Alþýðublaðið - 11.08.1974, Side 1
SUNNUDAGS-
LEIÐARINN
AUSTURSTRÆTI
ÞaB var mjög góð hugmynd
hjá borgaryfirvöldum Reykja-
vikur að gera helming Austur-
strætis að göngugötu, en slik
stræti tiðkast nú mjög um mið-
bik borga. Helst hefði Austur-
stræti allt átt að verða slik gata.
Vonandi verður það siðar.
Þá er það ekki siður ánægju-
legt, að i sambandi við glæsilegt
þjóðhátiðarhald Reykjavikur-
borgar skuli hafa verið komið
fyrir i þessu gamla stræti ágætri
sýninu höggmynda, sem hljóta
aö vera öllum, sem um götuna
ganga, sérstakt augnayndi.
Skemmtilegt væri, ef þetta gæti
orðið upphaf þess, að Austur-
stræti yrði ekki aðeins vett-
vangur þeirra, sem vilja ganga
rólega sér til hugarhægðar eða
skreppa i búð, heldur einnig
hinna, sem hafa áhuga á listum
og vilja geta virt fyrir sér lista-
verk undir berum himni.
Það, sem þó setur mestan
svip á hið nýja Austurstræti og
gefur þvi mest gildi, er, að þar
skuli hafa verið komið fyrir
brjóstmynd af Tómasi
Guðmundssyni, þjóðskáldi ís-
lendinga nú i dag og einu mesta
skáldi, sem Islendingar hafa átt
i sögu sinni. Þess munu aðeins
tvö dæmi, að reistar hafi verið á
almannafæri höggmyndir af
mönnum, meðan þeir voru á lifi.
Hið fyrra dæmi er mynd Sigur-
jóns Ölafssonar af séra Friðrik
Friðrikssyni við Lækjargötu, og
nú mynd Sigurjóns af Tómasi
Guðmundssyni i Austurstræti. A
þessu fer vel. I báðum tilfel
um er um stórmenni andans
að ræða. Séra Friðrik var
mesti æskulýðsleiðtogi, sem
íslendingar hafa eignast, stór
brotinn trúmaður og lærdóms
maður, sem hafði djúp áhrif á
fleiri en eina kynslóð. Tómas
Guðmundsson er mesta skáld
samtiðar sinnar. Hann hefur
kveðið fegurð og gleði inn i sál
Islendinga, hann hefur sungið
þjóð sinni nýjan söng, sem er
bæði ljúfur og sterkur, bæði
þýður og hljómmikill, og gefið
lifi samtiðarmanna sinna nýtt
og bætt gildi. Sum kvæði Tóm-
asar Guðmundssonar eru án efa
meðal hins besta, sem ort hefur
verið i Evrópu i nútimanum.
Reykvikingum er Tómas
Guðmundsson sérstaklega kær
vegna þess, að enginn hefur
honum fremur kennt þeim að
þykja vænt um borgina sina,
jafnvel vera stoltir af henni, þvi
að enginn hafði fyrr ort um
borgina af hlýju og nærfærni,
samfara hógláta gáska, eins og
Tómas Guðmundsson gerði.
Þess vegna stóð auðvitað eng-
um nær að reisa fyrstu myndina
af Tómasi Guðmundssyni en
Reykvikingum, og hvergi er hún
betur komin en i Austurstræti.
En fleiri og stærri munu eflaust
á eftir koma. Allar munu þó
slikar myndir verða forgengi-
legar, eins og öll mannanna
verk, sem gerð eru úr dauðu
efni. En i þjóðarsál íslendinga
mun mynd Tómasar
Guðmundssonar lifa um alla
framtið, heilsteypt og óbrjótan-
leg, vegna þeirrar ævarandi
listar, sem hann hefur gefið þjóð
sinni.
GÞG
Sunnudagur 11. ágúst 1974. - 147. tbl. 55. árg.