Alþýðublaðið - 10.05.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.05.1974, Blaðsíða 1
HANNIBAL VALDIMARSSON: „ FORSETA ISLANDS BAR AD VEITA SVIGRUM TIL MEIRIHLUTASTIÚRNAR” FOSTUDAGUR 10. maí 1974. - 70. tbl. - 55. árg. 100 hjól- hýsi frá OSA til Eyja Rætt hefur verið um það i bæjarstjórn Vestmannaeyja að kaupa frá Banda- rikjunum hundrað hjólhýsi til þess að bæta úr brýnasta húsnæðisskortinum i Eyjum á meðan uppbygging fer fram, að þvi er Reynir Guð- steinsson, skólastjóri og bæjarfulltrúi, sagði við Alþýðublaðið i gær. Einnig sagði Reynir, að rætt hafi verið i bæjarstjórninni að kaupa litil bráða- birgðahús, 40-50 fermetra að stærð, frá hinum Norður- löndunum, sem yrðu Vestmannaeyingum til reiðu þar til þeir komast i varanlegt húsnæði. —Forseti (slands veitti aldrei tækifæri eða svigrúm til að kanna möguleikana á myndun þingræðislegrar meirihluta- stjórnar á Alþingi, eins og hann hefði þó átt að gera. Svo fórust orð Hannibal Valdimarssyni, formanni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, er frétta- maður blaðsins hafði tal af honum í gær. Hannibal hafði áður en til þingrofs kom, lýst því yf ir í f jölmiðlum og á þingi, að hann vildi láta mynda nýja stjórn. —Ég var ekki búinn að mynda þá stjórn í hendi mér, sagði Hannibal ennfremur, —það segir sig sjálft. Það, sem ég vildi gera, var að láta kanna möguleikana á myndun meirihlutastjórnar eftir að ríkisstjórn Ölafs Jóhannessonar hafði ekki meirihluta á Alþingi. Sjálfstæðismenn vildu stjórn allra — nema Alþýðubandalagsins —Við sjálfstæðis- menn ræddum með okkur ýmsa mögu- leika á myndun nýrrar rikisst jórnar til skamms tima og þá ekki sist möguleikana á myndun fjögurra Forkastanjegt framferði hjá ðlafi í fyrsta skipti sem lýðveldið Island hefur verið án Alþingis, segir Gylfi — Aðferð sú, sem Öl- afur Jóhannesson við- hafði við þingrofið í fyrri- nótt, er að minurv dómi algerlega forkastanleg, sagði Gylfi Þ. Gislason, þegar Alþýðublaðið ræddi við hann i gær um siðustu viðburði i stjórnmál- unum. Siðan islenska lýð- veldið var endurreist hefur enginn forsætisráð- herra hegðað sér með likum hætti. íslendingar hafa siðan lýðveldið var endurreist aldrei verið Alþingislausir, fyrr en nú, og slikt ófremdarástand, . sem er i andstöðu við allar þingræðisreglur, eiga þeir fyrrverandi stjórnlagaprófessor að þakka. — Mér skilst, að hann hafi ekki rætt þá aðferð, sem hann beitti við þing- rofið i þingflokki sinum, sagði Gylfi enn fremur, enda drógu ýmsir þing- menn Framsóknarflokks- ins enga dul á undrun sina á þessu háttarlagi i fyrra- kvöld. Hitt þarf að sjálf- sögðu enginn að undrast, þótt forsætisráðherrann hafi ekki sýnt skósveinum sinum úr Alþýðubanda- laginu, sem honum tókst að halda i rikisstjórn, meiri tillitssemi en svo, að láta þá ekki vita um þessa fyrirætlun sina fyrr en á ráðherrafundi á mið- vikudagsmorgun. En auðvitað kyngdu þeir þessu eins og öðru, sem nauðsynlegt hefur verið, til þess að halda völdum sem lengst. —■ En hvað merkir það i raun fyrir stjórn lands- málanna, þegar þing er rofið með þessum hætti? — Það merkir, að að- staða Framsóknar- og Alþýðubandalagsráð- herranna er orðin sú, að þeir geta gefið út bráða- birgðalög án þess að eiga það á hættu, að meirihluti þingmanna geti kafist þess, að Alþingi komi saman, felli bráðabirgða- lögin þegar i stað og hindri þannig fram- kvæmd þeirra. Slikt vald hafa islenskir ráðherrar hingað til ekki haft i sögu lýðveldisins. Það er ekki litið