Alþýðublaðið - 10.05.1974, Side 5

Alþýðublaðið - 10.05.1974, Side 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri og ábyrgðar- maður, Freysteinn Jóhannsson. Stjórn- málaritstjóri, Sighvatur Björgvinsson. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti 19, simi: 28800. Afgrciðsla: Hverfisgötu 8-10, simi: 14900. Auglýsingar, Hverfisgötu 8-10, simi: 28660 og 14906. Blaðaprent hf. Ólafur tekur sér alræðisvöld 111 hefur ganga rikisstjórnar ólafs Jóhannes- sonar verið en verst ætlar hún að verða sú sið- asta. Þegar einn stjórnarflokkurinn vék frá stuðningi við stjórnina og fyrir lá á Alþingi van- trauststillaga á hana studd af meirihluta lög- lega kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á löggjafar- samkomu landsinsrþá greipforsætisráðherra til þess ráðs að nota vald það, sem honum var einu sinni fengið af meirihluta þingheims, til þess að „losa sig við þingið”, eins og hann sjálfur sagði og reka þingmenn heim. Með þvi að beita þvi valdi, sem honum var á sinni tið fengið af meiri- hluta þingmanna en meirihluti þingmanna nú vill svipta hann, þá tók forsætisráðherra i sinar hendur allt vald á íslandi næstu tvo mánuði og fer nú sjálfur ásamt fimm hjálparkokkum sin- um með allt það vald, sem rikisstjórn íslands og 60 þjóðkjörnum alþingismönnum er fengið sam- kvæmt landslögum. Á Islandi situr þvi ekki lengur að völdum þingbundin rikisstjórn heldur fámennisstjórn sex ráðherra, sem neitaði að lúta vantrausti, svipti þingmenn, sem þjóðin hafði kjörið i lýðræðislegum kosningum, öllu umboði sinu, og ætlar sér svo að stjórna landinu næstu vikurnar með tilskipunum án þess svo mikið sem að leita samráðs við þing eða þjóð. Og meðal þessara sex ráðherra, sem tóku sér alræðisvöld á íslandi i andstöðu við m eirihluta löglega kjörins þjóðþings, eru tveir kommúnist- ar. Engum stjórnmálamanni i allri Vest- ur-Evrópu öðrum en ólafi Jóhannessyni hefði dottið i hug að beita valdi, sem meiri hluti þjóð- þings vildi svipta hann, til þess að tryggja kommúnistum slik alræðisvöld. En aðferðir ólafs Jóhannessonar eru grófari en það eitt að neita að lúta vantrausti en rjúfa i staðinn þing. Hann er eini forsætisráðherrann á íslandi i sögu landsins sem lýðveldis, sem hefur framkvæmt þingrof með þeim hætti að láta það taka gildi frá og með þeim degi, sem þingrofsúr- skurðurinn er lesinn — og ákveða þannig, að engin löggjafarsamkunda skuli vera til i landinu i margar vikur. Frá þvi ísland gerðist lýðveldi hefur þing nokkrum sinnum verið rofið, en ávallt með þeim hætti, að alþingismenn hafa ekki verið sviptir þvi umboði, sem þjóðin fékk þeim i kosningum, fyrr en á kjördegi. í fræðiriti sinu telur Ólafur Jóhannesson sjálfur, að sú leið sé skynsamlegri og eðlilegri en hin, sem hann samt sem áður valdi, vegna þess, að þá sé þó til alþingi á Is- landi, sem hægt sé að kalla saman ef sérstakar aðstæður skapist. En með valdbeitingu ólafs Jóhannessonar i fyrrinótt lagði hann niður alþingi íslendinga um tveggja mánaða skeið. Sama hvaða stórvið- burðir kunna að gerast hér heima eða erlendis á næstu vikum er þvi ekki hægt að kalla neitt þing saman. ólafur og fimmburar hans i rikisstjórn- inni eru þvi einvaldir