Alþýðublaðið - 17.06.1974, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Blaðsíða 9
Þegar garðyrkjumaðurinn og síldar- spekúlantinn keypti landnámsjörð „Ef nokkur blettur á tslandi verður einhvern tima dollara- virði fyrir túrista, þá hlýtur það að vera fæðingarstaður Leifs heppna”. Með þessum orðum lauk óskar Halldórsson frásögn af atviki, sem ég ætla að rifja upp. Manninn þarf ekki að kynna, en þess má þó geta, að 15 ára gamall varð hann búfræð- ingur frá Hvanneyri, 16 ára sigldi hann til Danmerkur til frekara náms i matjurtarækt með 100 krónur i ferðastyrk frá Búnaðarfélaginu. Tvitugur ræktaði hann tómata við hvera- hita, sem hann fékk léðan hjá Stefáni frá Dunkárbakka, sem þá bjó á Reykjum i Mosfells- sveit. Varðhann brautryðjandi i þeirri ræktun á tslandi. En is- lenskur vetur garðyrkjumanns þeirra tima var allt of langur fyrir jafn hugvitssama ham- hleypu og Óskar var. Lagði hann tómatarækt á hilluna og áður en fyrri heimsstyrjöldinni lauk átti hann 11 lýsisbræðslur i ýmsum verstöðvum, ennþá kornungur maður, fæddur 17. júni 1893 á Akranesi. Upp frá þessu var lifshlaup hans samtvinnað sjávarútvegi, og var hann i áratugi einn kunn- asti sildarspekulant Islands. Fyrir miðjan aldur var hann orðinn þjóðsaga, tákn islenskra möguleika i atvinnulifinu, haf- inn yfir þessi smáatriði, sem okkur hættir svo til að dveljast við i mannlegri úttekt. 1 sildinni á Raufarhöfn kynnt- ist ég Óskari. Þar keypti hann fjörupart og jók þar land fyrir athafnapláss með uppfyllingu út i sjó með þvi að dæla sandi úr hafnarbotninum inn fyrir tréþil. Dýpkaði þá jafnframt svo, að skipgengt varð fyrir sildarbát- ana. Reisti hann bæði bryggjur og hús og hygg ég að Óskar hafi sjálfur verið arkitektinn en yfir- smiður var Sveinn frá Steina- flötum. Ég efast um að hann hafi hátt- að ofan i rúm sumar vertiðir, enda voru þær oftar einn langur dagur. Hann kastaði sér út af á sinum bekk, en alltaf glumdi bátabylgjan i st.óru Telefunken- tæki, sem var á hillu fyrir ofan höfðalagið. Ég held, að hann hafi aldrei sofnað svo fast, að hann hafi ekki heyrt það sem máli skipti fyrir hann. Ég leit stundum inn hjá honum eld- snemma á morgnana og kom þá fyrir, að i seilingarfjarlægð stæði á borði við legubekkinn kilódós undan danskri nauta- tungu, portúgalskar sardinur og jafnvel brjóstsykur. En það var eins og hann hefði alltaf and- vara á sér og bátabylgjan glumdi. Það mun hafa verið vetrar- kvöld um 1950, að Óskar sagði frá þvi, sem ég ætla að rifja hér upp, en þá var ég ásamt öðrum manni boðinn heim til óskars þar sem hann bjó syðst við Ingólfsstræti. Meðal hátiðabrigða við stofn- un hins islenska lýðveldis sumar ið 1944, var sögusýning i Latinu- skólanum i Reykjavik. Stóð hún nokkurn tima sumars og sótti hana fjöldi manns. Þangað fór Óskar með fyrstu mönnum. Bar hann þar að, sem getið var landafunda þeirra feðga, Eiriks rauða og Leifs heppna, vék Ósk- ar sér að Einari Olgeirssyni, al- þingismanni, sem hann vissi sögufróðastan þeirra manna, sem þarna voru, og spurði hann, hvar Leifur heppni hefði fæðst. Einar sagði honum, sem hann vissi, en réð honum til að spyrja þá Ólaf Lárusson, prófessor, eða Einar ólaf Sveinsson, próf- essor, frekar um það mál. Þar sem Óskar lét sér ekki nægja neitt nema fulla vissu um nákvæma staðsetningu þessa atburðar spurði hann þá báða. Þeir sögðu það, sem þeir vissu gerst, en visuðu hvor á annan. Samviskusemi þessara fræði- manna og virðingu fyrir sögunni er við brugðið, en Óskari lá mik- ið á staðreyndum málsins. Sagðist Óskar hafa gert þeim prófessorunum talsvert ónæði með kvabbi sinu, en svo fór, að hann fékk forvitninni svaíað. Næturkaup i Laxárdal