Alþýðublaðið - 24.07.1974, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.07.1974, Qupperneq 5
Útgefandi Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (áb) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson Aðsetur ritstjórnar: Skipholt 19, simi: 28800. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10: simi 28660 og 14906. Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10: simi 14900, Blaðaprent hf, ÓFREMDARÁSTAND Meginvandi sérhverrar rikisstjórnar á Islandi hefur ávallt verið að fást við aðsteðjandi vanda- mál efnahagslifsins. Einkum og sér i lagi hefur það varið baráttan við verðbólguna, sem sett hefur svip sinn á þær aðgerðir. Verðbólga hefur löngum verið landlæg á Islandi og allar rikis- stjórnir hafa reynt eftir mætti að vinna bug á henni. Það verk hefur þeim misjafnlega vel tekist. Engri rikisstjórn hefur tekist að vinna bug á þessu erfiða vandamáli, sem raunar er orðið þjóðarmeinsemd. En sumum hefur tekist betur en öðrum að hafa hemil á verðbólgunni og hin- um illu fylgifiskum hennar. Það fer t.d. ekkert á milli mála, að sú rikis- stjórn, sem Alþýðuflokkurinn átti aðild að nú siðast, stóð sig til muna betur i baráttunni við verðbólguna, en sú rikisstjórn, sem setið hefur að völdum s.l. þrjú ár. í þau tólf ár, sem fyrr- nefnda rikisstjórnin sat að störfum, var verð- bólgan u.þ.b. 10% á ári að meðaltali — og var það vissulega meiri verðbólga, en æskilegt hefði verið. En hvað er það samanborið við um eða yfir 50% verðbólgu eins og spáð er um yfirstand- andi ári — siðasta valdaár samsteypustjórnar Alþýðubandalagsins, Samtakanna og Fram- sóknarflokksins? Hafi viðreisnarstjórninni ekki tekist nægilega vel viðnámið gegn verðbólgunni á valdaskeiði sinu, hvað má þá segja um þá rikisstjórn, sem setið hefur að völdum s.l. þrjú ár? Alþýðublaðið efar það ekki, að þeir flokkar, sem þá héldu um stjórnvölinn, vildu gera sitt besta til þess að hefta verðbólguþróun i landinu. Enginn stjórnmálamaður vill stuðla að ástandi eins og þvi, sem nú rikir. En þvi miður tókst ekki betur til en þetta. HVAÐ VERÐUR AÐ GERA? Næstu rikisstjórnar — hver sem hún annars verður — biður þvi erfitt verkefni, þvi bregðast þarf við með festu og öryggi til þess að koma i veg fyrir, að óðaverðbólgan leggi efnahagslíf landsins og afkomu heimilanna i rúst. Þær að- gerðir, sem óhjákvæmilegt er að beita, verða án efa erfiðar og jafnvel þungbærar. En Alþýðu- blaðið minnir á, að það hafa ekki allir lands- menn tapað á ástandinu. Verðbólgan hefur lika skapað hópi einstaklinga og félaga óhemjugróða og sú rikisstjórn, sem vill vinna að lausn efna- hagsvandamálanna i samstarfi við launþega- samtökin, verður að sýna þann vilja sinn i verki með þvi að bera fyrst niður hjá þeim, sem matað hafa krókinn á ófremdarástandinu á kostnað annara. Verkalýðshreyfingin hefur þráfaldlega sýnt það, að þegar kreppir að þjóðinni, þá er al- menningur i landinu fús til þess að mæta vanda- málunum af ábyrgð og skilningi. En það hlýtur að vera réttlætiskrafa launafólksins i landinu, að byrðar þær, sem leggja skal á þjóðina, verði réttlátlega á lagðar. Að þeim verði ekki hlift, sem mest hafa auðgast á hinu óeðlilega ástandi. Það er e.t.v. út i hött að fara enn á ný að tala um ,,hin breiðu bök”. En staðreyndin er samt sem áður sú, að þessi breiðu bök eru til i þjóð- félaginu og þau eru ekki vandfundin. Sérhver al- þýðumaður getur bent stjórnmálamönnunum á, hvar þau eru, finni þeir þau ekki sjálfir. Og það eru þessi breiðu bök, sem nú verða að bera sinn réttláta skerf af byrðunum. Það hlýtur að verða meginkrafa alþýðusamtakanna i landinu og þeirra stjórnmálaafla, er þeim fylgja að málum. alþýðuj ERLENDIS FRÁ: hafréttarrAdstefman FRÁ NORSKII SJOHARMIBI Hafréttarráðstefnan í Caracas hefur nú setið að