Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Útbreiðslustjóri: Þráinn Þorleifsson ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent UM ÞETTA VAR DEILT Eins og komið hefur fram var það fyrst og fremst ágreiningur um tvö mál, sem olli þvi, að ekki tókst að koma á fót nýrri og betri vinstri stjórn i landinu. I fyrsta lagi var það djúpstæður málefnaágreiningur um varnarmálin milli Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins ann- ars vegar og kommúnista hins vegar. 1 öðru lagi kom þar til ágreiningur milli Alþýðuflokks- ins annars vegar og allra hinna flokkanna þriggja hins vegar um málsmeðferð i sambandi við samráð og samstarf við Alþýðusamband ís- lands og önnur launþegasamtök um aðgerðir i efnahagsmalum. í varnarmálunum hélt Alþýðuflokkurinn frá upphafi viðræðnanna fast við þau meginstefnu- mál, að i fyrsta lagi ætti ísland áfram að taka þátt i varnarsamstarfi vestrænna rikja og i öðru lagi, að eftirlits- og varnarstöð ætti áfram að reka frá Keflavikurflugvelli. Ýmsar breytingar mætti gera á fyrirkomulagi mála á Keflavikur- flugvelli, en þó þannig, að framangreind tvö meginatriði yrðu tryggð. Á þessi sjónarmið Alþýðuflokksins féllst Framsóknarflokkurinn og mótuðu þessir tveir flokkar sameiginlega af- stöðu i viðræðunum um varnarmálin sem Alþýðubandalagið stöðugt neitaði að fallast á. Kröfum Alþýðubandalagsins voru þær, að ákveðnar yrðu dagsetningar um algera brottför varnarliðsins þannig, að helmingur þess yrði farinn á árinu 1975 og þá yrði tekin afstaða til brottfarar þess helmings varnarliðsmanna, sem þá væri eftir. Frá þessum tillögum sinum fékkst Alþýðu- bandalagið ekki til þess að hvika um hárs- breidd. Með þvi höfðu kommúnistar stofnað til alvarlegs málefnaágreinings við Alþýðuflokk- inn og Framsóknarflokkinn um öryggismál landsins og þannig valdið þvi, að draumur margra um nýrri og betri vinstri stjórn var að engu orðinn. Allar fullyrðingar þeirra eftir á um, að tiltölulega litill ágreiningur hefði verið um varnarmálin eru hrein ósannindi, sem auð- velt er að hrekja með þvi einu að leggja fram þær skriflegu tillögur um þessi mál, sem flokk- arnir báru fram i viðræðunefndunum. Þar kem- ur glögglega i ljós, að kommúnistar sprengdu viðræðurnar á afdráttarlausum kröfum um varnarlaust land — kröfum, sem mikill meiri- hluti þjóðarinnar hafði hafnað i kosningum. Ofan á þennan málefnaágreining, sem einn út af fyrir sig nægði til þess, að ekki var unnt að mynda rikisstjórn vinstri flokkanna, bættist svo það, að Framsóknarflokkur, kommúnistar og ,,Samtökin” höfnuðu þvi skilyrði Alþýðuflokks- ins að haft yrði samráð við verkalýðshreyfing- una um þær efnahagsaðgerðir, sem gera þarf. Lagðar höfðu verið fram tiilögur um efna- hagsaðgerðir, sem mjög snertu hag launafólks og kjarasamninga þá, sem verkalýðshreyfingn hefur gert. Alþýðuflokkurinn fór fram á það, að haft yrði samráð við ASÍ áð- ur en gengið yrði frá þvi i stjórnarsamningi, hvaða efnahagsaðgerðum hin nýja ríkisstjórn hygðist beita sér fyrir. Þessum sjálfsögðu og eðlilegu tilmælum Alþýðuflokksins neitaði ólaf- ur Jóhannesson en iagði það tii i staðinn, að „samráð” yrði tekið upp við ASÍ að stjórnar- mynduninni lokinni — þ.e.a.s. þegar búið væri að ákveða i stjórnarsamningi til hvaða aðgerða yrði gripið i efnahagsmálum. Auðvitað hefði slikt ekki haft neitt samráð i för með sér, þvi þá hefði verið búið að ákveða án samráðs við verkalýðshreyfinguna hvað gera ætti. Fimmtudagur 15. ágúst 1974. I K I | GRIKKLAND EFTIR FALL „JÚNTUNNAR" Georges Marinos Griska skáldið og tón- listarmaðurinn Georges Marinos yfirgaf Grikk- iand fyrir sjö árum. Eft- ir fall herforingjastjórn- arinnar á dögunum heimsótti Marinos á ný heimaiand sitt i fyrsta sinn siðan hann sá sig