Alþýðublaðið - 10.05.1974, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.05.1974, Qupperneq 6
AÐ UTAN VERKJLYDSHREYFIHEIH í BthÐH RfKJUHUM BÝST TIL BARDAGA Undirbýr krossferð gegn Nixon — með kosningarnar 1976 fyrir augum Rikisstjórn Richards Nixon myndi fyrir löngu hafa verið farin frá, ef þingræði eins og við þekkjum það úr Vestur-Evrópu, væri rikjandi i Bandarikjunum. En i Bandarikjum Norður- Ameriku eru ekki sömu lýðræðis- venjur i heiðri hafðar. Það er hinn þjóðkjörni forseti, sem skipar rikisstjórnina og rikisstjórnin stendur ábyrg gagnvart honum — en ekki þjóðþinginu. Aðeins með þvi að kjósa nýjan forseta getur þjóðin breytt um rikisstjórn, og það liða f jögur ár á milli forseta- kosninga. Ein leið stendur þó opin: Þingið getur stefnt forset- anum fyrir rikisrétt og með þvi neytt hann til þess að segja af sér — bæði sem æðsta mann þjóðar- innar og rikisstjórnarinnar. Milli forseta og þjóðarinnar er rikis- rétturinn eina og siðasta úrræðið til þess að losna við forseta og rlkisstjórn hans. Hvar sem væri myndu stjórn- málamenn og almenningur ekki gripa til slíkra úrræða gegn for- seta, fyrr en i allra seinustu lög — ef önnur leið er þá fær. Þetta á ekki hvað siður við I Bandarikj- unum. þar sem forsetinn gegnir raunverulega embætti bæði for- sætisráðherra og forseta eins og viö þekkjum þau — og er raunar valdameiri, en báðir þessir menn til samans. Þarna liggur skýring- in á þvi, að enda þótt Gallup- skoðanakannanir staðfesti, að meiri hluti bandarisku þjóðar- innar vantreysti Nixon, þá leiðir hún einnig i ljós, að meiri hluti þjóðarinnar vill ekki — að svo komnu máli a.m.k. — að hann sé leiddur fyrir rikisrétt. Flestir stjórnmálamenn eru sömu skoð- unarog kjósendur um þetta, enda þótt forsendur þeirra kunni aö vera aðrar. Demókratar hafa t.d. ekkert á móti þvi, að geta notað forsetanna sem skotskifu. Repúblikanar vildu gjarna, að forsetinn væri ekki lengur inni i myndinni, þegar gengið verður til þingkosninga i haust, en þeir eiga erfitt með að veita sér of harka- lega gegn æðsta manni sins eigin flokks. Slikt hlyti einngi aö koma niður á áliti repúblikanaflokksins og þá um leiö á möguleikum frambjóðenda hans i komandi kosningum. Atburðir siðustu daga KUNNA að hafa breytt þessari mynd eitt- hvað, en það er þó alls ekki vist, að svo sé. Sú staðreynd, að ýmsir nánustu samverkamenn Nixons sitja nú á bekkjum ákærðra sakaðir um gróf lögbrot kom ekki á óvart. Við þessu var búist. t forkosningunum siðustu vik- ur, þar sem republikanar hafa tapað meðal hópa kjósenda sem hafa verið þeim tryggir i áratugi, þarf heldur ekki að breyta afstöðu stjórnmálamannanna til rikis- réttarins. Meira þarf til. Nýjar yfirlýsingar, sem geta komið hvenær sem er fram i dagsljósið, geta skapað nýjar aðstæður. Gallupkönnun, sem sýnir af- gerandi stuðning við rikisrétt, gæti orðið til þess að stjórnmála- mennirnir stigi skrefið til fulls og fallist á þann gang mála. A meðan kjósendur og stjórn- málamenn sitja i biðstöðu, koma launþegasamtökin fram á stjórn- málavettvanginn með miklum þunga. AFL CIO, bandarisku Verka- lýðssamtökin, lýstu sig hlutlaus gagnvart forsetakosningum fyrir 16 mánuðum, og studdu þannig óbeint endurkjör Nixons. Nú hefur hinsvegar skipt um tón, og hafa þau tekið mjög eindregna afstöðu gegn honum. Nú endurtekur það sig stöðugt, að verkalýðssamtökin og stuðningsmenn þeirra krefjist þess að forsetinn verði dreginn fyrir rikisrétt. Milljónum áróðusblaða og veggspjalda er dreift undir slagorðunum: Nixon fyrir rikisréttinn strax. Fyrir nokkrum dögum var ég á AFL CIO fundi i Philadelphiu, þar sem yfir þúsund meðlimir laun- þegasamtakanna i Pennsylvaniu, Maryland og Delavere voru saman komnir. 