á íslandi þennan tima. Svo gróflega hefur enginn forsætisráðherra i sögu lýðveldisins íslands beitt valdi sinu gegn þingi og þjóð. alþýðu nnmu] Græna byltingin hrein blekking fTARLECAR TILL06UR IIM SKIPOLAGS- OR UMHVERFISMÁL FRA MINNIHLUTANUM Á borgarstjórnarfundi þann 18. april s.l. fóru fram miklar um- ræ&ur um hina svonefndu „Grænu byltingu” borgarstjórn- armeirihlutans. Borgarfulltrúar minnihlutans lögðu þar fram greinargerð um afstöðu sina til málsins og fluttu mjög itarlegar ræður, þar sem þeir sýndu fram á með mörgum dæmum, hversu áætlun sú um græn svæði og göngustiga, sem borgarstjórnar- meirihlutinn ætlar að gera að aðal-kosningamáli sinu, er ákaf- lega illa og hroðvirknislega unn- in. Sögðu þeir m.a. að auðsætt væri, að áætlunin öll væri unnin með það fyrst og fremst fyrir augum að búa til „billegt” kosn- ingamál fyrir borgarstjórann og samflokksmenn hans, en það mál væri með afbrigðum illa og óvandvirknislega unnið. Þá fluttu borgarfulltrúar minnihlutans einnig tillögu um „Grænu byiting una”, þar sem m.a. segir, að vegna mikillar ónákvæmni og misræmis, sem i áætluninni gæt- ir, samþykki borgarstjórnin að visa henni til endurvinnslu jafn- framt þvi, sem þá verði gerðar á áætluninni miklar breytingar til bóta. Verði endurvinnslunni lokið þannig að unnt verði að leggja áætlunina fyrir við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 1975. Auk þessarar tillögu og grein- argerðar, sem henni fylgdi, þar sem bent var með mörgum dæm- um á misræmi og mikla ónákvæmni i áætlun borgarstjór- ans, þá fluttu borgarfulltúar minnihlutaflokkanna einnig tvær aðrar tillögur i mörgum liðum. Sú fyrri fjallaði um veiði- og fiski- ræktarmál, þar sem lagt er til að gerð verði áætlun um skipulagn- ingu og nýtingu vatnasvæðis Reykjavikurborgar. M.a. bentu fulltrúar minnihlutaflokkanna á ýmis verkefni, sem vinna þyrfti i þessu sambandi, þ.á.m. þessi: Að allt vatnasvæði borgarinnar verði skipulagt og þvi lýst á grundvelli visindalegrar þekk- ingar auk þess sem fram fari líf- fræðilegar rannsóknir á ám og vötnum i nágrenni borgarinnar til þess að kanna, hvernig auka megi þar veiði. Að ráðstafanir verði þegar gerðar til þess að tvöfalda vatns- magn fyrir fiskiræktarstöðina við Elliðaár þannig að hún geti annað bæði fiskikynbótuni og fiskeldi fyrir allt vatnasvæði borgarinn- ar. Að árhólmarnir i Elliðaánum verði skipulagðir nú þega og laxi greidd leið upp i árnar. Jafnframt verði gerðar mengunarrannsókn- ir á vatni ánna. Að komið verði á tengingu úr Elliðaánum um Bugðu og upp i Hólmsá. Með þvi að opnast ný svæði fyrir lax og veiðisvæði Elliðaánna myndi tvöfaldast. Að vatnsmiðlun á vatnasvæði Elliðaánna verði stóraukin til þess að draga úr næstum árviss- um vetrarflóðum, er sópa burt með sér laxaseiðum og spilla gróðri. Að áhersla verði lögð á silungs- rækt i Elliðavatni og reynt að koma upp silungaklaki i kvislum ofan vatnsins. Að mengungareftirlit á Elliða- ársvæðinu verði stórlega hert. Að aukin verði starfsemi Æsku- lýðsráðs að veiðimálum unglinga og að tillögur, sem fyrir liggja um, að vatni verði hleypt á vest- urkvisl Elliðaánna neðan Arbæj- arstiflu i þeim tilgangi að silung- ur gangi þar upp verði