tilneyddan að flýja land. Danska blaðið AKTUELT birti um sið- ustu helgi eftirfarandi grein eftir hinn griska listamann, þar sem hann lýsir heimkomunni og hinu ,,nýja Grikk- landi”. — Grískir fjölmiðlar fjalla þessa dagana einkum um vanda- málin vegna Kýpurdeilunnar, en mánuðir hljóta að liða, áður en séð verður fyrir enda'nn á þeim. Á meðan hin nýja rikisstjórn reynir að leita ráða til lausnar Kýpurmálinu, vinnur hún tima til að yfirvega hinn innri pólitiska vanda, sem við er að aö etja heima fyrir. En henni hefur þegar tekist að koma meiru i verk en þjartsýnustu menn þorðu að vona i upphafi. Þannig hefur pólitisk- um föngum nú verið gefið frelsi, dregið hefur verulega úr vaidi herlögreglunnar, yfirmanni her- lögreglunnar, Joannidis, verið vikið úr embætti og sömuleiðis yfirmanni borgaralegu lögregl- unnar. Auk þess hafa verið teknar af hálfu rikisstjórnarinnar skýrar ákvarðanir varðandi hlutverk hersins i hinu ,,nýja, griska sam- félagi” og sömuleiðis hefur vald landvarnaráðherrans verið auk- ið. Griskir fjölmiðlar eru nú frjálsir i fyrsta sinn i sjö ár. Griski sjóherinn og flugherinn hafa frá upphafi verið hliðholl stefnu hinnar nýju rikisstjórnar, en á hinn bóginn liefur landherinn verið beygður til fylgis við stefnu rikisstjórnarinnar. Það fólk, sem herforingjastjórnin skipaði i veigamikil embætti innan rikis- ins, hefur nú verið látið hætta störfum og aðrir tekið við, þar á meðal hafa lýðræðissinnaðir pró- fessorar við háskólana nú verið endurráðnir. Og nú má segja, að griski kommúnistaflokkurinn sé i fyrsta sinn löglega viðurkenndur sem stjórnmálasamtök. Sú hætta er fyrir hendi — hverja einustu minútu — að her- inn reyni að gripa inn i grisk stjórnmál, — en slikar aðgerðir af hans hálfu eru fyrirfram dæmdar til að mistakast, þvi að allur þorri almennings i landinu stendur að baki hinni nýju rikisstjórn og Karamanlis, sem auk þess nýtur verulegs álits á alþjóavettvagi. Aðildin að NATO og sömuleiðis afdrif konungsrikisins kunna að eiga eftir að valda ýmsum vanda- málum i griskum stjórnmálum á næstunni. Strax eftir fall ,,júnt- unnar” mátti greina meðal fólks vissa andúð á Atlantshafsbanda- laginu. Fólk hefur ekki gleymt þvi, að Bandarikin studdu Papa- doupolos i þvi skyni að halda áhrifum sinum á Miðjarbarhafs- svæbinu. Griska stjórnarskráin frá 1952 hefur nú öðlast gildi á nýjan leik ab undanteknum ákvæðum varð- andi konungsrikið. En einn af ráðherrunum i stjórn Karamanlis hefur sagt, að hið eina góða, sem griska herforingjastjórnin hafi komib til leiðar á valdatima sin- um, sé, sú ákvörðun að það sé á valdi rikisstjórarinnar að leggja undir þjóðardóm, hvort konungs- rikinu skuli viðhaldið eða ekki. Hins vegar er enginn vafi á, að niðurstaða slikrar þjóðarat- kvæðagreiðslu yrði skýrt nei, þvi að þorri Grikkja er andvigur þvi, ab Grikkland verði áfram konungsriki. Gera má ráð fyrir, að innan tiðar verði samþykkt ný stjórnarskrá i Grikklandi að franskri fyrirmynd, þar sem tryggt verði sterkt forsetavald eins og i Frakklandi. Hin nýja rikisstjórn Grikklands vill, að þróun þjóðfélagsmála verbi lýðræðisleg. Þess vegna samþykkti hún strax niðurstöðu Genfarfundarins um Kýpur, þó svo ab hún væri þess fullviss að niðurstaðan væri Tyrkjum nokkuð i vil. En það er gjaldið sem Grikkir verða að greiða fyrir fall „júntunnar”. Hefbi Griska herforingjastjórn- in ekki blandað sér með heimsku- legum hætti inn i stjórnmál á Kýpur, hefði deilan við Tyrki ekki komið til sögunnar — og Banda- rikin styddu ennþá herforingja- stjórn i Grikklandi. Erfiðleikarnir, sem við blasa i griskum stjórnmálum, eru miklir, en þjóðin og rikisstjórnin standa nú þétt saman i fyrsta sinn • i griskri sögu.