Alþýðublaðið - 28.02.1974, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 28.02.1974, Qupperneq 5
utgefandi: Alþýðublaósútgáfan hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Frey- steinn Jóhannsson. Stjórnmálarit- stjóri, Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs- son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, sími: 86666. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi: 14900. Aug- lýsingar, Hverfisgötu 8-10, sími 86660. Blaðaprent hf. Abyrgðarlaus ráðherra Sú röksemd var mjög mikið notuð gegn vinnu- stöðvun launafólks, að hún gæti skaðað þjóðar- búið um 100 m. kr. á dag vegna þess, að i verkfalli væri ekki hægt að vinna þann upp- gripaafla, sem fæst á loðnunni. Vissulega má segja, að nokkuð hafi verið til i þessari rök- semdafærslu. Verkföll eru ávallt dýr fyrir alla aðila enda gerir það enginn að gamni sinu að leggja niður vinnu. Slikt er aðeins gert af illri nauðsyn sem þrautarúrræði verkalýðs i kjara- baráttu og reynslan nú varð sú, að enginn skrið- ur fór að komast á samningana fyrr en eftir að verkfalli hafði verið lýst yfir. En fyrst röksemdin um loðnuvinnsluna var svo mjög i hávegum höfð gegn stéttarfélögunum m.a. af ráðherrum i rikisstjórn Ólafs Jóhannes- sonar, hvernig stóð þá á þvi, að rikisstjórnin lét það liðast, að slikt ófremdarástand rikti i sam- bandi við löndun á loðnunni að mörg skip þurftu að dæla öllum sinum afla i sjóinn? Var það ekki ábyrgðarleysi i hæsta máta að liða nokkrum bræðslustöðvum að stöðva móttöku á loðnunni með þessum afleiðingum? Og hvernig stóð á þvi, að ráðamennlétu bræðslustöðvunum hald- ast það uppi að mismuna veiðiskipunum svo gróflega, sem gert var varðandi loðnulöndun- ina? Eða var það bara verkalýðshreyfingin, sem ráðherrarnir töldu sig hafa rétt til þess að ávita fyrir að stefna loðnuvertiðinni i hættu? Sá sjávarútvegsráðherra, Lúðvik Jósefsson, ekk- ert athugavert við framferði loðnuvinnslustöðv- anna og hvi fann hann sig ekki knúinn til neinna athafna þegar fregnir fóru að berast af þvi, að hver loðnuveiðibáturinn af öðrum hefði þurft að dæla afla sinum i sjóinn vegna i rauninni óleyfi- legra viðbragða vinnslustöðvanna i landi? Það hefur lengi verið vitað, að Lúðvik Jósefs- son, sjávarútvegsráðherra, ber mun meira fyrir brjósti hag fjármagnsaðilanna i fiskiðnaðinum en hag sjómanna og fjölskyldna þeirra. Hann hefur ávallt verið ráðherra fiskverkenda og út- gerðarmanna en látið sig litlu varða hag sjó- mannanna eða þess fólks, sem fiskiðnaðurinn byggist á — verkafólksins við vinnslustöðvarn- ar. En er það ekki nokkuð langt gengið i þessa átt hjá helsta forsvara Alþýðubandalagsins, sem telur sig vera verkalýðsflokk, að setja hornin i launafólkið, sem stendur i réttmætri kjarabaráttu, og láta það á sér skilja, að einmitt launþegarnir séu að stefna afkomu þjóðarbúsins i hættu með verkfallshótunum en þegja þunnu hljóði við þá aðila, sem raka saman fé á loðnu- vinnslunni, þegar þeir leyfa sér að setja stöðvun á alla móttöku á loðnunni með þeim afleiðingum að heilum skipsförmum verður að dæla beint i sjóinn? Við íslendingar höfum nýlega átt i harðri bar- áttu fyrir útfærslu fiskveiðilögsögu okkar þar sem verndunarsjónarmiðið var ein af helstu röksemdum okkar. Hvað halda menn, að and- stæðingar okkar i málinu gætu um okkur sagt, ef -þeir fréttu, að þessi mikla verndunarþjóð léti það liðast, að nokkrir fjármálamenn i fiskiðnaði geti leikið sér að þvi að setja bann á alla mót- töku fiskjar með þeirri afleiðingu, að tugum og hundruðum tonna af afla væri fleygt beint i sjó- inn aftur? Það er i verkahring sjávarútvegsráð- herra að koma i veg fyrir slika atburði og það á hann að gera. alþýðu I n ntiTTil ÚR BORGARSTJÓRN Hitakerfi sett í gangstéttir miðborgarinnar A f undi borgarstjórn- ar Reykjavik- ur þann 21. febrúar sl. lagði Björgvin Guðmunds- son, borgar- fulltrúi, fram svohljóðandi tillögu: „Borgarstjórn Reykjavikur samþykkir að fela borgarverk- fræðingi að gera áætlun um kostnað við að leggja hitaveitu- lagnir undir gangstéttir Lauga- vegs og Bankastrætis i þvi skyni að bræða is og snjó af gangstétt- unum að vetrarlagi”. 