athugaðar nánar, þar sem vatnsmagn ánna yfir sumartimann sé ekki það mikið, að til skiptanna sé. Verði sérstakri 5 manna nefnd ralið að gera nánari tillögur til borgarstjórnar um þessi mál. Auk þeirra tillagna, sem að framan voru nefndar, fluttu borg- arfulltrúar minnihlutaflokkanna á umræddum borgarstjórnar- fundi einnig tillögu um, að þróun- arstofnun og skip.ulagsstjóra verði falið að undirbúa og láta fara fram hugmyndasamkeppni um framtiðarskipulag Elliðaár- svæðisins ásamt umhverfi Elliða- vatns. Þá fluttu borgarfulltrúar minnihlutans einnig á þessum sama borgarstjórnarfundi mjög itarlega tillögu um skipulagningu Oskjuhliðarsvæðisins sem úti- vistarsvæði, þar sem m.a. segir svo: Við skipulagningu svæðisins verði fyst og fremst miðað við eft- irfarandi þætti: 1. Grafnar verði laugar inn I hlið- ina og komið fyrir heitum kerj- um, aðstöðu til sólbaða, bún- ings- og hreinlætisaðstöðu. Jafnframt verði settir upp tennisvellir, minigolf og önnur útilifsaðstaða. Þess verði gætt, að laugar og vellir verði felld inn i hliðina og umhvcrfið sem allra best. Umhverfið verði áfram sem náttúrulegast og jafnframt skreytt með gosbrunnum og listaverkum. 2. i hliðinni verði komið upp garði með suðrænum gróðri undir hvolfþaki. 3. Veitingaaðstaða verði á svæð- inu og endurvakin sú hugmynd að reisa veitingahús uppi á tönkum með útsýni yfi borgina. 4. Frárennsli hitaveitutankanna verði notað til upphitunar Nauthólsvikur. Með flotgirðingu verði afmark- aður upphitaður sjóbaðstaður. 5. Viðræður vcrði hafnar við Kópa vogskaupstað um fram- tiðarnýtingu Fossvogsins, þar sem miðað verði við, að vogur- inn verði fyrst og fremst sjó- baðstaður með aðstöðu fyrir skemmtibáta og sjóskiði o.s.frv. 6. Gerð verði i samvinnu viö Kópavogskaupstað áætlun um hreinsun Fossvogs fyrir öllu frárennsli sem allra fyrst. Fjölmargar aðrar tillögur um skipulagsmál i Reykjavik voru einnig fluttar af borgarfulltrúum minnihlutaflokkanna á umrædd- um borgarstjórnarfundi og verð- ur þeirra siðar getið i Alþýðu- blaðinu ásamt hinni nákvæmu út- tekt þeirra á hinni svonefndu „Grænu byltingu”, sem m.a. leið- ir i ljós þau hroðvirknislegu vinnubrögð, sem þar hefur verið beitt, en skv. áætluninni um „Grænu byltinguna” er mjög viða ekkert tillit tekið til núverandi eða frambúðargatnakerfis borg- arinnar, mikils misræmis gætir milli einstakra korta yfir götur og gönguleiðir og viða er gleymt skipulögðum ibúðarlóðum, sem gangstiga ætti skv. áætluninni að leggja þvers og kruss yfir. Var auðsætt, að borgarfulltrú- um meirihlutans komu mjög á óvart þeir mörgu ágall- ar, sem borgarfuiltrúar minni- hlutans bentu á að væru á „Grænu-byltingaráætluninni” og varð þeim fátt um svör á fundin- um. Kosningaskrifstofa J-listans er að Laugavegi 33 Símar 28718-28765 UtankjörstaðaatkvœSagreiSsla fer fram daglega frá kl. 10—12, 14—18 og 20—22, á helgum dögum kl. 14-18. Kosið er í Hafnarbúðum við Tryggvagötu. Sjálfboðaliðar óskast til starfa. Þeir, sem lána vilja bíla á kjördegi, vinsamlegast hafi samband við skrifstofuna að Laugavegi 33, — símar 28718 og 28765. Alþýðuflokkurinn S.F.V. Föstudagur 10. maí 1974. 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.