Alþýðublaðið - 15.08.1974, Blaðsíða 8
:::;wWpw>>
PiPlliiM#
plÍilÍiÉÍl
lilillísillll
liillp
PlillP
||§§l|tjg
deildarkeppnin hefst á laugardaginn og jafnframt
byrja íslenzkar getraunir starfsemi sína að nýju
og við byrjum okkar fyrstu getraunaspá
A laugardaginn byrjar enska
deildarkeppnin aftur eftir að
leikmenn liðanna hafa tekið sér
sumarfri. Liðin hafa að undan-
förnu leikið æfingaleiki til að
vera sem best undirbúin þegar
að slagurinn byrjar.
Hér að neðan eru liðin talin
upp i röð eftir þvi hvar þau voru
i röðinni, eftir siðasta keppnis-
timabil. Neðst eru liðin þrjú
sem komu upp úr 2. deild.
Leeds: Ef leikmenn liðsins ná
saman undir stjórn nýja fram-
kvæmdarstjórans Brian Clough
verður erfitt að ná stigi frá
þeim. Hins vegar er það trú
okkar að liðið verði ekki eins
sterkt og það var i fyrra.
Liverpool: Nú hefur Bill
Shankley hætt störfum sem
framkvæmdarstjóri hjá liðinu.
Það er ekki gott að segja
hvernig nýja framkvæmdar-
stjóranum gengur. En Liver-
pool er alltaf Liverpool og þeir
verða alltaf erfiðir and-
stæðingar sérstaklega á
heimavelli.
Derby: Það verður gaman að
fylgjast með hvernig Dave
Macay gengur í ár, en eins og
kunnugt er þá tók hann við eftir
að Brian Clough hafði verið
rekinn ogundirhans stjórn náði
félagið þriðja sætinu i fyrra. Við
spáum að liðið verði eitt hinna
stóru i vetur.
Ipswich: Liðið kom mjög á
óvart siðasta keppnistimabil
með góðri frammistöðu og vann
þá marga góða sigra. 1 ár
verður frammistaða þeirra
stórt spurningamerki.
Stoke: Félagið hefur löngum
verið skipað gömlum stjörnum,
nú eru hins vegar ungir
leikmenn að taka við en við hlið
þeirra munu eitthvað af gömlu
köppunum leika enn og ætti það
ekki að veikja liðið að hafa leik-
reynda menn. Við spáum að
Stoke verði ofarlega i deildinni.
Burnley: Liðið kom upp úr
annarri dei'd og lék þvi i fyrsta
skipti i 1. deild eftir nokkra
fjarveru þaðan i fyrra. Liðið er
að mestu skipað ungum
leikmönnum sem stóðu sig mjög
vel til að byrja með i fyrra, en
þegar liða tók á keppnis-
timabilið fór að halla undan fæti
hjá félaginu, þvi hefur gengið
illa að vinna til verðlauna. Við
spáum að það verði fyrr neðan
miðju.
Everton: Liðið virðist vera til-
búið til stórataka aftur eftir
nokkra lægð. Gæti hugsanlega
orðið eitt af toppliðunum.
QPR: Félagið hefur yfir að ráða
mörgum frábærum leik-
mönnum. Ef þeir ná vel saman i
vetur ætti liðið að verða meðal
þeirra sem berjast um
meistaratitilinn.
Leicester: Félagið hefur lika
marga snjalla leikmenn og
getur orðið meðal þeirra stóru
nái þeir vel saman.
Arsenal: Hvað er hægt að segja
um lið eins og Arsenal? Þeir
urðu fyrir miklu áfalli þegar að
Allan Bali fótbrotnaði aftur.
Ekki er trú okkar að liðið sé
liklegt til afreka i vetur.
Tottenham: Við skipum liðinu á
bekk með Arsenal, liðið á
marga góða leikmenn en þeir
hafa hingað til ekki náð saman
og ekki er trúlegt að nokkrar
breytingar verði á þvi.
Wolves: Lið átti skinandi leiki
i fyrra, en þess á milli datt
botninn úr öllu liðinu. Félagið
ætti að verða fyrir ofan miðju.
Sheffield Utd: Hefði getað orðið
gott lið, en seldi of marga
leikmenn. Liðið gerir sennilega
ekki betur en að halda sæti sinu i
deildinni.
Manchester City: Liðið á
marga góða leikmenn, og
verður að okkar mati meðal
þeirra stóru i vetur.
Newcastie: Fyrirliði þeirra
Bobby Mocur var nýlega seldur
til Sunderland og ekki gott að
segja hvaða áhrif það hefur á
gang mála. Frammistaða
iiðsins i fyrra olli vonbrigðum
þvi að miklu var búist við af
meðal þeirra stóru i vetur og þvi
þýði ekki annað en að fara að
hala inn stigin strax.
Leicester — Arsenal 1
Lið Arsenal virðist ekki vera
eins sterkt og það hefur verið
félaginu. Við spáum að þeim
gangi betur i ár.
Coventry: Liðið hefur ekki gert
nein stór afrek eftir að það vann
sæti i 1. deild. Við spáum að
leikmenn liðsins geri ekki betur
en að halda sætinu i 1. deildinni.
Chelsea: Félaginu gekk mjög
illa i fyrra, við höfum ekki trú á
að neinar stórbreytingar verði á
frammistöðu liðsins i ár.