1 ræðu sinni með tillögunni sagði Björgvin Guðmundsson m.a. á þessa leið: „Eins og áður hefur verið rætt um hér i borgarstjórn i vetur hef- ur færð um götur og gangstiga borgarinnar verið með erfiðasta móti i vetur vegna snjóa og frosta. Einkum hefur umferð gangandi vegfarenda um gang- stéttir verið erfið, enda var það upplýst i borgarráði, að við ruðn- ing á götum hefði snjó iðulega verið rutt upp á gangstéttir og vegfarendur siðan mátt prila yfir snjóskafla og klakabunka til þess að komast leiðar sinnar. Afleið- ingar þessa ástands hafa verið þær, að fjöldi fólks hefur dottið og beinbrotnað og hafa slik slys ver- ið með mesta móti. 1 borgarráði og borgarstjórn hefur verið rætt um ýmsar ráð- stafanir til þess að bæta úr sliku i framtiðinni. Hefur borgar- ráð m.a. samþykkt að kaupa ný snjóruðningstæki fyrir borgina til þess að betur verði unnt að mæta snjóþunganum, en verið hefur. En i sambandi við þetta mál hafa ýmsir borgarar látið sér detta i hug, hvort ekki væri unnt að nota afrennslisvatn Hitaveit- unnar til þess að bræða is og snjó af gangstéttum iborginni með þvi að leggja lagnir undir stéttirnar. Að sjálfsögðu væri unnt að gera slikt ef nægilegir fjármunir væru fyrir hendi. En ég tel að byggja ætti á slikum ráðstöfunum i mið- borginni og taka fyrir eina og eina götu i einu. Borgarráð hefur nú samþykkt að hita upp allt yfirborð Austur- strætis. Ég tel, að einnig ætti að leggja hitaveitulagnir undir gangstéttir Bankastrætis og Laugavegs og fjallar tiliaga min um það að borgarverkfræðingi verði falið að gera áætlun um kostnað við þá framkvæmd og tel ég sjálfsagt, að borgarráð feli svo borgarverkfræðingi framkvæmd- ir i framhaldi af þeirri athugun. Enda þótt ég telji, að borgin eigi að tryggja greiða færð að vetrinum um allar götur og gang- stéttir borgarinnar tel ég, að veita eigi miðborginni forgang i þeim efnum. En á yfirstandandi vetri hefur gangandi fólk ekki með góðú móti komist leiðar sinn- ar um gangstéttir Laugavegs eða Austurstrætis hvað þá um aðrar götur. Er slikt að sjálfsögðu ófært ástand. í Sviþjóð eru nú 16 göngusvæði með hitun i götuyfirborði. Væri ekki rétt, að Reykjavikurborg tæki Svia sér til fyrirmyndar i þessu efni og notaði jarðhitann til þess að hita upp þótt ekki væri nema yfirborð gangstétta ákveð- inna gatna i borginni? Það tel ég, að Reykjavikurborg ætti tvi- mælalaust að gera. Vil ég þvi vænta þess, að tillaga min hljóti samþykki”. Að umræðunum loknum var til- laga Björgvins borin undir at- kvæði og samþykkt með 15 sam- hljóða atkvæðum. FLOKKSSTARFIÐ Hafnfirðingar: SPILAKVÖLD Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði minna á spilakvöldið i Alþýðuhúsinu n.k. sunnu- dag kl. 20,30. Kaffiveitingar og fjöldi góðra verð- launa. Avarp flytur ERNA FRIÐA BERG. Mætið vel og stundvislega. Nefndin Félagsstarf F.U.J. SPILAKVÖLD Félagsvistin verður i cafeteríunni Glæsibæ, þriðjudagínn 5. mars n.k. og hefst kl. 20.30. GÓÐ VERÐLAUN í BOÐI ALLIR VELKOMNIR F.U.J. SKOÐAN AKON N U N VEGNA FRAMBOÐS TIL BÆJARSTJÓRNAR Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði hefur ákveðið að láta fara fram skoðanakönnun um frambjóðendur á lista flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar á komandi vori. Skoðanakönnunin fer fram í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði föstudaginn 1. mars n.k. kl, 5—10 síðdegis og laugardaginn 2. mars n.k. kl. 2—6 síðdegis. Rétt til þátttöku í þessari skoðanakönnun hefur allt félagsbundið Alþýðu- flokksfólk í Hafnarfirði 17 ára og eldra og aðrir stuðningsmenn A-list- ans sem kosningarétt hafa i Hafnarfirði. Uppsf illinganef nd o Fimmtudagur 28. febrúar. 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.