Alþýðublaðið - 10.05.1974, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1974, Blaðsíða 3
MIKLAR BREVTINGAR Á LISTUM FRAMSOKNAR OG IHALDS TIL ALMNGISKOSNINGANMA f SIIMAR Allt útlit er nú fyrir töluverðar breytingar á framboðslistum stjórnmálaflokkanna til al- þingiskosninganna i næsta mánuði. Mestar breytingar verða á listum Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Umtalsverðar breytingar verða liklega ekki á listum Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins og SFV en þessa dagana eru stjórnmálamenn á miklum og löngum fundum og leggja á ráðin. Menn, kunnugir málefnum Alþýðubandalagsins, segja Jónas Árnason liklega ekki ætla aftur i framboð en Ragnar Arnalds, formaður AB, sagðist i gær ekki vita um neinn þing- mann flokks sins, sem ekki ætlaði að gefa kost á sér aftur. Af framsóknarmönnum gefa ekki kost á sér þeir Eysteinn Jónsson, Björn Pálsson á Löngumýri, Páll Þorsteinsson, Bjarni Guðbjörnsson og Agúst Þorvaldsson. Talið er nær full- vist, að i stað Eysteins Jóns- sonar i efsta sæti flokksins á Austurlandi komi Vilhjálmur Hjálmarsson frá Brekku i Mjóa- firði. Um nýja menn á lista framsóknar er ekki vitað með vissu, en niðurstöður mið- stjórnarfundar flokksins á dögunum þykja benda til þess, að róttækari armurinn fái þar litlu og fáu að komið. Miklar breytingar verða á þingliði Sjálfstæðisflokksíns. Fimm þingmenn gefa ekki kost á sér aftur, þeir Jóhann Hafstein, Magnús Jónsson frá Mel, Auður Auðuns, Birgir Kjaran og Steinþór Gestsson á Hæli. Þá þykir og ýmislegt benda til þess, að Ólafur Einarsson, sveitarstjóri i Garðahreppi, gefi ekki kost á sér aftur, enda hann sagður orðinn leiður á þinginu, svo og Matthias Bjarnason. Varamaður Magnúsar Jóns- Tapið varð þá tvær á mánuði hverjum „Dæmigerð Alþýðublaðsfrétt — bullfrétt —”, sagði Þjóðvilj- inn á forsiðu laugardaginn 2. febrúar sl., og átti þar við for- siðufrétt i Alþýðublaðinu daginn áður þar sem haft var eftir Kristjáni Ragnarssyni, fram- kvæmdastjóra LIÚ, að tapið á hverjum skuttogara hafi verið á siðasta ári um ein milljón króna á mánuði. Byggði Þjóðviljinn sin ummæli á orðum Hauks Helgasonar, hagfræðings, sem var formaður nefndar þeirrar, sem kannaði afkomu skuttogar- anna á árinu 1973 og ennfremur sagði i Þjóðviljafréttinni, að það sé „ekki i fyrsta sinn, sem hann (þ.e. Kristján Ragnarsson) gengur fram i þvi að mála skrattann á vegginn, ef hann telur að það geti komið stjórnarandstöðunni vel”. Kristján Ragnarsson málaði skrattann hinsvegar það daufum litum á vegginn að þessu sinni, að sú tala, sem hann nefndi i sambandi við tapið á togurunum, er um það bil helmingi of lág. Niðurstaða nefndarinnar, sem birt var 7. mars sl., og Haukur Helgason staðfesti með undirskrift sinni, var nefnilega sú, að tapið af nýjum skuttogurum af stærri gerðinni var hvorki meira né minna en rétt rúmar tvær milljónir á mánuði, eða 24.285 milljónir króna að meðaltali af togara yfir allt árið. Tapið af minni skuttogurun- um var heldur minna, eða að ítölsk stakk danskan á Akranesi ítölsk ung kona stakk danskan eiginmann sinn með rýting i bakiðuppi á Akranesi laust eftir páskana, og var maðurinn þegar fluttur á Borgarspitalann i Reykjavik, en konan sett i gæsluvarðhald. sonar hefur að undanförnu verið Halldór Blöndal og vill hann að sjálfsögðu halda þvi sæti er Magnús dregur sig i hlé. En norður á Akureyri er Jón Sólnes, bankastjóri og forseti bæjarstjórnar þar, i hug- leiðingum og telur sig eiga rétt á sætinu. Slagurinn innan Sjálfstæðis- flokksins stendur um varaþing- sætin, einna helst um sæti 8. þingmanns Reykvikinga, sem Birgir Kjaran hefur skipað, 3. sæti á Vesturlandi, sem Ásgeir Pétursson, sýslumaður i Borgarnesi, hefur haldið og loks 3. sæti á Vestfjörðum, sem Asberg Sigurðsson hefur skipað að undanförnu. öruggt má telja, að Albert Guðmundsson bjóði sig fram i Reykjavik og virðast allir sjálf- stæðismenn sammála um ágæti þess. Sjálfstæðisflokkurinn hyggst að þessu sinni ekki efna til prófkjörs, heldur verður það milljónir meðaltali 15.3 milljónir króna af hverjum togara. Siðan er i skýrslunni spáð 14.1 milljón króna tapi á