Alþýðublaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.08.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbreiöslustjóri: Þráinn Þorleifsson Aösetur ritstjórnar: Skipholti 19, sími 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiösla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent SAMSTARF ER NAUÐSYN Hver er tilgangurinn með viðræðum þeim, sem nú fara fram milli fjögurra stjórnmála- flokka um myndun meirihlutastjórnar? Hann er sá að leitast við að koma á fót rikisstjórn á Is- landi, sem liklegt er að geti átt góð samskipti við launþegasamtökin i landinu. Hvers vegna er slikt nauðsynlegt? Vegna þess, að horfurnar i efnahagsmálum þjóðarinnar eru nú ákaflega al- varlegar — svo alvarlegar, að almenningur i landinu hefur rika ástæðu til þess að bera nokk- urn kviðboga fyrir framtiðinni. Og hvað er átt við með þvi að hafa eigi samstarf við launþega- samtökin um aðgerðir i efnahagsmálum? Það, að hafa eigi samtök launafólks með i ráðum um mótun þeirrar framtiðarstefnu i efnahagsmál- um, sem leysa á þann vanda, sem við er að glima. 1 kosningabaráttunni i vor lagði Alþýðuflokk- urinn megináherslu á, að sú rikisstjórn, sem við tæki að kosningunum loknum, ætti strax frá upphafi að taka höndum saman við launafólkið i landinu um mótun nýrrar efnahagsstefnu. I við- ræðunum, sem fram hafa farið að tilhlutan Ólafs Jóhannessonar, hefur Alþýðuflokkurinn lagt sérstaka áherslu á, að viðræðuaðilarnir féllust á þetta höfuðsjónarmið Alþýðuflokksins. Reynslan mun svo leiða i ljós, hvort einhver fyrirstaða verður af þeirra hálfu við þvi að fall- ast á þessi sjálfsögðu tilmæli Alþýðuflokksins, sem hann setur fram vegna þess, að Alþýðu- flokkurinn telur sig vera málsvara launafólks á Islandi og þá einkum og sér i lagi hinna lægst launuðu og ætlast til þess, að sérhver rikis- stjórn, sem hanri kynni að eiga aðild að, hafi þau sjónarmið hans i heiðri. TÖKUM TILBOÐI ASÍ Þar sem kröfunni um fyllsta samráð við al- þýðusamtökin hefur verið fylgt mjög fast fram af Alþýðuflokknum er það einkar ánægjulegt frá hans sjónarmiði, að miðstjórn Alþýðusambands íslands hefur gert ályktun, þar sem hún lýsir sig reiðubúna til þess að taka upp samstarf við stjórnvöld og vinnuveitendur um mótun farsæll- ar stefnu i efnahagsmálum. Miðstjórn ASÍ hefur með samþykkt sinni raunar gert meira en að lýsa þessu yfir. Hún hefur einnig bent þar á ýmsar leiðir, sem fara megi, og markað skýra stefnu um ýmis þau kjaraatriði, sem sérstak- lega munu koma til umræðu við stefnumótun i efnahagsmálum. Þetta sýnir, að Alþýðusam- bandið er reiðubúið að axla þá ábyrgð, sem þvi fylgir að gerast aðili að stefnumótun i efnahags- málum við þær alvarlegu kringumstæður, sem nú eru. Þessu samstarfstilboði ASÍ telur Alþýðuflokk- urinn að eigi að taka. Komist alvarlegur skriður á viðræður flokka um stjórnarmyndun — hvaða flokkar, sem þar munu eiga hlut að máli — eiga þeir sem allra fyrst að taka upp viðræður við fulltrúa ASÍ og annarra aðila vinnumarkaðar- ins, sem tjá sig reiðubúna til samstarfs, og reyna i sameiningu að finna sem varanlegasta lausn á þeim efnahagsörðugleikum, sem við er að fást. lalþýdu] mm HAFA STÚRVELDIN KOMID SÉR SAMAN UM NÝ LANDA- MÆRI A BALKANSKAGA? Atökin á Kýpur og hiö pólitiska ástand þar hefur vakið ýmsar vangaveltur um þróun mála i Suður-Evrópu. Blaðamaðurinn Per Nyholm við Aktuelt, blað danskra jafnaðarmanna, ritaði grein um þessi viðhorf i blað sitt fyrir nokkrum dögum. Hann segir i upphafi greinarinnar, að Kýpur- kreppan valdi þvi, að kuldahroll- ur fari nú um Evrópu. Hún sé að- vörun um, að I aðsigi kunni að vera barátta „upp á lif og dauða” milli Bandarikjanna og Sovét- rikjanna um fótfestu og áhrif i Miðausturlöndum, á Balkan- skaga