Alþýðublaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 11
HVAÐ ER A SEYÐI?
SÝNINGAR OG SÖFN
AUSTURSTRÆTI: Úti-höggmynda-
sýning.
KJARVALSSTAÐIRt tslensk myndlist i
1100 ár. Yfirlitssýning yfir þróun islenskr-
ar myndlistar frá upphafi. Sýningin er
opin til 15. ágúst.
LANDSBÓKASAFN ISLANDS: Sýning
fagurra handrita.
STOFNUN ARNA MAGNUSSONAR:
Handritasýning.
NORRÆNA HtiSIÐ: Bókasafnið er opið
virka daga frá 14-19, laugardaga og
sunnudaga frá 14-17.
ASGRtMSSAFN Bergstaðastræti 74, er
opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30-
16.00. Aðgangur ókeypis.
GALLERI S.C.M. &
ASMUNDARSALUR:
Sýning á islenskri alþýðulist.
NATTÚRUGRIPASAFNIÐ Hverfisgötu
115. Opið þriðjudaga, fimmtudaga,
laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 — 16.
AMERtSKA BÓKASAFNIÐ Neshaga 16
er opið kl. 13 — 19 frá mánudegi til föstu-
dags.
Arbæjarsafner opið kl. 13-18 alla daga
nema mánudaga til 15. september.
Leið 10 frá Hlemmi.
HNITBJöRGListasafn Einars Jónssonar
er opið alla daga vikunnar kl. 13.30—16.00.
LISTASAFN tSLANDS. Málverkasýning
Ninu Tryggvadóttur, listmálara.
LISTASAFN ALÞÝÐUhefur opnað Sum-
arsýningu að Laugavegi 31, III. hæð, og
verður hún opin kl. 14—18 alla daga nema
sunnudaga fram i ágústmánuö. A sýning-
unni eru málverk, vatnslitamyndir og
grafíkverk margra þekktra höfunda. Að
undanförnu hefur safnið haft sýningar á
verkum sinum á Isafirði og Siglufirði við
prýðilega aðsókn. Sýningin á Siglufirði
var opnuð rétt fyrir páska en Isafjarðar-
sýningin 1. mai sl. i sambandi við hátlða-
höld verkalýðsfélaganna á staönum.
Listasafnið mun bráðlega fá aukið hús-
næði að Laugavegi 31 I Reykjavik.
TANNLÆKNAVAKT
TANNLÆKNAVAKT fyrir skólabörn i
Reykjavik verður i Heilsuverndarstöðinni
I júli og ágúst alla virka daga nema laug-
ardaga kl. 09—12.
NÆTURVAKT LYFJABÚÐA
Hcilsuverndarstöðin: Opið laugardaga og
sunnudaga kl. 17 — 18. Simar 22411 og
22417.
Simi lögreglu: 11166. Slökkvilið 11100.
Neyðarvakt lækna 11510. Upplýsingar um
vaktir lækna og lyfjabúða i simsvara
18888.
ATHUGID: Þeim sem vilja koma til-
kynningum og smáfréttum i „llvað er á
seyöi?”er bent á að hafa samband við rit-
stjórn, Skipholti 19, 3. hæð, simi 28800,
með þriggja daga fyrirvara.
Auglýsinga
síminn
28660
©VATNS-
BERINN
20. jan. - 18. feb.
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Fátt ber óvænt til tiðinda i
dag. Þú ættir þvi að geta
átt sæmilega rólegan og
góðan dag ef þú leitar ekki
sjálfur uppi erfiöleikana.
Þú ættir ekki að vinna
mikið i dag. Reyndu held-
ur aö hvila þig og njóta
friðarins.
jOkFISRA-
^MERKIÐ
19. feb. - 20. marz
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Þaö er fátt um þennan dag
að segja annað en það, að
hann verður næsta tið-
indalitill i lifi þinu. Hvern-
ig væri að nota rólegheitin
til þess að fara vel yfir
peningamálin? Það gæti
komiösér vel að vita, hvar
þú ert staddur fjárhags-
lega.
21. marz - 19. apr.
