Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 2
ÞANNIG FOR NY OG B VINSTRI STJÓRN í VAS Tilraun Ölafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra, til myndunar nýrri og betri vinstri stjórnar hef ur nú farið út um þúfur. Fylgismenn þessara flokka, sem áhuga höfðu á því, að þessi tilraun yrði gerð, spyrja að sjálfsögðu hvers vegna svo hafi farið. Og þeir eiga heimtingu á því að fá skýr og Ijós svör. Þegar i upphafi viöræðnanna lagði Ólafur Jóhannesson til að fjallað yrði fyrst um þá tvo málaflokks, sem ætla mætti, að ágreiningur kynni að vera um — þ.e.a.s. efnahagsmálin og varnarmálin. Fengist sameiginleg lausn á þessum tveimur málaflokkum mætti ætla, að raunhæfur grundvöllur væri fyrir stjórnarmyndun þeirra flokka, sem þátt tóku i viðræðunum, og þá yrði hægt að snúa sér að ýmsum öðrum málaflokkum, sem einnig þyrfti að mynda sameiginlega stefnu i. Samkvæmt tilmælum Olafs voru tvær undirnefndir skipaðar til þess að fjalla um framan- greinda tvo málaflokka. Ein nefnd um utanrlkismálin og önnur um efnahagsmálin. Þess- ar nefndir þinguðu svo, ásamt ,,stóru” viðræðunefndinni, sem fjallaði um málin i heild. og eftir þriggja vikna viöræður — eða um það bil — kom i ljós, að ekki reyndist unnt að ná saman um þessi tvö höfuðviðfangsefni við- ræðnanna og þvi fóru þær út um þúfur. Agreiningurinn var tvíþættur. Annars vegar var um djúp- stæðan málefnaágreining að ræða — i varnarmálunum. Hins vegar varum ágreining að ræða um málsmeðferð — f efnahags- málunum hvað snerti samstarf og samráð við Alþýðusamband íslands og aðila vinnumarkaðs- ins. Varnar- málin skiptu sköpum Það var málefnaágreiningur- inn um varnarmálin, sem i raun og veru réði úrslitum um það, að ný og betri vinstri stjórn fór i vaskinn. Þegar i upphafi við- ræðnanna lét viðræðunefnd Al- þýðuflokksins i ljós þá afstöðu sina, að ekki kæmi til mála að fylgt yrði sömu stefnu i varnar- málunum og fyrrverandi stjórn hafði gert. Viðræðunefnd Al- þýðuflokksins markaði þá af- stöðu, að i fyrsta lagi ætti að taka fram i stjórnarsáttmála, að ísland ætti áfram að skipa sér i sveit vestrænna þjóða með samstarfi við þær um varnar- og öryggismál innan NATO. t annan stað ætti að taka þar fram, að áfram yrði rekin eftir- lits- og varnarstöð frá Kefla- vikurflugvelli til tryggingar öryggi landsins og samstarfs- þjóða þess i NATO. t samræmi við stefnu Alþýðu- flokksins i varnarmálunum, sem m.a. hefur komið fram i þingsályktunartillögu þing- manna Alþýöuflokksins frá haustinu 1972, tók viðræðunefnd flokksins fram, að Alþýðu- flokkurinn væri þó reiðubúinn til þess að rikisstjórnin tæki upp i samráði við Bandarikjamenn endurskoðun á ýmsum fram- kvæmdaratriðum varðandi öryggisgæsluna á Keflavikur- flugvelli. Yrði m.a. að þvi stefnt að skilja alveg á milli varnar- stöðvarinnar annars vegar og almennrar flughafnar i Kefla- vik hins vegar, að tslendingar tækju að sér björgunarflug það, sem varnarliðið hefur rekiö frá Keflavik, að íslendingar tækju að sér frekari öryggisgæslustörf á vellinum sjálfum og aö ts- lendingar tækju viö frekari stjórnunarstörfum á vellinum en þeir hafa