og við Miðjaröarhaf. í þess ari baráttu milli stórveldanna tveggja eigi smáriki eins og Grikkland, Júgóslavia, Rúmenia og Búlgaria á hættu að vera tætt I sundur og þjóðir þeirra að hverfa úr hópi sjálfstæðra þjóða. Grein Per Nyholms birtist hér i lauslegri þýðingu og nokkuð stytt: Vegna þessarar baráttu stór- veldanna geta hernaðarbandalög eins og NATO og Varsjárbanda- lagið orðið banvæn ógnun við all- ar aðildarþjóðirnar að undan- teknum forysturikjunum, Banda- rikjunum og Sovétrikjunum. Og afstaða Evrópurikjanna innbyrð- is (Sovétrikin undanskilin) og af- staðan milli Evrópurikjanna ann- ars vegar og Arabaríkjanna- hins vegar getur þróast á furðulegasta hátt, — óhagstætt hagsmunum hinna minni rikja. KÝPUR Á ÁHRIFA- SVÆÐI USA Efnahagsbandalag Evrópu eygði strax þessa hættu. Ráð- herranefnd bandalagsins undir stjórn hins árvaka utanrikisráð- herra Frakklands, Jean Sauvagnargues, reyndi að hafa frumkvæði um lausn Kýpurmáls- ins, en bæði hann og James Callaghan, utanrikisráðherra Bretlands, litu svo á, að Kýpur- málið væri evrópskt málefni. En hinn bandariski „kollega” þeirra Henry Kissinger, — evrópumað- urinn, sem er sérfræðingur i þvi að reka ameriska utanrikispólitik á kostnað Evrópu, skaut þeim óð- ara til hliðar. Það var stefna Bandarikjanna sem varð ofan á i Kýpurmálinu. Með raunverulegri skiptingu eyjarinnar verður Kýpur i reynd hluti af hernaðarvél Bandarikj- anna, en þá þróun hljóta bæði Sovétrikin og Evrópurikin að lita með tortryggni. Töpuð skák Valdhafarnir I Kreml voru fyrstir til að láta i ljós viðbrögð við þessari þróun, en vegna hags- muna sovéska flotans á Mið- jarðarhafi hafa þeir talið, að full ástæða væri til viðbragða. Sú á- kvörðun Sovétstjórnarinnar að beita neitunarvaldi i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna I Kýpurmál- inu og mótmæli hennar við stjórn- irnar i Aþenu og Ankara gegn lið- söfnun NATO-sveita á Kýpur sýna, að Sovétrikin kjósa, að lausn Kýpurmálsins finnist i ör- yggisráðinu, sem er réyndar eini vettvangurinn, þar sem Sovét- stjórnin getur unnið að þvi, að Makarios, fyrrum forseti, geti sest á sinn fyrri valdastól. En Sovétrikin hafa þvi sem næst tapað skákinni. Hvorki Makarios eða fyrri hlutleysis- skipan á Kýpur á afturkvæmt. Jakov Malik, ambassador Sovét- rikjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um, hefur vafalaust rétt fyrir sér, þegar hann segir, að Genfarsam- komulagið um Kýpur milli Bret- lands, Grikklands og Tyrklands geri það að verkum, að Kýpur verði að eilifu ofurseld „erlendu hernámi”. Spurningin er þvi ekki nú, hvort Sovétrikin haldi áfram sókn sinni hjá Sameinuðu þjóðunum, heldur hvert verði hernaðarlegt svar Sovétrikjanna við þeirri skipan, sem Kissinger kom i gegn á Genfarráðstef nunni. Rúmenia umkringd Visbending um það, hvað getur gerst, lak frá Búkarest i júli, eftir að Ivan Jakubovsky, marskálkur, æðsti hermálafulltrúi Sovétrikj- anna hjá Varsjárbandalaginu, hafði rætt við flokksformanninn og forsætisráðherrann Nicoale Ceausescu. Tilgangur heimsókp- ar markskálksins til Rúmeniu var að sögn sá að biðja um grænt ljós af hálfu rúmenskra ráða- manna fyrir opnun flutningaleið- ar gegnum Dubruja-svæðið við Svartahaf, sem þá yrði undir sov- éskri stjórn, en þannig fengist beint samband á landi milli Sovétrikjanna og hollasta banda- manns Kremlstjórnarinnar i Austur-Evrópu, Búlgariu. Slik þróun myndi ógna versl- unarfrelsi bæði Rúmeniu og Júgóslaviu og þessi ógnun gæti — ef Sovétrikin sæju hag i þvi — tek- ið til sjálfstæðis beggja þessara rikja. Við þessar aðstæður yrði Rúmenia umkringd og Júgóslav- ia væri berskjölduð og Sovétrikin gætu stjórnað aðgerðum bæði frá Búlgariu og Ungverjalandi gegn Júgóslövum. Frá Búkarest og Belgrad