störfum um nokkurt skeið og eru miklar vonir bundn- ar við störf hennar og það af miklu fleiri þjóðum, en okkur islendingum. Hags- munirnir eru vissulega margvíslegir og áhugamál in ólík, en talsvert hefur verið rætt og ritað um mál- efni tengd ráðstefnunni í nágrannalöndum okkar þar sem viðhorf hinna ein- stöku ríkja og sér-áhuga- mál þeirra hafa komið fram. Grein sú, er hér birtist i lauslegri þýðingu, var rit- uð nú fyrir skömmu í norska Arbeiderbladet — málgagn norska Verka- mannaflokksins — og fjall- ar um sérstök áhugamál Norðmanna tengd hafrétt- arráðstefnunni. Höfundur greinarinnar er Rolf Hell- em, Stórþi ngsmaður Verkamannaflokksins, en t hann á sæti i iðnaðarnefnd Stórþingsins. Hellem er fimmtugur að aldri og járnbrautarstarfsmaður að starfi. Hann var fyrst kjörinn á Stórþingið árið 1965 og situr þar sem þing- maður Nordland-k jör- dæmis. Norðmenn hafa lengi verið mikil fiskveiði- og siglingaþjóð. Nú ráðum við einnig yfir þriðj- ungi af hinum evrópska land- grunnssökkli þar sem finna má oliuauðlindir, sem enginn veit enn hve miklar eru. Framtiðarstefna okkar hlýtur að mótast af þvi, að Noregur neð- ansjávar er miklu stærri og auð- ugri af hráefnum, en sá hluti Nor- egs, sem ofansjávar er. Almennar þjóðréttarreglur og Genfarsáttmálinn frá 1958 (Land- grunnssáttmálinn )veitir Noregi yfirráð yfir landgrunni, sem að mestu kemur heim og saman við landfræðilegan landgrunnsstöpul Noregs. Landgrunnssáttmálinn frá 1958, sem byggir á nýtingar- hæfi (eins langt út ogdýpt hafsins leyfir nýtingu) er takmarkaður við tæknilega nýtingargetu. En frá þvi það samkomulag var gert hefur tækninni fleygt fram. Nú þekkir tæknin engin takmörk önnur, en nýtingartakmörkin. Og þar með er kapphlaupið hafið um sjálfan úthafsbotninn. Það ætti að vera sameiginlegt hagsmunamál allra þjóða að setja sem fyrst reglur um skil hins alþjóðlega hafsbotnssvæðis og nýtingarlandgrunns einstakra strandrikja. Það gæti orðið af- drifarikt slys og sorgarsaga, ef tæknin ynni sigur á hafdjúpinu áður en tekist hefur að koma á fót samþjóðlegri stjórnun á hagnýt- ingu úthafsbotnsins, sem gæti stýrt og stjórnað nýtingu hrá- efnalinda úthafanna og úthafs- botnsins. Markalinur landgrunns Noregs eru skarpari en flestra annarra rik]a, sem land eiga að Norður- sjó. Þetta gildir norður að 62. breiddargráðu. Þar nyrðra eru ekki skýrar markalinur milli landgrunns Noregs og Skotlands. En annað kemur þar einnig til — sem sé spurningin um hvar greina skuli á milli yfirráðasvæða Nore'gs og Sovétrikjanna. Umkringt norsku landgrunns- svæði liggur svo eyjan Svalbarði, sem er norskt land samkvæmt Svalbarða-sáttmálanum en meö ákveðnum mörkuðum skilyrðum. Rolf Hellem, Stórþingsmaður, höfundur greinarinnar. öll þau 41 riki, sem eru aðilar að Svalbarða-sáttmálanum hafa að- gang að náttúruauölindum þar eftir reglum, sem settar eru i námuvinnslulögum eyjarinnar. Þetta á einnig við um borun eftir oliu og vinnslu hennar. Sval- barðasáttmálinn felur einnig i sér ákvörðun um landhelgi Sval- barða, sem er 4 milur eins og raunar fyrir Noreg lika. En utan þessara fjögurra milna gilda hin almennu norsku lagaákvæði um landgrunn og nýtingu þess. Svalbarði hefur ekkert eigiö landgrunn. Landgrunn eyjarinn- ar er nefnilega ekki nefnt i sátt- málanum. Þetta merkir að land- grunnsmálið á sama hátt og önn- ur málefni eyjarinnar, sem ekki eru leyst i sáttmálanum, falla undir venjulega norska lagasetn- ingu. Miðlinureglan, sem ákveð- in er i Genfarsamkomulaginu frá 1958, gildir heldur ekki fyrir Sval- barða. Miðlinureglan fjallar um skiptingu landgrunns milli tveggja rikja, sem bæði eiga til- kall til sameiginlegs landgrunns. En enginn getur kallað Svalbarða sérstakt riki. Það er hluti af kon- ungsrikinu Noregi. Það virðist þvi eðlilegt og