Alþýðublaðið - 17.06.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.06.1974, Blaðsíða 7
Þjóðhátíðarskjóni Framhald af bls. 3. og hafa keðjur á framhjólunum gat ég látið bilinn krafla sig áfram eftir hjólförunum. Ekki dugði að stoppa, þá hefði billinn vafalaust fokið útaf, enda hafði Jón Hjálmarsson i Skógum sagt við mig, þegar ég leit við hjá honum i kaffisopa, að þetta væri svosem ekkert slæmt, en þó hefði bilar fokið i ekki verra veðri. Þarna við veginn keyrði ég fram á fólksbil, sem stóð kyrr á mel, og fólkið sat i honum grafkyrrt og alvarlegt og beið vafalaust eftir þvi, að veðrið gengi niður. En billinn gekk upp og niður i hviðunum og hraktist undan veðrinu. En úr þessum ferðum minum vil ég gjarnan nefna tvo menn, sem mér eru sérstaklega minnisstæðir. Þegar ég var á leiðinni vestur i Búðardal i vetur stoppaði ég i Hreðavatns- skála og hitti þar Leopold Jóhannesson, veitingamann. Hann sagði mér, að i Bröttu- brekku væri þæfingsfærð, og þvi betra að setja keðjur undir bilinn. Ég sagði Leopold, að það væri áreiðanlega óþarfi, en sannleikurinn var sá, að ég nennti ekki að fara að standa i veseni með keðjur. Þegar ég hafði fengið mér hressingu i skálanum og kom aftur út að bilnum var Leopold hinsvegar að ljúka við að ganga frá keðj- unum undir bilnum. Þetta finnst mér svo einstök greiða- semi, að ég verð að geta þess, — og það er skemmst frá þvi að segja, að i Bröttubrekku voru nokkrir slæmir skaflar, sem ég reif Þjóðhátiðar-Skjóna i gegnum með hjálp keðjanna. Hinn manninn, sem mig langar til að geta, hitti ég á Kaffiteriunni I Hótel KEA, þegar ég var á leiðinni á Raufarhöfn og Egilsstaði vetur- inn 1972. Það var Pétur Jónsson frá Hallgilsstöðum (betur þekktur sem fyrri helmingur flutningafyrirtækisins Pétur og Valdimar á Akureyri), sem ég þekki frá keyrsluárum minum á Akureyri. Færðin á Möðrudals- öræfum var ótrygg, og ég átti framundan langa og einmana- lega ferð. Þvi sló ég þvi fram við Pétur, hvort hann vildi ekki gera það fyrir þjóðhátiðarhald Islendinga að fara með mér i þessa ferð. ,,Það held ég nú,”, sagði Pétur og sló lófanum i borðið. Siðan var hann með mér i þrjá daga, og það var eins og fjöldi manns væri i bilnum en ekki við Pétur einir, þvi hann er eftirherma góð. Þarna á leiðinni var ég þvi i félagsskap margra ágætra manna, svosem Daviðs Stefánssonar og Bernharðs Stefánssonar, alþingismanns, — Og nú er þessum ferða- lögum lokið. — Já, og siðasti staðurinn, sem ég heimsótti, var Kirkju- bæjarklaustur, þar sem var ákveðið að halda tvær Skaftfell- ingahátiðir en sameinast siðan um brúarvigsluhátið við Skeiðará. Nú eru þvi komin timamót i þessum hátiðahöld- um og framkvæmdastigið hafið um allt land. Það má segja, að núna, þegar við röbbum hérna saman, að ekki sé beðið eftir öðru en vorinu til þess að hægt sé að hefjast handa, og raunar eru ýmsar framkvæmdir þegar hafnar, svosem smiði á grind- um og fleira. — En að lokum. Indriði, hvað er framundan hjá þér, þegar öllu þessu er lokið? —■ Það er ekkert sérstakt framundan hjá mér sem stendur. Nú geta hlaupamenn eins og ég varla komist i nokkurt starf, þau eru öll komin i fagfélög. Ég get þvi aðeins stundað tvö störf: ég get ekið langferðabil þvi ég er með meirapróf, og ég get stundað blaðamennsku. Þorri FERÐAFOLK: Vér bjóðum yður góða þjónustu i verslunum vorum. Matvörudeild: úrval matvara, búsáhöld. Vefnaðarvörudeild: sportfatnaður, skór, gjafavörur. Byggingavörudeild: veiðarfæri, viðleguútbúnaður, Essoskáli: veitingar, matvörur, bensin, oliur. Útibú Blönduósi og Skagaströnd. Eitthvað af öllu. Verið velkomin Kaupfelag Hunvetninga Blönduósi. Kaupfelag Vestur-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélagið útvegar félagsmönnum sinum nauðsynjavörur eftir þvi sem ástæður leyfa á hverjum tima, og tekur framleiðsluvörur þeirra i umboðssölu. í þjóðhátíðardaginn Tilboð óskast i að reisa og gera fokhelt kennsluhús héraðsskólans að Reykjum i Hrútafirði. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000.00 kr. skilatryggingu á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavik. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. júli 1974, kl. 1100 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Frá Bændaskolanum á Hvanneyri Umsóknir um skólavistiBændadeild skulu berast fyrir 1. ágúst og Framhaldsdeild fyrir 10. júli næstkomandi. Frá og með haustinu 1974 verða þeir, sem hyggja á nám i Framhaldsdeild Bænda- skólans á Hvanneyri og hafa ekki lokið stúdentsprófi, að ljúka undirbúningsnámi, sem svarar til náms i Undirbúnings- og Raungreinadeildum Tækniskóla Islands. Umsóknir um inngöngu i Undirbúnings- deild skulu berast Bændaskólanum á Hvanneyri fyrir 1. júli næstkomandi. Skólastjóri. sendum vér félagsmönnum vorum og öðrum viðskiptavinum fjær og nær kveðjur og árnaðaróskir. Kaupfélag Hafnfiröinga Listahátið íReykjavík 7—21 JUNI MIÐASALAN i húsi Söngskólans í Reykjavik að Laufásvegi 8 er opindaglega frá kl. 14,00-18,00 Simi 2-80-55 Ferða félagsferðir 16. júni: kl. 9.30 Söguslóðir Njálu, Verð kr. 1.200 kl. 9.30 Norðurbrúnir Esju, Verðkr. 600 kl. 13. Móskarðshnúkar, Verð kr. 400 17. júni: kl. 9.30 Marardalur-Dyravegur, Verð kr. 700 kl. 13. Jórukleif-Jórutindur, Verð kr. 500 Brottfararstaður B.S.Í. Ferðafélag tsiands. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður LANDSPÍTALINN SÉRFRÆÐINGUR i þvagfærasjúk- dómum óskast við HANDLÆKNINGADEILD hið fyrsta. Upplýsingar veitir yfirlækn- ir deildarinnar, simi 24160. VAKTMAÐUR (HÚSVÖRÐUR) óskast til starfa við spitalann hið fyrsta til framtiðarstarfa. Upp- lýsingar veitir umsjónarmaður, simi 24160, milli kl. 4-6 e.h. næstu daga. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf ber að senda skrifstofu rikisspitalanna Eiriks- götu 5. SKRIFSTOFA R í KISSPÍTALANN A EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765 Mánudagur 17. júní 1974 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.