séð er ekki hægt að úti- loka, að afleiðingar „Kissinger- stefnunnar” varðandi Kýpur, verði einmitt þessi ógnvekjandi þróun, sem hér hefur verið rakin. Aukinn þrýstingur Rússa 1 þessu sambandi er athyglis- vert, að Tudor Sjivcov, formaður búlgarska kommúnistaflokksins og forsætisráðherra Búlgariu, talaði þegar i mai um þann mögu- leika, að Búlgaria sameinaðist Sovétrikjunum, en þá gætu sovéskar hersveitir tekið sér stöðu i minna en 100 kilómetra fjarlægð frá Dardanellasundi, milli Svartahafs og Eyjahafs, en það hefur verið Rússum keppi- kefli allt frá þvi á timum Katrinar miklu. Nú þegar „Kissingerstefnan” hefur leitt til þess, að Kýpur er komin inn á hernaðarlegt um- ráðasvæði NATO, og Sovétmenn hafa verið flæmdir frá stöðvum, sem þeir áður höfðu i Egypta- landi og Sýrlandi, verður aðstað- an við Dardanellasund ennþá mikilvægara keppikefli en nokkru sinni fyrr. Af þessum sökum má gera ráð fyrir, að Kremlstjórnin setji á næstunni aukinn þrýsting á Ce- ausescu að gefa eftirvarðandi flutningaleiðina og á Sjivcov að samþykkja, að Búlgaria samein- ist Sovétrikjunum. 1 þessu sambandi skipta Rúmenia og Búlgaria reyndar ekki meginmáli. Hinn raunveru- legi ávinningur i augum Sovét- manna er að ná tangarhaldi á Júgóslaviu og Albaniu, en með þvi að koma böndum á þessa tvo uppþotsaðila innan kommúnista- heimsins telja þeir sig vinna tvennt: 1. Að draga myndi úr straumum þjóðernishyggju i Austur-Evrópu. 2. Hinn „heim- ilislausi Miðjarðarhafsfloti Sovétrikjanna fengi aðgang að mörgum heppilegum höfnum á strönd Adriahafsins. ,,Bundið fyrir” EBE Hvað Vesturlönd snertir er á- stæða til að ætla, að Kýpurdeilan sé liður i bandariskri utanrikis- stefnu, sem miði að þvi að „binda fyrir” Efnahagsbandalagið við Miðjarðarhafið. En með aðstoð ó- lýðræðislegra rikisstjórna frá An- kara til Lissabon hafi Kissinger ætlað sér að koma i veg fyrir samvinnu milli EBE og Araba- landanna og jafnframt að hindra það, að Efnahagsbandalaginu tækist að þróast til þvilikrar rikjasamsteypu, að hún yrði ógn- un við hagsmuni Bandarikjanna. Þó að þessi stefna hafi beðið margt skipbrot, er hún engu að siður hættuleg i framtiðinni. Hér má benda á, að það var ekki með vilja stjórnarinnar i Washington, að herforingjastjórnin i Grikk- landi fór frá völdum. Nýlegar fréttir, sem borist hafa frá Aþenu, herma, að Bandarikin og Sovétrikin hafi komið sér sam- an um ný landamæri á Balkan- skaga. Samkomulag þetta eigi að koma til framkvæmda, þegar hinn 82 ára forseti Júgóslaviu, Tito, marskálkur, fellur frá. Sem kunnugt er hefur tillegg Titos til alþjóðamála fyrst og fremst verið það, að honum hefur tekist með sinum sérstaka sósial- isma að draga mjög úr spennunni á Balkanskaga, — þessari púður- tunnu Evrópu. Júgóslaviu og Grikklandi skipt Vangavelturnar i Aþenu gera ráð fyrir, að jafnskjótt og Tito hverfur af sjónarsviðinu, muni stórveldin gripa til sinna ráða: Sovétrikin hefji aðgerðir i gegnum Búlgariu og Ungverja- land og Bandarikin i gegnum Grikkland. Júgóslaviu verði skipt upp I mörg minni riki, sem falli undir yfirráð Sovétrikjanna. Grikklandi verði skipt i tvennt og norðurhluti þess falli einnig undir Sovétríkin, en hinn hlutinn falli undir áhrifasvæði Bandarikj- anna. Þar með hefðu stórveldin tryggt sér hernaðarlega fótfestu á austanverðu Miðjarðarhafssvæð- inu, Sovétrikin fengið „skaðabæt- ur” fyrir þær herstöðvar og áhrif, sem þeir töpuðu i Arabaiöndun- um, og Kissinger náð þeirri valdastöðu Bandarikjanna, sem virðist vera markmið utanrikis- stefnu hans. Kurt Waldheim, aðalframkvæmdastjóri S.þ., og sovéski ambassa- dorinn Malik. — Hvert verður hernaðarlegt svar valdhafanna i Kreml? Föstudagur 9. ágúst 1974. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.