með höndum nú — þ.e.a.s. almenn stjórnunarstörf (civil administration), sem ekki lúta að hernaðarmálum. Viöræðunefnd Framsóknar- flokksins féllst á þessi sjónar- mið viðræðunefndar Alþýðu- flokksins og saman lögðu við- ræðunefndir þessara flokka fram tillögur, sem fólu þessi grundvallaratriði i viðhorfum og stefnu Alþýðuflokksins i sér. Alþýðubandlagið neitaði hins vegar með öllu að fallast á þessi sjónarmið hinna flokkanna tveggja. Þeir lögðu fram gagn- tillögur, sem voru alger höfnun á þeim atriðum, sem Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn höfðu komið sér saman um i viðræðunum. Allar tillögur Alþýðubanda- lagsins um varnarmálin fólu það i sér, að sú stefna yrði mörkuð af nýrri rikisstjórn, að herinn yrði látinn fara og tsand gert að varnarlausu landi. Allar þeirra tillögur fólu í sér, að fast- afmarkaðar dagsetningar yrðu settar i stjórnarsáttmála um, hvenær varnarliðið yrði sent brott af landinu og hvernig. Helmingur liðsins átti að vera farinn á árinu 1975 og þá átti að taka ákvörðun um það, hvenær sá helmingur, sem þá var eftir, ætti að hverfa á brott. Frá þess- um kröfum sinum fékkst Al- þýðubandalagið aldrei til þess að hvika . Málin stóðu sem sé þannig, að annars vegar stóðu viðræðu- nefndir Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins með þá stefnu, að Island yrði áfram i NATO og að varnar- og eftirlits- stöð yrði áfram rekin frá Kefla- vikurflugvelli.Hins vegar stóð viðræðunefnd Alþýðubanda- lagsins með þá stefnu, að varnarstöðin yrði lögð niður og ákveðnar yrðu dagsetningar þess, hvenær varnarliðið færi af landi brott. Hvorugur aðilinn fékkst til þess að hvika frá sjónarmiðum sinum i þessu máli. Allar þær tillögur, sem Al- þýðubandalagið lagði fram, voru meö sömu ummerkjunum svo séð varð undir l’ok siðustu viku, að Alþýðubandalagið var staðráðið i þvi að láta nýja vinstri stjórn kafna strax i fæðingunni á afdráttarlausum kröfum kommúnista um varnarlaust land, sém þjóðin hafði þó nýlega hafnað i kosningum. Alþýðubandalagið hefur reynt þessa siðustu daga að firra sig þessari ábyrgð og að halda þvi fram, að möguleiki hefði verið að ná samkomulagi um þessi mál. Sá möguleiki var aldrei fyrir hendi. Viðræðunefnd Al- þýðuflokksins hafði marglýst þvi yfir, að hún myndi aldrei hvika frá stefnu sinni i varnar- málunum, sem að framan var lýst. Og tillögur þær, sem Al- þýðubandalagið lagði fram, voru ávallt með sama markinu brenndar — varnarlaust land frá og með ákveönum degi á yfirstandandi kjörtimabili. Þessar andstæður verða að sjálfsögðu aldrei samræmdar, nema annar hvor aöilinn falli frá yfirlýstri stefnu sinni — og Alþýðubandalagið sýndi aldrei nein merki þess, að það hefði slikt i hyggju fyrir sitt leyti. Fullyrðingar kommúnista um, að mjög hefði þokast i sam- komulagsátt i varnarmálunum, eru þvi grófleg ósannindi og til þess sögð að reyna að firra Al- þýðubandalagið ábyrgð á þvi að hafa komið i veg fyrir myndun nýrrar og betri vinstri stjórnar með óbilgirni i herverndar málunum, ’sem ekkert á skylt við þau miklu vandamál, er við blasa i dag. Tólfunum kastar þó, þegar formaður