Bóndinn á Stóra-Vatnshorni var genginn til náða, þegar bif- reið renndi þar i hlað um sum- arbjarta nótt fyrir þrjátiu árum. Dalamenn voru að smala fé til rúnings i gróandanum og sinna sauðburði og vorverkum. Fór bóndi heldur seint til dyra. Þeg- ar hann kom fram, stóðu þar á hlaðinu þrir menn. Var einn þeirra sýnu mestur vexti og hafði hann orð fyrir komumönn- um og heilsaði bónda kurteis- lega en vafningalaust. Sagðist hann heita Óskar Halldórsson, og vera kominn þarna þeirra er- inda að fala af bónda jörðina. Bóndi taldi að frekari umræða um það mál gæti vel beðið morguns að skaðlausu. Sagði hann sem var, að sér hefði ekki til hugar komið að bregða búi. Svo fór þó, að þeim Óskari og samferðamönnum hans var boðið til stofu. Nokkru fyrir f fótaferðartima tóku þeir svo hús á sýslumanni i Búðardal, og beiddust þess, að hann færði afsal og eigenda- skipti inn i veðmálabækur Dala- sýslu. Voru skilmálar allir með þeim hætti, að báðir gátu vel við unað. Var ekki alveg galsalaust I skrifstofu embættisins, og fuku gamanyrðin, enda talsverðu máli til lykta ráðjð fyrir báða. Óskar hafði með sér 30 þúsund krónur i reiðufé, en þær hrukku ekki til, þvi að bónda varð ekki þokað um verð niður fyrir 50 þúsund krónur. Árni Óla, blaða- maður, var sagnfræðilegur ráðunautur Óskars i ferðinni, og var sérstaklega tekið fram i af- salsbréfinu til Óskars, að Eiriksstaðir i Vatnshornslandi fylgdu með i kaupunum, en Ósk- Aðdragandi að Islandsferð fyrsta Reykvíkingsins V Mánudagur 17. júní 1974 N Eftir Braga Sigurðsson ar handsalaði bónda afgjalds- lausan ábúðarrétt og niðjum hans. Nú héldu þeir félagar til Reykjavikur. Kom Óskar að máli við Svein Þórarinsson, list- málara. Báðir höfðu búið er- lendis um skeið, meðal annars i Kaupmannahöfn, og þekktust þeir. Var Sveinn og viðurkennd- ur listamaður. Hann kom til Is- lands með Petsamóferðinni 1940. Bað Óskar Svein að fara vestur i Haukadal og mála þar fyrir ákveðna fjárhæð, sem var fimmti hluti jarðarverðsins. Mótivið var tóftarbrotin á Eiriksstöðum, en að öðru leyti hafði Sveinn sjálfdæmi um alla hluti, utan einn. óskar vissi, að kona Sveins, Karen-Agnete Þór- arinsson, var lika listmálari. Var það skilyrði af Óskars hálfu, ef hún færi með bónda sinum, sem og varð, þá mætti hún ekki mála eða teikna tóft- irnar. Þau hjónin voru nokkrar vik- ur vestur i Dölum, en Sveinn fullgerði þrjár myndir fyrir Óskar, og voru báðir ánægðir. Þegar fært þótti, lét Óskar búa vel um tvö þessara mál- verka, og fór með þau vestur um haf til Bandarikjanna. Gaf hann samtökum Islendinga annað verkið. En svo þótti hon- um við þvi tekið, að hann taldi maklegt, að taka það aftur. Hitt málverkið færði hann banda- risku þjóðinni að gjöf, og veitti þingforseti þvi viðtöku og var það sett á verðugan stað i salar- kynnum þingsins. Óskar Halldórsson var ævin- týri. Hann markaði varanleg spor i atvinnusögu þjóðarinnar með framsýni og ráðsnilld, sem var ekki alltaf i takt við tiðar- andann. Frásögn hans var kyngimögnuð og smitandi, ekki hvað sist, þegar hann sagði frá liðnum atburðum ævi sinnar. Nú er þessi maður látinn fyrir nokkru, en tóftarbrotin á Eiriksstöðum fara senn að grænka eitt sumarið enn. Núhefurþessi vagga sæfarans mikla verið friðlýst, og nú á 1100 ára afmæli Islandsbyggðar, verður reistur þar minnisvarði að tilhlutan þjóðhátiðarnefndar. Þess má að lokum geta, að erfingjar óskars seldu jörðina Stóra-Vatnshorn fyrir nokkrum árum, en i þeim kaupum voru undanskildir Eiriksstaðir, og eru þeir þvi enn i eigu þeirra, en hafa nú verið friðlýstir. Feikningar og hugmynd: J.A.L. 0 Mánudagur 17. júní 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.