1 fjölda ára hef ég ekki heyrt annað eins, og aðra eins sam- stöðu. t bandariskum launþega- samtökum er nú i uppbyggingu mikil stjórnmálaleg sókn sem kann að verða að krossferð, þar sem baráttumálið verður að hrekja Nixon og nánustu sam- starfsmenn hans út úr stjórninni og þinginu. Verkalýðssamtökin stefna að þvi að virkja niu milljónir af 13 1/2 milljón meðlima, til stjórn- málalegrar starfsemi. Hyggjast þau nota öll tiltæk ráð i þvi augnamiði til þess að mynda kjósendahóp sem er fimm sinnum stærri en norska þjóðin, svo eitthvað sé nefnt. Þegar forsvarsmenn verka- lýðsins eru spurðir hvort þeir telji öruggt að þeim takist að koma Nixon fyrir rikisrétt strax, telja þeir sig ekki enn geta tryggt það. Jafnhliða kemur fram að mark- miðið er hærra en rikisrétturinn einn. Krafan um rikisréttinn er meira og minna aðeins hugsuð sem tæki til undirbúnings þing- kosninganna I nóvember og for- setakosninganna 1976. Aðalatriðið er að fá önnur stjórnmálaleg mál skilgreind af sama ákafa og krafan um rikis- réttinnernú keyrð áfram: verð- hækkanirnar, atvinnumálin, oliu- kreppan, og spillingin i stjórn Nixons. Þeir telja mikilvægara að ná fram þingi án neitunarvalds 1974, og forseta vinveittan alþýð- unni árið 1976. — Þing án neitunarvalds 1974 þýðir þing þar sem 2/3 öldungadeildar og fulltrúaþings eru á móti Nixon. Aðeins á þennan hátt er hægt að hindra það, að forsetinn beiti neitunarvaldi gegn ákvörðunum sem þingið hefur tekið, en neitunarvaldi hefur Nixon oft heitt. við að kalka u pilluátinu? Erum af öll Það þarf kalk til við þær efna- breytingar i likamanum, sem veröa til þess að fólk deyr úr æða- kölkun, segir i grein i danska blaðinu Politiken. Einmitt af þeirri ástæðu er freistandi að telja, aö umfram magn af kalki i matvælum sé ein af orsökum æðakölkunar. Við of mikið af kalki? Við fáum a.m.k. of mikið af D-vita- mini, sem hvetur llkamann til þess að vinna kalk úr mat. Og nú spyrja næringarefnafræöingar beinlinis, að hve miklu leyti megi saka vitaminbætingu um þau tiöu dauðsföll vegna kölkunar, sem verða bæði hjá mönnum og skepnum. Undir eðlilegum kringumstæð- um á D-vitaminið að sjá svo um, að blóðið flytji ekki með sér minna kalk og fosfór, en likaminn þarfnast. Ef hörgull er á D-vita- mlni i likamanum þá vinnur hann ekki likt þvi eins mikið kal úr matnum og ef ekki er skortur á D- vitamini. Aður og fyrr var hætta á þvi, að börn, sem ekki fengu nóg D-vitamln, fengju beinkröm. En nú hefur verið girt fyrir þá hættu m.a. með þvi að bæta D-vítamini i ýmsar fæðutegundir — s.s. eins og smjörliki. Af tilraunum, sem gerðar hafa veriö með dýr, vitum við að það getur verið hættulegt að fá of mikið af D-vftamini. Likaminn getur þá fengið svo mikið af kalki og fosfór, að illa fari. Það hefur nefnilega verið sannað, að þá kalkar bindivefur I æöum, nýrum, hjarta, lungum og maga. Höfum við þá gleymt þvi, að D-vitamin getur verið eitrað?, spyr einn af sérfræðingum rannsóknarstofu i húsdýrasjúkdómum I Taastrup i Danmörku. __ Sérfræðingur þessí og margir fleiri telja, aö fólk á Norðurlönd- um fái allt of mikið af vitaminum. Þeir kenna vitamintöflunum um, sem margir bryðja eins og brjóst- sykur. Ofan á þær bætist svo það, aö fleiri og fleiri matvæli eru nú vitaminbætt. En einkum og sér i lagi hafa visindamenn áhyggjur af þvi, að húsdýrin séu bókstaf- lega troðin út af