Alþýðublaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 28.02.1974, Blaðsíða 10
Úr öllum áttum Afmælismót KR i badminton I tilefni 75 ára afmælis KR á þessu ári, gengst badminton- deild félagsins fyrir afmælis- móti dagana 9. og 10. mars n.k. Keppt verður i einliða- og tviliðaleik i m.fl. og a-flokki, og tvlliðaleik kvenna. Þátttöku skal tilkynna Reyni Þorsteinssyni I simum 38177 og 82398 fyrir 5. mars. AA Námskeiö i körfuknattleik Dagana 9.—14. júni veröa haldin I Belgiu námskeið fyrir verðandi FIBA-dómara, auk námskeiðs fyrir þjálfara. KKI greiðir þátttökugjald is- lenskra þátttakenda. Þeir að- ilar, sem hafa hug á að sækja þessi námskeið geta fengið upplýsingar hjá Gylfa Kristjánssyni i sima 83958, fyrir 10. mars n.k. AA Minniboltamót Islandsmótið i minnibolta (körfuknattleikur) hefst 10. mars. öllum skólum og félög- um er heimilt að senda eins mörg 10 manna lið og þeir óska. Þátttöku skal tilkynna i box 864. AA Fimleikahátið Fimleikasamband Islands hefur fengið boð um að senda sýningarflokk á fimleikahátið I Holstebro i Danmörku dag- ana 31/5 —3/6 1974. Nánari upplýsingar hjá skrifstofu F.S.l. A A Unglingameistaramót íslands í Badminton veröur haldið í iþrótta- húsi Vals, Reykjavík,l6. og 17. mars n.k. Keppt verður í eftir- töldum greinum: Einliðaleik, tviliðaleik og tvenndarleik. Keppt verður i öllum aldurs- flokkum unglinga. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist til formanns B.S.Í., Karls Maack, Skipholti 50, Rvk., fyrir 10. mars n.k. Heimsmeistarakeppnin hefst í dag MÆTUM TÉKKUM f FVRSTA LEIK i dag hefst heimsmeist- arakeppnin í handknatt- leik. Til úrslita leika 16 lið, 8 efstu liðin í síðustu Ólympíuleikum og önnur 8 lið sem hafa unnið sér þátttökurétt eftir undan- keppni. I þeim hópi er ís- land. Keppt verður í f jór- um riðlum, en síðan fara undanúrslit og úrslit fram í Berlín. í undanúr- slitin komast 8 lið, tvö efstu i hverjum riðli. ís- land leikur með Vestur- Þjóðverjum, Tékkum og Dönum í riðli. Fyrsti leik- ur liðsins er gegn Tékkum og fer hann fram í dag í borginni Karl-Maxstadt. Enginn vafi er á þvi, að Island lendir i sterkasta riðlin- um. Allar þjóðirnar eru i topp- klassa, þótt Vestur-Þjóðverjar séu liklegastir sigurvegarar. Hins vegar myndi sigur gegn Tékkum og Dönum tryggja okk- ur sæti i undanúrshtum, en vissulega er sigur yfir Þjóðverj- um ekki útilokaður. Lendi Is- land hins vegar I þriðja sæti i riðlinum, verður keppt um 9.—12. sæti, en ef liðið verður i neðsta sæti, kemur það beina leið heim. Myndin hér að ofan er þýsk. I texta sem fylgdi myndinni, seg- ir að harka hafi færst mjög i vöxt I handknattleiknum, og þvi séu sterkir menn og stórir stöð- ugt að sækja þar á, á kostnað minni og leiknari manna. Hand- knattleiksmenn þurfi ekki að taka högg á sig siður en boxar- ar. Þessari þróun eigi nú að snúa við, og þvi verði tekið harðar á grófum leik i þessari keppni en verið hefur. Þrir iandsliðsmenn. Hverni tekst þeim og félögum þeirr upp i HM á næstunni? Frá aðalfundi UMF Kjalnesinga Framkvæmdastjórinn hætti vegna fjárskorts 51. ársþing Ungmennasam- bands Kjalarnesþings (UMSK) var haldið 13. jan. '74, að Fé- lagsgarði i Kjós eða tæpum 2 mánuðum seinna en lög gera ráð fyrir. Ástæðu þess má rekja fyrst og fremst til siaukinna umsvifa á sviði iþrótta og félagsmála. Þingið stóð yfir i 10 klst. Störf þingsins einkenndust af dugnaði virkra fulltrúa og kom það m.a. fram i þvi aðengin mál lágu fyrir á þinginu af hálfu stjórnarinnar, en mörg mál voru rædd og margar sam- þykktir gerðar og flestar i þá átt að auka samskipti félaganna annarsvegar og UMSK og félag- anna hins vegar, á sviði iþrótta og félagsmála með sameigin- legum fundum, heimsóknum, hópferðum og að sjálfsögðu þeim fjölda móta sem árlega eru haldin i ýmsum greinum iþrótta á sambandssvæðinu. Sigurður R. Guðmundsson rit- ari stjórnar UMFl mætti til þingsins sem gestur. Um skeið hefur UMSK haft framkvæmdarstjóra i fullu starfi en hætta varð við það seint á árinu ’73 vegna fjár- skorts og er það miður, vegna þess mikilvæga hlutverks sem framkvæmdastjóri gegnir hjá sambandinu og aðildarfélögum þess, en von er að úr bætist. Félagatala UMSK er nú á 3. þúsund. UMSK starfrækir skrifstofu að'Klapparstig 16, Rvk, og er hún opin frá kl. 17.00 til 19.00 virka daga. Formaður núverandi stjórnar UMSK er Ólafur Oddsson, Neðri-Hálsi, Kjós, og varaform. Páll Aðalsteinsson, Bjarkar- holti, Mosfellsveit. Aðrir i stjórn eru: Sólveig Sveina Svein- björnsdóttir, Grétar Tryggva- son, Magnús Sigurðsson, Þor- geir ólafsson, Þórður Guð- mundsson, Ingvi Guðmundsson og Jónas Jóhannsson. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.