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Ef þú vinnur ekki i dag, þá
ættir þú að nota tækifærið
til þess að sinna fjölskyldu
þinni. Þú átt einhver sam-
skipti við ungt fólk siöla
dagsins og þau samskipti
verða einkar ánægjuleg.
Fátt verður til þess að
koma þér úr jafnvægi.
20. apr. - 20. maí
VIÐSJARVERÐUR: Nú
er um að gera fyrir þig aö
reyna að halda athyglinni
vakandi. Ef þú þarft aö
fara eitthvað akandi, þá
skaltu forðast að aka sjálf-
ur. Undirritaðu engar
fjárhagsskuldbindingar i
dag og vertu varkár i um-
gengni við fólk.
©BURARNIR
21. maí - 20. júní
KVIÐVÆNLEGUR: Þér
liður eitthvaö ekki sem
best i dag og ættir þvi aö
reyna að forðast alla ó-
þarfa áreynslu og hugar-
æsing. Reyndu að umbera
fjölskylduna, þótt hún
kunni aö vera þér and-
stæð. Farðu snemma i
háttinn og reyndu að halda
sem mest kyrru fyrir.
©KRABBA-
MERKIÐ
21. júní - 20. júlí
VIÐBURÐARSNAUÐUR:
Ef þú aðeins gætir þess að
gerast ekki þátttakandi i
neinum þeim verkum,
sem ekki þola nákvæma
gagnrýni annarra, þá ætti
dagurinn aö geta orðið ró-
legur og góður. Sinntu fjöl-
skyldumálum þinum.
LJÚNIÐ
21. júlí - 22. ág.
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Fátt verður um óvænta
viðburði hjá þér i dag —
hvorki gleðilega né sorg
lega. Þú ættir þvi að geta
átt rólegan og góðan dag.
Notaðu timann til þess að
sinna einkamálum þinum
og ljúka þeim verkum
heima fyrir, sem legiö
hafa i undandrætti hjá þér.
23. ág. - 22. sep.
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Maki þinn eða félagi er
eitthvaö ekki sjálfum sér
likur I dag. Reyndu eftir
megni að forðast allar ill-
deilur við viðkomandi.
Skýrðu heldur þin sjónar-
miö með lagni og lipurð og
vertu sáttfús og umburð-
arlyndur!
® VOGIN
23. sep. - 22. okt.
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Þú átt ýmislegt ógert og
ættir að nota helgina til
þess aö ganga frá þeim
málum. Ef þú þarft á að-
stoð að halda, þá skaltu
ráðfæra þig við gamlan og
gróinn vin, sem þú treystir
vel. Treystu samt fyrst og
fremst á þina eigin dóm-
greind.
®SP0RÐ-
DREKINN
23. okt - 21. nóv.
VIÐBURÐARSNAUÐUR:
Maki þinn er ekki alveg á
sama máli og þú um atr-
iði, sem varða ykkur
miklu. Reyndu ekki að
knýja þitt mál i gegn meö
hörku. Biddu heldur betri
tima þegar þið getið rætt
saman i rólegheitum.
Fjármálin valda þér ein-
hverjum áhyggjum.
©BOGMAÐ-
URINN
22. nóv. - 21. des.
VIDBURÐARSNAUÐUR:
Það gerist vist harla litið
hjá þér i dag og ef þú hefur
bundið miklar vonir við
daginn, þá skaltu verða
viðbúinn þvi, að þær vonir
gangi ekki að öllu leyti eft-
ir. Dagurinn verður samt
alls ekki slæmur — heldur
tiöindalitill og rólegur.
22. des. - 19. jan.
VIÐBURÐASNAUÐUR:
Þú ættir að gefa þér meiri
tima til þess aö sinna fjöl-
skyldumálunum, og þar
sem allar likur benda til
þess, að þú munir eiga ró-
legan dag, þá ættir þú að
verja tima til þess að vera
samvistum við fjölskyld-
una. Jafnframt mátt þú
gjarna verja tima og fé i
aðfegra heimili þitt.
RAGGI ROLEGI
JÚLÍA
FJALLA-FÚSI
Föstudagur 9. ágúst 1974.
o