sjálfsagt, bæði út frá landfræðilegum staðreyndum og reglum þjóðarréttar, að land- grunnið, sem umlykur Svalbarða, sé norskt yfirráðasvæði og i eigu norska rikisins. Miklir hagsmunir, bæði nýting- arlegir og hernaðarlegir, eru tengdir hinu viðáttumikla land- grunni i Barentshafi. Til þessa hefur helsta auðlind Barentshafs- ins verið fiskur. En enginn getur i dag neitað þvi, að þar kunni að finnast mikil auðæfi önnur — bæði olia og málmar. Sumir hafa meira að segja sagt, að i þessu landgrunni, sem bæði tilheyrir Noregi og Sovétrikjunum, sé að finna auðugustu oliulindir jarðar- innar. Og þá mega menn ekki heldur gleyma mikilvægi oliunn- ar frá herfræðilegu sjónarmiði. Landgrunnsskil Noregs og Sovétrikjanna i Barentshafi verða ekki rædd af hafréttarráð- stefnunni i Caracas. En það mál er engu að siður i nánum tengsl- um við landgrunnsmálin og land- grunnsstefnuna, sem þar eru rædd. Fyrsta og mikilvægasta verkefnið hlýtur að vera að kom- ast að einhverju þvi samkomu- lagi um Barentshafið, sem dregur úr hættu á deilum um yfirráð þar. Ég hef áður varpaö þeirri hug- mynd fram, hvort ekki reyndist unnt að koma á einhverju sam- starfi milli Noregs og Sovétrikj- anna um rannsóknir og hugsan- lega oliuvinnslu á „landamæra- svæðum” landgrunnsins þarna. Væri slikt framkvæmanlegt myndi það skapa nýja og áður óþekkta möguleika m.a. tækifæri til samkomulags um skynsam- lega nýtingu auðlinda þessara hafsvæða án þess að hætta verði á rányrkju þar. En það eru ytri takmörk land- grunnsins sem rædd verða á ráð- stefnunni i Caracas. Þar riður á að niðurstaða fáist sem fyrst. Þaö verður að koma i veg fyrir það, aö stórveldin hef ji einn góðan veður- dag sin á milli deilur um svæði, sem ættu að vera alþjóðleg yfir- ráðasvæði — „sameiginlegur arf- ur mannkynsins alls”. Þessar döpru framtiðarhorfur — sem gætu ræst, ef tæknin ein fær að ráða framþróun mála — ættu að hvetja þjóðir heims til þess að vinna bug á tregðulögmálinu, sem alla jafna gildir i alþjóðleg- um samskiptum. Og auk þess er málið i nánum tengslum við nátt- úruvernd og nýtingu auðlinda, bæði varðandi alþjóðleg viðhorf og viðhorf einstakra rikja i þess- um efnum. Það má vel vera að 200 mílna efnahagslögsaga nægi ekki til þess að Noregur fái öll yfirráð eigin landgrunns eins og land- grunnið er mælt i dag. En eins og mér skilst, að málið sé vaxið, þá ætti að vera unnt að tryggja strandrjkjum að þau geti haldiö réttindum sinum og hagnýtingar- itökum landgrunns utan 200 milna ef þau hafa tekið sér slikan rétt nú þegar eða áður en hið alþjóðlega samkomulag um 200 milna efna- hagslögsögu verður gert. Norska landgrunnið er landfræðileg og liffræðileg heild, sem ætti að vera unnt að varðveita óskert. öfugt við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar er spurningin um ystu mörk landgrunns ekki knýjandi fyrir Noreg eins og mál standa nú. En landgrunnsmálið verður að skoðast i ljósi framtiðarþróun- ar og hagnýtingu hafs og hafs- botnssvæða. Ef hafsvæðin utan nýtingarlögsögu strandrikja eiga eftir að verða „sameiginlegur arfur mannkynsins alls”, þá má það helst ekki verða samkvæmt skilmálum stórveldanna heldur á grundvelli samninga, sem gerðir eru af þjóðum heims i sameigin- legri tílraun þeirra tii þess aö finna lausn áður en það er orðið um seinan. Frá A-listanum á Vestfjörðum VINNINGSNÚMER í KOSNINGA HAPPDRÆTTI Dregið hefur verið i Kosningahapp- drætti A-listans á Vestfjörðum. Vinning- urinn — ferð til Mallorca fyrir einn og dvöl i ibúð — kom á miða nr. 340. Var miðinn seldur á ísafirði. Vinningshafi er beðinn að snúa sér til Gunnlaugs Guðmundssonar, ísafirði, eða Sighvatar Björgvinssonar, simi 73244, og vitja vinningsins. A-listinn á Vestf jörðum. Miðvikudagur 24. júli 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.