— Nýjar tillögur Sovétmanna varðandi áhrif á loftslag í hernaðarlegum tilgangi Eftirfarandi grein er frá fréttastofunni No- vosti og fjallar um um- ræöur varðandi alþjóð- legt bann við tilraunum tii að hafa áhrif á um- hverfi og loftslag i hern- aðarlegum tilgangi. Sovéska rikisstjórnin hefur lagt til, að teknar verði á dagskrá 29. Allsherjarþings SÞ, umræður um bann við áhrifum á umhverfi og loftslag i hernaðartilgangi eða öðrum tilgangi, sem ekki sam- ræmist hagsmunum alþjóðaör- yggis velferðar eða heilbrigði fólksins i heiminum. Þann 7. ágúst sendi utanrikisráðherra So- vétrikjanna framkvæmdastjóra SÞ bréf um þetta málefni. Mál þetta hefur orðið æ meira knýjandi á undanförnum árum, bæði vegna aukinna möguleika mannsins til að hafa áhrif á um- hverfi og loftslag vegna framfara á sviði tækni og visinda og vax- andi áhuga almennings i heimin- um á umhverfisvernd. Nokkur riki vinna að rannsókn- um, sem beinast einkum að þvi að búa til regn, draga úr raka o.fl. Sé slikt gert i friðsamlegum tilgangi, ber að fagna þvi. En árangur sliks starfs má nota i eyðileggj- andi hernaðartilgangi, sem mundi hafa i för með sér mikla hættu fyrir friðinn i heiminum, fyrir velferð og heilbrigði ibú- anna. Gerviregn má nota i barátt unni við þurrkinn, en það er lika hægt að nota gerviregn til að koma af stað flóðum á stórum svæðum. Hægt er að hafa áhrif á rakamagn, svo að þurrkar verði rikjandi, sem mundi leiða til mik- illa hörmunga fyrir heilar þjóðir og lönd. Þá væri einnig hægt að koma af stað gervijarðskjálftum og vinna með fleiri aðferðum til að hafa áhrif á umhverfið i hern- aðartilgangi. Nú, þegar möguleikarnir á að nota framfarir á sviði tækni og visinda til að búa til ný vopn og finna upp nýjar hernaðaraðferðir verða æ meiri, verður að minna á, að bann við áhrifum á loftslag og umhverfi i hernaðartilgangi eða öðrum tilgangi, sem samræmist ekki alþjóðaöryggi, velferð og heilbrigði þjóðanna, væri mikil- vægt skref til takmörkunar vig- búnaðar og afvopnunar. Rikisstjórnir nokkurra landa eru hlynntar sliku banni. A sið- astliðnu vorþingi afvopnunar- nefndarinnar lögðu fulltrúar Svi- þjóðar og Póllands til, að gerðar væru rannsóknir á umræddu vandamáli, sem nota skyldi i drögum af alþjóðasamningi. Málefni þetta hefur ekki verið rætt á þingfundum SÞ, þó að það hafi nokkrum sinnum borið á góma i umræðum um um h v er f is ver nda r m á 1. t yfirlýsingu, sem samþykkt var á umhverfisverndarráðstefnu SÞ i Stokkhólmi 1973 segir: „A vorum timum getur hæfni mannsins til að breyta umhverfinu með skyn- samlegri nýtingu fært öllum þjóð- um möguleika til að njóta farsæll- ar þróunar og aukinna lifsgæða. Sé þessari hæfni beitt á rangan hátt eða i hugsunarleysi, getur húnn haft i för með sér óbætan- legan skaða fyrir mannkynið og umhverfið”. Á fundi æðstu manna Sovétrikj- anna og Bandarikjanna sl. vor, var rætt um hættu á þvi, að áhrif séu höfð á umhverfi i hernaðartil- gangi. 1 sameiginlegri yfirlýs- ingu, sem gefin var út eftir fund- inn, segir, að aðilar óski þess að takmarka hættuna á þvi, að fundnar verði upp nýjar styrjald- araðferðir og viðurkenni, að áhrif á umhverfi og loftslag geti haft i för með sér langvarandi og alvar- legar afleiðingar, sem skaði vel- ferð þjóðanna. Aðilar séu fylgj- andi þvi, að gerðar verði áhrifa- rikar ráðstafanir, sem beinist gegn þvi að áhrif séu höfð á um- hverfið i hernaðartilgangi. Nú er orðin knýjandi nauðsyn á þvi, að unnið verði að gerð og samþykkt alþjóðasamnings, sem lögfesti ráðstafanir gegn þvi, að áhrif verði höfð á umhverfi i hernaðartilgangi. Það væri ekki aðeins ráðstöfun til að takmarka svið vigbúnaðar- kapphlaupsins, heldur einnig mikilvæg ráðstöfun á sviði um- hverfisverndar. t A.Rokin — APN) --------------------------o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.