Alþýðublaðið - 10.05.1974, Side 2
skíðasportsbærinn
Frakkar hafa verið sigursælir
á fjölþjóðoegum skiöamótum á
siöustu árum. Þetta hefur vald-
iö þvi, aö áhugi skiöafólks á þvi
aö fara i orlofsferðir til Frakk-
lands hefur stóraukist og nú
hafa Frakkar i hyggju að gera
mikiö átak i sambandi við upp-
byggingu skiöaparadisa fyrir
feröamenn i Frakklandi.
Uppbyggingin er framkvæmd
eftir þessari froskrift:
A mismunandi timum aö
vetrarlagi sendir iþróttamála-
ráðuneytiö sérstaka menn i
þyrlum og flugvélum upp i Alp-
ana. Þarsafna þeir öllum nauð-
synlegum upplýsingum um
snjóalög, landslag, veöur, vind-
áttir, vindhraða, og vatnsból.
Upplýsingarnar eru samfærðar
og varðveittar og án tillits til
þess hvort svæðið er heppilegt
til búsetu eða ekki, er ákvörðun-
in tekin: Hér verður byggður
næsti skiðaiþróttabær okkar!
Þannig hafa Frakkar raunar
farið að i yfir 20 ár og nú i ár
halda þeir hátiðlegt 25 ára af-
mæli fyrsta skiðabæjarins, sem
byggður var eftir þessum upp-
skriftum. Það er skiðaiþrótta-
bærinn Courchevel - samfélag,
sem byggt var upp með skiða-
iþróttina eina fyrir augum (og
að sjálfsögðu til að hafa fé af
ferðavólki).
En enda þótt Frakkar geti
glaðst yfir góðum árangri af að-
ferðum sinum, þá verða þeir þó
að kyngja erfiðum bita. Sem sé
þeim, að það var Englendingur,
sem fyrstur vakti athygli á gæð-
um Courchevelsvæðisins sem
skiðastaðar. En jafnvel þótt það
hafi verið Englendingur en ekki
Frakki, sem fyrstur kom auga á
staðinn, þurfa Frakkar þó ekki
að vera svo ýkja óhressir. Þessi
Englendingur var nefnilega
merkilegur maður i sögu skiða-
iþróttarinnar. Hann var Sir
Arnold Lunn, sem kallaðurhefur
verið faöir alpagreinanna sem
alþjóðlegrar keppnisgreinar i
iþróttum.
Það var þegar árið 1925, sem
Sir Arnold i fararbroddi enskra
áhugamanna fór að hafa sér-
stakan áhuga á Savoie-ölpun-
um, en það er einmitt þar, sem
bærinn Courchevel var siðar
byggður. Þá höfðu þeir kynnt
skiðaiþróttina meö góðum
árangri i Austurríki og Sviss —
furðulegt, að þar þyrfti Eng-
lending til! Eftir að hafa ferðast
i heilan mánuð um Savoie-Alp-
ana lá niðurstaðan fyrir. t döl-
unum þremur, Saint Bon, Les
Allues og Belleville i Savoie
voru óvenjugóðar aðstæður
fyrir iðkun skiðaiþróttarinnar.
Mikið gekk svo á og lengi áður
en ákveðið var að byggja skiða-
bæinn Sourchevel. Meöal ann-
ars þyrfti mikið átak til þess að
sannfæra fylkisstjórnina i
Savoie-héraðinu um, að þaö
borgaði sig miklu betur að
byggja bæ i miðju skiðasvæðinu
með lyftum og brautum, en að
byggja lyftur og brautir við ein-
hverja þá bæi, sem fyrir voru.
Astæðan fyrir því, að
Courchevel varð fyrir valinu,
var lega staðarins. Hann var i
1850 metra hæð i norðurhliðum
fjalls, þar sem góður og mikill
snjór var tryggður jafnframt
þvi, sem þar var skjólsælt og lit-
il snjóflóðahætta. Um leið og
gengið hafði verið frá lóðamál-
um við fylkisstjórnina var hafist
handa um vegalagningu og svo
avar bærinn reistur.
Þegar bærinn var formlega
„opnaður” i desembermánuði
áriö 1947, þá voru þar tvö hótel
— sem þá hafði ekki enn verið
lokið við að byggja — tvær
skiðalyftur, tveir skiðakennar-
ar. Og aðeins 20 gestir komu til
bæjarins allan fyrsta veturinn!
En nú er ástandið annaö. í
bænum eru 64 hótel, sem rúma
1746 gesti og bjóöa upp á alla
verðflokka gistirýmis. Þar eru
einnig veitingahús og matsölu-
staðir og sikótek á svo til hverju
götuhorni.
Sannkallað net af skiðalyftum
annar 3300 skiðamönnum á klst.
og 200 skiðakennarar eru til ráð-
stöfunar fyrir þá, sem þurfa að
fá tilsögn.
Að sjálfsögðu hefur þessi
mikla uppbygging ekki verið án
mikils tilkostnaðar, og mikilla
erfiðleika. T.d. hafa lóðabrask-
arar skapað mikil vandamál,
sem urðu ekki leyst nema með
mjög öflugu rikiseftirliti.
Haiiö |iér kynnt yður Itfn frábæru Krðm húsgfign ?
FramleiBuin létt, sterk og
þægileg króm húscjögn I
eldhús, félagsheimili, skrif-
stofur o.fl.
Fjölbreyttasta úrvalið féið
þið hjá okkur.
KROM
HÚSGÖGN,
Suðurlandsbraut 10.
Slmi B3360.
jGGGGGGGEEEEGGEGGGGíSGGGGGEGE
FYRIR
GLUGGANA
FRÁ.....
GIUGGRUni
Grensdsvegi I2 simi 36625
UjI
Courcheval - fyrsti
Hafnarfjaröar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
i==LT7
HÚSEIGNIR
VEUTUSUNOM o Clfin
SIMIZS444 &
BLOMAHUSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opið til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
Dúnn
í GlflEÍIDIE
ÞAÐ B0RGAR SIG /ími 04200
|A0 VERZLA Í KR0N
Föstudagur 10. maí 1974.