West Ham: Liðið hefur misst
nær allar skrautfjaðrirnar og
verður að öllum likindum i botn-
baráttunni.
Birmingham: Slapp með
skrekkinn i fyrra, félagið gerir
sennilega ekki betur en að halda
sæti sinu i deildinni.
Middlesbrough: Liðið sigraði 2.
deildina i fyrra með miklum
glæsibrag undir stjórn Jack
Charltons. Menn búast við
miklu af liðinu i ár, en frammi-
staða þess nú i Texacobikarnum
gefur ekki tilefni til þess.
Luton: Vann sér rétt til að leika
i 1. deild i fyrra. Um frammi-
stöðu liðsins á komandi
keppnistimabili er ekki nema
eitt að segja. Hún verður eitt
stórt?
Carlisle: Þar er sama sagan,
kom upp úr 2. deild og frammi-
staðan i vetur verður ?
Til gamans virtum við spá
veðbankanna ensku, en hún
litur þannig út:
3-1 Leeds og Liverpool......
9-1 Derby...................
14-1 Ipswich..................
16-1 Everton..................
20-1 Leic ester og Stoke......
25-1 Arsenal, Burnley og QPR ..
28-1 Man. City og
Middlesbrough .......
33-1 Newcastle og Tottenham ...
40-1 Wolves.................
50-lChelsea.................
66-1 Coventry...............
80-1 Sheff. Utd og West Ham
100-1 Birmingham ...........
150-1 Carlisle og Luton.....
Birmingham —
Middlesbrough 1
Við spáum Birmingham sigri
i fyrsta leiknum, Middlesbrough
sem Jack Charlton stjórnar
fékk stóran skell um siðustu
helgi i Texacobikarnum gegn
Newcastle, sem sigraði 4-0. Það
virðist þvi einhver lægð vera i
liðinu um þessar mundir eftir
góða frammistöðu á siðasta
keppnistimabili. Jafntefli er
ekki óliklegt.
Burnley — Wolves 2
Útisigur hjá Úlfunum er spá
okkar, þó er okkar annar mögu-
leiki jafntefli.
Chelsea — Carlisle X
Chelsea gekk ekki sem best á
siðastliðnu keppnistimabili og
með það i huga ætti Carlisle að
ná öðru stiginu. Hinn
möguleikinn virðist vera
heimasigur.
Everton — Derby 2
Við spáum Derby sigri i
leiknum, þvi að trú okkar er sú
að liðið komi til með að verða
undanfarin ár. Leicester
virðist aftur á móti vera i mikilli
framför, og það að þeir eru
erfiðir heim að sækja, þá er
spáin heimasigur.
Luton — Liverpool X
Þessi spá kemur kannski
mörgum á óvart, en Liverpool
er frægt fyrir jafntefli sin á úti-
velli og sigra sina á heimavelli.
Manch. City — West Ham
1
Heimasigur og hann á þeirri
forsendu að varnarmenn West
Ham ráði ekki við hina frábæru
framlinumenn City. 1 fyrra
slapp West Ham með skrekkinn,
þvi að lengi vel leit út fyrir að
liðið félli, en sigrar i siðustu
leikjunum bjargaði liðinu frá
falli.
Newcastle — Coventry 1
Sigur Newcastle ætti að vera
nokkuð öruggur I leiknum, liðið
virðist vera mjög sterkt um
þessar mundir ef marka má
úrslitin i leikjum liðsins i
Texaco bikarnum. Coventry
hefur aftur á móti komið mjög
lélega út úr sömu keppni.
Sheffield Utd. — QPR X
Eins og annars staðar kemur
fram þá hefur Sheffield selt
marga af sinum bestu leik-
mönnum og hefur það að miklu
leyti dregið úr árangri hjá
félaginu. En vegna þess hve
QPR hefur gengið illa á útivelli
er jafntefli liklegast i leiknum
þó þeir hafi yfir betri
leikmönnum að ráða á
pappirunum.
Stoke — Leeds 1
t fyrra var það Stoke sem batt
enda á sigurgöngu Leeds og
sigruðu þá verðskuldað. Með
það i huga og að þrir af máttar-
stólpum Leeds leika ekki með
þeir Clark, Hunter og Bremner
þá ætti heimasigur að vera
iiklegri.
Tottenham — Ipswich X
Erfiður leikur að geta sér til
um úrslit, en með góða frammi-
stöðu Ipswich i fyrra i huga og
iremur slaka frammistöðu
Spurs, þá teljum við að heima-
völlur hjálpi aðeins upp á
sakirnar hjá þeim siðarnefndu.
Otisigur virðist lika koma
iterklega til greina.
WBA — Fulham X
Bæði liðin virðast vera svipuð
að styrkleika en WBA seldi nú
nýlega sinn besta miðvallar-
leikmann Asa Hartford til
Manc. City. Við teljum samt að
félagið nái öðru stiginu og ráði
heimavöllurinn þar mestu um.
Upphafið að látunumáWembley.dómarinn bókar Tommy Smith
Liverpool fyrir gróft brot.
Uppþot á Wembley dómarinn visar þeim Keegan Liverpool og Upphafiö að látunum á Wembley,
dómarinn bókar Tommy Smith Liverpool fyrir gróft brot.
Enski boltinn að byrja
Fimmtudagur 15. ágúst 1974.
t
o