Alþýðubanda- lagsins laug þvi i sjónvarpinu i fyrrakvöld, að samkomulag hefði verið orðið um þá stefnu i viðræðunum, að enginn her skyldi á Islandi vera. Sann- leikurinn er sá, að það eina i málinu.sem enginn ágreiningur var um, var sú stefna allra is- lenskra stjórnmálaflokka, að ekki skyldi vera her á íslandi á friðartimum. Enginn flokkanna hefði sett það fyrir sig, þótt þau ákvæði væru i nýjum stjórnar- sáttmála, en það er auðvitað ekki það sama og að rikisstjórn- in lýsti þvi yfir, að varnarliðið skyldi á brott! Þannig venda kommúnistar ætið sannleikan- um á snið til þess að þjóna sin- um eigin flokkslegu mark- miðum. Málefnaágreiningurinn um varnarmálin var þvi það, sem úrslitum réði um, að ekki var grundvöllur fyrir nýrri og betri vinstri stjórn i landinu. Alþýðu- flokkurinn hafði haldið fast við stefnu sina i varnarmálunum. Framsóknarflokkurinn hafði fallist á hana. En Alþýðubanda- lagið sat fast við sitt gamla heygarðshorn — heygarðshorn hvitflibbakommalýðsins úr Reykjavik,'sem ekki á sér nema þetta eina mál og hvorki skilur né vill skilia !:vaða mál það eru nú i dag, sem mestu varða íyrir alþýðu þessa lands. Á óbilgirni þessa þrönga og einsýna hóDS sprengdi Alþýðubandalagiö vinstri viðræðurnar — og víð- sýnni menn innan þess tóku þann kostinn vegna þess, að þeir þorðu i raun og veru ekki að horfast i augu við þau vandamál efnahagslifsins, sem mestum sköpum skipta nú fyrir launa- fólkið i landinu. Með þessu sýndi Alþýðubandalagið, aö það er með öllu gagnslaust sem póli- tiskur málsvari verkafólks og verkalýðshreyfingar þegar á riður. Fólk, sem bundiö hefur sitt trúss við Alþýðubandalagið, hefur byggtsin hús á sandi, sem enga viðstöðu getur veitt. Al- þýöubandalagið reynist ónýtt og gagnslaust sem ábyrgur mál- svari, þegar mest á riður. Samráðin við verka- lýðs- hreyfinguna Ofan á þann málefnaágrein- ing, sem kommúnistar höfðu skapað um varnarmálin og reyndist óyfirstiganlegur þröskuldur i vegi vinstri stjórn- ar bættist svo það, að viösemj- endur Alþýðuflokksins reyndust með öllu ófáanlegir til þess að hafa raunhæft samstarf við verkalýðshreyfinguna um lausn efnahagsvandans. í kosningabaráttunni i vor var það meginstefnumark Alþýðu- flokksins, að þann vanda, sem við væri að fást i efnahagsmál- um, ætti að leysa i traustu sam- ráði við ASÍ og aðra aðila vinnu- markaðsins. Annað væri i raun- inni ekki hægt. Þessa stefnu flokksins hefur Alþýðublaðið svo margsinnis itrekað i for- ystugreinum og öðrum greinum eftir kosningarnar og forystu- menn Alþýðuflokksins hafa jafnoft itrekað hana i yfirlýsing- um bæði i fjölmiðlum og á fund- um. Það var þvi eðlilega strax tekið fram af hálfu viðræðu nefndar Alþýðuflokksins, að flokkurinn teldi, að þennan hátt- inn bæri að hafa á varðandi samskipti nýrrar vinstri stjórn- ar við samtök launafólksins i landinu — að höfð yrðu samráð við þau um mótun efnahags- stefnunnar. Þegar forsætisráð- herra ólafur Jóhannesson lagði fram tillögur sinar i efnahags- málum — bæði um timabundin úrræði og framtíðarstefnu- mörkun — kom eðlilega i ljós, að þau snertu mjög hag al- mennings i landinu og samninga