vitaminum til þess að fá þau til að vaxa sem mest. Sem dæmi um þetta er'það nefnt, að lifur danskra svina og kálfa innihalda nú þrisvar sinn- um meira magn A-vitamins, en árið 1958. Út frá þessum niður- stöðum þá búast við, að einnig magn D-vitaminsins hafi þrefald- ast. Svo til allt tilbúið gripafóður er vitaminbætt. Þá er D-vitamíni einnig oft sprautað i þau húsdýr, sem ekki þrifast nægilega vel. Hættan á ofgjöf blasir þvi við. t Bandarikjunum hafa visinda- menn sýnt þessu sama máli mik- inn áhuga. Þar hafa menn komist aö raun um, aö fólk, sem fær of- gjafir af vitaminum, fá ört vax- andi kolesterolmagn i blóði. En kolesterol er eins og menn vita efni, sem lengi hefur veriö talið aö rekja megi æðakölkun og hjartasjúkdóma til. :í ■;. SUMAR ÞEIRRA VERÐA BLÁSNAR UPP MED GASI, EN AÐRAR REISTAR ÚR EININGUM awifimi—YwaYiTaBwrraaiVMTiTifram'm iH IIIMWiBMi—B—IM—MMWHMWWH—WMMMM—■—Hl Ölluni er Ijóst — eða er að verða Ijóst — hiö ótrúlega skip- brot sem efnahagsstefna rikis- stjórnarinnar hefur beðið. Ný- afstaðnir kjarasamningar tákna ekki kjarabætur fyrir a 11- an þorra manna, verðbólgueld- ur ríkisstjórnarinnar er á góðri leiö með að éta upp hverja krónu sem fékkst — og nokkrum krónum betur. Ilallarekstur blasir við atvinnufyrirtækjum. I.aunaójöfnuður eykst. Og allt þetta ofan á öli stóru orðin. Skýringar Fróölegt er aö velta fyrir sér skýringum á þessum ósköpum. Hvað hefur gerst? Fyrir nær þremur árum settust á ráða- stóla menn, sem eftir áralanga útlegö höfðu orðið viðskiia við þjóöarpúlsinn og þekktu engin ; úrræði i efnahagsmálum önnur I en þau að þenja út og auka viö \ óbreytta stefnu fyrrverandi stjórnar. Engu var breytt en allt var þanið. Og þeir höfðu um tvennt að velja: Þenja eða éta ofan i sig stóru orðin. Hvernig á að bregðast við? Rikisstjórnin hefur leikið þann Ijóta leik aö rugia saraan i tima og ótima ólíkum mála- flokkum, efnahagsmálum og varnarmálum. Rikisstjórninni er ljóst að hún hefur gersam- lega brugðist i efnahagsmálum, og á milli grípur hún til þess ráðs aö reyna að fela þaö I tor- færu neti varnarmálanna. öll- um er ljóst að i Samtökunum, Alþýðuflokknum og þó langtum lielst i Framsóknarftokknum eru skiptar skoðanir um varn- armálin. Engum er þetta Ijós- ara en kommúnistum og á þessa strengi spila þeir, svo lengi sem þeir geta fengið fólk til þess að ræða varnarmálin ein en gleyma efnahagsmálunum eru þeir ánægðir. ÞANNIG MUNU GEIMSTOÐVAR FRAMTÍÐARINNAR VERÐA BYGGÐAR Fyrir fimm árum voru Sojuz-4 og Sojus-5 tengdir saman á braut. Sovésku „geimtviburarnir” voru fyrsta mannaða geimstöðin i sögu geimferða. 1 kjölfar þeirra fylgdu fleiri geimskot. Tengingar voru framkvæmdar I þvi skyni að flytja áhafnir I varanlegar geimstöðvar — Saljut og Skylab. Tilkoma þeirra kallaði á lausn þeirra vandamála, að auka stærð þeirra og lengja notkunartima þeirra. Visindamenn eru þeirrar skoðunar, að það sé auðveldara að setja stöðina saman úti i geimnum i áföngum og flytja hluta hennar, hvern fyrir sig, með eldflaugum, sem þegar eru til. Með þessu móti er unnt að byggja geimstöð af nálega hvaða stærð sem óskað er. Hvernig munu geimstöðvar fram tiðarinnar lita út að utan og innan? Svo virðist sem hagkvæmast sé, að geimstöðvarhlutarnir séu annað hvort kúlulaga eða eins og sívalningar. Slik lögun gefur mesta rúmtak i samanburði við þyngd, og auðvelt er að setja hlutana saman á braut og búa þá tækjum. Þessi tegund stöðlunar skapar ekki einhæfni, þvi að slik stöð, sem sett er saman úr einingum, getur verið eins og sivalningur að lögun, kúlu- laga eða eins og hjólnöf með blöðum. Litum á tæknilega hlið samsetningarstarfsins. I fyrsta lagi er nauðsynlegt að fullkomna kerfi gagnkvæmrar nálgunar tveggja hluta, sem skotið hefur verið á nálægar brautir, starfsemi þeirra, nálgun og tengingu. 