalann. félög, til að eiga siður von á að til hörku komi. Hefði þeim tekist að flytja nokkur hundruð manns yfir. Varðandi viðbrögð Dagsbrúnar, ef til verk- fallsbrota hefði komið, sagðist Guðmundur trúa á þann aga Dagsbrúnar, að til þeirra kæmi ekki. Þessi agi er byggður á þvi, sem áður fyrr var gert, að þeir sem stóðu verkfall, neituðu að vinna með þeim sem brutu. Að lokum sagði hann, að væru verkfallsbrot lát- in átölulaus, yrðu verkföll sjálfkrafa óframkvæm- anleg. Guðmundur H. Garð- arsson formaður VR sagðist viss um að VR meðlimir hafi i miklum meirihluta sinnt verkfall- inu, en hins vegar hefði félagið ekki völd til að stöðva atvinnurekendur i þvi að greiða verkfalls- brjótum laun fyrir unna vinnu, það væru engin lög né reglur fyrir þvi. Verkfallsvarlsa hefði verið allan timann, 40 til 50 menn i senn, en þar sem félagið hefði ekki verið i verkfalli nema einu sinni áður, myndi það að sjálfsögðu leita til annarra félaga þar sem reynslu væri að finna hvernig á verkfallsbrot- um skyldi taka, það yrði tekið fyrir á næsta stjórn- arfundi. Að lokum taldi hann forkastanlegt ef fólk i VR kynni að hafa unnið i verkfallinu, og njóti nú góðs af baráttu hinna, sem fórnað hefðu hluta tekna i þágu baráttunnar. 70 þurftu á námskeið Um 70 ökumenn i Reykjavik hafa frá ára- mótum verið kvaddir til að sækja fræðslunám- skeið hjá Umferðadeild lögreglunnar. Þar af reyndust 15 þurfa að ganga undir ökupróf hjá Bifreiðaeftirliti rikisins. Þetta er einn liður I þeirri viðleitni lögregl- unnar til þess að fylgj- ast með og tryggja öku hæfni þeirra, sem ann- ars hafa fuilgild öku- skirteini. Lögreglan hefur skrá yfir alla þá sem hafa ökuskirteini. Þeir öku menn, sem tiðast valda árekstrum eða óhöpp- um, sem lögreglan fær vitneskju um, eru boð- aðir og þeim gert að sækja námskeið, sem haldin eru á þriðjudög- um og fimmtudögum. Að þeim loknum ganga þeir undir „krossa- próf”. Á meðan á nám- skeiðinu stendur leggja ökumenn inn ökuskir teini sin og fá bráða birgðaskirteini þangað til þeir hafa sannað hæfni sina á fullnægj andi hátt. Að sögn Öskars Öla- sonar, yfirlögreglu- þjóns, hefur sú reynsla fengist af þessari við- leitni, að yfirleitt verður ekki vart umferðar óhappa af völdum þeirra, sem sótt hafa þessi námskeið. Héðinn Skúlason, lögreglumað- ur i Umferðadeildinni sagði að algengt væri, að þeir, sem til þessara námskeiða eru kvaddir, taki með sér kunningja sina, sem vilja rifja upp umferðareglur og ann að það, sem lýtur að öryggari akstri, enda eru þessi námskeið öll- um opin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.