yfirstandandi ári miðað við nýja togara af stærri gerðinni, en um 10,5 milljón króna tapi á minni togurunum. Skömmu eftir að skýrslan var gerð opinber, eða 29. april, héldu skuttogaraeigendur með sér fund, á vegum LIÚ, og gerðu þeir fundarsamþykkt þar sem þeir lýstu undrun sinni yfir þvi, að rikisstjórnin skuli ekki þegar hafa gert ráðstafanir i samræmi við tillögur nefndarinnar til þess að skapa rekstrargrundvöll- Daninn vann við uppsetningu nýrra tækja i sementsverk- smiðjunni á Akranesi, og hafði tekið konu sina með. Eitt kvöldið kastaðist i kekki milli hjónanna, með þeim afleiðingum að suðrænn blóðhiti konunnar náði yfirhöndinni á gjörðum hennar með fyrr- greindum afleiðingum. Meiðsli mannsins reyndust ekki eins alvarleg og þau sýndust i fyrstu, og er hann nú útskrifaður af spitalanum. Konan var einnig látin laus, enda eru þau bráðlega á fötum út aftur. — HORNIÐ „Politik pá sengekanten” M.L. hringdi: „Ég var að sjá um daginn eina af þessum dönsku rúmstokksmyndum, „Marzurka pá sengekanten”. Mér datt nú svona i hug, þegar ég hlustaði á umræðurnar á Alþingi meðan það var og hét og inn i þær spunnust sjúkralega Björns Jónssonar, hvort ekki væri upplagt til Islands- sögunnar að nefna þessa siðustu viðburði i stjórnmálunum: „Politik pá sengekanten”.” Hér nieð tilkynnist til í'irmaskrár Reykjavíkur, að ég undirritaður, Her- mann Auðunsson, Silfurteigi 1, Rvík, rek með ótakmarkaðri ábyrgð fyrirtæki, sem heitir Jólasveinninn, Norðurpólnum. Ttt- gangur þess er dreifing jólaskrauts og skyld starfsemi. Firmað rita ég þannig: Jólasveinninn, Norðurpólnum. Hermann Auðunsson. Reykjavík, 1. febriiar 1974. Hermann Auðunsson. (776 tilutverk fulltrúaráðs flokksins að stilla upp listum. Magnús Torfi Ólafsson, menntamála-, samgöngu- og félagsmálaráðherra, sagðist i viðtali við fréttamann blaðsins i gær ekkert geta sagt um hvort hann gæfi kost á sér aftur en ýmsir hafa látið að þvi liggja, að hann muni hætta öllum afskiptum af stjórnmálum. — Sem stendur hef ég um nóg annað að hugsa, sagði Magnús, og hef ekki haft tima til að leggja þessar spurningar fyrir mig. Frestur til að skila framboðs- listum til alþingiskosninganna 30. júni rennur út miðviku- daginn 29. mai. Áhugamenn, jafnt sem atvinnumenn i pólitik, þykjast vissir um, að baráttan i þessum kosningum báðum rennimeira eða minna i eitt. Kennarar athugið Nokkra kcnnara vantar að barna- og gagnfræðastigsbekkjum Egilsstaðaskóla næsta vetur. Æskilegar kennslugreinar m. a. danska, stærðfræði, eðlis- fræði og leikfimi stúlkna. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Ólafur Guðmundsson í síma 97-1146 eða 1217. Skólanefnd Egilsstaðaskólahverfis. Auglýsing um breyíing ó forsetaúrskurði frá 16. júlí 1973, sam- anber breytingu á forsetaúrskurði fró 14. júlí 1971, um skipting starfa róðherra. Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er hér með gcrð sú breyt- ing á forsetaúrskurði frá 16. júlí 1973, samanber brcytingu á forsctaúrskurði frá 14. júlí 1971, um skiþting starfa ráð- hcrra, að Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra fer mcð ráðhcrrastörf þau, scm Birni Jónssyni voru falin í ncfnd- um forsetaúrskurði. Þctta birtist hér mcð þeim, sem hlut eiga að máli. / forsœtisráðuneytinu, 6. mai 1974. Ólafur Jóhannesson. Guðmundur Benediktsson Lausar stöður við Æfinga- og tilraunaskóla Kennarahóskóla íslands Lausar cru til umsóknar nokkrar stöður fastra æfingakenn- ' ara við Æfinga- og tilraunaskóla Kennaraháskóla íslands. [ Um er að ræða kennslu yngri nemenda og kennslu á síðari ' hluta skvldustigs, 10—15 ára, m.a. í íslensku, eðlisfræði o. fl. \ greinum. ' Einnig eru lausar nokkrar almennar kennarastöður við Æfinga- og tilraunaskólann. \ , Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Llmsóknum, ásamt upplýsingum um námsferil og störf, skal ' komið til menntamálaráðunevtisins, Hverfisgötu 6, Reykja- vík, fvrir 31. maí 1974. — Umsóknareyðublöð fást í ráðu nevtinu. 1 Menntamólaráðuneytið, 6. maí 1974. 1 i--——------------------------------------------------—-----1 Föstudagur 10. maí 1974. ©

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.