011 þessi vanda- mál má leysa, bæði með alsjálf- virkri stýringu og meö hlutdeild geimáhafnar. Minnumst fyrstu alsjálfvirku tengingar mannlausra geimfara, sovésku gervihnattanna Cosmos-186 og Cosmos-188. Annar þeirra var „virkur”, hinn „hlut- laus”. Hinn fyrrtaldi leitaði að hinum siðartalda i geimnum. Gervi- hnettirnir voru búnir eldflauga- hreyflum til þess að stýra sér og auk þess litlum þotuhreyflum til nákvæmari hreyfinga við tengingu. Auk venjulegrar aðferðar er hag- kvæmt að nota aðra aðferð við byggingu stórra geimstöðva með hjálp „dráttar” geimskips, sem munu draga á braut ákveðnar einingar að samsetningarstaðnum. Siðan mun það leita næstu einingar. Ef nauðsyn krefur, geta geimfarar stýrt dráttargeimfari. Hagkvæmnin er augljós. Einingar, sem þannig er saman safnað, þarfnast ekki eigin véla né sjálfsstýriútbúnaðar. Mikið hefur verið ritað um kosti uppblásinna hluta. Þessi byggingaraðferð á einnig framtið fyrir sér i geimnum. Hlut úr teygjanlegu efni er komið fyrir i litlu hólfi i geimfari, sem skotið er á braut. Þegar á braut er komið er hann blásinn út með hjálp gashylkis og tekur á sig hverja þá lögun, sem fyrirfram var ákveðið á jörðu niðri. Visindamenn hafa þegar sett fram ákveðnar kröfur varðandi gerð þessara geimhjúpa framtiðar- innar. t fyrsta lagi varða þær litla gasgleypni þessara hluta svo og mikið þol þeirra gagnvart árekstrum við geimryk. Vilji það óhapp til, að hjúpurinn rifni, má hann ekki falla saman. A þvi má ráða bót með þvi að sprauta Hmefni i gatiö. Einnig er hægt að nota margra laga hjúp úr mjög þéttu og þolnu efni. Hjúpur, sem blásinn er upp á braut með þvi að hita hann, er önnur tegund af þessari gerð. Hitann sem til þarf má framleiða efnafræðilega, með raforku eða fá hann frá sólinni. Einn þessara hluta er gerður úr sér- stakri húð með styrktarteinum úr titanium og nikkelblöndu. Grindin hefur þann eiginleika, að hún „man” þá lögun, sem hún hafði á jörðinni við mikinn hita áður en hún var lögð saman. Sveigjanlegir málmar verða einnig hagnýttir i geimnum. Hluti gerða úr þeim má nota sem sjálf- stæðar einingar. Geimstöðvar framtiðarinnar verða ætlaðar til langtimanotkunar á braut, ekki bara til nokkurra mánaða heldur ára. Þess vegna er nauðsynlegt að gera ráðstafanir gegn öllum hugsanlegum atvikum. 1 fyrsta lagi gegn skemmdum af völdum geimryks. Sérstakur hjúpur me sivalningslögun, sem settur er á braut getur þjónað sem hlif gegn árekstri geimagna. Nú höfum við fengið hugmynd um, hvernig á að byggja geimstöðvar. Engum þarf að koma á óvart stærð framtíðargeimstöðva. Vandinn hefur verið leystur með mörgum geimferjum, sem munu flytja tilheyrandi hluta. En þá kemur upp annað vandamál: Gerö geimpalla með háum loftnets- möstrum og sjónaukum svo stórum, að jafnvel öflugustu eldflaugar geta ekki borið þau. Visindamenn telja, að slfk tæki séu nauðsynleg úti i geimnum til þess að framkvæma margskonar mikilsverðar rann- sóknir. Þess vegna verður lika að setja þungan tækjabúnað saman i áföngum. A þessu sviði hafa einnig komið fram nokkrar mjög frum- legar tillögur. Mesta athygli vekur margra eininga möstur, sem setja má saman eins og húseiningar. 0 Föstudagur 10. mal 1974. Föstudagur 10. maí 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.