þá, sem verkalýðshreyfingin hafði gert i frjálsu samkomu- lagi við atvinnurekendur. Strax þegar þessar tillögur forsætis- ráðherra höfðu verið fram lagðar — en markmiðið með þeim var að sjálfsögðu það, að viðræðuflokkarnir næðu sam- komulagi sin á milli um að- gerðir af þessu. tagi — tók við- ræðunefnd Alþýðuflokksins fram, að hún teldi, að ekki væri forsvaranlegt að ráða svo stór- felldum kjaramálaatriðum til lykta án samráðs við verkalýðs- hreyfinguna og mæltist til þess, að það samráð yrði þegar i stað upp tekið. Vitnaði viðræðu- nefndin m.a. i nýlega gerða samþykkt miðstjórnar ASf um efnahagsmálin, þar sem mið- stjórnin býðst til þess að taka upp samræður við stjórnvöld og stjórnmálaflokka um málin, og sagði, að þvi tilboði ætti að taka. Þessum sjálfsögðu og eðlilegu tilmælum Alþýðuflokksins hafnaði Ólafur Jóhannesson hins vegar gersamlega. Hans skoðun var sú, að samráð við launþegasamtökin ætti ekki að hafa fyrr en EFTIR að rikis- stjórn hefði verið mynduð. En hverju breytir það, hvort samráð við ASI er tekið upp meðan stjórn er að mynda sér efnahagsstefnu, eða eftir að það hefur verið gert? Á þvi er mikill mismunur, sem menn skyldu athuga vel. Við efnahagsvanda af þeirri stærðargráðu, sem nú er við að fást, er hægt að bregðast með ýmsum hætti. Þar verða stjórn- málamenn að velja og hafna. Og það segir sig sjálft, hversu mikill styrkur það er fyrir bæði væntanlega rikisstjórn og laun- þegasamtökin i landinu, ef sam- ráð er tekið upp ÁÐUR en það val fer fram. Þá fær verkalýðs- hreyfingin svigrúm til þess að láta sitt álit i ljós á þeim ein- stöku hugmyndum og leiðum, sem uppi eru. Sum úrræði hugn- ast henni e.t.v. betur, en önnur — og auk þess getur hún að eigin frumkvæði bent á ýmislegt, sem öðrum kann að yfirsjást. Að hafa verkalýðshreyfinguna með i ráðum á þessu stigi málsins er að hafa raunhæft samráð við hans — þá tegund samráðs, sem Alþýðuflokkurinn vildi, að við hana yrði haft. Þetta þarf þó að sjálfsögðu ekki að merkja, að verkalýðs- hreyfingin eigi að þurfa að sam- þykkja allar þær ráðstafanir, sem rikisstjórn verður að gera. Slíkt getur verkalýðshreyfing ekki ávallt gert. Og þetta merk- ir ekki heldur það, að stjórn- málamenn, einir eigi að binda sig fyrirfram við það að gera aðeins það eitt, sem verkalýðs- hreyfingin getur samþykkt. En þetta merkir — eins og áður er sagt — að verkalýðshreyfingin sé höfð með i ráðum á meðan stefnuna er verið að móta þannig, að stjórnmálamennirn- ir viti nákvæmlega hvernig verkalýðshreyfingin metur hvaðeina, sem völ er á að gera, og hvernig hægt sé að koma sem mest til móts við hana. Þetta er það, sem i þvi felst að hafa samráð við verkalýðs hreyfinguna á meðan rikis- stjórn er að móta stefnu sina i efnahagsmálum — áður en stjórnarmyndun er formlega Hafnarfjaröar Apótek Opið öll kvöld til kl. 1 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLÓMAHÚSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.3ö. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA i KRON DÚftfl í GlflEflBflE /ími 84900 0 Fimmtudagur 15. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.