ánægjulegt fyrir mann, sem kann að hefja aftur kennslu i stjórn- lagafræði við Háskóla Is- lands næsta haust að hafa orðið fyrstur til þess. — Nú mun forseti is- lands ekki hafa leitað neins samráðs við for- menn þingflokkanna eða eftir áliti þeirra áður en hann lét að ósk forsætis- ráðherra um að heimila þingrof. Getur þetta ekki talist óeðlilegt þegar vitað var, að fyrir alþingi lá vantrauststillaga á rikisstjórnina, sem var studd af meirihluta þing- heims? — Ég tel ekki rétt á þessu stigi að ræða þátt forseta islands i þessu máli. Hann hlýtur að hafa gert sér ljóst, að með þvi að heimila þingrof af þessu tagi án nokkurs samráðs við formenn þeirra þingflokka, sem höfðu meirihluta á Al- þingi og flutt höfðu tillögu um vantraust á rikis- stjórnina var hann, að framkvæma stjórnar- athöfn, sem á sér ekkert fordæmi i sögu lýð- veldisins og ég geri ráð fyrir, að stjórnlagafræð- ingar muni láta i ljós skoðun sina á við rétt tækifæri. — Hvað hyggst Alþýðu- flokkurinn fyrir á næst- unni? — Alþýðuflokkurinn mun nú þegar hefja undirbúning að framboð- um um land allt Siðdegis i dag mun svo nefnd sú, sem siðustu flokksþing Alþýðuflokks- ins og SFV kusu til þess að ræða sameiningu og samstarf flokkanna, koma saman til fundar, sagði Gylfi Þ. Gislason að lokum. flokka stjórnar, þ.e.a.s. stjórnar Sjálf- stæðisflokks, Fram- sóknarflokks, Alþýðu- flokks og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þetta sagði Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, i viðtali við fréttamann blaðsins i gærkv„ldi. —-Þá athuguðum við einnig möguleikana á myndum þriggja flokka stjórnar, með Framsóknarflokknum og annaðhvort Alþýðuflokknum eða Samtökunum og eins gátum við hugsað okkur myndun stjórnar — til skamms tima — með Alþýðu- flokknum og Samtök- unum i trausti þess, að Magnús Torfi hefði látið málefni sitja fyrir mönnum, eins og hann hefur lýst yfir. Einnig athuguðum við og ræddum möguleik- ana á þvi, að Sjálf- stæðisflokkurinn myndaði minnihluta- stjórn einn en varinn gegn vantrausti. Geir vildi ekki ræða um þátt forseta lýð- veldisins i málinu en sagði það skoðun sina, að það hefði átt að „kanna möguleika nánar út þessa viku og jafnvel lengur.” Geir Hallgrimsson taldi þingrofið ótima- bært án þess að frekari tilraunir hefðu verið gerðar og sagði það leifar af einveldi konungdæmisins. Að lokum sagði formaður Sjálfstæðis- flokksins: —Ég tel það mjög varhugavert, að landið verði þinglaust i þessa tvo mánuði og harma það. Þeir gefa ekki kost á sér við kosningarnar í sumar 3 ► 3 Þ'3 ► 3 ► 3 rs Sameiningarlistinn Á fundi, sem haldinn var samtimis hjá Alþýðu- flokknum og SFV i Reykjavik þann 20. april s.l. var einróma sam- þykktur sameiginlegur framboðslisti þessara aðila við borgarstjórnar- kosningarnar i Reykjavik Fimmtán efstu sæti skipa: íBjörgvin Guðmundsson borgarfull- trúi, 2. Steinunn Finnbogadóttir borgar- fulltrúi, 3. Guðmundur Magnússon skólastjóri, 4. Einar Þorsteinn Ásgeirsson arkitekt, 5. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir kennari, 6. Guðmundur Bergsson sjómaður, 7. Sigurður Blöndal nemi, 8. Bragi Jósefsson deildar- stjóri,9. Pétur Sigurðsson varaform. Sjómannafel. Rvikur, 10. Sigurður Guðmundsson verka- maður, 11. Helga Guðmundsdóttir verka- kona, 12. Margrét Auðunsdóttir fyrrv. form, Sóknar, 13. Emanúeí Morthens forstjóri, 14. Valborg Böðvarsdóttir fóstra, 15. Guðmundur Sigurþórsson fulltrúi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.